Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 22
22 Menning 9. maí 2012 Miðvikudagur „Hann lagði okkur í ræsið á hverri síðu“ n Fjallað um efnistök Hallgríms Helgasonar í Skírni A lda Björk Valdimars­ dóttir birtir greinina: Hann lagði okkur í ræs­ ið á hverri síðu, í næsta tölublaði Skírnis sem kemur út innan skamms. Í greininni er fjallað um nýjustu skáldsögu Hallgríms Helgasonar, Kon­ an við 1000 gráður og aðal­ söguhetjuna, Herbjörgu Maríu Björnsson, konu sem lifði af voðaatburði stríðsáranna. Her­ björg María er eins og margir vita byggð á raunverulegri pers­ ónu; barnabarni Sveins Björns­ sonar forseta, Brynhildi Georgíu Björnsson. Efnistök Hallgríms fengu hörð viðbrögð ættingja og í grein Öldu er fjallað um efnistök hans, umræðu í fjölmiðlum og á netinu og síðast en ekki síst við­ brögð ættingja. Í viðtali við DV í nóvember 2011 sagði Hallgrímur Helgason frá því hvernig hann fékk hug­ myndina að Konunni við 1000 gráður. Þar lýsti hann því hvern­ ig hann talaði við Brynhildi í síma í úthringingum fyrir þáver­ andi sambýliskonu sína Odd­ nýju Sturludóttur fyrir sveitar­ stjórnarkosningar. „Ég var nú bara heillaður af þessari gömlu konu sem var einhvern veg­ inn með allan heiminn í þess­ um bílskúr sínum. Eins og guð, ósýnileg, en samt aktíf. Úr bíl­ skúrnum hafði hún með hjálp fartölvu samskipti við fólk út um allan heim.“ Hallgrímur hitti aldrei Bryn­ hildi en ákvað að skrifa um hana bók. Í grein Öldu er borin saman ævisaga Brynhildar sem skrifuð var af Steingrími Th. Sigurðssyni og sú mynd er birtist af Brynhildi í skáldsögu Hallgríms. Sjálfur hefur Hallgrímur sagst hafa verið á gráu svæði í skrifum sínum um Brynhildi en valið að vera góður rithöfundur fremur en góð manneskja. Í grein Öldu er enn fremur varpað ljósi á það gráa svæði og efnistök rithöf­ unda sem nota raunverulegar fyrirmyndir í skrifum sínum. M öguleikhúsið frum­ sýndi um fyrri helgi nýja sýn­ ingu, Ástar sögu úr fjöllunum. Hún er eins og nafnið bendir til byggð á þekktri barnasögu Guðrúnar Helgadóttur. Sýningin fór fram í Gerðubergi, en annars hyggst leikhúsið sýna hana í skólum, venju sinni samkvæmt. Möguleikhúsið hefur starf­ að í rétt rúm tuttugu ár og sett upp mikinn fjölda sýninga sem það hefur gert víðreist með, jafnt innan lands sem utan. Það hefur sérhæft sig í leikj­ um fyrir börn og unglinga og er saga þess ágætlega rakin á vandaðri heimasíðu leikhúss­ ins. Leikhúsið hafði í mörg ár fastan styrk frá menntamála­ ráðuneyti, en missti hann fyrir nokkrum árum og kemur ekki fram á heimasíðunni hvort nokkur breyting hafi orðið á því. Þetta var eðlilega högg fyr­ ir leikhúsið, en forystulið þess hefur ekki látið deigan síga og haldið ótrautt áfram. Nú í vet­ ur hefur það haft á boðstólum sjö sýningar og er Ástarsaga úr fjöllunum hin áttunda. Mikið bókmenntaverk er saga Guðrúnar ekki. Tröll­ skessan Flumbra eignast átta stráka með tröllkarlinum sem hún er skotin í, en sá er svo latur að hann fer helst aldrei úr helli sínum. Þau eru sam­ kvæmt því í einhvers konar fjarbúð. Flumbra fæðir strák­ ana því ein, en leggur síð­ an land undir fót til þess að kynna afkvæmin fyrir föðurn­ um. En illu heilli verður hún sein fyrir, nær ekki til hans fyr­ ir sólarupprás og þarf þá ekki að sökum að spyrja: öll hers­ ingin verður að steini. Það er ósköp sorglegt allt saman, því að þetta eru frekar góð tröll, að því er best verður séð, alls ekki svona tröll sem éta menn. Ég geri ráð fyrir að það séu aðal­ lega snilldarteikningar Brians Pilkington sem skýra vinsæld­ ir sögunnar, því að söguefnið sjálft er ekki mikilfenglegt. Mér finnst það töluverð dirfska að ætla sér að búa til leiksýningu úr slíku verki, enda var ekki laust við að hún ylli vonbrigðum. Fyrirtækið á sér raunar þá forsögu að Pétur Eg­ gerz Möguleikhússtjóri samdi fyrir nokkrum árum söngtexta upp úr efni sögunnar, texta sem Guðni Franzson gerði tón­ list við. Hefur það verk verið flutt nokkrum sinnum, þar á meðal af Sinfóníuhljómsveit Íslands, að því er fram kemur á heimasíðunni. Nú hefur það verið sniðið að flutningi með einum tónlistarmanni og leik­ ara/söngvara og er uppistaða í umræddri sýningu. Það eru þau Kristján Guðjónsson og Alda Arnardóttir sem fara með hlutverkin; aðallega þó Alda sem segir söguna og leikur Flumbru; Kristján músíserar og býr til ýmis skemmtileg og óvænt leikhljóð í hljóðnem­ ann. Mess íana Tómasdóttir