Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 23
Afmæli 23Miðvikudagur 9. maí 2012 9. maí 40 ára Tomasz Laskowski Heiðarholti 30f, Reykja- nesbæ Jelena Kuzminova Miðbraut 12, Seltjarnarnesi Krzysztof Nagórski Aðalbraut 69, Raufar- höfn Eyþór Gunnar Gíslason Kambahrauni 55, Hveragerði Hrafnhildur Ólafsdóttir Hraunbæ 98, Reykjavík Ingibjörg Sunna Friðriksdóttir Smáragötu 12, Reykjavík Kristján Eðvald Torp Flétturima 12, Reykjavík Jón Þorsteinn Guðmundsson Eiðistorgi 9, Seltjarnarnesi Guðjón Torfi Sigurðsson Móholti 5, Ísafirði Hinrik Páll Friðriksson Hæðargarði 11b, Reykjavík Hrafnhildur Gunnarsdóttir Hlíðarási 26, Hafnarfirði Margrét Katrín Guðnadóttir Þórðargötu 20, Borgarnesi Sigurjón Birgisson Tjarnarseli 3, Reykjavík Ingi Þór Steinþórsson Silfurgötu 25, Stykkishólmi Berglind Ragnarsdóttir Vesturbrún 28, Reykjavík Lars Kjartan Persson Bláhömrum 2, Reykjavík 50 ára Dóra Lúðvíksdóttir Grenimel 32, Reykjavík Eyvindur Þorgilsson Ásgarði 133, Reykjavík Jónína Kristín Jónsdóttir Hafnargötu 50, Reykjanesbæ Sesselja Svavarsdóttir Ásabraut 14, Sand- gerði Kristín Kalmansdóttir Holtagerði 6, Kópavogi Jón Víkingsson Hólmgarði 10, Reykjavík Daníel Rúnar Ingólfsson Lindarbraut 2, Sel- tjarnarnesi María Andrews Vatnsnesvegi 28, Reykja- nesbæ Raquel Cornette Hjallabraut 1, Þorlákshöfn Aurora Leonen Marquez Grettisgötu 73, Reykjavík Sævar Guðmundsson Aðalgötu 10, Reykja- nesbæ Petrún Björg Jónsdóttir Skipholti 3, Reykjavík 60 ára Margrét V. Þórðardóttir Vestursíðu 2c, Akureyri Ósk Sigmundsdóttir Mávabraut 6f, Reykja- nesbæ Páll Snorrason Hvammi 1, Akureyri Ríkarður Már Pétursson Lágholti 23, Mos- fellsbæ Albert Guðmundsson Tjarnarstíg 14, Sel- tjarnarnesi Ingibjörg Gísladóttir Gautlandi 15, Reykjavík Svanhvít Kristjánsdóttir Grundarhvarfi 4, Kópavogi Jóhannes Bárðarson Hverafold 66, Reykjavík Margrét Barðadóttir Drápuhlíð 45, Reykjavík Anna Magnúsdóttir Klapparstíg 7, Reykjavík Rósa Hanna Gústafsdóttir Torfufelli 7, Reykjavík Pétur Þór Jónasson Brekkugötu 14, Akureyri Hreinn Ómar Sigtryggsson Hólavaði 1, RVK Eggert Valur Þorkelsson Óttuhæð 9, Garðabæ Jóhann Frímann Stefánsson Hjallalundi 13g, Akureyri 70 ára Björn Baldursson Hörðukór 3, Kópavogi Dúa Stefanía Hallgrímsdóttir Víðimel 67, Reykjavík Gunnar Friðriksson Víðigrund 22, Sauðárkróki Hannes Haraldsson Baugakór 18, Kópavogi Magnús Aadnegard Heiðvangi 78, Hafnarfirði Steinunn Guðlaugsdóttir Laugarnesvegi 89, Reykjavík Elísabet Jóhannsdóttir Hólabraut 1, Hrísey Elísabet Kristinsdóttir Máshólum 15, Reykjavík Edith María Óladóttir Vallarbraut 6, Reykjanesbæ 75 ára Kristján Helgi Sveinsson Blómsturvöllum, Akureyri Friðbjörn Hólm Bólstaðarhlíð 10, Reykjavík 80 ára Guðmundur Ingimarsson Strandvegi 11, Garðabæ Jens Jakob Hallgrímsson Rjúpnasölum 14, Kópavogi Hörður Sigurbjörnsson Skólastíg 14, Stykkishólmi Daníel Gestsson Vallarbraut 3, Seltjarnarnesi Björn H. Björnsson Dverghömrum 22, RVK Jóhanna Árnadóttir Hlaðhömrum 2, Mos- fellsbæ Guðmundur Jónsson Mýrargötu 18, Nes- kaupstað 85 ára Árni Sigurðsson Melaheiði 7, Kópavogi Sigurður B. Þorbjörnsson Fróðengi 5, RVK Valdimar Kristjánsson Kleppsvegi Hrafnistu, Reykjavík 90 ára Aleth Kristmundsson Hringbraut 