Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 20
20 Lífsstíll 9. maí 2012 Miðvikudagur xxx n xxx x xxx xxx Kenndu þér á hljóðfæri Margir þrá að læra á hljóðfæri en fóru á mis við tónlistarnám í æsku. Í dag má auðveldlega kenna sjálfum sér á hljóðfæri með aðstoð tölvu eða spjaldtölvu. Mörg aukaforrit eru til þess fallin að kenna fólki að lesa nótur og spila á píanó og gítar. Ef að þig langar að læra á gítar er vefsíðan justinguitar.com með yfir 500 kennslustundir í boði. Á netinu má jafnvel læra á flautu og fiðlu, mörg slík myndbönd má finna með léttri leit á Youtube. Þeir sem vilja læra tónfræði geta kynnt sér vefsíðuna musict- heory.net þar sem eru ókeypis kennslustundir í tónfræði. Sumarleg vinabönd n Flottir skartgripir sem er auðvelt að útbúa Fyrir lengra komna Hægt er að finna ýmis mynstur á netinu, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Bandið á myndinni er líklega í erfiðari kantinum. „Mér finnst ég alltof grannur“ H afsteinn Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, stundar líkamsrækt til að friða eigið óöryggi. Hon- um finnst hann of grannur. Líkaminn endalaust verkefni „Því meira sem ég æfi og verð ánægðari með líkama minn því meira aðlaðandi finnst mér ég vera og þá slaka ég á og hef ekki áhyggjur af því að aðrir dæmi mig. Ég er mjög óöruggur með sjálfan mig. Ég vildi að ég væri herðabreiðari, með lengri fætur og stundum er ég óánægður með andlitið á mér og hvernig ég lít út á myndum. Mér finnst ég alltaf hafa verið of grannur. Ég hef stund- um ekki matarlyst og þarf að neyða mig til að borða á morgnana; ég þarf að „hita mig upp“ með því að fá mér próteinsjeik, djús og ávexti. Eftir það get ég borðað annan mat. Svo gæti ég borðað tonn af mat á kvöldin.“ Hann segist stundum hafa fengið komment í gegnum tíðina út af því hve grannur hann er. „Þú ert of grannur,“ hefur verið sagt við mig. „Það er ekkert sem ég get gert í því. Ég er grannur að eðlisfari. Ég myndi vilja hafa fullkominn líkama; ég held að allir myndu vilja hafa fullkominn líkama.“ Hvað er fullkominn líkami í aug- um hans? „Slíkur líkami fær viðkom- andi til að líða vel. Ég myndi helst vilja vera meira „shapely“. Ég myndi vilja vera með þroskaðri líkama. Þeg- ar ég lít í spegil þá finnst mér þetta vera eins og verkefni sem þarf enda- laust að vinna í.“ Tillitssamur en þrjóskur Um helgina var „megrunarlausi dag- urinn“. Hvað segir Haffi um hann? „Það er fáránlegt að borða lítið. Fólk verður að borða. Líkaminn er vél.“ Hvernig myndi hann annars lýsa sjálfum sér burtséð frá líkamanum? „Ég er þrjóskur því ég vil að hlutirnir séu eins og ég vil hafa þá. Ég er hrein- skilinn og segi oftast hvað mér finnst. Ég er einmana að því leyti að mér finnst ég alltaf vera að leita að ein- hverju sem ég finn kannski ekki. Ég er tillitssamur.“ Er hann með stórt hjarta? „Ég vil trúa því. Já.“ Er hann góður mað- ur? „Já, ég vil vera það. Það er mér mikilvægt að fólki líði vel í kringum mig hvort sem ég þekki það eða ekki.“ Finnur fyrir fordómum „Ég kom einu sinni fram og þar fór maður, sem var áheyrandi, að tala um það upp úr þurru hvort ég ætti rétt á því að gifta mig. Ég tala aldrei um að ég sé samkynhneigður. Ég hef meira að segja aldrei komið út úr skápnum. Ég sagði ekki: Mamma, ég er hommi. Ég hef aldrei sagt neinum að ég sé samkynhneigður. Af hverju ætti ég að segja fólki frá þessu? Hvaða máli skiptir það fyrir það hvort ég sé samkynhneigður eða ekki? Nema að viðkomandi hafi áhuga á mér en það er önnur saga.