Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 21. mars 2012 Miðvikudagur
Kóngarnir í enska boltanum
N
ú þegar einungis níu
umferðir eru eftir í
enska boltanum er
ekki úr vegi að líta
um öxl og skoða töl
fræðina í enska boltanum
í vetur. Upplýsingarnar hér
að neðan eru unnar upp úr
gagnagrunni greiningarvefsíð
unnar whoscored.com en þar
má nálgast alla helstu tölfræð
ina úr enska boltanum í vetur.
Margt athyglisvert kemur í ljós.
Þannig er Fulham eina liðið í
vetur sem enn á eftir að fá rautt
spjald, Manchester United
væri í neðsta sæti deildarinnar
ef einungis væru gefin stig fyr
ir gul og rauð spjöld. Chelsea
væri hins vegar á toppnum.
Leon Britton, samherji Gylfa
Þórs Sigurðssonar hjá Swan
sea, er með flestar heppnaðar
sendingar í deildinni í vetur.
Stoke heldur boltanum verst
allra liða en Arsenal er það lið
sem heldur honum best.
1 Man. Utd 29 22 4 3 73:27 70
2 Man. City 28 21 3 4 69:20 66
3 Tottenham 28 16 5 7 52:34 53
4 Arsenal 28 16 4 8 57:39 52
5 Chelsea 28 14 7 7 48:32 49
6 Newcastle 29 13 8 8 41:41 47
7 Liverpool 28 11 9 8 33:26 42
8 Swansea 29 10 9 10 34:34 39
9 Sunderland 28 10 7 11 36:31 37
10 Everton 28 10 7 11 28:31 37
11 Fulham 29 9 9 11 37:40 36
12 WBA 29 10 6 13 35:38 36
13 Norwich 29 9 9 11 39:46 36
14 Stoke 28 10 6 12 27:39 36
15 Aston Villa 28 7 12 9 31:35 33
16 Blackburn 28 6 7 15 40:60 25
17 Bolton 28 7 2 19 31:57 23
18 QPR 28 5 7 16 29:48 22
19 Wigan 29 4 10 15 25:54 22
20 Wolves 29 5 7 17 30:63 22
Staðan í deildinni
Einar Þór Sigurðsson
einar@dv.is
Fótbolti
Leikjaföldi Mörk
1. Robin van Persie, Arsenal 27 (1) 26
2. Wayne Rooney, Manchester United 23(2) 20
3. Demba Ba, Newcastle 23(2) 16
4. Sergio Aguero, Manchester City 23(3) 16
5. Edin Dzeko, Manchester City 14(10) 13
6. Yakubu, Blackburn 19(1) 13
7. Clint Dempsey, Fulham 29 12
8. Emmanuel Adebayor, Tottenham 25 11
9. Mario Balotelli, Manchester City 10(8) 11
* Danny Graham, Frank Lampard, Grant Holt og Javier Hernandez eru í 10. – 14.
sæti með 10 mörk hvor.
Markahæstir
Leikjaföldi Stoðs.
1. David Silva, Manchester City 24(3) 12
2. Emmanuel Adebayor, Tottenham 25 11
3. Antonio Valencia, Man. United 14(4) 11
4. Juan Mata, Chelsea 24 (2) 10
5. Nani, Manchester United 22(2) 8
6. Robin van Persie, Arsenal 27(1) 8
7. Ryan Giggs, Manchester United 10(9) 8
8. Theo Walcott, Arsenal 25(2) 8
* Alexandre Song, Ashley Young, Gareth Bale, Samir Nasri og Stephane Ses-
segnon hafa lagt upp 7 mörk hvor.
