Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Page 10
Þú getur öðlast hamingju 10 Fréttir 23. apríl 2012 Mánudagur B BC birti frétt um það hversu áhugavert það væri að ham- ingja Íslendinga hefði ekki hrapað eftir efnahagshrunið. Börn og unglingar landsins eru til dæmis hamingjusamari eftir kreppu en þau voru í efnahagsbólunni árið 2007. Það má hins vegar ekki skilja það þannig að kreppan hafi leitt til meiri hamingju. Þvert á móti voru aðstæðurnar sem ríktu í uppsveifl- unni ekki góðar fyrir hamingjuna. Þetta segir Dóra Guðrún Guðmunds- dóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í jákvæðri sálfræði. Hamingjan hefur lengi verið henni hugleikin og þegar hún sneri aftur til landsins árið 2006 eftir nám erlend- is sló það hana hvað allt snerist mik- ið um efnisleg gæði. „Ég var með nið- urstöður sem sýndu að tekjur gætu skýrt eitt til fjögur prósent hamingju Íslendinga. Samt snerist allt um það hvað fólk var að fá í laun og ég hugsaði með mér að ef fólk heldur að það verði hamingjusamara ef það vinnur meira og fær meiri tekjur þá er það rangt. Það var ranghugmynd sem þurfti að leið- rétta,“ segir Dóra Guðrún. „Það er oft talað um að við hvert stig sem atvinnu- leysi eykst minnki hamingjuvísitalan og sjálfsvígshættan aukist. Hins vegar hefur það ekki gerst hjá okkur. Ég hef borið þetta saman við önnur lönd eins og Grikkland, Írland, Spán og fleiri en það er sama hvað fólki finnst um rík- isstjórnina þá hefur verið passað best upp á þá sem voru verst staddir. Það hefur verið boðið upp á öflugt pró- gramm til að halda atvinnulausum virkum og draga úr neikvæðum áhrif- um þess að missa vinnuna. Þannig að fólkinu sem hafði það sem verst fyrir hrun líður ekkert verr núna. Hins vegar er kominn nýr hópur af fólki sem hefur fjárhagsáhyggjur. Það þarf ekki að vera tekjulágt en á erf- itt með að ná endum saman og hef- ur áhyggjur af því. Skuldastaða hefur sterkari neikvæð áhrif á hamingjuna en það að vera atvinnulaus eða með lágar tekjur.“ Ríkir ekkert hamingjusamari Í gegnum árin hafa margir varpað fram þeirri spurningu hvort pening- ar færi fólki hamingju. Hvort sem það er meðvitað eða ómeðvitað þá setur fólk oft samasemmerki á milli efnis- legra gæða og þess að líða vel. Í mið- vesturhluta Bandaríkjanna voru ham- ingjutölur mældar nokkuð stöðugt um árabil. Niðurstöðurnar sýna að á fyrri hluta tuttugustu aldar jókst ham- ingjan í samræmi við auknar tekjur. Þessi tengsl rofnuðu hins vegar fyrir um fimmtíu árum og síðan hafa tekj- urnar fjórfaldast en hamingjan stað- ið í stað. Páll Matthíasson, geðlæknir og framkvæmdastjóri geðsviðs Land- spítalans, bendir einnig á áhugaverða rannsókn frá Bandaríkjunum þar sem 100 ríkustu einstaklingar landsins mátu eigin hamingju og niðurstöð- urnar bornar saman við almennt þýði og fátæka. Niðurstöðurnar eru þær að þeir sem voru ríkari voru ekkert frekar hamingjusamari eða sáttari við Guð og menn. Páll bendir á aðra rannsókn frá Hollandi þar sem tengsl á milli hamingju og þess að vinna risavinn- ing í lottói annars vegar og hins veg- ar að lamast í bílslysi hins vegar voru skoðuð. „Allir myndu frekar velja það að vinna í lottó. En eftir ár líður flest- um í þessum tveimur hópum eins og fyrir breytinguna og ef eitthvað er þá er fólkið sem lenti í bílslysi sáttara.