Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 18
með mjög nákvæma innihaldslýsingu
á snyrtivörum og þar á að lista upp
öll efnin sem í þeim eru. Fólk á rétt
á að vita hvaða efni það ber á sig og
auk þess eru margir með ýmiss konar
ofnæmi. Þeir verða að vita um hvaða
efni er að ræða.“
18 Neytendur 9. maí 2012 Miðvikudagur
E
ld
sn
ey
ti
Algengt verð 257,4 kr. 257,3 kr.
Algengt verð 257,1 kr. 256,9 kr.
Höfuðborgin 257,0 kr. 256,8 kr.
Algengt verð 259,4 kr. 259,3 kr.
Algengt verð 261,4 kr. 259,3 kr.
Melabraut 257,2 kr. 257,1 kr.
Annt um við-
skiptavini
n Lofið fær heildverslunin Tigi.
„Ég fékk gjafaöskju með tveimur
tegundum af hárspreii. Því miður
virtist annar úðabrúsinn vera í ólagi
og ég hafði verið að vand
ræðast með hann og baksa
við að nota hann. Á end
anum virkaði hann alls ekki
og ég hafði samband
við umboðið þar sem
starfsmaður þess bað
mig um að koma til
þeirra með hann. Ég
fór og fékk honum skipt
en að auki sá konan sem
afgreiddi mig ástæðu til þess að láta
mig fá aðrar vörur frá fyrirtækinu
sem var góður vitnisburður um fyr
irtæki sem sýnir að því er annt um
viðskiptavini sína.“
Dýr kúpling
n Lastið að þessu sinn fær Hekla en
bíleigandi sendi eftirfarandi: „Kúpl
ingin fór í bílnum mínum sem er
Volkswagen Polo árgerð 1997 og ég
hafði samband við Heklu. Þeirra til
boð á nýrri kúplingu hljóðaði upp á
73.000 krónur. Mér fannst það ansi
dýrt og fór á fleiri staði til að athuga
hvort ég fengi þetta ekki á lægra
verði. Ég endaði á því að eiga við
skipti við AB varahluti þar sem ég
fékk viðgerðina á 23.400 krónur. Öll
verkstæðin sem ég leitaði til buðu
slíka viðgerð á meira en helmingi
lægra verði en Hekla bauð mér.“
DV hafði samband við Magnús Ey
steinn Halldórsson, verkstæðis
formann hjá Heklu, sem sagði að
varahlutir hjá þeim í slíkan bíl kosti
63.000 krónur. „Þetta er aðeins
óskýrt hvað viðskiptavinurinn á
við og því erfitt að svara fullkom
lega en ég geri ráð fyrir að verðið
hjá hinum sé einungis
vegna varahlutanna
og án viðgerðar. Það
er hins vegar rétt að
við erum með dýrari
varahluti eins og er
því við erum bara með
original varahluti og höfum
því miður ekki getað út
vega óoriginal. Við erum þó
með allt í endurskoðun og munum
bjóða upp á slíkt hjá okkur þegar
fram í sækir. Þó vil ég mæla með
að fólk kaupi original þar sem þeir
endast betur.“
Leiðrétting
Í mánudagsblaði DV fengu Smára
bíóin lof fyrir góða þjónustu. Þau
mistök urðu þó að þar stóð að um
Sambíó væri að ræða auk þess sem
rætt var um drykkinn kók. Það leið
réttist því hér með að í Smáralind er
Smárabíó og að þar er selt Pepsi en
ekki kók.
SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS
Lof&Last
Skaðleg efni
í snyrtivörum
n Aukaefni í snyrtivörum geta valdið augnskemmdum og svima
P
araben og þalöt (e. phthalate)
eru á meðal þeirra tilbúnu
efna sem finna má í snyrti
vörum en mörg þessara efna
eru talin geta haft skaðleg
áhrif á heilsu okkar. Þau eru flest lög
leg í snyrtivörum samkvæmt reglu
gerðum Evrópusambandsins þar sem
ekki hefur verið sannað að þau hafi
skaðleg áhrif á fólk þar sem magnið sé
yfirleitt lítið. Á hinn bóginn er heldur
ekki sannað að þau séu skaðlaus að
öllu leyti og því ráðlagt að hafa augun
opin og lesa innihaldslýsingar á vör
unum áður en þær eru keyptar. Á síðu
Unique Health and Fitness má finna
upplýsingar um magn efna í snyrti
vörum og áhrif þeirra.
Rotvarnarefni í snyrtivörum
„Ef við horfum á stóra dæmið þá eru
allar snyrtivörur með vatnsleysni af
einhverju tagi sem leiðir til þess að
það þarf að rotverja þær,“ segir Níels
Jónsson, sérfræðingur á sviði um
hverfisgæða hjá Umhverfisstofn
un. Hann nefnir paraben sem dæmi
um slíkt efni og segir að eðli máls
ins samkvæmt verði þessar vörur því
varasamar fyrir lifandi verur.
Skaðleg efni mælanleg í blóði
Hann segir að vísindamenn hafi síð
ustu 15 til 20 árin leitað að efnum sem
eru minna skaðleg og útiloka mörg úr
snyrtivörum sem til dæmis hafa áhrif
á æxlun manna og eru yfirleitt tal
in varasöm. „Það eru enn þó nokkur
af þessum efnum sem hafa ekki ver
ið fullrannsökuð og menn vita ekki
nógu mikið um áhrif þeirra. Áhrifin
geta líka komið fyrst í ljós eftir ein
hver ár eða áratugi svo við vitum lítið
um langtímaáhrif þeirra.“ Hann nefn
ir einnig danska rannsókn á konum
á aldrinum 35 til 40 ára sem höfðu
notað snyrtivörur frá því þær voru á
fermingaraldri. Í ljós kom að þessi
efni mældust í blóði þeirra og þau
safnist því upp í líkamanum. „Þegar
maður fær til að mynda paraben úr
hinum og þessu snyrtivörum í sig þá
verður þetta smám saman töluvert
magn.“
Enn á lista yfir leyfileg efni
Níels segir þó að nú sé verið að herða
kröfurnar töluvert og komin sé ný
snyrtiefnalöggjöf sem á að auka mjög
á öryggi hvað varðar snyrtivörur. Þar
sé gerð krafa um að framleiðendur
leggi fram öryggisskýrslu sem sýni
fram á að varan sé hættulaus. Lög
gjöfin sé komin frá ESB en hefur enn
ekki tekið gildi hér á landi.
Hann bendir einnig á að ennþá
leiki einungis grunur á að mörg þess
ara efna hafi skaðleg áhrif og því enn
á lista yfir leyfð efni. „Það er þó starf
andi nefnd sérfræðinga innan ESB
sem hefur skrifað fjölmargar skýrslur
um ýmis efni og til dæmis er búið gera
nokkrar slíkar um paraben. Það er því
verið að vinna í málinu og allt á réttri
leið.“
Skoðum innihaldslýsingar vel
Aðspurður hvað fólk geti gert þar til
löggjöfin taki gildi hér segir hann að
fólk verði að skoða innihaldslýsing
ar á vörunum. „Það er skylda að vera
Gunnhildur Steinarsdóttir
blaðamaður skrifar gunnhildur@dv.is
Sjampó
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 15
Vert að hafa áhyggjur af: Sodium lauryl
sulphate, tetrasodium og propylene
glycol.
Möguleg áhrif: Erting og
mögulegar augnskemmdir.
Hársprei
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 11
Vert að hafa áhyggjur af: Octinoxate,
isophthalates.
Möguleg áhrif: Ofnæmi, erting í
augum, nefi og hálsi, hormónatrufl
anir. Hefur verið tengt við breytingar
á frumubyggingu.
Augnskuggi
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 26
Vert að hafa áhyggjur af: Polythylene
terephthalates.
