Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Qupperneq 25
Sport 25Miðvikudagur 21. mars 2012
Kóngarnir í enska boltanum
Gul spjöld Rauð spjöld
1. Chelsea 57 4
2. Blackburn 53 4
3. Wolves 53 3
4. Arsenal 49 4
5. Wigan 51 3
6. Newcastle 51 2
7. Sunderland 46 3
8. Aston Villa 49 2
9. Bolton 39 5
10. Stoke 47 2
11. QPR 38 5
12. Norwich 43 2
13. Fulham 48 0
14. Everton 45 1
15. Liverpool 38 3
16. Manchester City 34 4
17. WBA 39 1
18. Swansea 34 2
19. Tottenham 34 2
20. Manchester United 36 1
Grófustu liðin í deildinni
Leikjaföldi Gul spjöld
1. Jason Lowe, Blackburn 21(1) 9
2. Laurent Koscielny, Arsenal 26 8
3. Lee Cattermole, Sunderland 18 8
4. Alexandre Song, Arsenal 24 7
5. Cheick Tiote, Newcastle 24 7
6. Gary Caldwell, Wigan 27 7
7. John Terry, Chelsea 23 7
8. Karl Henry, Wolves 23 7
9. Kyle Naughton, Norwich 25(1) 7
10. Raul Meireles, Chelsea 18(5) 7
11. Scott Parker, Tottenham 23 7
12. Steven N’Zonzi, Blackburn 25(1) 7
Leikjaföldi Tapaðir*
1. Emmanuel Adebayor, Tottenham 25 3,7
2. David N’Gog, Bolton 17(6) 3
3. Shaun Wright-Phillips, QPR 23(1) 2,8
4. Peter Odemwingie, WBA 19(4) 2,7
5. Demba Ba, Newcastle 23(2) 2,7
6. Bobby Zamora, QPR og Fulham 14(1) 2,7
7. Luis Suarez, Liverpool 21(2) 2,7
8. Peter Crouch, Stoke 22 2,6
9. Theo Walcott, Arsenal 25(2) 2,6
10. Shane Long, WBA 18(5) 2,5
* í leik að meðaltali
Flest skot
1. Man. City 18,9 6,5
2. Chelsea 18,4 6,4
3. Tottenham 18,3 6,4
4. Arsenal 17 6,4
5. Liverpool 17 5,6
6. Man. United 16,2 6,5
7. Fulham 15 5,1
8. QPR 14,7 4,1
9. WBA 14,6 4,5
10. Wigan 13,9 4
11. Newcastle 13,4 4
12. Everton 13,3 3,9
13. Norwich 13,2 4,3
14. Wolves 12,8 4,1
15. Sunderland 12,6 4
16. Bolton 12,4 4,3
17. Blackburn 12,4 3,8
18. Aston Villa 12,3 3,9
19. Swansea 11,6 3,6
20. Stoke 10 2,5
* í leik að meðaltali
Að marki* Á mark*
Flest gul spjöld
Flestir tapaðir boltar
„Stoke
heldur
boltanum
verst allra liða
Svindl á
skákmóti
Fjórtán ára norskur strákur,
Kristian Stuvik Holm, hefur
verið sviptur verðlaunum á
Reykjavíkurskákmótinu. Í ljós
kom að hann hafði svindlað
með aðstoð föður síns. Kristi-
an sigraði í unglingaflokki
en að því er RÚV greindi frá
á þriðjudag var mótshöldur-
um bent á eftir næstu síðustu
umferðina að faðir Kristians
hefði virst koma skilaboðum
til hans með þeim hætti að
strákurinn ætti að nema þau
með varalestri. Í lokaumferð-
inni var faðirinn svo grip-
inn með snjallsíma þar sem
staðan í skák drengsins var
uppi við í skákforriti. Slíkt
er að sjálfsögðu stranglega
bannað. Í kjölfarið var honum
dæmd skákin töpuð og hann
sviptur verðlaununum í ung-
lingaflokki. Gunnar Björns-
son, forseti Skáksambands Ís-
lands, sagði við RÚV að ekkert
þessu líkt hefði komið upp hér
á landi. Eitt og eitt dæmi sé
þekkt erlendis en mikilvægt
sé að taka á svona málum af
mikilli hörku.
Huntelaar
fer ekki fet
Forráðamenn þýska úrvals-
deildarliðsins Schalke eru
harðákveðnir í að halda
Klaas-Jan Huntelaar, helsta
markaskorara liðsins, á næsta
tímabili. Schalke hefur boðið
Huntelaar nýjan samning
sem myndi gera hann að
launahæsta leikmanni í sögu
félagsins. Þessi 28 ára fram-
herji hefur farið á kostum á
yfirstandandi leiktíð og skor-
að 38 mörk í 37 leikjum í öll-
um keppnum. Frammistaða
hans hefur vakið áhuga stóru
liðanna og það er eitthvað
sem forráðamönnum Schalke
lýst ekki vel á. Huntelaar er
samningsbundinn Schalke til
ársins 2013 en í samningnum
er ákvæði sem gerir honum
kleift að fara komi tilboð upp
á tuttugu milljónir evra, eða
3,3 milljarða króna.
Kínverjar
vilja enska
Kínverska úrvalsdeildarfélag-
ið Guizhou Renhe vill kló-
festa ensku landsliðsmenn-
ina Rio Ferdinand hjá
Manchester United og John
Terry hjá Chelsea. Báðir hafa
verið á meðal bestu miðvarða
ensku úrvalsdeildarinnar
undanfarin ár og leikið sam-
an í enska landsliðinu. Sam-
kvæmt heimildum The Sun
er félagið reiðubúið að greiða
Ferdinand og Terry 250 þús-
und pund í vikulaun sem er
talsvert meira en þeir þéna
nú. Mikill uppgangur hefur
verið í kínverska boltanum á
undanförnum árum en Nico-
las Anelka, fyrrverandi félagi
Terry hjá Chelsea, gekk í raðir
Shanghai Shenhua í janúar.