Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 9. maí 2012 Miðvikudagur Nýju hjóli stolið af barni n Lásinn sagaður af á meðan mæðginin sátu við eldhúsborðið V ið erum alveg miður okkar yfir þessu,“ segir Svan- dís Nína Jónsdóttir, móðir hins ellefu ára gamla Jóns Þórs. Jón Þór varð fyrir því óláni að hjólinu hans var stolið fyrir utan heimili þeirra mæðginanna um kvöldmatar leytið á mánudag. Þjóf- urinn virðist hafa verið snar í snún- ingum því enginn varð hans var, enda flestir sestir við kvöldverðar- borðið á þessum tíma. Hjólið var glænýtt en Jón Þór beið lengi eftir að eignast það og höfðu mæðginin safnað fyrir því saman. „Hann skildi það eftir úti í klukkutíma og þegar hann kom aft- ur út var búið að saga lásinn af hjól- inu,“ segir Svandís í viðtali við DV. Hjólið hafði verið fest með lásnum við handrið fyrir utan heimili þeirra. Hjólsins er sárt saknað og von- brigðin eru mikil enda aðeins vika síðan Jón Þór fékk hjólið.  Svandís segir að sá sem rekist á hjólið eða búi yfir upplýsingum um þjófnaðinn geti haft samband við sig í síma 772-5586 en sá sem stal hjólinu getur líka skilað því aftur þangað sem hann tók það. Þetta hjól er af gerðinni JAMIS 12 TRAIL X1, blátt að lit með svörtum lit hér og þar og er 26 tommur. Hjólaþjófnaður er nokkuð al- gengur en Svandís fékk þær upp- lýsingar hjá lögreglunni að þjóf- arnir stælu oft hjólunum, notuðu þau í skamma stund og þau væru svo skilin eftir á víðavangi. Hún biðlar því til þeirra sem sjá hjólið að hafa samband við sig. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is Sakna hjólsins Svandís og Jón Þór biðla til þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um þjófnaðinn að láta sig vita. S litastjórn Glitnis hefur höfð- að mál á hendur fjárfest- ingarfélagi Jóns Helga Guð- mundssonar, sem kenndur er við byggingarvöruversl- unina BYKO, og krafist greiðslu á rúmlega þremur milljörðum króna. Fyrirtaka var í málinu á þriðjudag- inn. Fjárfestingarfélag Jóns Helga og fjölskyldu hans heitir Straumborg. Glitnir krefst upphæðarinnar vegna framvirks samnings um hluta- bréf í Kaupþingi sem Straumborg gerði við Glitni fyrir hrunið 2008. Fjallað er um möguleikann á mála- ferlunum í ársreikningi Straumborg- ar fyrir árið 2009. Skuldaði 46 milljarða Straumborg var stór hluthafi í Kaup- þingi fyrir hrunið 2008 og skuldaði félagið, og önnur félög tengd Jóni Helga, Kaupþingi rúmlega 46 millj- arða króna samkvæmt lánayfirliti Kaupþings frá því í september 2008. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að félagið hafi verið búið að selja hlutabréf sín í íslensku bönk- unum við fall þeirra árið 2008: „Við fall bankanna var  Straumborg  ehf. búin að selja öll hlutabréf sín í bönk- unum.“ Þessi staðhæfing virðist hins veg- ar ekki hafa átt við um framvirka samninga um hlutabréf í bönkun- um, að minnsta kosti ekki ef marka má skilning Glitnis sem telur sig eiga inni fjármuni hjá Straumborg vegna samningsins um Kaupþingsbréfin. Á eignir upp á 37 milljarða króna Félagið heldur meðal annars utan um hluta af hlutabréfaeign Jóns Helga í verslanakeðjunni Norvik sem meðal annars á Nóatún, BYKO, ELKO og Krónuna. Þá heldur Straumborg utan um eignarhluti Jóns Helga í Norvik-bankanum í Lettlandi og Rússlandi. Norvik-samstæðan er næststærsta verslanasamstæðan á smásölumarkaði á Íslandi á eftir Högum og er í öðru sæti yfir mark- aðshlutdeild