Dagblaðið Vísir - DV - 09.05.2012, Blaðsíða 26
26 Fólk 9. maí 2012 Miðvikudagur
Iðnaðarráðherra frumsýndi tvíburana
n Rauðhærðu drengirnir kipptu sér ekki upp við fjölmiðlaathyglina
K
atrín Júlíusdóttir iðnað-
arráðherra mætti með
þriggja mánaða tvíbura-
drengi sína á fund Barna-
heilla á þriðjudagsmorgun þar
sem skýrsla samtakanna um
stöðu mæðra í heiminum var
kynnt. Var þetta í fyrsta skipti
sem Katrín sýndi syni sína op-
inberlega. Drengirnir, sem báð-
ir hafa rauðan blæ á hárinu,
fæddust þann 23. febrúar og
hafa fengið nöfnin Pétur Logi og
Kristófer Logi.
Pétur og Kristófer fengu
töluverða athygli á fundinum,
enda ekki á hverjum degi sem
ráðherra frumsýnir nokkurra
mánaða gamla tvíburadrengi.
Ljósmyndarar kepptust um að
mynda Katrínu og drengina en
þeir virtust lítið kippa sér upp
við fjölmiðlaathyglina. Þeir voru
einstaklega værir og rólegir og
höfðu það náðugt í fangi móður
sinnar.
Hún var mjög lukkuleg með
drengina sína á fundinum og
geislaði af hamingju.
Katrín kynnti skýrsluna á
fundinum en þetta er þrettánda
árið í röð sem hún er gefin út. Í
skýrslunni kemur meðal annars
fram að börn hafi það best á Ís-
landi og best sé að vera móðir
í Noregi. Mæður hafi það hins
vegar næstbest á Íslandi og fær-
ist Ísland upp um eitt sæti á list-
anum frá því í fyrra. Á eftir Nor-
egi og Íslandi koma Svíþjóð,
Nýja-Sjáland, Danmörk, Finn-
land, Ástralía, Belgía, Írland og
Holland. Verst er að vera móðir í
Níger og þar fyrir ofan er Afgan-
istan.
Í skýrslunni eru aðstæður
mæðra í 165 löndum bornar
saman og reiknuð út svokölluð
mæðravísitala.
Skrapp í
dagsferð til
Úrúgvæ
Hrund Þórsdóttir, ritstjóri
Mannlífs, lýkur brátt tæplega
fjögurra mánaða heimsreisu
sem hún lagði í ásamt kær-
asta sínum, Óskari Páli Elf-
arssyni ljósmyndara, í byrjun
febrúar. Þau eru nú stödd í
Argentínu þar sem þau lifa
eins og innfæddir, borða
nautasteikur, drekka rauðvín
og dansa tangó. Á afmælis-
dag Óskars í byrjun maí fóru
þau í dagsferð til Úrúgvæ í
tilefni dagsins. Hrund hafði
einmitt orð á því á Facebook-
síðu sinni að það hefði aldrei
hvarflað að henni að hún ætti
eftir að segja setninguna: Ég
skrapp í dagsferð til Úrúgvæ!
Ýmislegt hefur drifið á
daga Hrundar og Óskars í
heimsreisunni, en þau hafa
meðal annars farið í fall-
hlífarstökk, synt með höfr-
ungum og snorklað með há-
körlum og skjaldbökum.
Nágranni
Lionels Messi
„Ef ég hefði vitað að ég
labbaði í fangið á honum
þá hefði ég málað mig. En
svona gerast hlutirnir. Hann
talar ekki orð í ensku þessi
elska,“ sagði María Finns-
son á Facebook-síðu sinni.
María hitti Lionel Messi á
gangi í Barcelona og fékk að
taka mynd af þeim tveimur
saman. Hún býr í Gava Mar-
hverfinu og eru þau Messi,
besti knattspyrnumaður
heims, nágrannar.