50, RVK 10. maí 40 ára Raimondas Macijauskas Brekkubæ 33, Reykjavík Antonino M. Fernandes De Sousa Hvann- hólma 8, Kópavogi Hákon Páll Gunnlaugsson Hvassaleiti 24, Reykjavík Friðjón Eiríkur Jónsson Seljabraut 18, Reykjavík Steinunn Snorradóttir Bragavöllum 6, Reykjanesbæ Jón Viðar Baldursson Sóltúni 30, Reykjavík Skarphéðinn Guðmundsson Blönduhlíð 23, Reykjavík Lilja Guðlaug Torfadóttir Blikahöfða 5, Mosfellsbæ Halldór Helgi Backman Perlukór 12, Kópavogi Gerður Rán Freysdóttir Barmahlíð 3, Reykjavík Theódóra Anny Hafþórsdóttir Faxastíg 2a, Vestmannaeyjum Sóley Guðjóna Karlsdóttir Marbakkabraut 7, Kópavogi Sigrún Þóra Gunnarsdóttir Kristnibraut 87, Reykjavík Gunnar Halldór Sigurjónsson Mávahlíð 32, Reykjavík Ágúst Helgi Þórðarson Stekkjarbergi 10, Hafnarfirði Þórður Mar Sigurðsson Vesturbergi 78, Reykjavík Þórey Sigurðardóttir Selbrekku 1, Egils- stöðum Kristjón Þór Mitchison Melgerði 11, Reyðar- firði Sigurbjörn Ægir Sigurbjörnsson Maríu- bakka 28, Reykjavík Lárus Blöndal Benediktsson Húnabraut 42, Blönduósi Kári Már Jósavinsson Víðimýri 13, Akureyri Svavar Guðjón Eyjólfsson Nökkvavogi 32, Reykjavík Patrick Jósep Chiarolanzio Hraunbæ 70, Reykjavík 50 ára Thom Lomain Hafnargötu 1, Vogum Rima Juodisiene Höfðabakka 1, Reykjavík Katrín Ásgrímsdóttir Sómatúni 3, Akureyri Hallur Þorsteinsson Karlagötu 10, Reykjavík Ingibjörg P Guðmundsdóttir Hafnarfirði Guðmundur Rúnar Jóhannsson Oddabraut 13, Þorlákshöfn Sigurborg Kjartansdóttir Grashaga 12, Selfossi Vilborg Einarsdóttir Ásbúð 32, Garðabæ Ellert Björn Svavarsson Freyjugötu 16, Reykjavík Kristinn V. Kristófersson Stórateigi 24, Mosfellsbæ Boði Stefánsson Brekkubrún 11, Egilsstöðum Jón Páll Björnsson Gnitaheiði 3, Kópavogi Karl Axelsson Boðagranda 12, Reykjavík Pálmi Egilsson Starhaga 7, Reykjavík 60 ára Kristín Helga Jónatansdóttir Lækjargötu 18, Hafnarfirði Ragnheiður L. Guðjónsdóttir Baugakór 11, Kópavogi Guðmundur Ingi Sigmundsson Logafold 47, Reykjavík Sigurveig Sigmundsdóttir Kársnesbraut 37a, Kópavogi Kristrún Pálsdóttir Aðalbóli, Egilsstöðum Haukur Dalmar Austurbrún 6, Reykjavík Arngrímur Ísberg Miklubraut 58, Reykjavík Kristín Karlsdóttir Sunnuholti 4, Ísafirði 70 ára Helga Hannesdóttir Trönuhólum 18, Reykjavík Halldór Guðmundsson Tangagötu 8, Ísafirði Jóhann Hafþór Þórarinsson Fiskakv.7, RVK Vigfús J. Hjaltalín Brúnahlíð 8, Akureyri 75 ára Helga Jörgensen Furugrund 79, Kópavogi Björg Pálsdóttir Prestssæti 6, Sauðárkróki Sigríður Benediktsdóttir Laugarnesvegi 89, Reykjavík Hrafnhildur Steindórsdóttir Lónabraut 36, Vopnafirði 85 ára Þórdís Ingólfsdóttir Fornhaga 21, Reykjavík Hjálmfríður Hallgrímsdóttir Hvassaleiti 56, Reykjavík 90 ára Guðmundur Guðmundsson Hjallaseli 55, Reykjavík Afmælisbörn Til hamingju! Þ að er gott að alast upp á litlum stöðum eins og Eyrarbakka, þetta er rólegt og margt við að vera. Fjaran er heill heimur fyrir hvert barn og svo er bryggjan fyrir þá sem hafa gaman af að veiða. Við vorum stillt börn þó við stöku sinnum gerðum rannsóknir á því hvernig fólk brygðist við ýmsum hrekkjum og upp- ákomum,“ segir Bergvin íhug- ull þar sem hann rifjar upp bernskuna. Hann lauk skyldunámi í Barnaskólanum á Eyrarbakka og fór síðan