Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Page 20
20 Lífsstíll 23. apríl 2012 Mánudagur Hrekkjusvín skammast sín Hrottar og hrekkjusvín beita afli sínu til að niðurlægja aðra og nota til þess ýmsar aðferðir. Stöðug gagnrýni, stríðni, baktal, hæðni eða að hunsa viðkomandi al- gjörlega eru meðal helstu aðferða hrottanna fyrir utan það augljósa, ofbeldi. Því meira sem þeir ýta fórn- arlambi sínu niður með andlegu eða líkamlegu ofbeldi því meira verður þeirra eigið sjálfsálit. Og þeim tekst oft að ná yfirburðum á vinnustað eða í skóla með aðferð- um sínum. En hrottar og hrekkjusvín eiga leyndarmál sem þeir vilja fyrir alla muni að enginn komist að. Þrátt fyrir hátt sjálfsálit eru þeir upp- fullir af skömm og kvíða sem þeir bæla niður. Það virðist þversögn en skömmin, kvíðinn og stoltið er það sem rekur þá áfram í að fremja illdæði gagnvart annarri manneskju. Þeir eru hræddir við að aðrir sjái galla þeirra eða skort á hæfi- leikum. Þeir þrá að vera virtir fyrir eiginleika sem þeir oft búa ekki yfir og það vekur með þeim kvíða og skömm. Fullir af kvíða og skömm Fólk sem beitir annað fólk ofbeldi gerir það til að fela eigin veikleika. Þessi matur fer vel saman n Rétt matarsamsetning getur haft margvísleg góð heilsufarsleg áhrif N ú til dags getum við nálg- ast nánast hvaða mat- væli sem hugurinn girnist í verslunum. Við getum til dæmis blandað unnum matvælum saman við framandi mat og þannig verður eldamennskan meira spennandi. Við þurfum hins vegar að hugsa út í hvaða matvælum við blöndum saman því samkvæmt Donnu Gates meltingarsérfræð- ingi geta sumar fæðusamsetningar haft slæm áhrif á líkamann. Nefnir hún sem dæmi að slíkt geti leitt til minna uppsogs næringarefna, verra ónæmiskerfis, hraðari öldrunar og þyngdaraukningar. Slæmar fæðu- samsetningar geti auk þess rústað meltinguna. Fjallað er um þetta á síðunni rodale.com og þar má finna nokkrar góðar og hollar samsetning- ar sem Gates mælir með: Steik og rósmarín Hollustuávinningur: Dregur úr krabba- meinsvaldandi efnum sem myndast þegar kjöt er eldað yfir 163°C. Hvernig virkar það? Rósmarín er auðugt af „rosmarinic“- og „carnosic“-sýru sem stöðvar krabbameinsvaldandi efni í að myndast við eldun. Fjallað hefur verið um krabbameinsvaldandi efni sem myndast við grillun matvæla en þessi samsetning er dæmi um hvernig má auka hollustu matarins. Prófaðu þetta: Rífðu nálarnar af einni grein af rósmarín og saxaðu. Bættu ólífuolíu, salti og sítrónusafa og notaðu sem marineríngu. Næpulauf og kjúklingabaunir Hollustuávinningur: Þessi samsetning er náttúrulegur gleðigjafi Hvernig virkar það? Magnesíum er nauðsynlegt gegn kvíða og stressi. Næpulauf eru stútfull af magnesíum og B6- vítamín í kjúklingabaunum eykur upptöku á magnesíum í blóði. Prófaðu þetta: Finndu næpulauf á grænmetismarkaði og sjóddu þínar eigin baunir til að komast hjá skaðlegum efnum í niðursoðnum mat. Fiskur og spergilkál Hollustuávinningur: Gómsæt leið til að hamla krabbameins- vexti. Hvernig virkar það? Feitur fiskur eins og lax og makríll er auðugur af efninu seleníum sem ver skjaldkirtilinn og berst gegn krabba- meinsvexti. Spergilkál er auðugt af „sulforaphane“, sem styrkir varnir líkamans. Feitur fiskur og spergilkál er því samsetning sem er 13 sinnum líklegri til að hægja á krabbameins- vexti en ef neytt er í sitthvoru lagi. Prófaðu þetta: Fáðu þér villtan lax til að komast hjá sníkjudýrum og mengun. Rauðvín og möndlur Hollustuávinningur: Náttúruleg samsetning sem heldur hjartanu góðu. Hvernig virkar það? Rauðvín innheldur „resverat- rol“ sem er náttúrulegt efnasamband og möndlur eru ríkar af E-vítamíni. Þessi samsetning vinnur því saman að því að bæta blóðið og allt æðakerfið. Prófaðu þetta: Leitaðu eftir lífrænu rauðvíni þar sem venjulegt rauðvín getur innihaldið