Möguleg áhrif: Hefur verið tengt við
krabbamein, ófrjósemi, hormónabrengl
og skemmdir á líffærum líkamans.
Kinnalitur
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 16
Vert að hafa áhyggjur af: Ethylparabens,
mathylparaben, propylparaben.
Möguleg áhrif: Útbrot, erting
og hormónabrengl.
Varalitur
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 33
Vert að hafa áhyggjur af: Polyment
hyl, methacrylate.
Möguleg áhrif: Ofnæmi. Hefur verið
tengt við krabbamein.
Grunnur
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 24
Vert að hafa áhyggjur af: Molymethyl,
methacrylate,
Möguleg áhrif: Ofnæmi, truflandi
áhrif á ónæmiskerfi. Hefur verið
tengt við krabbamein.
Svitalyktareyðir
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 15
Vert að hafa áhyggjur af: Isopropyl Myris
tate, ilmefnum.
Möguleg áhrif: Erting í húð, augum og
lungum, höfuðverkur, svimi, öndunar
erfiðleikar.
Naglalakk
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 31
Vert að hafa áhyggjur af:
Phthalates.
Möguleg áhrif:
Hefur verið tengt við
ófrjósemi.
Ilmvatn:
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 250
Vert að hafa áhyggjur af: Benzaldehyde.
Möguleg áhrif: Erting í munni, hálsi og augum,
ógleði. Hefur verið tengt við krabbamein í nýrum.
Húðkrem
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 32
Vert að hafa áhyggjur af:
Methylparaben, propylparaben,
polyethylene og glygol sem einnig
má finna í ofnhreinsiefnum.
Möguleg áhrif: Útbrot, erting og
hormónabrengl.
Gervibrúnka
Meðalfjöldi skaðlegra efna: 22
Vert er að hafa áhyggjur af: Ethylpara
ben, propylparaben.
Möguleg áhrif: Útbrot og
hormónabrengl.
Hættuleg þalöt
n Þalöt hafa verið notuð í efnaiðnaði
síðan snemma á 20. öld en vitað er
að viss þalöt geta dregið úr frjósemi
manna og verið skaðleg ófæddum
börnum í móðurkviði. Þalöt eru afar lík
hormónum í líkamanum og geta því haft
hormónatruflandi áhrif. Sérstaklega er
þetta varasamt fyrir börn þar sem þau
eru að vaxa og þroskast og hormóna
truflanir geta haft áhrif á vöxt og þroska
þeirra í framtíðinni.
Vísindamenn uggandi
n Paraben er rotvarnarefni hannað til
þess að lengja sölutíma vöru og er eitt
mest notaða rotvarnarefni í snyrtivörum
í dag. Það er paraben í flestum vörum
sem konur nota við persónulega um
hirðu. Það er í sjampóinu, hárnæringunni,
húðkreminu, tannkreminu, farðanum,
dagkreminu, næturkreminu og nánast
öllu því sem er að finna í snyrtiskápnum.
Þrátt fyrir að þetta sé eitt mest notaða
rotvarnarefni í snyrtivörum í dag þá hafa
fjölmargar rannsóknir sýnt fram á að
paraben tengist brjóstakrabbameini.
Paraben hefur fundist í æxlum fjar
lægðum úr brjóstavef. Þá eru sterk
tengsl milli parabenefna og ófrjósemi
og hormónaójafnvægis. Vísindamenn
eru einnig uggandi yfir þeim skaðlegu
áhrifum sem efnið hefur á ófædd og ung
börn.
Olís, Algengt verð 257,40 og 257,30 kr.
Atlantsolía 257,10 og 256,90 kr.
Skeljungur, algengt verð 561,40 og 259,30 kr.
Orkan, höfuðborgarsv. 257,00 og 256,80 kr.
ÓB, Melabraut 257,20 og 257,10 kr.
N1, algengt verð 259,40 og 259,30 kr.