Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 27
Fólk 27Miðvikudagur 9. maí 2012 n Komin með nóg af hasshausum með uppblásin egó H ip hop-senan á Íslandi er bólgin af kvenfyrir- litningu. Það er löngu kominn tími til að það breytist og það ætla ég að reyna að gera,“ segir Þórdís Nadia Semichat rappari sem hefur sent frá sér lagið Pass- aðu þig. Nadia hefur hingað til verið þekkt sem uppistandari en er nú komin á kaf í tónlist. „Lag- ið er eitt stórt „diss“ á typpa- fnykinn sem er búinn að vera viðloðandi í íslensku rappi. Í þessu lagi sný ég dæminu við. Rapparar hafa hingað til verið að hlutgera kvenfólk en nú hlutgeri ég karlmenn. Ég hef nú þegar fengið góð við- brögð við laginu. Reyndar var ég spurð hvort ég yrði ekk- ert hrædd við að verða lamin þegar lagið kæmi út en það er ég alls ekki.“ Nadía segist vera orðin þreytt á því að strákar, sem séu í rauninni fullvaxta karl- menn, séu endalaust að hlut- gera konur. „Þeir tala mikið um typpið sitt og að ríða mellum. Svo kemur oft í ljós að þetta eru bara einhverjir hasshaus- ar á atvinnuleysisbótum með uppblásið egó,“ segir Nadia sem fæst til þess að koma með dæmi úr textanum við lagið Passaðu þig: „Hvað er þetta, finn ég typpalykt? Í bland við hormónaða svitalykt og gras- lykt að tala um stóra typpið sitt“. Meðfram tónlistinni starfar Nadía á bar auk þess sem hún kennir magadans og vinnur sem módel í Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti. Aðspurð segist hún sjálf líta upp til listamanna á borð við Lauryn Hill og M.I.A. „Ég er líka búin að vera að hlusta mikið á Úlf- ur úlfur,“ segir Nadía sem er hætt í uppistandinu. „Ég fékk leið og ákvað að gera eitthvað annað. Það var orðið of pirr- andi að fá hvert símtalið á fæt- ur öðru þar sem fólk bjóst við að ég tæki mun lægri upphæð en karlkyns uppistandararnir. Nú er ég komin á kaf í tónlist og það er eins gott að íslenska rappsenan taki mig alvarlega. Ég er að þessu í fullri alvöru.“ Myndband við lagið Pass- aðu þig verður frumsýnt á morgun, fimmtudag, á Bakk- usi en það er Eilífur Örn Þrast- arson sem leikstýrir mynd- bandinu. „Við tókum upp myndbandið hjá Íslenska gámafélaginu. Þetta er mynd- líking. Ég ofan á öllu hip hop- ruslinu,“ segir Nadia að lokum og bætir við að það séu allir velkomnir á Bakkus á fimmtu- dagskvöldið. Smáauglýsingar smaar@dv.is sími 512 7004 Opið virka daga kl. 10.00–18.00 og laugardaga kl. 11.30–15.00 BÍLALIND.is - Funahöfða 1 - 110 Reykjavík - S: 580-8900 LAND ROVER RANGE ROVER SPORT SE DISEL 09/2006, ekinn 104 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, 20“ felgur, skjárinn ofl. Verð 5.990.000. Raðnr. 322117 - Jeppinn er í salnum! HYUNDAI TUCSON 4X4 LUX 10/2007, ekinn 88 Þ.KM, bensín, sjálf- skiptur, leður, vindskeið, filmur ofl. Verð 2.490.000. Rnr.321992 - Jepplingurinn er á staðnum! FORD F150 SUPER CAB HARLEY- DAVIDSSON 4WD 02/2006, ekinn 76 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Mjög flott eintak! Verð 3.330.000. Raðnr. 284091 - Pikkinn er á staðnum! BMW 530D 12/2003, ekinn 241 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, leður, nýtt lakk. Verð 3.390.000. Raðnr. 