Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 24
24 Sport 9. maí 2012 Miðvikudagur K nattspyrnusumarið hófst með látum á sunnudaginn þegar fyrsta umferð Pepsi- deildar karla í knatt- spyrnu var leikin eftir margra mánaða bið. Liðin voru klár og stuðningsmenn flykktust í þús- undatali á vellina. Ljóst var að stuðningsmennirnir voru bún- ir að bíða sumarsins af sömu óþreyju og leikmennirnir. Pepsi-deildar sumarið stefnir í það stærsta í langan tíma. Það kostar sitt að halda úti samkeppnishæfu félagsliði í efstu deild á Íslandi. En hvað kostar sumarið fyrir stuðnings- mennina? Það þarf að kaupa miða á völlinn, varning og ferðast. DV ákvað að kortleggja kostnaðinn fyrir einn gallharð- an stuðningsmann sem mætir á alla heimaleiki og hvern ein- asta útileik og setja upp í eitt lauflétt dæmi. Misdýrir ársmiðar DV leitaði upplýsinga hjá félögunum í Pepsi-deild karla og út frá því má sjá hversu mik- il útgjöld gallharðir stuðnings- menn geta átt von á að standa straum af í sumar. Það fyrsta sem stuðningsmenn ættu að gera er að tryggja sér ársmiða hjá sínu félagi. Þeir geta verið afar mismunandi en allir veita þeir aðgang að heimaleikj- um liðanna í sumar. Síðan eru mismunandi verðflokkar þar sem hægt er að greiða meira fyrir ýmis fríðindi eins og kaffi og með því á vellinum sem út- listað er nánar hér við skýring- armyndina. Allt frá rúmlega 8 þúsund krónum upp í 40 þús- und krónur fyrir sumarið. DV tekur dæmi um stuðnings- mann FH. Þar er ársmiðakerfið í fimm stigum. Hægt að greiða allt frá 8.400 krónum í bein- an styrk á ári og upp í 33.756 krónur fyrir aðgang að öll- um heimaleikjum FH í fót- og handbolta, veitingar fyrir leik og í hálfleik með svokölluðu Gull Bakhjarl Plús korti. Okkar maður vill styðja vel við bakið á FH svo hann skellir sér á slíkt kort. Sama verð við innganginn En þá á eftir að borga sig inn á alla útivellina. 12 lið eru í deildinni svo útileikirnir eru 11. Stakur miði fyrir fullorðinn kostar 1.500 krónur við inn- ganginn hjá öllum félögum. Mismunandi er eftir völlum hvort rukkað sé fyrir börn/ unglinga. Miðað við að fullorð- inn einstaklingur kaupi sig inn á alla útileiki mun það kosta hann samtals 16.500 krónur. Heildarkostnaður okkar manns við það eitt að koma sér inn á leikina er nú kominn í 50.256 krónur. En þá á eftir að koma sér á völlinn. Kostar að komast á útivellina Til að gera sér í hugarlund hver eldsneytiskostnaðurinn er þá stendur Hafnfirðing- urinn okkar frammi fyrir því að mesti kostnaðurinn verði við ferðirnar upp á Akranes, á Selfoss og Vestmannaeyja á einkabíl. Ferðalagið fram og til baka frá Akranesi kostar um 2 þúsund krónur í elds- neyti, tvö þúsund krónur í göngin. Samtals fjögur þús- und krónur fyrir að heim- sækja ÍA. Fyrir Eyjaleikinn má gera ráð fyrir svipuðum bensín- kostnaði og 2.300 krónur fyrir Herjólfsferð, fram og til baka frá Landeyjahöfn. Um 4.300 krónur þar. Afar gróf- lega áætlað má gera ráð fyrir að útileikjakostnaður, þar sem bensín er stærsti út- gjaldaliðurinn, sé um 15.000 krónur fyrir sumarið. Þá er ekki næstum allt tínt til eins og matur og drykkir. Heildar- kostnaður fyrir okkar mann er nú kominn í 65.256 krónur. Hátt í 80 þúsund með varningi En hinn grjótharði stuðn- ingsmaður er ekki alveg hættur. Hann ákveður að skella sér í verslunina Mús- ík og Sport og kaupa nýjustu keppnistreyju FH. 10 þús- und kall þar og í ljósi þess að við