á matvörumarkaði. Þá heldur félagið einnig um eignarhald- ið á starfsemi BYKO í Lettlandi. Bókfært verð á eignum félagsins nam tæplega 37 milljörðum króna í árslok 2009 og námu skuldirnar sömu upphæð. Félagið er því mjög umsvifamikið, bæði hér heima og er- lendis. Telur uppsögnina ólögmæta Ragnar Tómas Árnason, lögmaður Straumborgar, staðfestir í samtali við DV að málið snúist um áðurnefndan framvirkan samning með hlutabréf í Kaupþingi: „Ég get staðfest það að málaferlin snúast um þennan samn- ing.“ Í ársreikningi Straumborgar fyrir árið 2009 kemur fram að Straumborg hafi sagt framvirka samningnum við Glitni upp en að deilur séu uppi um hvernig ganga beri frá honum. Í árs- reikningnum kemur fram að Glitnir hafi farið fram á greiðslu upp á rúma þrjá milljarða króna plús vexti frá því í upphafi árs 2009. „Uppsögn samn- ings er talin ólögmæt af hálfu Glitn- is. Til að útkljá deiluna mun Glitn- ir höfða dómsmál gegn félaginu og krefjast greiðslu á 3.004 milljónum króna ásamt vöxtum frá 5. janúar 2009.“ Ef Straumborg verður dæmt til að greiða þessa upphæð til Glitnis getur það haft veruleg áhrif á rekstrarhæfi félagsins. Sterkt félag Straumborg, fjárfestingarfélag Jóns Helga í BYKO, er sterkt félag. Glitnir sækir nú á félagið og vill þrjá milljarða frá því vegna viðskipta með hlutabréf í Kaupþingi. „Ég get staðfest það að málaferl- in snúast um þennan samning. n Deilt um hlutabréfaviðskipti í Kaupþingi n Straumborg stefnt Glitnir vill milljarða frá jóni HelGa í ByKO Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Reiðubúnir til samstarfs Þingflokkur framsóknarmanna hef- ur yfirfarið frumvörp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um breyt- ingar á lögum um stjórn fiskveiða og veiðigjald. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokknum en þar kemur jafnframt fram að þing- flokkurinn hafnar framkomnum frumvörpum. „Tillögur ráðherrans samræmast ekki þeim útfærslum er samþykktar voru á flokksþingi Framsóknarflokksins 2011. Fram- sóknarflokkurinn leggur áherslu á að sjávarauðlindin er sameign þjóðarinnar og hægt sé að reka sjávarútvegsfyrirtæki á arðbæran hátt til framtíðar. Þingflokkurinn hafnar því framkomnum frumvörp- um en lýsir sig tilbúinn til að hefja að nýju vinnu við endurskoðun á lögum um stjórn fiskveiða á grunni sáttanefndarinnar svokölluðu.“ Kannabisrækt- un í Vesturbæ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði kannabisræktun í fjölbýlis- húsi í vesturbæ Reykjavíkur á þriðju- dag. Við húsleit á áðurnefndum stað fundust 115 kannabisplöntur á ýms- um stigum ræktunar. Geymslurými í kjallara hússins hafði verið innréttað og útbúið til ræktunarinnar. Karl á fertugsaldri, íbúi í húsinu, var yfir- heyrður á vettvangi og játaði hann aðild sína að málinu. Gistinóttum fjölgar Gistinætur á hótelum í mars voru 134.000 samanborið við 97.300 í mars í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands en gistinætur erlendra gesta voru um 77 pró- sent af heildarfjölda gistinátta í mars. Gistinóttum þeirra fjölg- aði um 45 prósent samanborið við sama mánuð í fyrra. Á sama tíma fjölgaði gistinóttum Ís- lendinga um ríflega 17 prósent. Gistinóttum á hótelum fjölgaði í öllum landshlutum. Á höfuðborgarsvæðinu voru ríf- lega 104.300 gistinætur í mars sem er fjölgun um tæp 40 pró- sent frá fyrra ári.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.