“ Það sem er vitað um hamingju- þætti skýrir þetta. „Þegar maður hugs- ar um hvað gerist þegar fólk vinnur milljarða í lottó þá er líklegt að það hætti að vinna. Þar með raskast rút- ínan, að mæta í vinnu, drekka kaffi- bolla með vinum og blaðra. Að vissu leyti glötum við sjálfsvirðingunni sem felst í því að vinna, við finnum fyrir öf- und, verðum tortryggin út í vini okk- ar og ættingja og óttumst að þau séu á höttunum eftir peningunum okkar. Við fjarlægjumst fólk. Ef við lendum í alvarlegu bílslysi þjappar fólk sér hins vegar í kringum okkur. Allt í einu höfum við tíma til að velta fyrir okkur gildunum, neyð- umst til að hugsa um hluti sem tengj- ast ekki efnislegum gæðum og hugsa betur um vini okkar og ættingja. Allt þetta er líklegra til að veita sátt og hamingju.“ Óseðjandi hungur í efnisleg gæði Dóra Guðrún var einnig einn af þeim áttatíu sérfræðingum víðs vegar um heiminn sem skrifuðu um hamingj- una í bókinni The World of Happ- iness. Þar er einnig tekist á við þessa spurningu, hvort peningar geti keypt hamingju, og einn sérfræðingurinn svaraði því þannig til að peningar gætu fært þér hamingju ef þú eyðir þeim í aðra. „Sem í rauninni seg- ir bara að félagslegi þátturinn er svo miklu hærri en tekjuþátturinn.“ Bæði Páll og Dóra Guðrún benda á að það sé ansi ríkt í fólki að bera sig saman við aðra. „Ég las ævisögu Ben- jamins Franklin þegar ég var tíu ára,“ segir Páll, „og ég mæli ekki með því. Þetta var drengur sem braust úr sár- ustu fátækt með gáfum og iðni, lét aldrei verk úr hendi falla og svo fram- vegis. Þegar ég var tíu ára og las þetta leið mér eins og algjörum vesaling,“ segir hann og hlær. „Við erum félags- verur og berum okkur alltaf saman við aðra. Peningar eru að vissu leyti okk- ar gjaldmiðill til að sannfæra okkur og aðra um að við séum betri en þeir.“ Í því samhengi er áhugavert að skoða niðurstöður rannsókna þar sem kemur í ljós að ef fólk fær að velja á milli þess að fá hundrað þúsund króna launahækkun gegn því að koll- egarnir hækki um fimmtíu þúsund eða að fá tvö hundruð þúsund króna launahækkun gegn því að kollegarn- ir fái þrjú hundruð þúsund króna launahækkun velja flestir fyrri kost- inn, að hækka minna í launum en fá þó meira en kollegarnir. „Það sýnir að peningar eru ekki aðeins til þess að færa okkur gæði heldur til þess að staðsetja okkur í einhvers konar gogg- unarröð. Manneskjan hefur einnig ótrúlega aðlögunarhæfileika sem valda því að við náum aldrei að seðja hungur okkar í efnisleg gæði. Imelda Marcos keypti sér 1.060 pör af skóm. Hún þurfti ekki alla þessa skó en var að leita að ein- hverju með öllum þessum skókaup- um. Hún fann það ekki því hún vand- ist því fljótt að eiga þessa nýju skó. Við venjumst því mjög fljótt sem við eign- umst. Reyndar því sem við missum líka. Það er mikilvægt tæki til þess að takast á við erfiða hluti, valdið til að stýra væntingum okkar og saman- burði. Glasið getur verið hálffullt eða hálftómt og við getum valið þá sem við berum okkur saman við af kostgæfni.