Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Blaðsíða 26
Fékk sér salat á Metro n Íþróttafræðingnum Fannari Karvel var boðið á skyndibitastað Þ etta var ágætt. Ég fékk mér þó ekki ostborgar- ann heldur kynntu þau fyrir mér grænu línuna. Kannski verður það bara ost- borgarinn næst,“ segir Fannar Karvel Steindórsson íþrótta- fræðingur en Ásgerður Guð- mundsdóttir, framkvæmda- stjóri Metro, bauð Fannari að koma og smakka en Ásgerður var ósátt við gagnrýni hans. Fannar hafði sett spurninga- merki við að Íslendingum væri sífellt gert auðveldara að sækja í sykur og fitu eftir að lands- menn keyptu tæplega 52 þús- und Metro-hamborgara í gegn- um tilboðssíðuna hopkaup.is. Fannar viðurkennir að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem hann hafi stigið inn á skyndi- bitastaðinn Metro. „Ég hafði heyrt af MacDonald’s-salati sem inniheldur 800 hitaein- ingar. Þetta var ekkert slíkt. Það er gott hjá þeim að gefa upp hitaeiningar með hverjum rétti. Það mættu fleiri taka sér það til fyrirmyndar. Þau tóku voðalega vel á móti mér. Metro má eiga það að þarna eru góðir gest- gjafar,“ segir Fannar Karvel. Aðspurður segir hann það koma til greina að bjóða börnunum sínum á Metro. „Allavega til að kaupa handa þeim salat. Þetta var flott mál- tíð og alls ekki löðrandi í sósu. Ég reyni eins og ég get að forða börnunum mínum frá skyndi- bita en sjálfur renni ég við endrum og eins. Vonandi verða börnin mín klárari en ég og það væri frábært ef þau myndu alveg sleppa þessu en ég efast um það,“ segir hann og bætir við að það sé í lagi að fá sér skyndibita af og til. „Ég er ekk- ert heilagur og fæ mér af og til skyndibita en bý hann þá oftast til sjálfur. Auðvitað eru ekki hundrað í hættunni að smakka þetta en það sem mér blöskr- aði var að Íslendingar hefðu keypt sér 15 milljón hitaeining- ar á einum sólarhring. Það er svolítið mikið finnst mér.“ 26 Fólk 21. mars 2012 Miðvikudagur Leitar að týnd- um minningum D óttir Jóhannesar Kr. Kristjánssonar, Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir, er yngsta barnið á Ís- landi sem hefur látist af of stórum skammti eiturlyfja. Jóhannes hefur lofað sjálfum sér því að dauði hennar verði ekki tilgangslaus. Ítarlega var fjallað um neyslu Sigrúnar Mjallar og andlát hennar í Kastljósinu og gaf Jóhannes leyfi fyrir því að upptaka af símtali við Neyðarlínuna yrði spiluð í þættinum. Og nokkru seinna vakti Jóhannes athygli Íslendinga á dökkum og hættu- legum heimi þar sem íslensk börn dvelja í fréttaskýringum Kastljóssins. Nú hefur hann ákveðið að skrifa bók um dótt- ur sína og safnar saman ljós- myndum og sögum af Sissu. Bókin áætlar hann að komi út í haust. „Bókin verður blanda af hennar sögu og hvernig bar- áttan við það að koma henni til aðstoðar gekk fyrir sig. Í bókinni ræði ég við fjölda fólks sem kynntist Sissu og reyni að draga upp mynd af síðustu mánuðunum sem hún lifði – í neyslunni.“ Saga Sissu hjálpar Jóhannes segir sér nauðsynlegt að reyna að skilja lát hennar og átta sig á því hvernig hann hefði getað tekið öðruvísi á hennar málum. Ég vil ekki að fleiri börn gangi í gegnum sama víti og dóttir mín,“ segir Jóhannes. „Þetta er ekki aðeins nauð- synlegt fyrir mig – heldur tel ég að foreldrar barna sem eru komin í neyslu eða eru farin að sýna hegðun sem er var- hugaverð gætu lært eitthvað af þessari bók. Ég sem sagt tel að saga Sissu og mín reynsla geti hjálpað. Allur ágóði af bókinni mun renna beint í minningar- sjóð Sigrúnar Mjallar sem hefur það eina hlutverk að styðja fjár- hagslega við skapandi verkefni ungmenna sem eru í meðferð á hverjum tíma. