Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 2
2 Fréttir 9. maí 2012 Miðvikudagur
Breytingar hjá Íbúðalánasjóði:
Ekki lánað fyrir
dýrum eignum
Íbúðalánasjóði verður óheimilt að
veita lán til kaupa á eignum þar
sem fasteignamat er yfir 50 millj-
ónum króna.
Þetta er með-
al þess sem
kemur fram
í frumvarpi
Guðbjarts
Hannesson-
ar velferðar-
ráðherra sem
hann mælti
fyrir á Alþingi
í liðinni viku.
Frumvarpið gerir ráð fyrir að
eftirlit með starfsemi Íbúðalána-
sjóðs verði aukið, skýrari skil-
yrði verði sett við lánveitingum til
uppbyggingar leiguhúsnæðis og
heimildir sjóðsins til lánveitinga
vegna kaupa á dýru íbúðarhús-
næði verði þrengdar. Með áform-
uðum breytingum er brugðist við
athugasemdum sem Eftirlitsstofn-
un EFTA hefur gert við starfsemi
Íbúðalánasjóðs, að því er fram
kemur í tilkynningu frá velferðar-
ráðuneytinu.
Í frumvarpinu eru lagðar til
ýmsar breytingar á starfsemi Íbú-
ðalánasjóðs og eftirliti með starf-
seminni í samræmi við kröfur sem
gerðar eru til fjármálafyrirtækja
samkvæmt lögum um starfsemi
þeirra.
Meðal þess sem lagt er til er
að lánveitingar Íbúðalánasjóðs til
endurbóta, byggingar eða kaupa á
íbúðarhúsnæði verði takmarkaðar
við almenn lán til einstaklinga. Er
þetta gert til samræmis athuga-
semdum um að lánastarfsemi
til fyrirtækja, svo sem bygginga-
verktaka, samræmist ekki hlut-
verki Íbúðalánasjóðs. Þá er lagt er
til að lögfest verði ákvæði um að
almenn lánveiting Íbúðalánasjóðs
geti numið allt að 80 prósentum
af matsverði íbúðar í stað 90 pró-
senta samkvæmt gildandi lögum.
Össur á
Beinni línu
Össur Skarphéðinsson utanríkis-
ráðherra verður á Beinni línu á
DV.is í dag, miðvikudag, klukkan
14.00. Össur mun þar svara spurn-
ingum sem brenna á lesendum
DV.is.
Össur hefur um margra ára
skeið verið í eldlínunni í stjórn-
málum hér á landi en hann hefur
setið í ríkisstjórn síðan árið 2007.
Össur verður sá 25. til að setjast
við tölvuna og svara á Beinni línu.
Athugið að slóðin á Beinu línuna
verður www.dv.is/beinlina.
Bein lína var um árabil þekkt
fyrirbæri á vegum DV. Þá gátu
lesendur hringt inn og borið fram
spurningu fyrir ráðamenn eða
aðra þekkta einstaklinga sem í
deiglunni voru hverju sinni. Með
Beinni línu á DV.is er markmiðið
að færa þá hugmynd til nútímans.
DV hvetur lesendur sem fyrr til að
sýna kurteisi í orðavali og spyrja
hnitmiðaðra spurninga.
Guðbjartur
Hannesson
A
ron Pálmi Ágústsson, fyrr-
verandi refsifangi í Texas,
hefur verið ákærður fyrir
skjalafals og líkamsárás. Á
þriðjudag fór fram þingfest-
ing í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli
er varðar fjársvik og vopnalagabrot.
Ákæran, sem er í átta liðum,
snýr að hótelgistingum Arons á hin-
um ýmsu hótelum í Reykjavík í júlí
og ágúst 2010, þar sem hann gisti
án þess að greiða fyrir, samkvæmt
ákæru.
Á Aron að hafa lagt fram VISA-
kort sitt sem tryggingu fyrir greiðslu
þrátt fyrir að hann vissi að engin
innistæða væri fyrir greiðslu á kort-
inu og þar með vísvitandi blekkt
starfsmenn hótelanna. Tímabilið
sem meint hótelsvik áttu sér stað er
frá 17. júlí til 2. ágúst 2010 og eru flest
hótelin í miðbæ Reykjavíkur, alls sjö
talsins. Upphæðirnar eru frá 23 þús-
undum króna upp í tæpar 170 þús-
undir króna, en auk þess að gista á
hótelunum er hann sagður hafa svik-
ið út út aðra þjónustu, svo sem úttekt
á mat og áfengi. Þá hringdi hann úr
herbergissíma og þáði þjónustu á
hárgreiðslustofu og heilsurækt, sam-
kvæmt ákæru.
Hæsti reikningurinn er fyrir gist-
ingu og þjónustu á Hótel Þingholti,
en þar gisti Aron í fjórar nætur. Aron
er einnig ákærður fyrir vopnalaga-
brot en hann á að hafa verið með
vasahníf af gerðinni Dark Operation í
anddyri Hótel Þingholts á þeim tíma
sem hann dvaldi þar.
„Ég sá hann ekki einu sinni“
Aron Pálmi er einnig ákærður fyrir
líkamsárás og fer aðalmeðferð í
því máli fram á miðvikudag í Hér-
aðsdómi Suðurlands. Þar er Aroni
Pálma gefið að sök að hafa slegið
ungan mann hnefahöggi í andlit-
ið inni á veitingastaðnum Cornero
í Vestmannaeyjum, en Aron Pálmi
vann þar um tíma sem dyravörður.
