Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Blaðsíða 21
n Rétt matarsamsetning getur haft margvísleg góð heilsufarsleg áhrif Lífsstíll 21Mánudagur 23. apríl 2012 K ona er nefnd Samantha Brick og olli allnokkru fjaðrafoki í athugasemdakerfi einhverra breskra miðla og varð einn- ig viðfang spjallþáttar á sjón- varpsstöðinni ITV. Samantha Brick er bresk en býr í Frakklandi og vann sér til frægðar að senda frá sér pistil á Daily Mail þar sem hún barmaði sér vegna þeirra byrði sem hennar eigin fegurð hafði lagt á hana; kon- ur hreinlega hötuðu hana vegna út- lits hennar. Reyndar, sagði hún í pistlinum, var ekki alslæmt að vera slíkt augna- yndi því það var ekki óþekkt með öllu að henni væri meinað að greiða fyrir hitt og þetta. Máli sínu til stuðnings sagði hún frá því er hún sat í mestu makindum í flugvél og vissi ekki fyrr en flugfreyja vatt sér að henni: „Þetta er frá flugstjóranum,“ sagði flugfreyj- an og rétti Samönthu eina flösku af kampavíni, „hann vill bjóða þig vel- komna um borð og vonar að flug- ferðin verði þér ánægjuleg.“ Nú skyldi maður ætla að Sam- antha hefði orðið hissa, en nei. „Þrátt fyrir að þetta hafi verið indælt, þá kom þetta ekki á óvart. Í það minnsta ekki mér,“ segir Samantha í pistlin- um. Að drukkna í freyðivíni Samantha segir í pistlinum að obb- ann af fullorðinsárum sínum hafi hún reglulega fengið freyðivínsflösk- ur að borði sínu á veitingastöðum frá karlmönnum sem hún kunni ekki deili á. „Eitt sinn borgaði vel klæddur náungi lestarmiðann minn þegar ég stóð fyrir aftan hann í röð, og í ann- að sinn greiddi heillandi herramað- ur fyrir mig fargjaldið þegar ég steig út úr leigubíl í París,“ segir Samantha. Samantha segir að hún hafi eitt sinn gengið um Portobello Road- markaðinn og þá fengið gefins blómavönd. „Jafnvel barþjónar af- þakka greiðslu þegar ég hyggst gera upp reikninginn. Og í hvert sinn sem ég spyr um ástæður þess segja gef- endur þessara gjafa ávallt það sama: að heillandi útlit mitt og fallegt bros hafi bjargað deginum.“ Svo mörg voru þau orð. Sett út af sakramentinu Samantha Brick segist svo sem ekki líta út eins og fyrirsæta, og nefnir Elle Macpherson, en „ég er hávaxin, grönn og – er mér oft sagt – fal- leg kona. […] En þeirri fegurð fylgja ókostir – og þá fyrst og fremst einn; sá að konur hata mig af engri ástæðu annarri en að ég er falleg.“ Samantha segist ekki vera sjálf- umglöð og hún daðri ekki en engu að síður hafi margar vinkvenna hennar sett hana út af sakramentinu vegna þeirrar ógnar sem þær töldu hana vera ef hún var nálægt eiginmönnum þeirra: „Ef makar þeirra dirfðust svo mikið sem að tala við mig þá kólnaði skyndilega andrúmsloftið í stofunni.“ Að sögn Samönthu hafa kvenkyns yfirmenn hennar einnig fyllst óör- yggi vegna fegurðar hennar og haml- að frama hennar. „En það sem er átakanlegast er að engin vinkona hefur nokkurn tím- ann beðið mig að verða brúðarmær. […] Því miður fer ekkert meira í taug- arnar á konum en að komast að því að einhver önnur er mest aðlaðandi stúlkan í herberginu.