Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 11
Plott Framsóknar og Kaupþings Uppgjörið á Gift bak við luktar dyr Fréttir 11Miðvikudagur 9. maí 2012 F ulltrúaráð Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, sem Finnur Ingólfsson, Valgerð- ur Sverrisdóttir og Helgi S. Guðmundsson eiga meðal annarra sæti í, hefur ákveðið að slíta félaginu. Félagið var eini eigandi fjárfestingarfélagsins Giftar sem fjárfesti meðal annars í hlutabréf- um í Kaupþingi í árslok 2007. Þetta kemur fram í tilkynningu til ríkis- skattstjóra sem birt er í Lögbirtinga- blaðinu. Eigið fé Giftar er neikvætt um rúmlega 56 milljarða króna og er fyrirhugað að slíta því. Orðrétt segir í auglýsingunni í Lögbirtingablaðinu: „Á lögmætum fundum fulltrúaráðs 29. febrúar 2012 og 7. mars 2012 í neðangreindu félagi var ákveðið að slíta félaginu. Voru þau Guðsteinn Einarsson, kt. 050654-4949, og Ragnheiður Þor- kelsdóttir hdl., kt. 311278-5419, kjörin í skilanefnd. Voru þau í kjöl- farið löggilt til starfans af hluta- félagaskrá ríkisskattstjóra.“ Kröfu- lýsingar í bú félagsins skulu sendar á lögmannsstofuna ADVEL á Suður- landsbraut 18. Gert á sömu lögmannsstofu Athygli vekur að slit Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga munu fara fram á sömu lögmannsstofu og stofnaði félagið og hýsti það, ADVEL á Suðurlandsbraut 18 sem Kristinn Hallgrímsson hæstaréttarlögmað- ur hefur stýrt um árabil. Annar af skilanefndarmönnum Eignarhalds- félags Samvinnutrygginga, Ragn- heiður Þorkelsdóttir, er starfsmaður ADVEL. Hinn skilanefndarmaður- inn, Guðsteinn Einarsson, er kaup- félagsstjóri í Borgarnesi og meðlim- ur í fulltrúaráði Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga. Sömu aðilar og stofnuðu félagið og stýrðu því munu því ganga frá uppgjörinu á Eignar- haldsfélagi Samvinnutrygginga. Líkt og komið hefur fram í fjöl- miðlum hefur Gift gert nauðasamn- ing við lánardrottna sína. Nauð- samningurinn var samþykktur í lok árs í fyrra og formlega staðfestur með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í janúar síðastliðnum. Nauðasamn- ingurinn felur í sér að allar eign- ir félagsins verða greiddar til lán- ardrottna þess. Lögmannsstofan ADVEL hefur einnig haft umsjón með nauðasamningsumleitunum Giftar, líkt og uppgjörinu á Eign- arhaldsfélagi Samvinnutrygginga. Líkt og áður segir er eiginfjárstaða félagsins neikvæð um rúmlega 56 milljarða króna og var tap félags- ins nærri 6,8 milljarðar króna árið 2010. Kröfuhafar Giftar munu því ekki fá mikið upp í skuldir sínar. Tryggingatakarnir sitja eftir Sögu fjárfestingarfélagsins Giftar má rekja aftur til ársins 2007. Þá var Gift búið til utan um eignir trygg- ingafélagsins Samvinnutrygginga. Félagið var með um 30 milljarða króna í eigið fé. Stærstu hluthaf- ar félagsins á þeim tíma voru Sam- vinnusjóðurinn, Samband íslenskra samvinnufélaga og KEA. Rætt var um það á þeim tíma að greiða ætti 20 milljarða af þessum 30 milljörð- um til í kringum 40 þúsund trygg- ingataka, einstaklinga og lögaðila, sem áttu hlut í Samvinnutrygging- um. Skiptin á félaginu drógust hins vegar en upphaflega átti þeim að ljúka haustið 2007. Hluthafar Giftar, meðal annars 40 þúsund trygginga- takar, fengu því aldrei þá fjármuni sem þeim hafði verið lofað. Í stað þess fjárfesti Gift í umtalsverðum hlut í Kaupþingi í árslok 2007. Um var að ræða hlut sem hafði áður ver- ið í eigu fjárfestingarfélagsins Gnúps sem lenti í rekstrarerfiðleikum í lok árs 