í Fjölbrautaskóla Suðurlands að læra málmiðn og lauk svo námi sem vélvirki frá Borgarholtsskóla í Reykja- vík. „Það var bíladellan sem í raun dró mig í þetta nám. Ég hef frá því ég var barn haft mikla dellu fyrir bílum og þeg- ar ég var að ferðast með pabba og mömmu í gamla daga þekkti ég hvaða tegund við vorum að mæta nánast áður en þau sá að það væri bíll ámóti,“ segir hann íbygginn. „Þegar ég var lítill ætlaði ég að verða annaðhvort rokk- ari eða sjóari eins og pabbi. Held reyndar að þessi störf séu eins í grunninn ef að er gáð en ég hef haldið veiðieðlinu án þess að verða sjómaður. Þeg- ar ég var 11–12 ára hjólaði ég á hverjum degi, sama hversu leiðinlegt veðrið var, að Ölfusá til að veiða. Ég var þar myrkr- anna á milli og naut þess vel. Síðan hef ég notið þess að veiða. Lengi var ég búinn að reyna við lax en ekki náð hon- um. Svo kom að því að við vin- irnir vorum í Hólsá og ég var að því kominn að pakka saman og gefast upp. Félagi minn hvatti mig til að prófa aðra flugu og halda áfram, ég lét mig hafa það að skipta og halda á og það var ekkert annað en það var lax á í fyrsta kasti hjá mér. Það var ótrúleg líðan að finna fyrir honum. Það var stór stund að landa fyrsta laxinum eftir alla þessa fyrirhöfn. Brosið fór ekki af mér dögum saman og það voru margir sem fengu að heyra veiðisöguna. Þegar Þórdís var ólétt fór ég í veiðiferð, enda þrjár vikur í tímann og hún hvatti mig til að fara. En stelpan hafði annað í huga en dagsetningu lækn- isins. Það stóð á endum að ég var rétt kominn heim þegar hún ákvað að koma í heiminn þremur vikum fyrir tímann. Ég held að stelpan hafi samt ákveðið að bíða þangað til pabbi kæmi heim,“ segir Berg- vin glaður á svip að rifja upp fæðingu dóttur sinnar. Hann mætir nýjum áratug með bros á vör og kvíðir engu. „Ég er bara brattur með þetta og hlakka til. Þetta verður gam- an. Afmælisdagurinn verður í vinnunni en ætli við grillum ekki eitthvað gott eftir það og svo verður matarboð fyrir nán- ustu fjölskyldu um helgina. Flugeldasýningarnar verða síðar,“ segir hann með góðlegt glott á vör. S teinunn er fædd og uppalin á Eyrar- bakka sem um aldir var helsti verslunar- staður á Suðurlandi. „Það var dásamlegt að vera barn þarna. Það var svo mik- ið frjálsræði hjá okkur. Ég er stjórnsöm og tók oft foryst- una í krakkahópnum, stund- um var barnabíó og þá endur- gerðum við myndina oft eftir sýningu, þar sem við lékum skemmtilegustu atriðin úr myndinni eftir að hafa lagað þau að okkar smekk. Alveg frá barnsaldri hef ég dansað mikið. Þegar við fluttum í nýja húsið okkar á Eyrarbakka var voða fínt teppi á öllum gólf- um og veistu, ég dansaði gat á teppið,“ segir þessi lífsglaða kona og hlær mikið um leið og borin er fram veisluterta úr Frú Laugu. Hún byrjaði ung að vinna í verslun föður síns, Verslun Guðlaugs Pálssonar á Eyrar- bakka. „Strax og ég gat farið að vigta haframjöl og hveiti í poka var ég látin gera það, við vorum öll systkinin sjö lát- in vinna í búðinni og það var skemmtilegt. Það kom aldrei annað til greina en að vinna þarna. Pabbi rak þessa versl- un þar til hann lést á Þorláks- messu 1993 þá nærri 98 ára að aldri.