Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Side 27

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Side 27
Þ etta var alveg frábær upplifun,“ segir Greta Salóme Stefánsdóttir um upptökur á Euro- vision-myndbandinu sem frumsýnt var á mánudaginn. Greta ásamt Jóni Jósep Snæ- björnssyni keppir eins og kunnugt er fyrir Íslands hönd í Eurovision sem fram fer í maí. Myndbandið er tekið úti á landi og Greta viðurkennir að þeim hafi verið frekar kalt þegar þau voru að taka upp. „Það var snjór og ábyggilega fimm stiga frost. En fólkið sem var að vinna með okkur á tökustaðnum var dug- legt að láta teppi yfir okkur milli atriða svo okkur yrði ekki kalt.“ Hún segist vera hæstánægð með útkomuna og segir myndbandið hafa fengið góðar viðtökur eftir að það var frumsýnt. „Við erum búin að fá alveg frábærar við- tökur, það er æðislegt að sjá hvað fólk er jákvætt og er að fíla þetta.“ Skiptar skoðanir hafa verið á því hvort syngja ætti lagið á íslensku eða ensku en það lá ekki ljóst fyrir fyrr en myndbandið var frumsýnt á hvoru tungumálinu það yrði flutt. „Ég var frekar ákveðin í að syngja það á íslensku til að byrja með en þegar ég var búin að semja enska textann og syngja hann með þá ákvað ég syngja á ensku. Mér finnst textinn hljóma mjög vel á ensku og tilfinningarnar í laginu skila sér.“ Greta segir þau hafa feng- ið góð viðbrögð við laginu að utan. „Það eru allir rosalega jákvæðir gagnvart laginu og við höfum fengið alveg slá- andi góð viðbrögð.“ Fólk 27Miðvikudagur 21. mars 2012 Sláandi góð viðbrögð n Eurovision-myndbandið tekið upp í frosti og snjó n Kristín Ólafsdóttir keypti rándýrt bjálkahús í Reykjadal Ríkir kaupa kofa K ristín Ólafsdóttir, eiginkona Björg- ólfs Thors Björg- ólfssonar, hefur fest kaup á bjálkahúsi að Reykjahvoli 41 í Reykja- dal í Mosfellsbæ. Þessu segir Smartland á mbl.is frá og greinir frá því að Kristín hafi fengið bjálkahúsið á kostaboði. Ásett verð var 120 milljónir en kaupverð tugmilljónum lægra, eða í kringum 80 milljónir. Sam- kvæmt Fasteignaskrá Ís- lands var gengið formlega frá kaupunum 1. mars síð- astliðinn. Eins og ítalskur herragarður Húsið er tvílyft bjálkahús á steyptri jarðhæð og stendur húsið á hæð, efst í byggð- inni við Reyki. Húsið þykir einkar fallegt og höfðing- legt og er lýst sem húsi í ætt við ítalskan herragarð frá 18. öld. Borðstofa og eldhús þykja prýði hússins en þar eru stórir gluggar til suð- vesturs með beina sjónlínu á Snæfellsjökul og Esjuna til hliðar. Úr borðstofu er geng- ið út á stórar svalir sem eru sunnan, vestan og norðan við húsið. Húsið stendur á 7.017 fermetra eignarlóð í jaðri byggðar. Elítan flytur út fyrir borgarmörkin Í Reykjadal hyggjast fyrir- mennin setjast að en for- seti Íslands, Ólafur Ragn- ar Grímsson, festi kaup á einbýli að Reykjamel 11 þann 15. september 2011. Sú eign er eins og eign Krist- ínar hin glæsilegasta. Sam- kvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá er hús forsetans 216 fermetrar en auk þess er á lóðinni 104 fermetra gróðurhús. Hús- ið er á tveimur hæðum og er aðalinngangur á efri hæð. Í garð- inum er lítið garðhýsi sem er byggt í sama stíl og húsið en eignin stendur á hálfum hektara eignarlands og rennur Varmá á lóðarmörk- unum. Glæsileg lóð forsetans Lóðin er stór og mikil og er á einum skjólsælasta stað Mosfellsbæjar. Við hús forsetans Stór verönd er á bak við húsið og vinstra megin á myndinni má sjá lítið garðhús sem er í sama stíl og húsið. Útrásarhjón í sveitasælu Kristín keypti bjálkahús á kostaboði í Reykjadal þangað sem fyrirmennin flykkast. Reykjahvoll Húsið sem Kristín festi kaup á í byrjum mánaðar. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 GMC YUKON XL DENALI Árgerð 2003, ekinn 166 Þ.km, sjálf- skiptur. Verð 3.490.000. Raðnr. 284195 á www.bilalind.is - Sá stóri og fallegi er á staðnum! TOYOTA AVENSIS S/D SOL MEÐ SÓLLÚGU 02/2005, ekinn 155 Þ.km, sjálfskiptur. Verð 1.590.000. Raðnr. 321989 á www.bilalind.is - Bíllinn vinsæli er á staðnum! TOYOTA LAND CRUISER 80 44“ breyttur Árgerð 1996, ekinn 174 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.490.000. Raðnr.321882 á www. bilalind.is - Tröllið er á staðnum! NISSAN Murano 3.5. Árgerð 2005, ekinn 149 Þ.km, sjálf- skiptur, leður ofl. Fallegur bíll. Verð 2.880.000. Raðnr. 270625 á www. hofdahollin.is DODGE Ram 1500 Árgerð 2003, ekinn 104 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.990.000. Raðnr. 281937 á www.hofdahollin.is VW Touareg Árgerð 2006, ekinn 66 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 3.490.000. Raðnr. 250105 á www.hofdahollin.is GMC Jimmy Árgerð 1995, ekinn 228 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 550.000. Raðnr. 281983 á www.hofdahollin.is PORSCHE 944 Árgerð 1987, ekinn 147 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 1.490.000. Raðnr. 135491 á www.hofdahollin.is TOYOTA Land cruiser 120 vx 33“ Árgerð 2007, ekinn 118 Þ.KM, dísel, sjálfskiptur. Verð 5.990.000. Raðnr. 281964 á www.hofdahollin.is SUZUKI GRAND VITARA LUXURY 03/2010, ekinn 40 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl.. Verð 3.990.000. Raðnr. 321496 á www.bilalind.is - Jeppinn vinsæli er á staðnum! TOYOTA LAND CRUISER 120 VX 33“ 8 MANNA 05/2007, ekinn 107 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, flottir aukahlutir! Verð 5.950.000. Raðnr.321994 á www.bilal- ind.is - Jeppinn fallegi er á staðnum! HYUNDAI TERRACAN GLX 35“ 12/2004, ekinn 136 Þ.km, dísel, sjálf- skiptur. Verð 2.190.000. Raðnr.322019 á www.bilalind.is - Jeppinn er á staðnum! Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Tangabryggja 14-16, 110 Rvk. S. 567 4840 www.hofdahollin.is RÝMINGARSALA! Never Forget Skáskot úr myndbandi við framlag Íslands til Eurovision.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.