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum verður þann 22. desember næstkomandi, á af- mælisdegi Sissu.“ Leitaði hennar Jóhannes ræddi um reynslu sína í viðtali við DV í fyrra og sagðist þá fyrst hafa orðið var við breytingar á hegðun um 12 ára aldur. „Hún vildi gera miklu færra með fjölskyld- unni,“ sagði hann þá. Í kjöl- farið varð ástandið á heim- ilinu skelfilegt og Sigrún Mjöll hvarf og Jóhannes leitaði hennar. „Það var ekki hægt að læsa hana inni. Það var tvisvar lýst eftir henni. En hún hvarf oftar í skemmri tíma og fannst um síðir. Ég leitaði oft að henni sjálfur og átti langar og erfiðar nætur þar sem ég var með lögregluna í símanum og var líka að hringja í vini henn- ar til þess að finna út hvar hún væri.“ Vill sögur og myndir af Sissu Nú leitar Jóhannes að ljós- myndum og sögum frá þeim tíma er Sigrún Mjöll hvarf úr lífi hans. „Ég hef verið að hitta fólk á förnum vegi sem hefur gefið sig á tal við mig – fólk sem hefur á einhverjum tímapunkti átt samskipti við Sissu og hefur sögur af henni að segja. Mig langar að komast í samband við fleiri einstaklinga sem þekktu hana og eru tilbúnir að hitta mig og segja mér frá sam- skiptunum við Sissu.“ Jóhannes biður fólk um að senda sér ljósmyndir eða sögur á netfangið johanneskr@jo- hanneskr.is. n Jóhannes Kr. Kristjánsson skrifar bók um dóttur sína Sigrúnu Mjöll Leitar skilnings og miðlar reynslu Jóhannes Kr. Kristjánsson týndi dóttur sinni í hörðum heimi fíkniefna og leitar nú týndra minninga um dóttur sína. Dauði Sissu ekki tilgangslaus Jóhannes hefur lofað sjálfum sér því að dauði hennar verði ekki tilgangslaus og skrifar nú bók um líf dóttur sinnar. Fannar Karvel Hann segist fá sér skyndibita af og til en honum blöskraði hversu margir hamborg- arar seldust á einum degi. Brútal veruleiki Viðbrögð Ögmundar Jónas- sonar innanríkisráðherra við myndinni Svartur á leik hafa vakið athygli enda berst ráðherrann við uppivöðslu fjölda glæpagengja á Íslandi þessa dagana. Ögmundur sá myndina í boði Reykjavíkur síðdegis og talaði svo í viðtali um viðbrögð sín. „Myndin var sannfærandi, mjög brútal og ofbeldið hart. Allavega gekk ég hálflamaður út af sýningunni,“ sagði Ögmund- ur sem berst við öllu harðari veruleika nú árið 2012. Eyfi styður Gylfa Knattspyrnumaðurinn Gylfi Sigurðsson á sér marga aðdáendur bæði hér heima og erlendis. Einn þessara aðdáenda er tónlistarmað- urinn Eyjólfur Kristjánsson. Eyfi, eins og hann er oftast kallaður, lagði til á dögunum við Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, að hann nældi í íslenska leikmanninn í stað knattspyrnumannsins Paul Scholes. Ferguson hafði spurt aðdáendur sína á fés- bókinni hver væri vænlegur eftirmaður Scholes. Í færslu sinni ítrekar Eyfi að Sir Alex láti ekki þennan demant fram hjá sér fara. Stuðmaðurinn og fréttakonan Gestir leiksýningarinnar Orð skulu standa næstkom- andi fimmtudagskvöld verða Stuðmaðurinn Valgeir Guð- jónsson og fréttakonan Þóra Arnórsdóttir. Leiksýningin er byggð á samnefndum út- varpsþætti sem gekk um árabil á Rás 1. Sýningin hefur slegið í gegn en stjórnandi er Karl Th. Birgisson og með honum eru liðsstjórarnir Sól- veig Arnarsdóttir leikkona og Guðmundur Steingrímsson þingmaður. Það er víst mikið um grín og glens á sýning- unum og mikið hlegið og verður eflaust engin breyting þar á með Stuðmanninn og fréttakonuna um borð.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.