“ Höfuðborgin hafði seið- andi áhrif á Steinunni eins og annað ungt fólk sem langaði að hleypa heimdraganum og prófa eitthvað nýtt. „Þegar ég var 17 ára hvarf ég frá þessu öllu og fluttist til Reykjavíkur, þar labbaði ég mér inn í Par- ísarbúðina í Austurstræti og fékk vinnu eins og skot. Ég var þar í fimm ár hjá stórkostleg- um körlum sem áttu búðina. Eftir þessi fimm ár þar dreif ég mig í Húsmæðraskóla Reykjavíkur – mamma sagði að ég yrði að fara í húsmæðra- skóla áður en að ég gifti mig og auðvitað hlýddi ég mömmu. Í skólanum kynntist ég ýmsu um hollt mataræði og hef helgað mig því síðan. Hef allt- af passað vel hvað ég set ofan í mig. Við hjónin höfum alla tíð borðað lífrænt og nú erum við svo heppin að vera komin með verslun hér við hliðina á okkur – Frú Lauga er besta líf- ræna búðin í heiminum og þar fáum við allt sem við þurfum. Í fyrra losuðum við okkur við bílinn og förum nú allra okkar ferða gangandi nema auðvi- tað ef um lengri veg er að fara þá tökum við strætó eða leigu- bíl,“ segir þessi geislandi glaða kona sem viðheldur lífsþrótt- inum með hreyfingu og dag- legum dansi. Dansinn er ennþá eitt helsta gaman Steinunnar líkt og í bernskunni. „Ég dansa mikið, lífið mitt er dans og söngur. Ég hef alltaf dansað við allar gerðir af tónlist og samið mína eigin dansa ef ekkert hefur verið til sem pass- aði. Núna byrja ég alla daga á að dansa með KK á Rás1 og Svanhildi Jakobs líka. Í 45 ár hef ég verið í dansskóla hjá henni Ástu en hún er 82 ára en er eins og táningsstelpa. Ég hætti aldrei hjá henni. Lífið er að teygja, hreyfa og syngja,“ segir þessi ótrúlega kona og tekur létt spor á stofugólfinu um leið og hún bætir í boll- ann. Bergvin Böðvarsson vélvirki 30 ára 10. maí. Afmælisbarnið Fór í lax og barnið beið með fæðingu Stórafmæli Dans og söngur Steinunn Guðlaugsdóttir gleðigjafi og kaupmaður 70 ára 9. maí Fjölskylda Bergvins n Foreldrar: Böðvar Sverrisson sjómaður f. 1956 María Gestsdóttir skólaliði f. 1955 n Sambýliskona: Þórdís Emma Stefánsdóttir líffræðingur f. 1985 n Dóttir: María Björt Bergvins- dóttir f. 2011 Grill og matarboð „Afmælisdagurinn verður í vinnunni en ætli við grillum ekki eitthvað gott eftir það og svo verður matarboð fyrir nánustu fjölskyldu um helgina. Flugeldasýningarnar verða síðar,“ segir afmælisbarnið með góðlegt glott á vör. Fjölskylda Steinunnar n Foreldrar: Guðlaugur Pálsson kaupmaður f. 1896 – d. 1993 Ingibjörg Jónasdóttir húsmóðir f. 1905 – d. 1984 n Maki: Magni R. Magnússon kaupmaður f. 1935 n Barn: Oddný Elín Magnadóttir kaupmaður f. 1964 n Hennar maður: Hilmar Hans- son kaupmaður f. 1960 n Barn: Guðmundur Haukur Magnason framkvæmdastjóri f. 1969 n Hans kona: Birgitta Elín Has- sell rithöfundur f. 1971 n Barn: Ingibjörg Magnadóttir myndlistamaður f. 1974 n Hennar maður: Karl Gauti Steingrímsson nemi f. 1977 n Systkin: Guðrún Guðlaugs- dóttir ritari f. 1924 Ingveldur Guðlaugsdóttir gjald- keri f. 1928 Jónas Guðlaugsson uppfinn- ingamaður f. 1929 Haukur Guðlaugsson söngmála- stjóri og organisti f. 1931 Páll Guðlaugsson rennismiður f. 1939 Guðleif Guðlaugsdóttir kaup- maður f. 1945 Dansaði gat á teppið Steinunn er með eindæmum lífsglöð kona.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.