Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 16
Sandkorn Í slenskir útgerðarmenn sem gera út við strendur Afríku hafa sumir hverjir orðið uppvísir að rányrkju. Að undanförnu hefur DV rakið í máli og myndum dæmi um að útgerðarmenn sem hæla sér af því að stunda ábyrgar veiðar undir ís- lensku kvótakerfi gera út með lög- legum en siðlausum hætti í lögsögu vanþróaðra, fátækra þjóða. Og þeir virðast sumir skammast sín því þeir vilja helst ekki ræða þessar veiðar og eignarhaldinu á útgerðum þeirra er kirfilega haldið í myrkri aflandseyja og fjarlægra landa. Við strendur Máritaníu keppir ryk- sugutogarinn Blue Wave við heima- menn sem stundað hafa strand- veiðar sínar um aldir. Þar keppir verksmiðjutogarinn við trébátinn og leikurinn er ójafn. Útgerðarfélag hans er skráð í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi og eignarhaldið á togar- anum á Tortóla. Að baki útgerðinni er fjármagn sem komið er frá íslenskum lífeyrissjóðum og Landsbankanum, þjóðarbanka Íslands, og Nýsköp- unarsjóði atvinnulífsins, sjóði í eigu íslenskra skattborgara. Öll íslenska þjóðin er þannig innvinkluð í það sem útgerðin aðhefst við strendur Afríku. Íslenskir útgerðarmenn eru valda- miklir í íslensku samfélagi. Eftir hrun- ið og fall krónunnar hefur útgerðin hagnast gríðarlega. Hluti þess fjár- magns hefur runnið til beinnar áróð- ursstarfsemi. Svo langt er gengið að þrýstihópurinn hefur keypt fjölmiðil og upphafið leigupenna til að reka áróður sinn innanlands. Söngurinn er sá að þeir ástundi sjálfbærar ábyrg- ar veiðar við Ísland og eigi fullan rétt á því að eiga fiskistofnana. Það eru meira að segja dregnir á flot mátt- leysingjar úr stétt starfsmanna þeirra til að vitna um það í sjónvarpsauglýs- ingum að þeir missi vinnuna ef grein- in verði skattlögð meira en orðið er. En þeir tala ekkert um þann sóðaskap sem viðgengst undir þeirra merkjum í lögsögu vanþróaðra ríkja. Þögnin ein hefur ríkt á Íslandi um þessa útrásarvíkinga sem lifðu af hrunið og pönkast á fátækum þjóðum. Um árabil hefur framganga þjóða eins og okkar Íslendinga verið fordæmd. Bent er á að þarna eigi sér stað rán- yrkja ríkra þjóða á auðlindum fátækra þjóða í þriðja heiminum. Og það eru orð að sönnu. Sóðaskapurinn er með eindæmum. Á meðan við flytjum fyrir- lestra um allan heim um það hversu vel við göngum um fiskiauðlindina við strendur Íslands er siðleysið ríkjandi við Afríku og víðar. Og í mynstri útgerð- arfélaganna má lesa allt það versta sem kom við sögu í hruni Íslands. Þarna eru aflandsfélögin, skattaskjólin og felu- leikurinn. Þeir þurrka upp auðlindir hinna fátæku. Og það versta er að allur íslenskur almenningur er dreginn inn í óskapnaðinn í gegnum spillta banka og lífeyrissjóði. Við ættum að skammast okkar. En það er ljóst að sumir kunna það ekki. Sótt að Jóhönnu n Jóhanna Sigurðardóttir, for- maður Samfylkingar, liggur fremur lágt í skoðanakönn- unum með flokk sinn þessa dag- ana. Þá er forsætis- ráðherrann jafnframt að glíma við uppreisn innan flokks en Árni Páll Árnason, alþingis- maður og fyrrverandi ráð- herra, sækist eftir því að verða formaður. Óljóst er með stuðning hans til emb- ættisins en fáir flokksmenn hafa þorað að opinbera skoðun sína. Víst er að blóð- ugt uppgjör er í aðsigi. Guðsvolaður flokkur n Besti vinur þess um- deilda Huang Nubo er Hjör- leifur Sveinbjörnsson þýð- andi. Ein af samsæris- kenning- unum um Nubo er sú að leiga hans á Grímsstöð- um sé upp- haf kínverskrar innrásar og runnin undan rifjum samfylkingarfólks. Eigin- kona Hjörleifs, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gantast með málið á Facebook og spyr hvort hann sé þessi áhrifamaður í Samfylk- ingunni. „Ert þú að makka þar, og það með Oddnýju Harðardóttur?