2007. Málefni Giftar hafa verið til skoð- unar hjá embætti sérstaks sak- sóknara, aðallega hvernig kaupum félagsins á Kaupþingsbréfunum var háttað en nokkrir af helstu stjórn- endum Giftar höfðu unnið með eig- endum stærsta hluthafa Kaupþings í tryggingafélaginu VÍS á árunum fyrir hrunið. Nokkur tengsl voru því á milli stjórnenda Giftar og eigenda Kaupþings. n 56 milljarða skuldir Giftar n Finnur í fulltrúaráðinu „Á lögmætum fundum fulltrúa- ráðs 29. febrúar 2012 og 7. mars 2012 í neðangreindu félagi var ákveðið að slíta félaginu. n Sérstakur saksóknari rannsakar Gift n Lýður ræddi við Giftarmenn fyrir bankann að liðka fyrir sölunni á bréfunum með lánveitingum.“ Hagsmunir Lýðs Rannsókn Giftarmálsins er vel á veg komin hjá embætti sérstaks saksókn- ara en er ekki lokið samkvæmt heim- ildum DV. Meðal þess sem embættið mun örugglega beina sjónum sínum að er aðkoma Lýðs Guðmundssonar að Giftarviðskiptunum sem rætt er um hér. Aðkoma Lýðs sýnir þá beinu tengingu sem stærsti hluthafi bank- ans hafði við söluna enda átti hann ríkra hagsmuna að gæta vegna eign- arhlutar Exista í Kaupþingi. Lækkun bréfa í Kaupþingi hefði komið sér illa fyrir bæði Lýð og Exista. Uppgjör bak við luktar dyr Uppgjör eignarhaldsfélagsins Giftar og móðurfélags þess, Eignarhaldsfélags Samvinnutrygginga, fer fram á lögmannsstofu Kristins Hall- grímssonar á Suðurlandsbraut 18. Kristinn hefur um árabil unnið náið með Finni Ingólfs- syni og Ólafi Ólafssyni og fleiri aðilum tengdum Framsóknarflokknum. Þinglýstum leigusamningum fækkar milli ára Heildarfjöldi þinglýstra leigu- samninga um íbúðarhúsnæði fækkaði um 27,6 prósent á milli mars og apríl á þessu ári. Lækk- unin nemur 18 prósentum á milli apríl 2011 og apríl í ár. Mestur samdráttur er á Austurlandi en þar fækkaði þinglýstum húsa- leigusamningum úr fimmtán í mars í fjóra í apríl. Þetta sýna tölur sem Þjóðskrá hefur tekið saman. Langflestum samninganna var þinglýst á höfuðborgarsvæðinu og nam fækkunin á þeim 26,8 pró- sentum á milli mánaða. Samning- arnir voru 350 í apríl 2012, 478 í mars 2012 en 413 í apríl á síðasta ári. Næstflestir samninganna voru gerðir á Suðurnesjum en þar nam samdrátturinn 32,3 prósentum á milli síðustu tveggja mánaða. Auka stuðning við íþróttamenn Á fundi ríkisstjórnar Íslands á Egilsstöðum á þriðjudag var sam- þykkt að auka stuðning ríkisins við Íþrótta- og Ólympíusamband Ís- lands (ÍSÍ) vegna undirbúnings og þátttöku íslenskra íþróttamanna á ólympíuleikunum í London um 15 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að 29 íþrótta- menn taki þátt í leikunum fyrir Ís- lands hönd í sex íþróttagreinum. Við þennan hóp bætast fararstjór- ar, flokksstjórar, þjálfarar, læknar, sjúkraþjálfarar og önnur fagteymi alls um 26 manns. Heildarkostn- aður ÍSÍ er áætlaður um 100 millj- ónir króna og verður hann að mestu greiddur úr Afrekssjóði ÍSÍ auk þess sem ýmis sérsambönd innan íþróttahreyfingarinnar hafa veitt fjármagni til verkefnisins. Í fjárlögum ársins 2012 er stuðningur ríkissjóðs við ÍSÍ og sérsambönd innan þess 156 milljónir króna og er því um 10 prósenta hækkun á heildarfram- lögum. Með samþykkt fjárlaga ársins 2012 voru framlög ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ hækkuð um 40 prósent, úr 24,7 milljónum króna í 34,7 milljónir. Lýður Guðmundsson var eitt sinn stærsti eigandi Exista. Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaup- þings.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.