Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 15
Sá feitaSti er farinn í megrun K eith Martin, 42 ára Breti, hef­ ur ekki yfirgefið heimili sitt undanfarin tíu ár – nema í sjúkrabíl til að fara í lækn­ isskoðun á spítala. Nú eru bjartari tímar fram undan enda er Martin, sem vó 370 kíló þegar hann var þyngstur, farinn í megrun. Hann lagði það í vana sinn að innbyrða allt að 20.000 hitaeiningar á dag sem gerði það að verkum að hann þyngd­ ist og þyngdist. Nú borðar hann ein­ ungis 1.500 hitaeiningar á dag og er árangurinn þegar farinn að sjást. Hann er búinn að missa tíu sentí­ metra af mittismálinu og nokkur kíló eru fokin. Martin gerir sér þó grein fyrir því að góðir hlutir gerast hægt. Vakning „Að verða sá feitasti í heimi er það sem þurfti til að ég rankaði við mér. Ég kenni engum öðrum en sjálfum mér um þá hrikalegu stöðu sem ég er kominn í,“ segir Martin í viðtali við breska blaðið The Daily Mail. Martin var í eðlilegum holdum allt fram á unglingsárin að hann fór að fitna. Það gerðist í kjölfar móður­ missis sem fékk mikið á hann. „Ég fór að borða til að deyfa sársaukann. Ef ég komst í uppnám út af einhverju hámaði ég í mig mat. Ég fitnaði en í raun og veru tók ég ekki eftir því fyrr en ég hætti að passa í stærstu fötin sem eru fáanleg í verslunum.“ Þarf að léttast um helming Það sem honum var tjáð í læknis­ skoðun fyrir skemmstu varð ekki síður til að hvetja hann til að fara í megrun en sú staðreynd að hann væri feitasti karlmaður heims. „Læknarnir sögðu mér að ég myndi ekki ná að verða fimmtugur ef ég myndi ekki gera róttæktar breyting­ ar á líferni mínu,“ segir hann. Hann þarf að léttast um helming til að eiga möguleika á að fara í magaminnkun og það er eitthvað sem hann stefnir á. „Það væri frábært að vera grann­ ur eins og var þegar ég var ungur. En draumur minn er sá að geta setið í venjulegum stól. Ég er staðráðinn í að léttast.“ Tvær pítsur í kvöldmat Martin innbyrti gríðarlegt magn af mat á hverjum degi áður en hann fór í megrun. Í morgunmat borðaði hann jafnan heilan pakka af beikoni með sex spæleggjum. Sem meðlæti borðaði hann ristað brauð og bak­ aðar baunir. Í hádegismat borðaði hann nokkrar samlokur og í kvöld­ mat tvær stórar pítsur eða þrjá keb­ ab. „Í dag get ég í hreinskilni sagt að ég sakna þess ekki að borða. Ég þarf að gera þetta fyrir sjálfan mig og fjöl­ skyldu mína.“ Þó að markmið hans sé enn langt undan virðist Martin vera staðráðinn í að breyta lífi sínu til frambúðar. Hann fær heimsókn frá heilbrigðisstarfsmönnum þrisvar í viku sem hafa eftirlit með heilsufari hans og baða hann. „Ég vil bara vera hamingjusamur og geta notið lífsins án þess að stóla á að matur muni gera það. Ég vil geta farið með hundinn minn út að ganga – ég myndi fara með hann hvert sem ég færi.“ Erlent 15Miðvikudagur 9. maí 2012 Ólétt kona gómuð í Pakistan: Gæti fengið dauðadóm Ólétt bresk kona, hin 25 ára Kha­ dija Shah, gæti átt dauðadóm yfir höfði sér eftir að hafa verið gómuð með rúm 63 kíló af heróini í fórum sínum á flugvellinum í Islamabad í Pakistan fyrir skemmstu. Götuverðmæti efnanna er talið nema 3,2 milljónum punda, eða 640 millj­ ónum króna. Shah var á leið til Birmingham, ásamt tveimur börnum sínum, þegar tollverðir stöðvuðu hana. Efnin voru vandlega falin í þremur ferðatöskum og segir Shah að hún hafi tekið við töskunum frá ónafn­ greindum mönnum í Pakistan og ekki vitað hvert innihald þeirra væri. Þetta er eitt stærsta fíkni­ efnamál sem komið hefur upp á alþjóðaflugvellinum í Islamabad. Samkvæmt lögum í Pakistan á hver sá sem gerist sekur um að hafa meira en 10 kíló af fíkniefn­ um í fórum sínum átt dauðadóm yfir höfði sér. Vægasta refsingin er lífstíðarfangelsi samkvæmt lögum. Shah hafði verið í heimsókn hjá skyldmennum sínum í borginni Mirpur í einn og hálfan mánuð en hún er fædd og uppalin í Bret­ landi. Kærasti Shah, Amar Ali, segir í samtali við breska fjölmiðla að hann hafi ráðlagt henni að taka töskurnar ekki með sér. Hún hafi hitt menn sem hafi beðið hana um að gera sér greiða og samþykkt að taka töskurnar gegn gjaldi. Hann er nú á leið til Pakistans að sækja dætur hennar. n Keith Martin innbyrti allt að 20 þúsund hitaeiningar á dag „Ég þarf að gera þetta fyrir sjálfan mig og fjölskyldu mína. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Fitnaði mikið Martin fitnaði mikið eftir að hann missti móður sína. Hér er hann á unglingsárunum í nokkuð eðlilegum holdum. Staðráðinn Keith Martin ætlar að gera róttækar breytingar á lífi sínu með því að fara í megrun. Hætt í svelti Yulia Tymoshenko, fyrrverandi forsætisráðherra Úkraínu, ætlar að hætta í mótmælasvelti sínu í dag, miðvikudag. Þetta tilkynnti dóttir Yuliu á þriðjudag en Tymos­ henko hefur ekki borðað í tæpar þrjár vikur. Hún afplánar nú sjö ára fangelsisdóm sem hún hlaut í október fyrir spillingu í embætti. Með sveltinu vildi Yulia mótmæla illri meðferð sem hún hefur hlotið í fangelsi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.