Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 17
Spurningin Þetta er prinsippmál Ég er alveg gróinn sára minna Jónas Garðarsson um samninga um kaup og kjör háseta sem ekki hafa náðst. – DV.isGuðni Bergsson braggast eftir árás sem hann varð fyrir. – Í bítið á Bylgjunni Með lögum skal land byggja – en fyrir hverja? „Já, ég fór en var bara að skoða.“ Gunnar Jóhannesson, 26 ára matreiðslumaður „Nei, ég veit ekki einu sinni hvenær hún opnaði.“ Helga Magnúsdóttir, 34 ára þjónn „Nei, mig langaði ekki að fara.“ Lovísa Árnadóttir, 19 ára nemi „Nei, ég fór ekki.“ Melkorka Huldudóttir, 40 ára myndlistarmaður „Nei, ég fór ekki. Fer kannski seinna, ekki endilega strax.“ Sigrún Óskarsdóttir, 68 ára forstöðumaður Fórstu í Bau- haus þegar búðin opnaði? Þ ví lengur sem ég sit innan kerfis, því augljósara er að eitthvað verulega mikið er að réttarrík- inu þegar helstu verk löggjaf- ans eru bútasaumur á löggjöf til að stemma stigu við árásum og siðlaus- um skemmdarverkum á þeim. Þeir sem hafa fjárhagslegt bolmagn ráða sér sérfræðinga í lögum til að fara inn á gráu svæðin. Tökum hér dæmi um nokkur af þessum gráu svæðum sem farið hefur verið inn á undanfarið: 1 Innheimta ólöglegra lána heldur áfram þrátt fyrir dóm Hæstaréttar um ólögmæti þeirra aðgerða fyrir all- nokkru síðan. Allt of margir hafa misst heimili sín og aðrar eigur út af þessum ólöglegu lánum. Á mannamáli má segja að eigum þeirra hafi hreinlega verið stolið. En þó að lögin hafi verið dæmd ólögleg, þá er innheimta þeirra enn í fullum gangi. Er hægt að treysta réttarríki sem lætur slíkt viðgangast. Yfirleitt þá þurfa smáþjófar að skila þýfinu, strax, ef þeir eru gómaðir. Þeir eru dæmdir og þeir þurfa að sæta refs- ingu. Það er frekar blátt áfram og ein- falt að dæma smáþjófa. Þá virka lögin okkar og allir eru sammála um að t.d. bankaræningjar sem ógna starfsfólki til að fá sínu fram séu samfélaginu hættulegir og eigi að afplána sem fyrst dóm fyrir slíkt ofbeldi. En hvað með þá sem beita fólk ofbeldi með því að hafa af þeim húsin, skapa ótta um afkomu og framtíð og dæma fólk á svarta lista um ókomna tíð? Af hverju virka lögin okkar ekki fyrir þá og af hverju fá þeir að komast upp með að þurfa ekki að framfylgja dómsorðinu? 2 Afskriftir lána þingkvendis og eiginmanns þess upp á 2.000 milljónir er síðan eitthvað sem mér er fyrirmunað að skilja. Lögum um hlutafélög var breytt í stjórnartíð Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar til að hægt væri að fara þessa siðlausu leið. Þetta fólk fær að halda húsinu sínu á meðan þeir sem sitja uppi með ólög- leg lán þurfa að horfa upp á sín hús fara undir hamarinn. Eru lögin í ólagi eða er eitthvað annað að? Ef ég er EHF þá fæ ég afskriftir: en ekki ef ég er ein- staklingur, því þá virðist það vera of kostnaðarsamt fyrir kerfið. Hvar er þessi svokallaði andi laganna okkar? Er það í anda þess samfélags sem við viljum búa í, að svona lagað fái að viðgangast, ekki bara einu sinni, sið- ferðislega rangir lagalegir gjörning- ar viðgangast og það er eins og ekki verði hjá þeim komist, eða hvað? Af- skriftir hinnar svokölluðu elítu eru töfrum hlaðnar, þær skuldir gufa upp en þessir aurar sem farið er fram á að afskrifaðir verði hjá almenningi með stökkbreytt og ólögleg lán, það er ein- hver myllusteinn sem restin af okkur þarf að bera? Er það réttlátt, siðlegt eða skynsamlegt? 