Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 10
Plott Framsóknar og Kaupþings 10 Fréttir 9. maí 2012 Miðvikudagur Bjargaði lífi 27 ára konu n Mikilvægi þess að byrja hjartahnoð strax undirstrikað S nör viðbrögð Vilhjálms Vern- harðssonar, ferðaþjónustu- bónda á Möðrudal á Fjöllum og björgunarsveitarmanns, urðu 27 ára konu til lífs. Konan, sem er erlend, var á ferðalagi á svæðinu í fyrra þegar hún hneig skyndilega niður og fékk endurtekna krampa- kippi sem stóðu yfir í eina til tvær mínútur. Fjallað er um málið í nýjasta tölu- blaði Læknablaðsins og er þar minnt á mikilvægi þess að kunna hjarta- hnoð. „Auðvitað líður manni ekkert vel þegar svona kemur upp á þó svo maður kunni þetta auðvitað. Maður hefur farið á námskeið og þetta tókst í þetta skiptið. En það er mikið stress í gangi þegar kona deyr í fanginu á manni í raun og veru,“ sagði Vil- hjálmur um málið í fréttum RÚV á þriðjudag en atvikið varð á tjald- svæðinu á Möðrudal sem er eins fjarri heilbrigðisþjónustu og hugsast getur. Vilhjálmur hringdi á sjúkrabíl sem kom frá Mývatni og sótti kon- una. Vilhjálmur hnoðaði hana í bíln- um, eða allt þar til hún var flutt með sjúkraflugi til Reykjavíkur. Í fréttum RÚV sagði Bjarni Árnason, deildar- læknir á bráðadeild Landspítalans, að enginn vafi leiki á því að Vilhjálm- ur hafi bjargað lífi konunnar. Í raun hafi tvennt orðið henni til lífs; fólk varð vitni að því þegar hún hneig niður og byrjað var á hjartahnoði strax. Segir Bjarni að það geti skil- ið milli lífs og dauða ef byrjað er að hnoða ef einstaklingur hnígur niður og hjarta hættir að slá. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is L ýður Guðmundsson, eigandi Exista og hluthafi í Kaup- þingi, kom að því með bein- um hætti að selja rúmlega þriggja prósenta hlut í bank- anum til fjárfestingarfélagsins Giftar í desember 2007, samkvæmt heim- ildum DV. Söluverð hlutabréfanna var um 20 milljarðar króna. Átti Lýður í beinum samskiptum um viðskiptin við forsvarsmenn Gift- ar á Sauðárkróki en Þórólfur Gísla- son var stjórnarformaður félags- ins samkvæmt heimildum blaðsins. Fjárfestingarfélag Lýðs, Exista, var stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrunið 2008. Þetta sýnir, meðal annars, þau miklu beinu afskipti sem Lýður hafði af rekstri Kaupþings sem stjórnar- maður og hluthafi í bankanum og jafnframt þau tengsl sem voru á milli eigenda Kaupþings og þeirra sem stýrðu Gift, meðal annars Þór- ólfs Gíslasonar. Lýður og Þórólfur höfðu setið saman í stjórn Vátrygg- ingafélagsins VÍS á árunum 2005 til 2007. Í árslok 2006 seldi dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga hlutabréf sín í Vátryggingafélaginu til Exista í skiptum fyrir hlutabréf í því félagi. Kaupfélagið seldi svo hlut sinn í Ex- ista með milljarða króna hagnaði í árslok 2006. Sérstakur saksóknari rannsakar Gift Viðskipti Giftar við Kaupþing hafa verið til rannsóknar hjá embætti sérstaks saksóknara vegna gruns um markaðsmisnotkun. Hlutabréf- in sem Gift keypti í viðskiptunum í desember 2007 höfðu áður verið í eigu fjárfestingarfélagsins Gnúps sem lenti í rekstrarerfiðleikum í árs- lok 2007 en félagið hafði meðal ann- ars átt hlutabréf í Kaupþingi sem selja þurfti á þessum tíma. Kaup- þing sá um söluna á Gnúpsbréf- unum, líkt og fjallað er um í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, og lánaði fyrir þeim. Um var að ræða rúmlega 23 milljónir hluta í bank- anum. Dótturfélag KS keypti líka Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis er einnig rakið hvernig eitt af dótturfélögum Kaupfélags Skag- firðinga, AB 57 ehf., keypti einn- ig 3,5 milljónir hluta í Kaupþingi fyrir um þrjá milljarða króna. Kaupþing lánaði félaginu fyrir hlutabréfunum. AB 57 ehf. var í eigu útgerðarfélagsins FISK Sea- food, dótturfélags Kaupfélags Skag- firðinga. Félög sem tengdust Kaupfélagi Skagfirðinga, Gift og AB 57 ehf., keyptu því hlutabréf í Kaupþingi fyrir samtals um 23 milljarða króna í árslok 2007 og var í báðum tilfell- um um að ræða bréf sem áður voru í eigu fjárfestingarfélagsins Gnúps. Í árslok 2007 átti Gift verðbréf fyr- ir rúmlega 54 milljarða króna og vógu bréfin í Kaupþingi þar hæst, voru metin á rúmlega 23 milljarða króna. Hefði getað leitt til lækkunar Í skýrslu