Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.2012, Síða 29
Fólk 29Miðvikudagur 21. mars 2012 Stjörnutvífarar S umar Hollywood-stjörnur þykja svo líkar að það er hreint og beint undarlegt að þær hafi ekki leikið bræður eða systur. Aðrar stjörnur virðast eiga sér tvífara í öðrum bransa en skemmtanabrans- anum. Leikkonan Amanda Seyfried þykir til að mynda sláandi lík ofur- fyrirsætunni Gemmu Ward og Tina Fey getur hæglega leikið stjórnmála- konuna Söruh Palin. Kate Middleton og Lindsay Lohan Það kæmi varla nein önnur til greina til að leika hertogaynjuna en leikkonan Lindsay Lohan. Þótt þær stöllur gætu líklega ekki verið ólíkari karakterar eru þær líkar í útliti. Vandræðagemsinn Lohan verður bara að halda sér réttum megin við lögin og þá er hlutverkið hennar. Noomi Rapace og Kat Von D Hin sænska Noomi og húðflúraða ameríska skutlan Kat þykja sláandi líkar þegar leikkonan er í gervi Lisbeth Salander. Þvílíkir töffarar báðar tvær. Joseph Gordon Levitt og Heath Ledger Leikarinn Joseph Gordon Levitt og Heath heitinn Ledger eru ótrúlega líkir. Framleiðendur Bat Man hefðu getað haft samband við Levitt og fengið hann til að klára myndina og losnað þannig við alla tölvuvinnuna. Tina Fey og Sarah Palin Grínleikkonan hefur túlkað pólitíkusinn á ótrúlega nákvæman hátt í SNL en það er hins vegar leikkonan Julianne Moore sem túlkar Palin í nýrri kvikmynd. Paul Rudd og Ben Affleck Rudd gæti leikið yngri ómyndarlegri bróður Afflecks. Það hlýtur að koma að því að þeir verði settir hlið við hlið á hvíta tjaldið. Kim Kardashian og Nicole Scherzinger Ofurgellurnar Kim Kardashian og Nicole Scherzinger eru áþekkar týpur. Söngkonan er 34 ára en glamúrgellan tveimur árum yngri. Ef Kim gæti sungið gæti hún hæglega komið fram í stað Nicole og öfugt. Gemma Ward og Amanda Seyfried Leikkonan Amanda Seyfried og ástralska ofurfyr- irsætan Gemma Ward eru mjög líkar. Ward er að færa sig meira og meira í leiklistina svo það er aldrei að vita nema við eigum eftir að sjá þær leika systur einhvern tímann í framtíðinni. Dustin Hoffman og François Cluzet Franski leikarinn Cluzet og ameríska stór- stjarnan Dustin Hoffman gætu hæglega leikið bræður. Matthew Bellamy og Peter Facinelli Ef einhvern tímann verður gerð bíómynd um hljómsveitina Muse er leikarinn Peter Facinelli, sem er þekktastur fyrir leik sinn sem vampíra í Twilight, rétti maðurinn í verkið. Fiona Apple og Mary-Kate Olsen Apple, sem er 35 ára, getur vel unað við að vera líkt við tískugyðjuna Mary-Kate Olsen. Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.