“ Að mati Samönthu eru einkum og sér í lagi ungar, laglegar konur þyrnir í augum kvenna sem finna aldurinn færast yfir og blóma sumars víkja fyr- ir hallandi hausti. Logandi athugasemdakerfi Í pistli sínum fer Samantha Brick mikinn í gagnrýni í garð kynsystra sinna og segist lifa í þeirri von að þær hætti að dæma hana svona harka- lega vegna fegurðar hennar þegar árin færast yfir: „Nú er ég 41 árs og sennilega ein örfárra kvenna sem eru rétt skriðnar á fimmtugsaldurinn sem fagna hrakandi útliti sínu. Ég get ekki beðið eftir hrukkunum og gráa hárinu sem hjálpa mér að falla inn í bakgrunninn.“ Það þarf oft minna til að athuga- semdakerfi netmiðla logi og nánast undantekningalítið gekk Samantha fram af lesendum Daily Mail og má lesa nokkrar athugasemdir hér á síð- unni. En pistillinn vakti víðar athygli og Samönthu var boðið í This Morn- ing, morgunþátt sjónvarpsstöðvar- innar ITV, þar sem hún fékk tæki- færi til að svara þeirri gagnrýni sem á henni dundi í kjölfar pistilsins. Annar þáttarstjórnenda, Eamonn Holmes, stillti Samönthu fljótlega upp við vegg er hann spurði: „Þú trú- ir að þú sért falleg?“ Samantha fór undan í flæmingi en Holmes gaf sig ekki og að lokum svaraði Samantha: „Já,ég geri það. Er það glæpur?“ Sem Eamonn Holmes svaraði neitandi. Hundsuð af nágrannakonu Eamonn Holmes sagði að í ljósi þess moldviðris sem pistill hennar hafði valdið þyrfti Samantha jafnvel að meðtaka þá staðreynd að stór hluti bresks almennings og kvenna deildi ekki trú og skoðun hennar. Sam- antha vísaði þeirri fullyrðingu til föð- urhúsanna: „Konur kunna ekki við fallegar konur. Ég fékk hugmyndina að pistlinum eftir að ég veifaði til nágrannakonu minnar í Frakklandi, synir hennar leika sér heima hjá mér, og hún hundsaði mig með öllu. Þá fór ég að hugsa hvernig konur sem samfélag ráðast á fallegar konur.“ Kollega Holmes, Ruth Langsford, var þá nóg boðið og sagði að hvorki henni né hennar vinkonum væri í nöp við fallegar konur. „En við þol- um ekki hroka,“ sagði Ruth. Sálfræðingur á vegum þáttarins, Emma Kenny, tók undir orð Ruth og sagðist aldrei hafa upplifað fjand- skap vegna eigin útlits en Samantha taldi fráleitt að kynsystur hennar yrðu frábitnar henni við fyrstu kynni vegna persónuleika hennar. „Þetta [viðbrögðin við orðum hennar] fær- ir sönnur á fullyrðingar mínar. Konur kunna ekki við fallegar konur.“ Hrokafull og hofmóðug? Ruth leiddi að því líkur að mat Sam- önthu væri á misskilningi byggt og það sem færi fyrir brjóstið á öðrum konum þegar hún kæmi aðvífandi væri ekki fegurð hennar heldur sú staðreynd að hún væri hrokafull og hagaði sér eins og hún væri yfir þær hafin? „Það er ekki að við kunnum ekki við fallegar konur, heldur kunn- um við ekki við hrokafullar konur,“ sagði Ruth. Þeir sem hringdu inn í þátt- inn virtust í flestum tilfellum vera sammála Ruth; að Samantha væri „greinilega hrokafull“, „ókurteis og hrokafull“ og „móðgun við konur“. Og einn sjónvarpsáhorfenda benti á að upphaflegi pistillinn hefði haft þann agnúa að Samantha kastaði húmor með öllu fyrir róða og hvergi hefði borið á kaldhæðni í eigin garð. Samantha var ekki sammála þeim náunga og taldi pistilinn þvert á móti hafa haft kímni til að bera sem og merki þess að ekki ætti að taka hann bókstaflega. Samantha bætti við að hvað sem liði neikvæðni athugasemda á net- inu þá hefði einkapóstur hennar og –skilaboð skipst til helminga á milli neikvæðni og jákvæðni. Marg- ir hefðu þakkað henni fyrir frásögn- ina, þar á meðal fyrirsætur sem hittu sjálfar sig fyrir í grein Samönthu. Hvað varðaði viðbrögð sjónvarps- áhorfenda vegna sjónvarpsþáttarins sagði Samantha, full sjálfstrausts: „Ég er lánsöm, ég bý í sveitaþorpi í Frakklandi. Meðalaldurinn er 72 ár. Það verður í lagi með mig.