leifar af skordýraeitri. Grænt te og sítrónur Hollustuávinn- ingur: Ljúffeng leið til berjast gegn krabbameini og getur einnig leitt til þyngdartaps. Hvernig virkar það? Sítrónur innihalda C-vítamín en það eykur upptöku andoxunarefnisins „catechins“ sem fæst úr grænu tei. Prófaðu þetta: Ef þú drekkur mikið af tei hugleiddu að kaupa lífræn telauf og stálfrían, margnota tepoka til að minnka úrgang. Túrmerik og svartur pipar Hollustuávinningur: Þessi samsetning dregur úr bólgum og getur mögulega verið vörn gegn Alzheimers og krabbameini. Hjálpar til við að halda kólesteról- magni niðri og styrkja lifrarstarfsemi. Hvernig virkar það? Túrmerik er krydd sem allir ættu að nota og þá helst með svörtum pipar sem hjálpar til við upptöku virka efnisins í túrmerik. Prófaðu þetta: Það er auðvelt að finna fjölmargar ljúffengar uppskriftir sem innihalda túrmerik. Svínakjöt og hrásalat Hollustuávinningur: Sterkjulaust grænmeti og dýraprótein stuðla að heilbrigðum meltingar- vegi. Hvernig virkar það? Sterkjulaust grænmeti, sem borðað er með kjöti, hjálpar til við að brjóta niður dýrapró- teinin. Við það eykst frásog þarmanna sem minnkar uppþembu, brjóst- sviða, og vindverki. Hrátt grænt grænmeti eflir meltinguna og styrkir ónæmiskerfið. Prófaðu þetta: Dýraprótein fara best með grænmeti eins og grænum belgbaunum, spergilkáli, spín- ati, og grænkáli. Egg og ostur Hollustuávinn- ingur: Skýrari hugsun, minni fyrir- tíðarspenna og þyngdartap. Hvernig virkar það? D vítamín í eggjunum aðstoðar við upptöku kalsíum úr ostinum sem er gott fyrir hjarta og bein. Nægilegt kalkmagn í líkamanum eflir taugaboð og koma jafnvægi á hormón sem minnka fyrirtíðarspennu og þyngdar- aukningu. Prófaðu þetta: Kauptu vistvæn egg og ost. Tortillakökur og grænmeti Hollustuávinningur: Minni magi vegna minni uppþembu. Hvernig virkar það? Með því að blanda grænmeti með trefjum og fræjum eins og „quinoa“ og sleppa kjötinu kemur þú í veg fyrir uppþembu, að sögn Gates. Grænmeti eins og þistilhjörtu, baunir, kartöflur, maís, spergilkál og grænar baunir halda meltingunni í lagi. „Tortilla með steiktu grænmeti, svo sem lauk, papriku, kúrbít, spergilkáli, krydduð með Tex Mex-kryddi er ljúffeng. Auk þess er mun auðveldara að melta þetta en tortillu með nauta- kjöti eða kjúklingi,“ segir Gates. Próf- aðu þetta: Settu tvær skeiðar af súrsuðu grænmeti ofan á tortillakökuna til að fá sem besta meltingu og til að koma í veg fyrir sykurþörf seinna um daginn. Súrsað grænmeti Hollustuávinningur: Sykurþörfin hverfur eins og dögg fyrir sólu. Hvernig virkar það? „Ég get ekki undirstrikað það nægilega mikið hve gott það er að nota þetta með hvaða mat sem er,“ segir Gates. Þessi matvæli eru uppfull af gerlum sem bæta meltinguna og hjálpa til við að halda sykurþörfinni í skefjum. Prófaðu þetta: Það er heilmikið af upplýsingum og upp- skriftum á netinu þar sem kennt er að búa til slík matvæli sjálfur. Hollur matur Við þurfum aðeins að hugleiða hvaða mat- vælum við blöndum saman. Mynd: PHotos.coM Harpa hannar fyrir Sautján Fatahönnuðurinn Harpa Einars- dóttir er komin í samstarf við versl- unina Gallerí Sautján. Hún hefur nú hannað fatalínu fyrir verslunina sem ber nafnið Moss by Harpa Einars. Línan var tekin til sölu í verslununum á miðvikudaginn. Mikið er af kjólum í línunni og kög- ur er áberandi sem og fínflauel og siffon. Línan er í anda Hörpu sem hefur getið sér gott orð fyrir hönn- un sína undir nafninu Ziska. Falleg dokka fyrir spjaldtölvu Það er liðin tíð að tækninni á heimilinu fylgi snúrur og stór suðandi box. Kyrrð og fínleg- heit einkenna tækni nútímans og kannski þessi fallega dokka fyrir spjaldtölvur undirstriki það. Skoða má fleiri myndir af þessari kvenlegu dokku á coolhunter.co.uk.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.