“. Hjörleifur var snöggur til svars: „Ég er ekki einu sinni í þessum guðsvolaða flokki!“ Eftirspurn eftir Bauhaus n Talið er að hátt í sex þús- und manns hafi mætt á opn- un Bauhaus á laugardags- morgun. Það eru tæplega tvö prósent þjóðarinnar. „Yndislegt, mjög gaman að sjá þennan fjölda. Einn tal- aði um það úti á plani áðan að þetta væri bara þjóðhá- tíð,“ sagði framkvæmda- stjóri Bauhaus við Stöð 2 og sagði aðsóknina undirstrika þörfina fyrir Bauhaus. Sé stuðningur tæplega tveggja prósenta þjóðarinnar sönn- un fyrir virkilegri þörf er ljóst að Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi getur fagnað. Stuðningur við hann er oftar en ekki á svipuðum slóðum. Erfitt á Veðurstofu n Miklir fjárhagserfiðleikar eru sagðir hrjá Veðurstofu Íslands sem heyrir undir umhverfis- ráðuneyti Svandísar Svavarsdótt- ur. Fullyrt er að framund- an séu upp- sagnir allt að 15 starfsmanna á næstu vikum. Þetta mun starfsfólki hafa verið kynnt. Staðan þykir vera grafalvarleg í því ljósi að Veðurstofan gegnir afar mikilvægu hlutverki á einu erfiðasta veðursvæði heims. Takk samt fyrir boðið Sóley Tómasdóttir er búin að prófa Bootcamp. – Vísir Íslensk rányrkja Leiðari Reynir Traustason rt@dv.is „Þögnin ein hefur ríkt á Íslandi um þessa útrásarvíkinga F yrir utan trú þjóðarinnar á hæfni íslensku forréttindastéttarinnar til að framleiða peninga eftir brúðkaupsveisluvínsuppskrift Krists lýsir fátt betur skorti lands- manna á gagnrýnum og vísindalegum hugsunarhætti en gegndarlaus dellu- fíkn og trúgirni í heilbrigðismálum. Vinsældir krassandi töfralausna og dellukúra vekja upp spurningar um hvernig kennslu í rökfræðum og grundvallarheilbrigðisvísindum sé háttað. Mikið skortir hér á aðgerðir af hálfu neytendaverndarstofnana og að fjölmiðlar sinni fræðsluhlutverki sínu; þvert á móti er ekki óalgengt að fjölmiðlar birti gagnrýnislaust rang- færslur og ranghugmyndir, sbr. nýlegt viðtal Fréttatímans við konu sem „af- þakkaði hefðbundnar lækningar við brjóstakrabbameini …“ og „hafði sigur [á krabbameininu].“ Hver skar krabbameinið „í burtu“? Greinin lýsir hinum „óhefðbundnu lækningum“ sem konan leitaði sér og skoðunum hennar á sjúkdómnum, sem hún á að sjálfsögðu fullan rétt á, þó hvorki þær né „lækningaaðferðirn- ar“ eigi sér nokkra stoð í raunveruleik- anum. Blaðamaðurinn spyr ekki um augljósar mótsagnir viðmælandans, eins og þá að hún hafi valið að „af- þakk[a]...hefðbundnar lækningar“ en í segist í sömu andrá hafa „verið skorin í brjóst og meinið fjarlægt“! Þar sem viðmælandinn lýsir yfir að hún „ætl- aði ekki að setja mig í hendur á lækn- unum“ spyr maður sig óhjákvæmilega hver hafi framkvæmt skurðaðgerðina – hómópatinn eða grasalæknirinn? Engar viðurkenndar rannsóknir renna stoðum undir að „óhefðbundnu lækningarnar“, „miðlun, nálastung- ur og blómadropaþerapíu[r]“ lækni krabbamein, eða aðra sjúkdóma (enda var það raunverulega læknis- meðferðin – skurðaðgerð – sem við- mælandinn „trúir ekki á“, sem fjar- lægði meinið). Í besta lagi framkalla þessar meðferðir vellíðunartilfinningu og lyfleysuáhrif, en í versta lagi geta þær hvatt fólk til að sneiða hjá raun- verulegum lækningum. Viðmælandi FT gagnrýnir ráðlegg- ingar íslensku læknanna og að erlend- is geti fólk „valið óhefðbundnar leiðir og þá fær fólk stuðning í því. En það er ekki í boði hér og það er miður.