3 Núpó-maðurinn dularfulli sem gengur um í gamalli lopapeysu frá Íslandi fyrir myndatökur, borðar harð- fisk og elskar ljóð fékk ekki að kaupa 0,3% af flatarmáli landsins. Gleymum því ekki að þrátt fyrir að vera hvers manns hugljúfi þá er fyrirtækið ekki hann. Alþekkt er líka að flest stór fyrir- tæki frá Kína eru smíði hins kínverska alþýðulýðveldis til að koma undir sig grunnstoðum fallvaltra og veikburða ríkja. Þegar ákveðið var að verða ekki við ósk Núpó um kaupin þá tóku sig til nokkrir vaskir Íslendingar og ákváðu að finna lagalega leið til að komast handan við ákvörðun innanríkisráð- herra (dómsmálaráðherra). Þeir fara stoltir og borubrattir inn á gráa svæðið og vinna sennilegan lagalegan snið- göngusigur. Já, með lögum skal land byggja, en fyrir hverja? Ólögum skal eyða Mér finnst lagaflækju- og bútasaums- aðferðafræðin vera ólög. Ég vil ekki búa í réttarfarsríki sem er hannað fyrir þá sem hafa best aðgengi að fjármunum og snjöllum lögfræðing- um. Mér finnst tímabært að endur- hugsa hvernig réttarfarsríki viljum við búa í? Viljum við búa í lagaflækju og klækja ríki þar sem enginn þarf í raun og veru að bera neina sam- félagslega ábyrgð eða viljum við búa í siðmenntuðu samfélagi þar sem ALLIR axla ábyrgð? Viljum við búa í samfélagi þar sem óréttlæti ólaga ræður ríkjum og við látum óréttlæt- ið ganga yfir okkur því það er ekki á okkar ábyrgð að breyta þessu heldur hinna? Við verðum að einfalda kerfið, einfalda lögin, tryggja að verkfæri borgaralegrar þátttöku séu til staðar, eins og t.d. þjóðaratkvæðisákvæði og aðgengi að upplýsingum og ákvarð- anatöku ráðamanna. Saman erum við sterk Nú stöndum við frammi fyrir miklum breytingum á samfélagsgerðinni, eins og t.d. ný stjórnarskrá inniber, nýr rammi um hvað má virkja og hvað má ekki, grænt hagkerfi, ein öflug- ustu upplýsinga- og tjáningarfrelsis- viðmið á byggðu bóli, endurheimt auðlinda og svo má lengi telja. Tökum þátt, munum að það er enginn riddari á hvítum hesti sem kemur og bjargar okkur. Notum hið stórkostlega verk- færi sem ný stjórnarskrá gefur okkur til að móta hvers konar samfélag við viljum búa í. Gefið okkur, kjörnum fulltrúum ykkar á Alþingi, skýran veg- vísi með meiri þátttöku og aðhaldi. Ég óska eftir þessum vegvísi. Ég óska eftir aðhaldi, ég óska eftir áhuga á þeim störfum sem mér var falið að inna af hendi. Austurvöllur Þessar stúlkur létu ekki kalda goluna aftra sér frá því að leggjast í sólbað á Austurvelli í vikunni. Mynd: Sigtryggur Ari JÓhAnnSSonMyndin Umræða 17Miðvikudagur 9. maí 2012 1 Heimsfrægðin á næsta leiti Ebba Guðný Guðmundsdóttir fékk bókasamning hjá virtu bókaforlagi í Bretlandi. 2 Á skóladansleik samanPatrick Schwarzenegger bauð vinkonu sinni á ball. 3 American Airlines vill að ákveðnir farþegar hætti að fljúga Flugfélagið gerir eilífðarfarþegum erfitt fyrir. 4 Hlífar ákærður fyrir hrottafengið morð Ákærður fyrir morð í Hafnarfirði. 5 Vikugömlu hjóli stolið frá ellefu ára dreng „Við erum alveg miður okkar yfir þessu,“ segir mamman. 6 Megrun getur verið lífs-nauðsynleg Nauðsynlegt að snúa við blaðinu ef í óefni er komið að sögn sérfræðings. 7 „Ég ætla að verða af-bragðsmóðir og húsmóðir, eilífðarstúdent og líklega forseti“ Rifjað var upp viðtal við Þóru Arnórs- dóttur forsetaframbjóðanda frá 1999. Mest lesið á DV.is Ekki má af þér líta Ingibjörg Sólrún Gísladóttir gantaðist við Hjörleif mann sinn á Facebook. – DV „Afskriftir lána þingkvendis og eiginmanns þess upp á 2.000 milljónir eru síðan eitthvað sem mér er fyrir- munað að skilja. Kjallari Birgitta Jónsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.