Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 14
14 Erlent 9. maí 2012 Miðvikudagur
Gómuð eftir tólf ár á flótta
n Sviku út hundruð milljóna með píramídasvindli
B
andarísk hjón, Nelson Grant
Hallahan og Janet Hallahan,
hafa loks verið handtekin eftir
að hafa verið á flótta síðastliðin
tólf ár. Þau voru fyrst handtekin undir
lok síðustu aldamóta vegna gruns um
að hafa haft 1,2 milljónir dala, eða tæp
lega 150 milljónir króna á núverandi
gengi, af fjölmörgu fólki, meðal ann
ars vinum og eftirlaunaþegum. Þau
sannfærðu fólkið um að leggja aleigu
sína í vafasama fjárfestingu og lofuðu
margföldum gróða. Margir þeirra sem
lögðu peninga í píramídasvindlið töp
uðu miklum fjármunum en hjónin
lögðu á flótta árið 2000, skömmu áður
en kveða átti upp dóm yfir þeim.
Lögreglan handtók hjónin í smábæ
skammt vestur af borginni Phoenix í
Arizona á laugardag. Þau bjuggu ekki
saman en ábending barst um dvalar
stað hjónanna eftir að þátturinn Am
ericas Most Wanted var sýndur kvöld
ið áður, á föstudagskvöld. Í þættinum
var fjallað um mál hjónanna og virðist
einhver þeim kunnugur hafa haft sam
band við lögreglu.
Samkvæmt frétt AP notuðu hjón
in peningana í að fjármagna sann
kallaðan lúxuslífsstíl. Þau keyptu sér
meðal annars skútu, lúxusbíla og rán
dýra skartgripi. „Ég er ánægð með að
þau hafi náðst. Við sjáum kannski ekki
peningana okkar aftur, en aftur á móti
munum við fá snefil af réttlæti,“ segir
Teresa Allred, 63 ára, en hún og eigin
maður hennar lögðu fjármuni í svika
mylluna.
n François Hollande er nýr forseti Frakklands n Bíður risavaxið verkefni
„Efast um
að hann
vErði mjög
vinsæll“
A
ð mörgu leyti má segja að
Sarkozy hafi verið hafnað
fremur að Frakkar hafi val
ið Hollande,“ segir Eiríkur
Bergmann, stjórnmála
fræðingur við Háskólann á Bif
röst, um niðurstöður forsetakosn
inganna í Frakklandi á sunnudag.
François Hollande, frambjóðandi
Sósíalistaflokksins, bar sigur úr bít
um og lagði sitjandi forseta, Nico
las Sarkozy, að velli nokkuð örugg
lega. Kosningarnar eru sögulegar
því þetta er aðeins í annað sinn sem
sósíalistar hreppa forsetastólinn
síðan fimmta ríkið var stofnað und
ir lok sjötta áratugarins og einnig í
fyrsta skiptið sem sitjandi forseti
fellur.
Ekkert bandalag án Frakka
Eiríkur Bergmann hefur fylgst náið
með gangi mála í Frakklandi að
undanförnu og var meðal annars í
París þegar kosningabarátta þeirra
Hollande og Sarkozy stóð sem hæst.
Hann segir að það verði áhugavert
að skoða áhrifin á Evrópumálin nú
þegar vinstrimaður hefur tekið við
stjórnartaumunum.
„Sarkozy hefur stillt sér upp við
hliðina á Angelu Merkel [kanslara
Þýskalands, innsk. blaðamanns]
og talað fyrir þessu nýja og mjög
stranga fjármálabandalagi. Holl
ande hefur í rauninni hafnað þeirri
leið þannig að hans fyrsta verkefni
verður að skreppa yfir til Berlínar,“
segir Eiríkur. Hann bætir við að þó
að það verði væntanlega erfitt verk
efni sé ómögulegt að umrætt banda
lag verði að veruleika án Frakka.
„Bretar geta farið út af því að
þeir eru dálítið til hliðar en Evrópu
sambandið er upprunnið í Frakk
landi þannig að það er óhugsandi.
Þannig að við munum alveg örugg
lega sjá breytingar á þeim fyrirætl
unum og þá með félagslegri áherslu
en hingað til hefur sést. Merkel
og Sarkozy hafa keyrt á harðlínu
markaðsáherslu þar sem settar eru
mjög strangar skorður við aðstoð
ESB gagnvart ríkjum í vanda,“ segir
Eiríkur en Merkel og Sarkozy hafa
einnig talað fyrir strangri umgjörð
utan um greiðslu skulda hjá ríkjum
í vanda.