Flestar stoðsendingar
Leikjaföldi Sendingar í %
1. Leon Britton, Swansea 27 93,2
2. Samir Nasri, Man.City 17(4) 92,2
3. John Obi Mikel, Chelsea 11(5) 91,6
4. John Terry, Chelsea 23 91,4
5. Jake Livermore, Tottenham 5(13) 91
6. Ledley King, Tottenham 18 90,9
7. Mikel Arteta, Arsenal 23 90,6
8. Yaya Toure, Man. City 23 90,6
9. Joe Allen, Swansea 22(5) 90,1
10. Michael Carrick, Man. United 18(3) 90,1
Flestar heppnaðar sendingar
Leikjaföldi Tæklingar*
1. Alejandro Faurlin, QPR 20 4,5
2. Scott Parker, Tottenham 23 4,1
3. Yohan Cabaye, Newcastle 25 3,8
4. Lee Cattermole, Sunderland 18 3,6
5. Luke Yong, QPR 21 3,5
6. Mohamed Diamé, Wigan 18(5) 3,5
7. Kyle Naughton, Norwich 25(1) 3,3
8. David Vaughan, Sunderland 13(3) 3,3
9. Marouane Fellaini, Everton 23(1) 3,3
10. Michael Carric, Man. United 18(3) 3,2
* að meðaltali í leik
Flestar tæklingar
% með
bolta*
1. Arsenal 58,1
2. Man. City 57,6
3. Chelsea 56,9
4. Swansea 56,6
5. Man. United 56,2
6. Tottenham 55,3
7. Liverpool 55,2
8. Wigan 50
9. Fulham 49,8
10. Wolves 48,8
11. Newcastle 47,4
12. QPR 46,9
13. Everton 46,6
14. Bolton 45,5
15. Norwich 45
16. WBA 44,9
17. Aston Villa 44,7
18. Sunderland 44
19. Blackburn 42,2
20. Stoke 39,4
* í leik að meðaltali
Halda boltan-
um best
Bestur Það mótmælir því væntan-
lega enginn að Robin van Persie hafi
verið besti leikmaður ensku úrvals-
deildarinnar í vetur. Hollendingurinn
hefur skorað 26 mörk og lagt upp 8
fyrir samherja sína. Mynd ReuTeRS
n Chelsea fengið flest gul spjöld n Leon Britton er sendingakóngur
Messi er
tekjuhæstur
Lionel Messi, leikmaður
Barcelona, er ekki bara besti
knattspyrnumaður heims því
hann er einnig sá tekjuhæsti.
Áætlaðar heildartekjur Messi
á þessu ári eru 27,4 milljónir
punda, jafnvirði 5,5 milljarða
króna. Inni í þessari tölu eru
laun, bónusar og tekjur frá
styrktaraðilum á borð við Pepsi
og Adidas.
David Beckham er næst
tekjuhæsti knattspyrnumaður
heims. Áætlaðar tekjur hans á
þessu ári nema 26 milljónum
punda, eða 5,2 milljörðum
króna. Portúgalinn Cristiano
Ronaldo, leikmaður Real Mad
rid, er í þriðja sæti á listanum
og stendur Messi og Beck
ham nokkuð að baki. Samuel
Eto’o, leikmaður Anzhi í Rúss
landi, er í fjórða sæti og Wayne
Rooney, Man chester United,
er í fimmta sæti. Tekjuhæsti
knattspyrnustjóri heims er Jose
Mourinho en þar á eftir koma
Carlo Ancelotti og Josep Guar
diola. Það er franska tímaritið
France Football sem tók töl
urnar saman.
Muamba
hressist
Fabrice Muamba, leikmaður
Bolton, er á hægum en örugg
um batavegi eftir að hafa
fengið hjartaáfall í leik liðsins
gegn Tottenham á laugardag.
Muamba var farinn að geta
tjáð sig á mánudag en hann
var þó enn á gjörgæsludeild
Chestsjúkrahússins í London
aðfaranótt þriðjudags. Margir
bjuggust við því versta þegar
Muamba hneig niður rétt fyrir
lok fyrri hálfleiks. Lífgunar
tilraunir báru árangur eftir
nokkra stund og var hann
fluttur rakleiðis á sjúkrahús
í kjölfarið. Búist er við að
Muamba verði þar í einhverja
daga undir eftirliti lækna.
Chelsea
vill Hulk
Forráðamenn Chelsea hafa
átt viðræður við portúgalska
meistaraliðið Porto um kaup
á sóknarmanninum Hulk.
Portúgalskir fjölmiðlar greina
frá því að Porto sé reiðu
búið að endurskoða ákvæði
í samningi leikmannsins
sem kveður á um að hann
megi fara komi tilboð upp á
85 milljónir punda, eða 17
milljarða króna. Forráða
menn Porto hafa sagt að leik
maðurinn fari ekki fyrir lægri
upphæð. Nú er annað hljóð
komið í strokkinn og herma
heimildir portúgalskra fjöl
miðla að Hulk verði hugsan
lega seldur fyrir rúmlega 30
milljónir punda í sumar, eða
sex milljarða króna. Talið er
að Chelsea leiði kapphlaupið
um þennan ógnarsterka leik
mann og hafi þegar átt við
ræður við Porto um kaup á
honum.