“ Hann segir að þessi uppákoma hafi verið vandræðaleg fyrir þá báða. „Ég spurði manninn hvort hann væri að reyna að gera lítið úr mér. Ég benti honum á að hann hefði langað til að tala við mig og að það fyrsta sem hann hefði minnst á væri að ég væri samkynhneigður. Bað ég hann um að tala við mig um að ég sé samkynhneigður? Langaði hann að fræðast um sam- kynhneigða? Fólki kemur þetta ekki við. Það á að halda sig frá lífi mínu og það á ekki að segja mér hvað ég get og hvað ég get ekki gert. Punkt- ur. Maðurinn baðst afsökunar á sinn hátt. Hann ætlaði ekki að vera dónalegur en þetta var almennileg- ur maður. Ef fólk veit ekki um hvað það á að tala þá á það ekki að tala við mig um þetta. Ég er bara venju- legur hommi að reyna að lifa lífinu. Ég er í vörn og ég hef alltaf verið í vörn vegna þess að ég verð að verja mig á hverjum einasta degi af því að ég er hommi.“ Lifum á breyttum tímum Haffi er stoltur af Íslendingum þar sem svo margir sýna stuðning við samkynhneigða með því að mæta í árlega gleðigöngu. „Það er mikil- vægt. Það þarf að styðja aðra. Gleði- gangan snýst um mannréttindi. Staðreyndin er að samkynhneigðir búa í þessu þjóðfélagi og eru ekki á förum. Við lifum á breyttum tímum og ég er þakklátur fyrir að vera uppi í dag; þetta er ekki eins og var fyrir 50 árum.“ Svava Jónsdóttir „Ég myndi vilja hafa full- kominn líkama Óöryggið rekur hann í ræktina „Ég vildi að ég væri herðabreiðari, með lengri fætur og stundum er ég óánægður með andlitið á mér og hvernig ég lít út á myndum. Mér finnst ég alltaf hafa verið of grannur.“ Göngutúr á dag Hálftíma göngutúr á dag er góður fyrir hjartað og geðlæknar segja að margir kvíða- og þunglyndis- sjúklingar gætu grætt mikinn bata aðeins á því að ganga mikið. n Skoðaðu leiðir til og frá vinnu. Geturðu gengið í vinnuna? n Er róluvöllur í innan við 15 mín- útna fjarlægð? Slökktu á imba- kassanum og farðu þess í stað með börnin á völlinn. Það þykir sannað að ekki þarf að ganga samfellt í 30 mínútur á dag til að fá góðu áhrifin fram. Þú mátt safna því upp yfir daginn. Mestu máli skiptir að þetta séu 30 mínútur af göngu í viðbót við það sem þú áður hefur hreyft þig. V inabönd eru sérlega litríkir og skemmtilegir skartgripir sem auðvelt er að útbúa sjálfur. Með hækkandi sól er tilvalið að lífga upp á tilveruna með því að skreyta sig með slíkum böndum. Margir tengja vinaböndin hugs- anlega við börn og unglinga en það er algjör misskilningur. Vinaböndin eru alveg jafn mikið fyrir fullorðna. Það kann að líta út fyrir að flókið mál sé að útbúa hnýtt vinabönd, líkt og á myndinni, en sú er ekki raunin. Hægt er að finna margvísleg mynstur á netinu, bæði fyrir byrjendur á lengra komna. Til dæmis á síðunni friends- hip-bracelets.net. Fyrir þá sem hafa náð góðum tökum á hnýtingunni er um að gera að prófa sig áfram með sín eigin mynstur. Þá geta vinabönd einnig verið fléttuð og snúin og gam- an getur verið að skreyta þau með með perlum eða litlum bjöllum. Gott er að nota fínlegt útsaums- garn í vinaböndin, en slíkt fæst í flest- um föndur- og garnverslunum. Það er um að gera að taka sig til í sumarfríinu, hnýta vinabönd í sól- inni, gefa sönnum vini og óska sér. n Stoltur af stuðningi við samkynhneigða n Fáránlegt að borða lítið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.