Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Síða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Síða 13
 heimamaður“ í stjórnkerfinu. Þann­ ig sendi hann mönnum ekki form­ leg erindi heldur talaði við þá. Því er ekki hægt að staðfesta framgöngu hans né virðist nokkur hafa hlustað á viðvaranir hans. Andstæðingar hans treystu honum ekki og samherjar í Sjálfstæðisflokknum tóku ekki nægi­ lega mikið mark á honum. Það skýr­ ist meðal annars af óformlegu orða­ lagi sem Davíð notaði. Davíð átti til að missa sig á fundum, öskra og halda reiðilestra yfir fólki. Hann tal­ aði um „glæpahunda í bönkunum“ við Geir Haarde, en lagði ekki sérstök gögn fram orðum sínum til stuðn­ ings. Þá dró enn úr trúverðugleika Davíðs sem seðlabankastjóra að um­ svifamestu útrásarvíkingar landsins voru svarnir óvinir hans og töldu sig eiga margt sökótt við hann. Skorti traust Skýrslutökur af Davíð og Geir fyrir landsdómi hafa líka varpað ljósi á samband þeirra tveggja. Samskipti þessara tveggja lykilmanna í stjórn­ sýslunni í aðdraganda hrunsins. Sem fyrr segir trúði Geir ekki við­ vörunum Davíðs, þar sem Davíð var svo stóryrtur. Fyrir landsdómi, þegar Geir var spurður út í alvarlega stöðu bankanna, vísaði hann ekki í reiði­ lestra Davíðs heldur í skýrslu Seðla­ bankans frá 19. september 2008 þar sem fjallað var vinsamlega um inn­ lánsreikninga erlendis. „Ég vek at­ hygli á þessu,“ sagði Geir. Davíð lýsti því svo sjálfur fyrir landsdómi að sér þætti vanta upp á trúnað og traust á milli sín og Geirs. Hann taldi sökina hins vegar kannski að hluta til liggja í því að formlegheit á milli þeirra hafi verið lítil. Davíð sagði einnig að samskipti sín og Geirs hefðu mótast af löngu samstarfi og því hefði hann kannski talað á annan hátt við Geir en við aðra ráðherra. Geir og Davíð höfðu enda starfað saman í ríkisstjórn og á Alþingi árum saman áður en Geir varð forsætisráðherra. Samskipti þeirra ná reyndar allt aftur til áranna þegar þeir voru báðir í Menntaskól­ anum í Reykjavík. Fréttir 13Miðvikudagur 21. mars 2012 E ftir 24 ára starf sem bréfberi hjá Íslandspósti var Sólveigu Sigurðardóttur sagt upp fyrir­ varalaust í ágúst síðastliðn­ um. Hún bjóst frekar við því að fá gullúr frá fyrirtækinu, sem er al­ farið í ríkiseigu, eftir aldarfjórðungs­ starf eins og tíðkast en fékk þess í stað uppsagnarbréf. „Ég var rekin í endaðan ágúst og bara út með kvikindið með það sama. Ég kom í vinnuna um morguninn og var bara rekin beint út. Ég var varla búin að fatta það þegar ég stóð úti á plani. Maður er svo hissa að mað­ ur er bara þó nokkurn tíma að átta sig áður en sjokkið kemur. Ég gæti fengið marga meðmælendur um það að ég er búin að standa mig vel þau 24 ár sem ég hef unnið þarna,“ segir Sólveig sem fyrst sagði vefmiðlinum Smugunni sögu sína. Bjóst við gullúri Aðspurð um ástæðu þess að henni var sagt upp segist hún telja að þær séu nokkrar. „Í fyrsta lagi eru eldri starfsmenn dýrari og því losa þeir sig við þá. Síðan var ég að bíða eft­ ir niðurstöðu læknisrannsóknar því ég hafði verið slæm í hendinni og kannski hafa þeir haft áhyggjur af því að það yrðu einhverjir veikinda­ dagar,“ segir Sólveig sem telur að hún hafi tekið 1–2 veikindadaga að með­ altali á ári allan sinn starfsferil hjá Ís­ landspósti. Sólveg starfaði á póststöðinni á Fossaleyni í Grafarvogi. Hún segir starfsandann þar hafa „verið svo hrikalega vondan“ og raunar „alveg hræðilegan“, eins og hún kemst að orði. „Það var svo sem búið að hóta mér því að mér yrði sagt upp en ég tók ekki mark á því. Fólk má ekki hafa skoðanir þarna, ef það fer í sitt félag til þess að leita réttar síns þá er það bara rekið. Ég hafði í þó nokkur skipti áður reynt að hjálpa fólki sem hafði verið sagt upp en þarna er svo­ leiðis búið að leggja fólk í einelti að mér blöskrar,“ segir Sólveig og nefn­ ir dæmi af útlenskum starfsmönnum sem vinni fram á kvöld en fái aðeins greitt til klukkan 16.15. Aðspurð hvað hafi gengið á í sam­ skiptum hennar og yfirmannsins hjá Íslandspósti áður en hún var rekin svarar hún: „Æ, svo sem ekki mik­ ið. Ég myndi ekki segja að það hefði gengið eitthvað sérstakt á.