Verður ekki vinsæll
Verkefnið sem Hollande stendur
frammi fyrir heima í Frakklandi er
stórt og segir stjórnmálaskýrandi
þýska blaðsins Der Spiegel að hann
muni valda löndum sínum von
brigðum. Frakkar glíma við efna
hagsvanda líkt og fleiri ríki í Evr
ópusambandinu, atvinnuleysi er
í kringum 10 prósent og skuldir
nema 90 prósentum af vergri lands
framleiðslu.
Þessu hefur Hollande hins veg
ar lofað að breyta. Hann vill leggja
75 prósenta skatt á þá einstaklinga
sem eru með eina milljón evra eða
meira í árstekjur. Þá vill hann lækka
eftirlaunaaldur úr 62 árum í 60 ár.
Og til að minnka atvinnuleysið hef
ur Hollande talað fyrir því að ráða
allt að 60 þúsund nýja kennara til
starfa. „Stóra spurningin er sú hvort
hann nái að safna þeim stuðningi
sem þarf til að umbreyta Frakk
landi,“ segir í grein Der Spiegel.
Eiríkur tekur að nokkru leyti undir
þau ummæli sem koma fram í grein
inni. „Ég efast um að hann verði
mjög vinsæll. Hann bara virðist ekki
vera vinsæll. Af þessari umræðu sem
maður heyrir í París þá virðist þetta
ekki vera maður sem menn hrífast
mikið af. Hann fær ekki hjartað í fólki
til að slá mikið hraðar.“
„Hann fær ekki
hjartað í fólki til að
slá mikið hraðar.
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Efast Eiríkur segir Frakka frekar hafa
hafnað Sarkozy en valið Hollande.
Sigurreifur François
Hollande veifar hér til
stuðningsmanna fyrir
utan kosningaskrifstofu
sína í París þegar niður-
stöðurnar lágu fyrir.
Loks tekin Hjónin voru
handtekin í smábæ vestur af
Phoenix á laugardag.
42 prósent munu
glíma við offitu
Allt að 42 prósent Bandaríkja
manna munu glíma við offitu árið
2030 ef fram heldur sem horfir.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
rannsóknar sem Centers for Dis
ease Control framkvæmdi fyrir
skemmstu. Talið er að 34 prósent
Bandaríkjamanna glími við offitu
í dag. Offita kostar bandaríska
heilbrigðiskerfið mikla fjármuni
á hverju ári og í umfjöllun The
Washington Post kemur fram að
550 milljarðar dala gætu sparast ef
hlutfallið helst í 34 prósentum til
ársins 2030. Í rannsókninni kemur
fram að hlutfall of feitra kvenna
hafi staðið í stað um nokkurt skeið
en hlutfall of feitra karlmanna,
sem eru með tekjur yfir meðallagi,
hafi hækkað mikið á undanförn
um árum.
Morðrannsókn
vegna ljósmynda
Sigfrid Fleckseder, sem er ljós
myndari, lenti í kröppum dansi á
dögunum þegar vafasamar mynd
ir af henni voru sendar til lögreglu.
Forsaga málsins er sú að Sigfrid og
kærasti hennar, Christian Thomas,
höfðu tekið myndir af Sigfrid þar
sem hún lá bundin og hálfnakin
úti í skógi. Virtist engu líkara en að
hún væri liðið lík á myndunum.
Það voru starfsmenn verslunar
í Vín í Austurríki, þar sem parið
býr, sem höfðu samband við lög
reglu eftir að þeim áskotnaðist
minnislykill með myndunum á.
Þýska lögreglan hafði samband
við Interpol sem hóf rannsókn á
málinu en henni var hætt þegar
í ljós kom að Sigfrid var sprelllif
andi.
Tsipras í hart
Alexis Tsipras, leiðtogi vinstri
flokksins Syriza í Grikklandi, vill
mynda ríkisstjórn með þeim flokki
sem er reiðubúinn að berjast gegn
þeim niðurskurði sem Grikkir
urðu að taka á sig í lánasamningi
við Evrópusambandið og Alþjóða
gjaldeyrissjóðinn. Tsipras vinnur
þessa dagana að myndun nýrrar
ríkisstjórnar en flokkunum sem
farið hafa með stjórn landsins að
undanförnu var hafnað í kosn
ingum um helgina. Efnahagsstaða
Grikkja er erfið og þurftu Grikkir
að skera mikið niður gegn því að
fá neyðarlán. Í samningunum er
kveðið á um allt að 40 prósenta
lækkun launa opinberra starfs
manna, lækkun eftirlauna og
hækkun skatta. Þessu vill Tsipras
hins vegar breyta.