Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 29
L ady Gaga trúir ekki á skilnaði. Ef hún giftir sig mun það endast til æviloka. Þetta fullyrti hún í við- tali hjá Amöndu De Cadenet í síðustu viku. „Amma mín var gift afa í 60 ár. Foreldrar mínir eru ennþá saman eftir 30 ára hjónaband. Svo skilnaður kemur ekki til greina fyrir mig. Þann- ig er það bara. Ég ætla að gifta mig og láta það duga. Hann mun sitja uppi með mig,“ sagði söngkonan sem ný- lega hætti með kærasta sínum og er því ekki með neinn ákveðinn mann í huga til að giftast. Hún sagði foreldra sína hafa fylgst að í gegnum súrt og sætt og þannig vill hún hafa það hjá sér líka. „Mig langar til að finna mann sem er sömu skoðunar og ég. Einhvern sem er til- búinn að fylgja mér í gegnum allt líf- ið, jafnvel þótt það verði mjög erfitt á köflum.“ Fólk 29Miðvikudagur 9. maí 2012 Endurnærir og hreinsar ristilinn Í boði eru 60-150 töflu skammtar + Betr i apotekin og Maður l i fandi www.sologhei lsa. is OXYTARM Sól og heilsa ehf 30 = Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman120 töflu skammtur days detox Trúir á hjónabandið Lady Gaga vill finna mann sem hefur ekki trú á skilnaði líkt og hún. Trúir ekki á skilnaði D ustin Hoffman er kominn í hóp frægra sem hafa bjarg- að lífi. Dustin var á gangi í Hyde Park í London þegar hann varð vitni að því þeg- ar skokkari hrasaði féll með froðu í munnvikunum. Hann hringdi strax á sjúkrabíl og kom skokkaranum til aðstoðar með hjartahnoði meðan hann beið eftir frekari hjálp. Skokkarinn var með lífsmarki þegar sjúkrabíll kom á vettvang og er afar þakkláttur stjörnunni. „Ég er þakklátur Dustin Hoffman, hann bjargaði lífi mínu,“ sagði hann við dagblaðið The Sun í Bretlandi. Með krafta í kögglunum Dustin Hoffman er gæðablóð og notaði kraft- ana til að bjarga skokkara í lífshættu. Bjargaði skokkara N uddari nokkur sakar John Travolta um kynferðislega áreitni og krefst tveggja milljóna dollara í miska- bætur. Nuddarinn, sem er kallaður John Doe í fjölmiðlum vestanhafs, segir leikarann hafa berað sig og káfað á sér. Talsmað- ur Travolta segir ásakanirnar ekki eiga við rök að styðjast. „Þessi kæra er algjör þvæla og uppspuni frá grunni. Ekkert af þessu gerð- ist. John var ekki einu sinni í Kali- forníu þegar atvikið á að hafa átt sér stað. Við getum sannað að hann var á austurströndinni. Við munum kæra viðkomandi fyrir meiðyrði,“ kemur fram í fréttatil- kynningu sem talsmaður leikar- ans sendi frá sér. n Nuddari segir John Travolta hafa káfað á sér Sakaður um kynferðiS- lega áreitni Í klandri John Travolta segist ekki hafa verið á þeim stað sem atvikið á að hafa gerst. Lost-stjarna í vanda n Matthew Fox tekinn fyrir ölvunarakstur L eikarinn Matthew Fox var hand- tekinn á föstudaginn vegna ölvun- araksturs. Lost-stjarnan, sem er 45 ára, var að stoppa við skyndibita- stað þegar lögreglan lét hann blása. Fox, sem var með farþega með sér í bíln- um, var undir eins færður á lögreglustöð. Honum var svo sleppt síðar sama dag. Leikarinn býr nú í Oregon en þetta er ekki í fyrsta skiptið sem hann fer á svig við lög og reglur. Í haust var hann sakaður um lík- amsrárás þegar rútubílstjóri í Cleveland sagði leikarann hafa ráðist á sig með kjafti og klóm. Leikarinn var einnig undir áhrif- um áfengis í það skiptið. Talsmaður Matt- hews vildi ekki tjá sig um atvikið þegar tímaritið People leitaði til hans. Týndir Engir voru heitari en aðalleikararnir í Lost þegar þáttaserían var sem vinsælust. Tekinn fullur Matthew Fox hefur tvisvar á stuttum tíma lent í vandræðum vegna drykkju. www.birkiaska.is Minnistöflur Bætir skammtímaminnið. Nýtist fólki sem er undir álagi og fæst við flókin verkefni. Hentar vel fyrir eldri borgara, lesblinda og nemendur í prófum. Dregur úr streitu, eykur ró og bætir skap. www.birkiaska.is Birkilauf (Betulic) hefur góð áhrif á bæði vökvajafnvægi líkamans og húð, örvar starfsemi nýrna og þvagfæra. Hraðar efnaskiptum og losar vatn úr líkamanum, dregur úr bólgum og afeitrar líkamann (detox). Birkilaufstöflur www.birkiaska.is Bodyflex Strong vinnur gegn stirðleika og verkjum í liðamótum og styrkir heilbrigði burðarvefja líkamans. 2 hylki tvisvar á dag í tíu daga. Síðan er hægt að minnka skammt í 2 hylki á dag. Inniheldur hvorki laktósa, ger, glúten né sætuefni. Bodyflex Strong Tökum að okkur alla almenna garðaþjónusTu upplýsingar hjá hlyni í síma 777 9543 láTTu okkur sjá um vorverkin í garðinum þínum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.