Dagblaðið Vísir - DV - 23.04.2012, Síða 26
26 Fólk 23. apríl 2012 Mánudagur
Lét flúra á sig lax
n Bubbi Morthens með nýtt húðflúr
L
axveiði er mín stóra
ástríða þannig að það er
óþarfi að flækja það,“ seg-
ir Bubbi Morthens um
nýja húðflúrið sitt – myndar-
legan lax sem hann fékk sér á
höndina. „Þetta líkist nú mörg-
um af þeim löxum sem ég hef
veitt,“ segir Bubbi í gaman-
sömum tón aðspurður hvort
hann hafi haft einhvern sér-
stakan lax sem fyrirmynd.
Bubbi er veiðimaður af lífi og
sál og lá því kannski beinast
við að hann fengi sér lax sem
fylgir honum í gegnum lífið.
Líkami Bubba er vel skreytt-
ur húðflúri og því ekki um hans
fyrsta flúr að ræða. „Ég er allur
í tattúum,“ segir hann en húð-
flúrarinn var enginn annar en
Jón Páll sem er einn vinsælasti
húðflúrari landsins og margra
mánaða bið eftir að komast
að hjá honum. Það tók heil-
an dag að gera húðflúrið og
Bubbi segir það ekki hafa ver-
ið sársaukalaust. „Það tók heil-
an dag að gera þetta. Eftir fjóra
klukkutíma ertu farinn að bíta
á jaxlinn en þá fær maður sér
bara verkjatöflur,“ segir hann
ánægður með laxinn sem mun
fylgja honum ævilangt.
viktoria@dv.is
H
ún er búin að vera
hérna að skoða töku-
staði fyrir stóra ævin-
týramynd sem hún
er að fara að gera og
mun verða tekin að stórum
hluta upp á Íslandi,“ segir Mar-
grét Hrafnsdóttir í samtali við
DV en kvikmyndaframleið-
andinn Darylle Mak var stödd
hér á landi á hennar vegum.
Darylle þessi er meðframleið-
andi Margrétar að myndinni
Terra Infirma sem tekin verður
upp í sumar. Mak er einnig að
fara að framleiða aðra mynd
sem verður tekin upp á næsta
ári og er það ævintýramynd-
in sem hún skoðar tökustaði
fyrir en hugsanlega verður
stór hluti myndarinnar kvik-
myndaður hér á landi.
Líst vel á landið
Margrét segir Mak lítast vel
á landið og er nokkuð viss
um að hún muni velja Ísland
sem tökustað fyrir ævintýra-
myndina. „Henni líst mjög vel
á landið og ég held það verði
niðurstaðan. Ég er ekki í vafa
um það.“
Margrét hefur verið búsett í
kvikmyndaborginni Los Ange-
les undanfarin ár ásamt eigin-
manni sínum, Jóni Óttari Ragn-
arssyni. Þau hafa nýlega snúið
sér að framleiðslu kvikmynda
en eiga að baki farsælan fer-
il hjá Herbalife. Terra Infirma
er önnur kvikmyndin sem þau
koma að. Fyrri myndin er Kill
The Poet sem er eftir Jón Ótt-
ar sjálfan en Margrét var með-
framleiðandi þeirrar myndar.
Terra Infirma er stórmynd og
skartar meðal annars óskars-
verðlaunahafa.
„Terra Infirma er stórmynd
sem kostar um 30 milljónir
dollara í framleiðslu. Hún er
með stórleikurum eins og ósk-
arsverðlaunahafanum William
Hurt og Terence Stamp. Ævin-
týramyndin sem hún er að fara
að gera er svipuð að stærð.“
Skoðar íslenska leikara
Terra Infirma er fyrsta kvik-
myndin sem Mak framleið-
ir en hingað til hefur hennar
starfsvettvangur aðallega verið
í leikhúsunum. „Hennar bak-
grunnur er úr leikhúsi og þetta
er hennar fyrsta stóra mynd.