“ Sú meðferð við brjóstakrabbameini sem „er í boði hér“ er sama meðferð og ráðlögð er alls staðar á Vesturlöndum og víðar: skurðaðgerð, lyfjameðferð, geislun. Auðvitað er fólki í sjálfsvald sett að velja „óhefðbundnar leiðir“, en varla er hægt að ætlast til að læknar verði klappstýrur sjúklinga sem hunsa ráðgjöf þeirra og kjósa að reyna að ráða bug á alvarlegum sjúkdómum með skottulækningum. Hver er svo statusinn á krabba- meininu sem viðmælandinn „ sigraðist á“ því hún „afþakkaði hefðbundnar lækningar“? Jú, „Krabbameinið er far- ið ... það fór. Það var skorið í burtu...“ (Lækning er þó ekki talin örugg fyrr en eftir fimm ár án merkjanlegs æxlis- vaxtar.) Áminningar Landlæknis virtar að vettugi Seljendur „óhefðbundinna læknis- meðferða“ hafa án athugasemda yfirvalda sem gæta eiga hagsmuna neytenda, auglýst í fjölmiðlum að „meðferðirnar“ „virki á“, „komi í veg fyrir“ fjölda alvarlegra sjúkdóma. Í skýrslu Landlæknisembættisins frá 2010 vegna auglýsinga svokallaðr- ar „detox-meðferðar“ segir „Upptaln- ing á sjúkdómum sem [meðferðin] á að hafa áhrif á byggir ekki á neinum viðurkenndum rannsóknum og er til þess fallin að gefa sjúklingum, oft með erfiða sjúkdóma, falskar vonir… Orða- lagið „recognized medical method in Iceland“ [viðurkennd læknismeðferð á Íslandi] á ensku er bein rangfærsla ... Allt bendir til þess að auglýsingin... brjóti í bága við lög. Með tilliti til með- alhófsreglu stjórnsýslulaga þykir rétt að ganga ekki lengra … en að benda á þessi atriði og gefa forsvarsmanni starfsseminnar tækifæri á [úrbótum].“ Þessar áminningar voru virtar að vettugi, eins og augljóst er af auglýs- ingum á netinu og víðar. Ekki láta staðreyndirnar flækjast fyrir Hollt mataræði og hreyfing, sem áhersla er lögð á í „óhefðbundnum meðferðum“ er vitanlega undirstaða heilbrigðis og ekkert nema gott um hvatningu þessa að segja (þó ekki sé hægt að mæla með matarsvelti) ef ráðgjafarnir vita um hvað þeir eru að tala. Hins vegar, þegar fólk greinist með alvarlega sjúkdóma – hvort sem ástæðan er áratuga langur óhollur lífs- stíll eða annað – er yfirleitt ekki unnt að snúa við blaðinu með því ein- göngu að „fara í detox“ „heila áruna“ eða á sérstaka matarkúra, nú, eða á jákvæðninámskeið, svo minnst sé á aðra vinsæla söluvöru sem lofar öllu frá aukinni velgengni og betri launum til betri heilsu, þó ekki hafi enn tekist að sanna að unnt sé að hugsa sig til heilbrigðis. En það er engin ástæða til að láta staðreyndirnar flækjast fyrir sér, svo vitnað sé í einn jákvæð- nifrömuð: „Ef við hefðum beðið eftir vísindunum, værum við enn að tala og plana.“ Neytendur eiga að hafa frjálst val, en valkostirnir verða að byggjast á staðreyndum, ekki vanþekkingu og ranghugmyndum. „Frelsið er yndislegt“ söng Nýdönsk. Það er líka vandmeðfarið, enda „vandasamara vel að nýta en í upphafi að öðlast.“ Krassandi krabba- meinslækningar Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 16 9. maí 2012 Miðvikudagur Kjallari Íris Erlingsdóttir „Seljendur „óhefð- bundinna læknis- meðferða“ hafa án at- hugasemda yfirvalda sem gæta eiga hags- muna neytenda, auglýst í fjölmiðlum. Svanur Sigurbjörnsson Megrun getur verið lífsnauðsynleg Svanur Sigurbjörnsson, læknir og sérfræðingur í lyflækningum. – DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.