“ Jákvæð áhrif á heilastarfsemina Dóra bendir á kenningar þar sem því er haldið fram að fimmtíu prósent af hamingju fólks séu erfðatengd, eitt- hvað sem fólk hefur lítið um að segja. Aðstæðubundnir þættir, eins og það hvar fólk býr, hvað það er menntað og hvaða tekjur það hefur mynda svo saman önnur tíu prósent. Fjöru- tíu prósent eru hins vegar eitthvað sem fólk getur unnið í. „Því fylgir að þú þarft að skoða hvað gerir þig ham- ingjusaman, veita því athygli og sinna því. Rannsóknir sýna að oftast eru tengsl við vini og fjölskyldu ofboðslega ríkur þáttur í hamingju fólks. Þá þýðir ekkert að ætla sér að fara út og græða peninga og hunsa það sem þú veist að er uppspretta hamingjunnar.“ Hún segir mikilvægt að huga að eigin hamingju, hver verði að finna sinn takt: „Það er líka hægt að ofgera öllu. Fyrir marga foreldra er mjög mik- ilvægt að fara út og sinna sínum frama til að geta verið almennilegir foreldrar. Það er ekki þannig að þú verðir ham- ingjusamari eftir því sem þú eyðir meiri tíma með börnunum.“ Annað sem hefur verið sannað um hamingjuna er að jákvætt hugarástand eykur sköpunargáfu, auðveldar fólki „Peningar eru að vissu leyti okkar gjaldmiðill til að sann- færa okkur og aðra um að við séum betri en þeir. n Andrúmsloftið í uppsveiflunni vann gegn hamingjunni n Peningar nýttir til að staðsetja sig í goggunarröð Ekki bíða eftir því að hamingjan birtist þér einn daginn því það virkar ekki þannig. Hamingjan krefst vinnu og hún hefst hjá þér. Hamingjusamasta fólkið er umvafið fjöl- skyldu og vinum og eyðir litlum tíma eitt sér. Það tekur ekki þátt í lífsgæðakapphlaupinu, setur eigin mælikvarða á líf sitt en skeytir ekki um mælikvarða annarra. Það tekur á vandamálum þegar þau koma upp, leggur rækt við sjálft sig, er náið öðrum, gleymir sér við daglega tómstundaiðju og er fljótt að fyrirgefa. 1. Settu þér markmið. Hugsaðu um það hvað veitir þér hamingju og gerðu eitthvað í því. 2. Æfðu þig að vera í núinu. Vertu á staðnum og hugsaðu ekki um neitt annað, taktu eftir því sem þú upplifir, sérð, heyrir og finnur án þess að dæma það. Meðtaktu það allt og njóttu þess. 3. Ljúktu deginum með því að hugsa um eitthvað þrennt sem þú varst ánægður með þann daginn og hvaða þátt þú áttir í því að þetta gekk vel. 4. Skrifaðu dagbók á hverju kvöldi þar sem þú fjallar um eitthvað eitt í þínu lífi, hvort sem það var í fortíð, nútíð eða framtíð. Hugsaðu um það og varðveittu það. 5. Hreyfðu þig daglega. Rannsóknir sýna að ef við hreyfum okkur ekkert þá eru allar líkur á að við finnum fyrir þunglyndiseinkennum. Fyrstu tíu mínúturnar frá hreyfingarleysingu í hreyfingu eru áhrifaríkastar þannig að það að gera eitthvað er alltaf betra en að gera ekki neitt. Hálftími á dag er hæfileg hreyfing. 6. Taktu ábyrgð á þeim ákvörðunum sem þú tekur og vali þínu. Fimmtán prósent manna telja að þeir stjórni eigin örlögum, hafi eitt- hvað um það að segja hvert þeir að stefna og geti skipt um farveg ef það skiptir máli. Þeir sem skora hæst á hamingjukönnunum. 7. Þekktu styrkleika þína og notaðu þá með nýjum hætti á hverjum degi. 8. Byggðu upp sjálfstraustið. Fólki með gott sjálfsálit líður betur og það fær jákvæðara viðmót frá öðrum. Sjálfstraustið ver okkur fyrir áföllum, gerir okkur líklegri til að ná jákvæðum hlutum út úr samskiptum við aðra og svo framvegis. 9. Vertu í kærleikssambandi. Samkvæmt einni rannsókn þurfum við að halda því lengur en í þrjú ár til að full áhrif komi fram. Við eigum að vinna að því að viðhalda því. 10. Hittu vini, fjölskyldu og nágranna oft og í þessari röð. Hamingja eldra fólks tengist meira því að vera í nánu sambandi við vini sína en fjölskyldu. Sem kannski tengist því að við veljum okkur vini en ekki fjölskyldu. 