Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 8
S víinn Hans Correll, fyrr- verandi aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna, segir í samtali við DV að veiðar evrópskra togara úti fyrir ströndum Vestur-Sahara í Afríku séu ólöglegar að sínu mati. Correll var aðallögfræðingur Sameinuðu þjóð- anna þar til árið 2004. Árið 2002 vann hann álit að beiðni Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna þar sem hann komst að þessari niðurstöðu um notkun á auðlindum Vestur-Sahara. Correll tekur fram að afstaða hans sé fyrst og fremst lögfræðileg. „Ég tek ekki stöðu með neinu öðru en lög- unum og ég tel þessar veiðar ólög- legar samkvæmt alþjóðalögum. Að mínu áliti hefur Marokkó ekki rétt til að selja fiskveiðiréttindi í lögsögu Vestur-Sahara, nema það sé gert með samþykki íbúanna þar. Evrópusam- bandið ætti ekki að taka þátt í veið- um þar sem alþjóðalög eru brotin,“ segir Correl í símtali við DV frá heim- ili sínu í Stokkhólmi. Áratuga deila DV hefur síðastliðna daga fjallað um fiskveiðar íslenskra verksmiðjutog- ara úti fyrir ströndum Vestur- Afríku, meðal annars við Vestur-Sahara, Marokkó og Máritaníu. Þær íslensku útgerðir sem veitt hafa á svæðinu eru Samherji, Sjólaskip, Úthafsskip, Sæ- blóm og útgerðin sem gerir út togar- ann Blue Wave, sem er í eigu meðal annars íslenskra lífeyrissjóða. Evr- ópskir togarar veiða í lögsögu Mar- okkó og Vestur-Sahara á grundvelli samnings sem Evrópusambandið gerði við ríkisstjórn Marokkó og í einhverjum tilfellum á grundvelli samninga sem útgerðirnar gera beint við ríkisstjórnina í Marokkó. Veiðarnar við Vestur-Sahara eru sérstaklega umdeildar vegna þess að landsvæðið er hernumið af ríkis stjórn Marokkó. Árið 1975 hurfu Spánverj- ar frá Vestur-Sahara en svæðið hafði verið nýlenda þeirra fram að þeim tíma. Eftir það hertók ríkisstjórnin í Marokkó landsvæðið og hefur verið þar síðan. Íbúar landsvæðisins berj- ast hins vegar fyrir sjálfstæði þess frá Marokkó – Sahrawi-menn kall- ast þeir. Frelsissamtök Vestur-Sahara kallast Polisario. Samningurinn ekki endurnýjaður Correll telur að veiðar úti fyrir ströndum Vestur-Sahara, sem byggja á leyfi frá marokkósku ríkisstjórn- inni, séu ólöglegar þar sem ríkið eigi ekki réttmætt tilkall til landsvæðis- ins. „Marokkó hefur ekki lögsögu yfir þessu landsvæði og þar af leiðandi ekki yfir þessum fiskimiðum.“ Þessi skoðun Corrells var í reynd staðfest af Evrópusambandinu í lok árs í fyrra þegar sambandið endur- nýjaði ekki samninginn við Marokkó vegna deilnanna um yfirráð yfir Vest- ur-Sahara. Viðræður standa nú yfir um endurnýjun samningsins þar sem markmiðið er að taka meira til- lit til hagsmuna íbúa Vestur-Sahara. Blanda sér ekki í innanríkismál Í viðtali við Fréttablaðið í fyrra sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, spurður hvort deilur um Vestur-Sahara á milli Marokkó og Sahrawi-manna myndu hafa áhrif á veiðar Samherja úti fyr- ir ströndum Marokkó og Vestur-Sa- hara, að íslenska útgerðarfélagið blandaði sér ekki í innanríkismál. „Nei. Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál.“ Togarar Samherja höfðu þá verið við veiðar á svæðinu undan ströndum Vestur-Sahara en ís- lenska útgerðarfyrirtækið veiddi við Marokkó bæði á grundvelli samnings Evrópusambandsins og eins á grund- velli samninga sem fyrirtækið hafði sjálft gert við yfirvöld í Marokkó. Að mati Corrells eru þessar veið- ar Samherja og annarra íslenskra útgerðarfyrirtækja hins vegar ólög- legar, líkt og áður segir. Í erindi sem Correll hélt í háskólanum í Pretoria í Suður-Afríku árið 2008 sagði hann til dæmis um veiðarnar við Vestur-Sa- hara: „Sem Evrópubúi þá skammast ég mín. Að sjálfsögðu myndi mað- ur ætla að Evrópuþingið – af öllum – myndi setja fordæmi með því að fylgja alþjóðalögum í hvívetna í máli sem þessu,“ en með þessum orðum var Correl að vísa til samnings Mar- okkó og Evrópusambandsins sem veiðar íslensku útgerðanna byggðu á í einhverjum tilfellum. „Ég tel þessar veiðar ólöglegar“ 8 Fréttir 9. maí 2012 Miðvikudagur Minni umferð n Nýjar tölur frá Vegagerðinni A kstur um höfuðborgarsvæðið í apríl reyndist 1,5 prósenti minni en á sama tíma í fyrra ef marka má þrjú mælisnið Vegagerðarinnar. Þrátt fyrir þennan samdrátt hefur umferðin fyrstu fjóra mánuðina aukist lítillega. Áfram er reiknað með smávegis aukningu umferðar á höfuðborgar- svæðinu í ár öfugt við umferðina á Hringveginum þar sem reiknað er með samdrætti í ár. Mest dró úr umferð í aprílmánuði yfir mælisnið á Hafnarfjarðarvegi, eða um 2,3 prósent en aukning varð um mælisnið á Vesturlandsvegi um 0,7 prósent. Það sem af er ári hefur akstur á höfuðborgarsvæðinu aukist um 0,5 prósent milli ára. Eftir mars þá hafði akstur aukist um 1,2 prósent en vegna minni umferðar nú í apríl þá fer þetta hlutfall niður í 0,5 prósent að liðnum apríl. Skoðanakönnun Útvarps Sögu: Hægri grænir vinsælir Hægri grænir, nýstofnaður stjórn- málaflokkur Guðmundar Frank- líns Jónssonar, virðast falla vel að stjórnmálaskoðunum hlustenda Útvarps Sögu, ef marka má skoð- anakönnun útvarpsstöðvarinnar sem framkvæmd var 7. og 8. maí. Spurt var „Hvaða flokk kysir þú í dag til Alþingis?“ en könnunin fór fram á vef stöðvarinnar. Greidd voru 1.593 atkvæði en af þeim féllu um það bil 920 Hægri græn- um í skaut. Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Samfylking og VG, virðast hlust- endum stöðvarinnar ekki að skapi en flokkarnir hafa saman stuðning færri en fjögurra prósenta hlust- enda. Samfylkingin mælist þannig með um tveggja prósenta fylgi en VG aðeins með rúmt eitt prósent. Dögun, nýstofnað framboð Hreyfingarinnar, Frjálslyndra og Borgarahreyfingarinnar auk einstaka stjórnlagaráðsfulltrúa mælist með meiri stuðning en stjórnarflokkarnir til samans eða 3,75 prósent.  Þátttakendur skoðanakönnun- arinnar eru ánægðari með Sjálf- stæðisflokkinn sem mælist með rúm tíu prósent. Framsókn mælist tveimur prósentustigum hærri, eða með rétt rúm tólf prósent. Lilja Mósesdóttir og félagar henn- ar í Samstöðu mælast með rúm- lega 11 prósent í könnuninni. Undirskriftir afhentar Íbúar Fjarðabyggðar afhentu á þriðjudag Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra undirskriftir þúsunda einstaklinga sem skora á ríkisstjórn Íslands að hefja fram- kvæmdir við gerð nýrra Norð- fjarðaganga eigi síðar en fyrir árs- lok 2012. Undirskriftirnar voru afhentar við athöfn við Safnahús- ið í Neskaupstað. Á þriðjudags- kvöld var svo haldinn íbúafundur þar sem farið yfir frumvarp ríkis- stjórnarinnar um stjórn fiskveiða og frumvarp til laga um veiðileyfa- gjöld. Meðal frummælenda voru Steingrímur J. Sigfússon, sjávarút- vegs- og landbúnaðarráðherra. n Aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna gagnrýnir veiðar við Vestur-Sahara „Við erum ekki að blanda okkur í innanríkismál Telur veiðarnar ólöglegar Hans Correll telur að veiðar Evrópubúa við strendur Vestur-Sahara séu ólöglegar þar sem Marokkó eigi ekki réttmætt tilkall til svæðisins. Samdráttur Umferð dróst lítillega saman í aprílmánuði. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Mótmæltu hernáminu Mótmæli brjótast reglulega út í Evrópu þar sem Sahrawi-menn og stuðningsmenn þeirra láta í sér heyra út af hernámi Marokkó á svæðinu. Þessi mynd er frá mótmælum í Madríd á Spáni í nóvember 2010 en þá hafði marokkóski herinn barið niður mikil mótmæli gegn Marokkó í Vestur-Sahara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.