hefur gert leikmynd og bún­ inga og Pétur Eggerz leikstýrir. Það besta í þessu eru söng­ textar Péturs og myndgerv­ ing Messíönu sem hefur áður unnið með leikhúsinu með eftirminnilegum árangri. Leikmynd hennar er ákaf­ lega stílhrein, einföld og gull­ falleg og búningur skessunn­ ar sömuleiðis stórbrotinn: skemmtilega kaótískur og lit­ skrúðugur í hlýjum litum myndaði hann andstæðu við bláan lit, hreinar og skýrar línur leikmyndarinnar. Hvers vegna í ósköpunum fá ann­ ars höfuðleikhús þjóðarinnar Messíönu aldrei til að vinna fyrir sig nú orðið? Hvaða ástæður sem kunna að vera fyrir því, get ég ekki ímynd­ að mér að þær séu listræn­ ar, því að Messíana er óum­ deilanlega einn af fremstu listamönnum okkar í sínu fagi: vel menntuð, smekkvís, hugmyndarík og skapandi. Möguleikhúsið á hrós skilið fyrir að hafa vit á að nýta sér krafta hennar. En því miður bar Flumbru­ leikur þess, eins og hann kom fyrir á frumsýningu, þess merki að vera ekki fullæfður. Alda var alltof lengi að koma sér að efninu og svo þegar loks eitthvað var farið að gerast í sögunni, samfarir í hellum, tröllabörn að fæðast og svo framvegis, þá var flutningur hennar áfram stirður, skorti snerpu, hraða og markvissa hrynjandi. Að einhverju leyti má vera að þetta hafi verið handritinu að kenna, en ég held að þéttari flutningur og ákveðnari leikstjórn hefðu engu að síður getað breytt ýmsu. Alda var ekki heldur nógu frjálsleg í samskiptum við unga áhorfendur sem reyndust sumir alveg ófeimn­ ir og vildu leggja sitthvað til mála við þessi forvitnilegu tröll á sviðinu. Þegar á leið var greinilegt að sumir þeirra misstu áhugann og fóru jafn­ vel á rand út í sal. Möguleikhúsið fékk fyrir tveimur árum opinbera viður­ kenningu á Degi íslenskrar tungu og slíkur heiður á að vera hvatning til dáða – eins þótt fjárhagur sé þröngur. Leikhúsið hefur sýnt lofsverða seiglu í mótbyr, en þar fyrir má það vitaskuld aldrei slá af kröf­ unum. Því, eins og svo oft hef­ ur verið sagt, og aldrei verður of oft sagt: börnin eiga aðeins skilið það besta. n Ekki fullæft? Jón Viðar Jónsson leikminjar@akademia.is Leikrit Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur Leikgerð, söngtextar og leikstjórn: Pétur Eggerz Tónlist: Guðni Franzson Útsetningar: Kristinn Guðjónsson Leikmynd og búningar: Messíana Tómasdóttir Sýnt í Möguleikhúsinu Tröll í fjarbúð Mikið bókmennta- verk er saga Guðrúnar ekki. Tröll- skessan Flumbra eignast átta stráka með tröllkarlinum sem hún er skotin í, en sá er svo latur að hann fer helst aldrei úr helli sínum. Þau eru sam- kvæmt því í einhvers konar fjarbúð.Seyðfirðingar segja frá lífi sínu Laugardaginn 12. maí, kl. 16, mun Frásagnasafnið opna á ný í aðalsýningarsal Skaft­ fells. Þar verða til sýnis hátt í 200 frásagnir og þar af 25 með enskum texta. Frá því í byrjun árs 2011 hefur Skaftfell staðið að verkefninu Frásagnasafnið. Tilgangurinn er að safna frá­ sögnum allra íbúa Seyðis­ fjarðar á árunum 2011 til 2012 og varðveita eins konar svipmyndir sem samanlagð­ ar gefa heildstæða mynd af samfélaginu. Hús á röngunni Hús, sýning á nýjum og eldri verkum eftir Hrein Frið­ finnsson, verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar laugardaginn 12. maí kl. 15. Sýnd verða ljósmyndaverkin House Project, Annað hús og Þriðja hús. Elsta verkið, House Project, er frá 1974 og er á meðal þekktari verka Hreins en Þriðja hús er nýtt verk sem nú er sýnt í fyrsta skipti. Verkin tengjast öll hvert öðru en hafa ekki fyrr verið sýnd saman. Hreinn vann House Proj­ ect árið 1974 en þá byggði hann hús í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, innblásið af frásögn Þórbergs Þórðarson­ ar af Sólon Guðmundssyni á Ísafirði. Húsið var byggt á röngunni og innihélt þannig allan heiminn utan sjálft sig. Rýnt í grátt svæði Hallgrímur viðurkenndi að hafa valið að vera góður rithöfundur fremur en góð manneskja. Maxímús Músíkús bjargar ballettinum Maxímús Músíkús bjargar ballettinum er þriðja bókin um músina tónelsku sem heillað hefur börn um allan heim. Sögurnar um Maxa hafa verið fluttar á fjölmörg­ um tónleikum og bækurn­ ar um hann hafa komið út á ensku, þýsku, kóresku og færeysku. Höfundarnir, Hall­ fríður Ólafsdóttir og Þórar­ inn Már Baldursson, eru tónlistarmenn og leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Geisladiskur fylgir bók­ inni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.