“ Hún tekur fram að næsta yfir­ manni sínum hafi einfaldlega fundist óþolandi að Sólveig hefði aðrar skoð­ anir en hann. „Venjan hjá Íslandspósti er að starfsmenn fá gullúr eftir 25 ára starf en það er svolítið ólíkt að fá uppsagn­ arbréf eftir 24 ára starf. Auðvitað bjóst ég við því að fá gullúrið og ég átti ekki von á því að vera látin fara svona. Ég taldi að ég ætti miklu meira skilið.“ Sér ekki fram á að fá nýja vinnu Sólveg stendur því uppi atvinnulaus, 55 ára, eftir tæplega aldarfjórðungs­ starf sem bréfberi. Það er ekki öf­ undsverð staða því konur á miðjum aldri eiga ekki auðvelt með að fá nýja vinnu. „Það er sko ekki létt, það er eiginlega bara vonlaust. Eins og er þá get ég bara gleymt því. Þetta er ekki einfalt. Maður sýndi fyrirtækinu tryggð í öll þessi ár þegar það var hægt að fá nóg af vinnu annars stað­ ar. Mér finnst tryggð í vinnu vera mikils virði,“ segir hún. Hún sér ekki fram á að fá aðra vinnu. „Auðvitað er þessi vinna búin að skemma mig því þetta eru óhemjuþyngsli sem maður er með á öxlunum alla daga,“ segir Sólveig. Upplýsingafulltrúi Íslandspósts vildi ekki tjá sig við DV þegar eftir því var leitað. Hún sagði það vera stefnu fyrirtækisins að tjá sig ekki um mál­ efni einstakra starfsmanna. „Auðvitað bjóst ég við því að fá gull- úrið og ég átti ekki von á því að vera látin fara svona. Ég taldi að ég ætti miklu meira skilið. Bjóst við gullúri en fékk uppsagnarbréf n Sólveig var rekin fyrirvaralaust frá Íslandspósti eftir 24 ára starf Sólveig Sigurðardóttir Venjan hjá Íslandspósti er að starfsmenn fá gullúr eftir 25 ára starf en það er svolítið ólíkt að fá uppsagnarbréf eftir 24 ára starf. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Gjaldþrot hjá Magnúsi Ármann n Félagið skilaði aldrei ársreikningi E ignarhaldsfélagið Runnur 2. ehf., sem meðal annars er í eigu fjárfestisins Magn­ úsar Ármann, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Stofnendur félagsins voru eignar­ haldsfélag í eigu Magnúsar, Gunnars og Gylfa í verktakafyrir­ tækinu Bygg, Hannesar Smára­ sonar, Þorsteins Jónssonar og Nóatúnssystkinanna svokölluðu. Árið 2007 voru stofnuð fimm eignarhaldsfélög sem báru nafn­ ið Runnur 1,2,3, 4 og 5 sem voru í eigu þessara aðila. Félögin voru stofnuð á grunni eignarhalds­ félagsins Runns ehf. sem var skipt upp í fimm félög með áðurnefnd­ um hætti. Runnur ehf. hafði með­ al annars átt um 10 prósenta hlut í fjölmiðlafyrirtækinu 365 ehf. Runnur ehf. var tekið til gjald­ þrotaskipta árið 2010 og voru um tveggja milljarða króna skuldir inni í félaginu sem ekkert fékkst upp í. Líkt og DV greindi frá í fyrra skulduðu félög tengd Magn­ úsi, meðal annars Runnur ehf. og Runnur 2. ehf., um 4,7 milljarða króna í Byr eftir efnahagshrun­ ið 2008. Í umfjöllun DV um lána­ bók Byrs í júlí í fyrra kom fram að sparisjóðurinn afskrifaði 4,3 millj­ arða af skuldum þessara félaga árið 2009. Skuldir Runns 2. ehf. liggja ekki fyrir þar sem félagið skilaði aldrei ársreikningi á starfstíma sínum. Stjórnarmenn félagsins voru áðurnefndur Magnús og Þor­ steinn Jónsson. ingi@dv.is Byr afskrifaði 4,3 milljarða Sparisjóðurinn Byr afskrifaði 4,3 milljarða af skuldum Runns 2. og tengdra félaga árið 2009. Reiði Davíðs Ruglaði geiR n Ófagmennska einkenndi samband Davíðs og Geirs n Reiðiköst og gífuryrði Davíð og Geir Davíð varaði við en var of æstur og reiður á fundum til þess að tekið væri mark á orðum hans.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.