11. Í frítímanum ættir þú að vinna í einhverju í þágu samfélagsins, hvernig sem þú velur að gera það. 12. Ekki eyða tímanum einn með sjálfum þér. Við erum félagsverur og þurfum á félags- skap að halda. Þegar þú ert einn með sjálfum þér skaltu gera eitthvað uppbyggilegt. 13. Gefðu eftir, slepptu, fyrirgefðu. Skoðaðu viðbrögð þín við þjáningu sem verður ekki umflúin. 14. Veldu þér starf sem þér finnst skipta máli. Fólk sem er að fást við hluti sem það telur þýðingarmikla upplifir meiri stjórn – sérstaklega ef það gleymir sér í vinnunni. Yfirstjórnendur og aðrir sem geta haft áhrif á umhverfið upplifa minni streitu en aðrir sem hafa minna um málin að segja. Hins vegar verða allir að hafa í huga að vinna ekki svo mikið að þeir hafi ekki tíma fyrir einkalíf. 15. Vendu þig á að hugsa jákvætt. Jákvætt fólk er ekki aðeins hamingjusamara heldur vegnar því einnig betur í lífinu. Varastu! 1. Að láta sjónvarpið mata þig. Margar rannsóknir sýna að tími sem við eyðum óvirk eða í “passíf” áhugamál dregur úr vellíðan okkar og hamingju. Tími sem við erum óvirk gefur okkur litla gleði því þá upplifum við stjórnleysi. Þetta á til dæmis við um það sofa óreglulega, horfa á sjónvarp og hangsa. 2. Að vera einn. Það dregur úr hamingju og tilfinningu fyrir tilgangi meðan það eykur hamingju að vera opinn og náinn í samskiptum. Ef við erum ein er mikilvægt að eyða tímanum í eitthvað uppbyggjandi, gleyma sér í flæði, einhverju sem skiptir þig máli. 3. Áfengi. Það er kvíðavaldandi. Það veldur algleymi, þannig að þú hættir að hugsa um gærdaginn og morgundaginn og ert algjörlega í núinu. Vandinn er sá að áfengið er frekar ódýr lausn til að ná slíku ástandi því eftir drykkju getur kvíði aukist sem og depurð og vanlíðan. 4. Súkkulaði og aðra óhollustu. Einfaldur sykur hækkar blóðsykurinn hratt og hann fellur svo mjög hratt. Því getur fylgt vanlíðan og löngun í meiri mat. Það truflar jafnvægi líkamans. Eins og Páll segir: „Ég held að það sé sjaldgæft að hitta mjög hamingjusamt fólk sem borðar óhollan mat og óreglulega. Það tengist meira kaos og vanlíðan.“ 5. Að vera í kringum fólk sem lætur þér líða illa. Neikvæðni getur haft slæm áhrif á þig og það getur slæmur félagsskapur líka gert. Það er líka vont að bera sig saman við fólk með þeim afleiðingum að maður komi mjög illa út úr samanburðinum. 6. Að sækjast eftir efnislegum gæðum. Það er rangur hvati sem leiðir til óhamingju og færir þig frá hamingjunni. Hins vegar er ekkert að því að krefjast þess að vera metinn að verðleikum og fá laun samkvæmt því. 7. Eiginhagsmunasemi. Félagsleg tengsl eru það dýrmætasta sem við eigum og það færir okkur óhamingju að vinna gegn þeim. Það veldur líka vanlíðan að vera ósamkvæmur sjálfum sér og þóknast öðrum. Í SÉRRAMMA: Langar þig að öðlast hamingju? Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir blaðamaður skrifar ingibjorg@dv.is Leiðir til hamingju Sáttara eftir bílslys Fólk sem lamast eftir bílslys er ári síðar sáttara en lottóvinnings- hafar eru ári eftir að hafa hreppt stóra vinninginn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.