282173 - Sá þýski er á staðnum! AUDI A4 SEDAN 1,8T S-LINE 10/2007, ekinn 56 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.990.000. Raðnr.118051 - Bíllinn er á staðnum! TOYOTA LAND CRUISER 120 VX 12/2005, ekinn 111 Þ.km, dísel, sjálfskiptur, vindskeið, filmur ofl. Tilboðsverð 4.590.000. Raðnr.250041 -Jeppinn fallegi er á staðnum! VW TOUAREG V6 01/2006, ekinn aðeins 66 Þ.km, sjálfskiptur, leður, lúga ofl. Verð 3.490.000. Raðnr. 250105 - Jeppinn er á staðnum! MMC PAJERO DID 3.2 38“ breyttur Árgerð 2004, ekinn 177 Þ.km, dísel, sjálfskiptur. Verð 4.390.000. Raðnr.118312 - Jeppinn stóri er á staðnum! TOYOTA HILUX DOUBLE CAB D/C, SR 35“ 02/2008, ekinn 38 Þ.km, 3,0l dí- sel, sjálfskiptur. Verð 5.390.000. Raðnr. 282006 - Pallbíllinn er á staðnum! KAWASAKI VN900 CUSTOM SPECIAL EDITION 04/2010, ekið 4 Þ.km, lítur út sem nýtt! Verð 1.350.000. Raðnr.284281 - Hjólið er í salnum! FORD MUSTANG Árgerð 1965, V8 289cc, sjálfskiptur. Raðnr. 282066 - Sá flotti er í salnum! FORD EXPLORER LTD 4X4 Árgerð 2006, ekinn 86 Þ.km, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.390.000 Tilboðsverð 2.790.000. Raðnr.283890 - Jeppinn er á staðnum! Tek að mér Hreinsa þakrennur, laga riðbletti á þökum, gluggaþvottur, hreinsa lóðir og tek að mér ýmiss smærri verkefni. Upplýsingar í síma 847-8704 eða á manninn@hotmail.com Funahöfða 1, 110 Reykjavík S. 567 4840 www.hofdahollin.is Minkapels til sölu, ný yfirfarinn Upplýsingar í síma: 898-2993 Beinteinn. Gerum tilboð í alla flutninga. Frysti- vagnar, malarvagnar, flatvagnar, gröfur ,kranabílar." Silfri ehf - s: 894-9690 Rapp í stað uppistands Nadia Segist vera komin í tónlist af fullri alvöru. Þess vegna þurfi íslenska rappsenan að taka hana alvarlega. Frumsýning á Town of Runners n Kjarnakonan Kristín Ólafsdóttir mætti með góðum vinkonum R eykjavík Shorts & Docs og UN Women á Ís- landi kynntu heim- ildarmyndina Town of Runners eftir Jerry Rothwell á sunnudag á kvik- myndahátíðinni Reykjavík Shorts & Docs. Myndin fjallar um þrjá efnilega langhlaup- ara í smábænum Bekoji í Eþí- ópíu en þar eru ekki ýkja mörg tækifæri sem bíða unga fólks- ins önnur en að gerast lang- hlauparar. Unga fólkið vill feta í fótspor þeirra fjölmörgu langhlaupara sem ólust upp í bænum og eru nú meðal bestu hlaupara heims. Á síð- ustu 20 árum hefur afreksfólk frá Bekoji unnið til átta gull- verðlauna á ólympíuleikum, 32 heimsmeistaratitla og sleg- ið tíu heimsmet. Árangurinn er ekki síst að þakka hlaupa- þjálfaranum Sentayehu Es- hetu sem hefur þjálfað margan heimsmeistarann í langhlaup- um til fjölda ára. UN Women á Íslandi stóð fyrir móttöku áður en sýning hófst. Þangað mættu góðir gestir og meðal annars Krist- ín Ólafsdóttir, framleiðandi myndarinnar Town of Run- ners. Gestir og aðstandendur Dana Rún og Brynja Dögg Friðriksdóttir, einn aðstandenda hátíðarinnar. MyNdir Hörður SveiNSSoN Bíógestir Róbert, Þrúður og Linda. Í boði uN Women Hrund, Sigurjón og Regína. Framleiðandi og virtur leikstjóri Kristín Vigdís og Jerry Rothwell, leikstjóri Town of Runners. Kjarnakona í kvik- myndagerð Kristín Ólafs- dóttir er virtur framleiðandi og samstarf hennar með Jerry Rothwell vekur athygli á heimsvísu. Fagrar fjölmiðlakonur Erla Tryggvadóttir og Helga Arnardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.