“ Í leiðara Stylist-tímaritsins, sem bar yfirskriftina Okkur er ekki illa við þig, Samantha Brick, er bent á áhugavert sjónarhorn: „Það er okk- ar skoðun að Samantha Brick kunni að hafa verið óheppin hvað varðar vini og vinnufélaga, en þessi grein er bara enn eitt dæmið um konur sem ráðast á konur – nákvæmlega það sem Samantha er að kvarta yfir.“ Byggt á umfjöllun Daily Mail Spegill, spegill … n Sjálfsöryggi er talið hið besta mál n Sjálfsánægja er yfirleitt litin hornauga „En þeirri fegurð fylgja ókostir – og þá fyrst og fremst einn; sá að konur hata mig vegna einskis annars en góðs útlits míns. Fegurð er afstæð Mörgum þykir sem mikils misskilnings gæti í röksemdafærslu Samönthu Brick. Fegurð er ekki í andliti fólgin „Já,ég geri það. Er það glæpur?“ svaraði Samantha aðspurð hvort hún teldi sig fallega. Ummæli hjá Daily Mail Dæmi um ummæli úr athugasemdakerfi Daily Mail við grein Samönthu Brick n jæja hver ætlar að verða fyrstur til að segja það … - alan, New York n Ég myndi ekki segja hana ljóta, en hún er svo sannarlega ekki fallegasta konan þarna, og sem kona er ég ekki hið minnsta afbrýðisöm út í hana. Hún er hrokafull persóna og ég held að hún ruglist á hroka og öryggi […] en ég trúi ekki eitt andartak að henni hafi, bara si sona, verið gefin kampavínsflaska um borð í flugvél fyrir að vera falleg og að ókunnugur maður hafi greitt leigubílsfargjald fyrir hana, vægast sagt undarlegt. - Lauren , Leicester n Vá, fólk hefur heldur betur tekið Sam- önthu af lífi vegna þess að hún deildi persónulegri reynslu sinni. Við lestur þessara athugasemda verð ég undrandi á að ekki taki fleira fólk undir orð hennar. Ég viðurkenni fúslega að mér fannst á árum áður ég vera ófullkomin, og var afbrýðisöm og full vanþóknunar í garð kvenna sem voru aðlaðandi og hugsuðu um útlit sitt. Síðar gerði ég mér grein fyrir því að tilfinningar mínar í garð þess- ara kvenna áttu ekki að vera neikvæðar, en ég þyrfti að líta mér nær og spyrja hví ég hugsaði svona. - Rachel G, Rotherham, England n Fegurð er bara ytra byrði, en ljótleiki dafnar hið innra. Hrokinn og sjálfbirg- ingshátturinn hjá þessari konu er með ólíkindum. […] Hroki og sjálfsálit gera þessa konu mjög mjög ljóta. - TLC, Hampshire n Þetta er grín, ekki satt? 1. apríl nokkrum dögum of seint? Alveg frábært, „átakanlegi“ kaflinn um að vera aldrei beðin að vera brúðarmær er alveg meiri háttar fyndinn. Ég tek ofan fyrir raunverulegum höfundi þessa pistils. - Helen, Höfðaborg, Suður-Afríka n Ég ætlaði að segja að það væri örugg- lega eitthvað sem ég skildi ekki, og að ég teldi frú Brick bara miðlungsfallega og að ég gæti ekki lagt trúnað á sumt sem hún segir. En hún myndi eflaust segja að ég væri afbrýðisöm, svo ég sleppi því … - Gina Hearn, Prag, Tékkland n OMG (Guð minn góður) meinar þessi kona þetta? Hvern telur hún sig vera? Ég þekki og hef séð fjölda meira aðlaðandi kvenna en hún er. Sjálfsmat hennar er svakalegt. Hættu að blekkja þig gæskan. Þú munt ekki sigra í Ungfrú alheimi á næstunni! - MaryAnn, Nýja-Sjálandi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.