búum á Íslandi ákveð- ur hann að kaupa eina FH- húfu fyrir skallann fyrir 1.650 krónur. Þegar upp er staðið eft- ir sumarið er hinn grjót- harði stuðningsmaður bú- inn að punga út að minnsta kosti 76.906 krónum. Nú er að vona að sumarið verði hverrar krónur virði. Þetta kostar sumarið hörðustu aðdáendur n Stuðningurinn getur kostað einstakling 80 þúsund krónur Sigurður Mikael Jónsson blaðamaður skrifar mikael@dv.is Næstu leikir Fimmtudagur 10. maí n 18:00 - ÍBV- Breiðablik n 19:15 - Valur- Selfoss n 19:15 - Grindavík - Keflavík n 19:15 - FH-Fram n 19:15 - Stjarnan-Fylkir n 19:15 - ÍA - KR Verðdæmi Grjótharður FH-ingur: Ársmiði: Gull Bakhjarl Plús: 33.756 kr. Aðgangseyrir að öllum útileikjum: 16.500 kr. Ferðakostnaður: 15.000 kr. Varningur: 11.650 kr. Samtals: 76.906 kr. ÍBV Fullorðnir: 1.500 kr. 16 ára og yngri: Frítt Eldri borgarar: Frítt Öryrkjar: 1.000 kr. Ársmiðar: Árskort: 12.500 kr. Hjónakort: 20.000 kr. Grindavík Fullorðnir: 1.500 kr. Börn: 500 kr. Ársmiðar: 11.000 kr. 16.000 kr. (m. súpu og brauði fyrir leik og kaffi í hálfleik) Ársmiði fyrir börn: 4.000 kr. Keflavík Fullorðnir: 1.500 kr. Börn: 500 kr. Eldri borgarar/ öryrkjar: 1.200 kr. Ársmiði: 13.000 kr. ÍA Fullorðnir: 1.500 kr. 12–15 ára: 500 kr. Ársmiðar: n Brons: 11.000 kr. (Allir heimaleikir) n Silfur: 24.000 kr. (Allir heimaleikir + kaffi og meðlæti í hálfleik) n Gull: 40.000 kr. (Allir heimaleikir + kaffi, meðlæti, ÍA- málið og trefill, VIP-upphitun, aðeins 50 stk. fáanleg) *Öllum miðum fylgir árlegur stuðningsmannafundur með leikmönnum, þjálfara og stjórn. Selfoss Fullorðnir: 1.500 kr. 16 ára og yngri: Frítt Ársmiði: 20.000 kr. FH Fullorðnir: 1.500 kr. 11–16 ára: 500 kr. (frítt ef viðkomandi æfir hjá FH) 0–10 ára: Frítt Eldri borgarar/öryrkjar: Frítt Ársmiðar: Bakhjarl 8.400 kr. (Styrkur, enginn aðgangur) Silfur: 19.296 kr. (11 heimaleikir í hand- og fótbolta) Silfur Plús: 22.296 (11 heimaleikir + veitingar) Gull: 27.756 (22 heimaleikir í hand- og fótbolta) Gull Plús: 33.756 (22 heimaleikir + veitingar) Breiðablik Fullorðnir: 1.500 kr. Yngri iðkendur fá frítt mæti þeir í græna gallanum sínum. Öryrkjar: Frítt Ársmiðar: Stuðnings-Blikar: 14.400 kr. (Styrkur, enginn aðgangur) Sport-Blikar: 26.400 kr. (Allir heimaleikir, karla og kvenna, + kaffi og meðlæti) Fjölskyldu-Blikar: 46.800 kr. (Gildir fyrir tvo á heimaleiki, blikagjöf + kaffi og meðl.) Stór-Blikar: 70.000 kr. (Fyrir tvo, frátekin sæti í VIP-stúku, kaffi, meðlæti, fundur með liði og aðstandendum o.fl. fríðindi) Stjarnan Fullorðnir: 1.500 kr. Engar upp- lýsingar fengust um ársmiða- verð hjá Stjörnunni. KR 1.500 kr. Ársmiði: KR-klúbburinn. 15.000 kr. – gildir á alla heimaleiki + kaffi í hálfleik. Fylkir Fullorðnir: 1.500 kr. 11–16 ára: 500 kr. 10 ára og yngri: Frítt Eldri borgarar/öryrkjar: 1.000 kr. Ársmiðar: 15.000 kr. (Fyrir einn + kaffi og meðl. í hálfleik) 28.000 kr. (Fyrir tvo + kaffi og meðl. í hálfleik) 39.000 kr. (Fyrir þrjá + kaffi og meðl. í hálfleik) Valur Fullorðnir: 1.500 kr. 12–16 ára: 500 kr. Ársmiði: 14.000 kr. – allir heimaleikir karla og kvenna, ásamt kaffikorti. Fram Fullorðnir: 1.500 kr. 12–15 ára: 500 kr. Eldri borgarar/öryrkjar fá 10% afslátt Ársmiðar: Brons: 15.000 kr. (Gildir fyrir einn á alla heimaleiki) Silfur: 22.500 kr. (Fyrir tvo á alla heimaleiki) Gull: 30.000 kr. (fyrir þrjá á alla heimaleiki)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.