rannsóknarnefndar Al- þingis kemur fram að ef hlutabréf Gnúps í Kaupþingi hefðu farið á markað má ætla að bréfin hefðu lækkað í verði. Jafnframt segir þar að ef Kaupþing hefði átt bréfin sjálft hefði bankinn farið yfir það lögbundna hámark af eigin hluta- bréfum sem bankinn mátti eiga. Markaðsmisnotkunin í viðskiptun- um gæti því hafa falist í því að með sölunni til Giftar hafi verið komið í veg fyrir að Kaupþingsbréfin færu á markað sem aftur hefði getað lækk- að verð á hlutabréfum í bankanum. Um þessi atriði segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis: „Þó má ljóst vera að ef hlutur í Kaup- þingi af þessari stærðargráðu hefði verið seldur á markaði þá hefði það valdið umtalsverðum þrýstingi til lækkunar á verði bréfanna. Einn- ig má ljóst vera að hefði bankinn sjálfur keypt umrædd hlutabréf þá hefði hann farið nálægt, eða jafn- vel yfir, þau mörk sem gilda um flöggun á eignarhlut í eigin bréfum. Því má ætla að ríkur hvati hafi verið n Sérstakur saksóknari rannsakar Gift n Lýður ræddi við Giftarmenn Ríkisstjórnin á Egilsstöðum: Fljótsdalshérað fær nýtt hjúkr- unarheimili „Ég vona að þetta verði næstu ríkisstjórn fordæmi sem tekur við,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra þegar ríkisstjórnin fundaði á Gistiheimilinu á Egils- stöðum á þriðjudag. Í kjölfarið hélt hún stutta fundi með sveitar- stjórnarmönnum í fjórðungnum og ræddi þau mál sem brenna á sveitungum, tvær mínútur í senn. Jóhanna leiddi blaðamanna- fund sem haldinn var í kjölfarið, bauð gesti velkomna og sagði það hluta af byggðastefnu stjórnvalda að halda ríkisstjórnarfundi úti á landi. Þetta er í fjórða sinn sem það er gert og sagðist hún vonast til þess að því yrði haldið áfram þótt þessi ríkisstjórn hyrfi af vett- vangi. Því næst kallaði hún velferðar- ráðherra, Guðbjart Hannesson, að borðinu en hann undirritaði samning um hjúkrunarheimili á Fljótsdalshéraði. Ráðgert er að byggja fjörutíu rýma hjúkrunar- heimili sem heimamenn hanna og byggja. Kostnaður við byggingu hjúkrunarheimilisins er áætlaður einn milljarður króna. Sveitar- félagið fær fjármagnið að láni frá Íbúðalánasjóði en á móti mun Framkvæmdasjóður aldraðra greiða sveitarfélaginu húsaleigu til 40 ára sem nemur 85 prósent- um leigukostnaðar. Framkvæmd- ir hefjast í byrjun næsta árs og er ráðgert að heimilið taki til starfa sumarið 2014. Í kjölfarið klöpp- uðu heimamenn og glöddust yfir þessum áfanga. Þá skrifaði menntamálaráð- herra, Katrín Jakobsdóttir, undir samning um jarðfræðisetur á Breiðdalsvík en gert er ráð fyrir að ríkissjóður greiði helming kostn- aðar við rekstur setursins eða fimm milljónir á ári fram til ársins 2015, samtals 20 milljónir króna á fjórum árum. Að lokum skrifaði Jóhanna undir viljayfirlýsingu um rann- sóknir, þróun, nýsköpun og mark- aðssetningu á afurðum úr áli og sjávarfangi á Austurlandi. Er um nýtt verkefni að ræða sem fellur undir sóknáráætlun landshlutans. Austurbrú hefur yfirumsjón með ráðstöfun þeirra tuttugu millj- óna sem ríkisstjórnin ætlar að veita í verkefnið á næstu tveimur árum. Sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir munu hins vegar vinna saman með það að markmiði að auka verðmætasköpun og fjölga atvinnutækifærum. Sjónum verð- ur sérstaklega beint að störfum sem henta fólki með fjölbreytta menntun. Þessir samningar þýða að ríkis- stjórnin mun með einum eða öðr- um hætti veita rúmum milljarði í verkefni á Austurlandi. Að fundi loknum kvöddu heimamenn en ráðherrar snæddu hádegisverð á Gistiheimilinu áður en þeir héldu niður á firði, þar sem fleiri verk- efni biðu þeirra. Hjartahnoð Vilhjálmur kunni réttu handtökin enda reyndur björgunarsveitarmaður. Finnur Ingólfsson fyrrverandi forstjóri VÍS og fyrrverandi ráðherra Framsóknarflokksins. Óskar H. Gunnarsson fyrrverandi forstjóri. Þórólfur Gíslason forstjóri Kaupfélags Skagfirðinga. Ingólfur Ásgrímsson hluthafi í VÍS og Skinney- Þinganesi. Ingólfur er bróðir Halldórs Ásgrímssonar. Jón Eðvald Friðriksson framkvæmda- stjóri Fisk Seafood, dótturfélags Kaupfélags Skagfirðinga. Erlendur Hjaltason fyrrverandi forstjóri Exista. „Því má ætla að ríkur hvati hafi ver- ið fyrir bankann að liðka fyrir sölunni á bréfunum með lánveitingum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.