Við hnefahöggið féll ungi maðurinn
í gólfið en samkvæmt ákæru á Aron
Pálmi þá að hafa sparkað í hann
liggjandi, með þeim afleiðingum að
maðurinn hlaut eymsli og sár á gagn-
augasvæði og mar á höku. Í samtali
við við blaðamann DV segir fórnar-
lambið að hann hafi átt sér einskis
ills von þegar Aron Pálmi réðst á
hann fyrirvaralaust að eigin sögn.
„Hann sló mig að ástæðulausu
inni á skemmtistað þar sem hann var
að vinna. Ég sá hann ekki einu sinni,
hann kom bara aftan að mér,“ segir
maðurinn sem hafði eitt sinn unnið á
sama stað og Aron Pálmi í Eyjum en
segist ekki þekkja hann persónulega.
Aðspurður um umfang árásarinnar
og hvort höggið hafi verið fast segir
hann að „þetta sé náttúrulega stór
maður“, en að gestir staðarins hafi
komið honum til bjargar og gengið á
milli hans og Arons eftir að hann féll
í gólfið.
Samkvæmt stöðufærslu á Face-
book-síðu Arons Pálma frá því í
janúar ber hann við sjálfsvörn. Þar
segir hann að hann hafi fengið sím-
hringingu frá lögreglunni snemma á
föstudagsmorgni, því einhverjir hafi
kært hann fyrir líkamsárás. Þeir hafi
ógnað honum með vopni og í stað
þess að hlaupa í burtu hafi hann kýlt
þá.
Vonast til að hann læri af
þessari lexíu
Aron Pálmi kom til Íslands árið 2007
eftir að hafa afplánað tíu ára refsivist
fyrir kynferðisbrot gegn sjö ára barni.
Aron var 12 ára þegar brotið átti sér
stað. Sjö af þessum tíu árum eyddi
Aron í fangelsi, hinum þremum
eyddi hann í stofufangelsi með stað-
setningartæki um ökklann. Viku eftir
að afplánun lauk flaug Aron Pálmi til
Íslands en hann hafði notið stuðn-
ings RJF-hópsins sem beitti sér fyrir
réttindum og velferð Arons meðan á
afplánun stóð. RJF-hópurinn greiddi
meðal annars fyrir nám sem Aron
stundaði í tvö ár á meðan hann var
í stofufangelsi, ásamt því að koma
honum til Íslands.
Einar S. Einarsson, fyrrverandi
forstjóri VISA og talsmaður RJF-
hópsins sagðist í samtali við DV
þykja leitt að heyra af raunum Ar-
ons Pálma. „Það er mjög sárt að
heyra þetta. Við höfum ekki verið í
neinu sambandi við hann síðustu
þrjú árin. Við styrktum hann eft-
ir að hann kom heim með pening-
um og einhverjum svona redding-
um en síðan hefur hann bara verið
á eigin vegum eins og hvert annað
ungmenni.“ Hann segir að afskipt-
um hópsins af Aroni hafi í raun lokið
þegar hann fékk frelsi og hann hafi
lítið um hans mál að segja. „Okkur
kemur þetta í opna skjöldu og þykir
leitt að heyra af þessu. Ég vona bara
að úr þessu rætist, þetta er ekkert af
þeirri stærðargráðu að menn geri
ekki bætt úr og það vonum við að
honum takist að gera og hann læri af
þessari lexíu.“
Fangelsisvistin hræðileg
Í viðtali í DV árið 2007, lýsti Aron
Pálmi líðan sinni og hvernig honum
gengi að fóta sig aftur í lífinu eftir að
hafa endurheimt frelsið.
Unglingafangelsið sem Aron
Pálmi dvaldi í var undir rannsókn
um tíma en talið er að þúsundir
unglinga hafi verið beittir kynferð-
islegu og líkamlegu ofbeldi meðan
á þeirra afplánun stóð. Sjálfur sagði
Aron Pálmi að allt það sem hann
gekk í gegnum í Texas hafi verið
hræðilegt og að hann liði enn fyrir
dvöl sína þar. „Ég vakna stundum
á morgnana og leita eftir GPS-tæk-
inu sem ég þurfti að ganga með er
ég var í stofufangelsi. Það sem kom
fyrir mig í fangelsinu er eitthvað sem
á eftir að fylgja mér alla ævi. Ég mun
aldrei geta gleymt því sem kom fyr-
ir mig. Ég mun heldur aldrei gleyma
fólkinu sem leyfði þessu að gerast.
Þetta hefur áhrif á mitt líf, á allt sem
ég tek mér fyrir hendur. Ég kvíði því
að fara að sofa á kvöldin því þá taka
við stanslausar martraðir.“ Ekki náð-
ist í Aron Pálma við vinnslu fréttar-
innar.
Sveik út
giStingu
n Aron Pálmi ákærður fyrir skjalafals og líkamsárás „Hann sló mig að
ástæðulausu inni
á skemmtstað þar sem
hann var að vinna. Ég sá
hann ekki einu sinni, hann
kom bara aftan að mér.
Hanna Ólafsdóttir
blaðamaður skrifar hanna@dv.is
á 7 hótelum
Ákærður Aron
Pálmi Ágústsson
er meðal annars
ákærður fyrir að hafa
svikið út gistingu
og þjónustu á sjö
hótelum í júlí 2010.