Hún hefur verið viðloðandi
kvikmyndir áður en ekki fram-
leitt sjálf.“
Myndin verður tekin upp í
sumar og að mestu leyti vestan-
hafs. „Hún er tekin að mestu í
Santa Fe, Kína og Hawaii,“ segir
Margrét en tökutíminn er áætl-
aður tveir og hálfur mánuður.
Margrét hefur líka kynnt
Mak fyrir íslenskum leikurum
með það að markmiði að koma
þeim á framfæri. Mak sá í þeim
tilgangi meðal annars Vestur-
portssýninguna Rómeó og Júl-
íu um helgina en hún hefur út
frá reynslu sinni í leikhúsum
mikinn áhuga á þeim geira
og leist vel á sýninguna – sem
og leikarana. „Ég hef verið að
segja henni frá íslenskum leik-
urum og ég yrði ekkert hissa ef
íslenskir leikarar yrðu í Terra
Infirma og þessari nýju ævin-
týramynd,“ segir hún. En get-
ur hún nefnt einhver nöfn, eru
einhverjir sérstakir sem hún
hefur í huga? „Við fórum á Vest-
urportssýninguna, við getum
allavega einangrað okkur við
það í augnablikinu,“ segir Mar-
grét leyndardómsfull að lokum.
Skoðaði tökustaði
og íslenska leikara
n Bandarískur framleiðandi á Íslandi n Stór ævintýramynd í bígerð
Margrét og Darylle Mak
Margrét Hrafnsdóttir fram-
leiðir myndina Terra Infirma
með Darylle Mak. Darylle
skoðaði tökustaði fyrir stóra
ævintýramynd sem verður
tekin upp hér á landi.
MynD eyþór árnaSon
Fóru á sýningu hjá Vesturporti Leikaravalið einangrast við það í augnablikinu.
ekki sársaukalaust Bubbi segir það ekki hafa verið sársauka-
laust að láta flúra á sig laxinn.
Laxinn góði
Þessi lax mun fylgja
Bubba ævilangt.
Komin til
Búlgaríu
Ísdrottningin sjálf, Ásdís
Rán, er komin aftur til Búlg-
aríu eftir páskafrí á Íslandi.
Ásdís naut lífsins á Íslandi
og hitti ættingja og vini og
gekk frá lausum endum en
hún og Garðar Gunnlaugs-
son tilkynntu nýlega um
skilnað sinn. Með Ásdísi úti
er dóttir hennar, Victoria
Rán, en synir hennar Hektor
og Róbert eru á Íslandi en
Ásdís hefur ekki tekið neinar
ákvarðanir um hvort hún
hyggist búa lengi í Búlgaríu
eða snúi aftur heim.
Guðjón
sem forseta
Innan við tvær vikur eru þar
til Pepsi-deildin í fótbolta fer
af stað og eru sparkmiðlarnir
byrjaðir að hita upp. Í hinum
vinsæla lið Álitið á spark-
vefsíðunni fotbolti.net voru
tólf álitsgjafar fyrst spurðir
hver væri mesta forsetaefnið
í deildinni. Allflestir sögðu
Guðjón Þórðarson, þjálfari
Grindavíkur og fyrrverandi
landsliðsþjálfari, en stór-
söngvarinn Geir Ólafsson
var hvað harðastur á því að
Guðjón ætti heima á Bessa-
stöðum. „Hann ætti bara að
vera forseti núna. Þetta er
maður sem lætur verkin tala.
Ég myndi kjósa hann. Guð-
jón er besti þjálfari Íslands
frá upphafi,“ sagði Geir um
Guðjón.
Hera tók
dansinn
Fyrsti þátturinn af Alla leið
var frumsýndur á RÚV um
helgina en þar hefur söng-
konan Hera Björk tekið við
stjórnartaumunum af Páli
Óskari og kynnir fyrir þjóð-
inni Eurovision-lögin í ár
ásamt fríðu föruneyti. Hera
þótti fara á kostum í þætt-
inum og voru netheimar já-
kvæðir í garð söngkonunnar
og hversu gamansöm hún
var. Þótti mörgum einstak-
lega skemmtilegt þegar hún
hermdi eftir nútímadansi en
það uppskar mikil hlátra-
sköll í salnum.
eiginmaður Jón Óttar Ragnarsson