Rauðhærðir Katrín sýndi tvíburana í fyrsta skipti opinberlega á þriðjudaginn.
Kærðu sig kollótta Drengirnir
kipptu sér ekki mikið upp við alla
fjölmiðlaathyglina sem þeir fengu.
„Eins og vors-
ins blóm“
Þormóður Dagsson, for-
sprakki og söngvari hljóm-
sveitarinnar Tilbury, fékk
fyrsta eintakið af plötunni
Exorcise í hendurnar í vik-
unni og var virkilega sáttur
við útkomuna. „Er kominn
með plötuna með Tilbury í
hendur og hún er falleg eins
og vorsins blóm,“ skrifaði
hann á Facebook-síðu sína.
Þormóður, sem hefur verið
í hljómsveitum á borð við
Jeff Who? og Hudson Wayne
er vanur að sitja fyrir aftan
trommusettið og slá húðirn-
ar. Hann sýnir því á sér nýja
hlið með Tilbury, staðsettur
fremstur á sviðinu.
Fjölmargir kunna að
meta stöðuuppfærsluna
hjá Þormóði sem þakkar
fyrir góðar kveðjur og býður
öllum í útgáfupartí vegna
plötunnar sem haldið verður
á skemmtistaðnum Faktorý í
kvöld, miðvikudag.
Fjöldasöngur Hópurinn tók
Óbyggðirnar kalla sem þótti afar
viðeigandi. Mynd: SigRún ÁSa StuRludóttiR
Stjórnaði brekku-
söng á Öræfajökli
Þ
etta vakti töluverða
lukku og þeir sem
kunnu viðlagið tóku
undir,“ segir Róbert
Marshall alþingis-
maður sem stýrði fjölda-
söng á Öræfajökli um síðustu
helgi. Róbert var einn af far-
arstjórum í 100 manna hópi
Ferðafélags Íslands á leið á
Hvannadalshnúk á laugar-
daginn. „Við sungum að sjálf-
sögðu Óbyggðirnar kalla. Það
var viðeigandi. Sumir voru
með hristur en ég ákvað að
taka með mér forláta úkúlele
sem ég á. Þetta er létt hljóð-
færi sem er tilvalið að festa
aftan á pokann og taka með
sér í ferðir,“ segir Róbert sem
er enginn nýgræðingur þeg-
ar kemur að fjöldasöng enda
þekktur fyrir að hafa stjórnað
brekkusöngnum á Þjóðhátíð
þegar Árni Johnsen var vant
við látinn. Aðspurður segir
hann aðstæður ólíkar á toppi
Öræfajökuls og inni í Herjólfs-
dal. „Það var töluvert kaldara
á jöklinum en samt hin fínasta
stemming. Það er alltaf gott að
syngja til fjalla.“
Róbert hefur verið með
fjallgöngubakteríuna frá
barnsæsku. „Ég var í skát-
unum og svo kviknaði þessi
áhugi aftur fyrir um það bil
15 árum. Síðan hef ég tölu-
vert farið til fjalla og dett af
og til inn sem afleysingafarar-
stjóri í þessum 52 fjalla hópi.
Þetta var í þriðja skiptið sem
ég fer á Hvannadalshnúk en í
þetta skiptið var ekki farið alla
leið upp þar sem allt skyggni
hvarf og úrkoma var töluverð
um tíma. Þegar það er nýfall-
inn snjór á sprungusvæði er
ekki óhætt að fara áfram enda
ekki til neins að fara upp þeg-
ar skyggnið er ekkert. Þessi
hnjúkur er hrekkjóttur og
hreinsaði sig klukkutíma eftir
að við snérum við. En þannig
er þetta bara.“
Róbert segist aldrei hafa
spilað á hljóðfæri jafn hátt
yfir sjávarmáli líkt og um síð-
ustu helgi. „En ég hef sung-
ið Krummi svaf í klettagjá á
toppi Kilimanjaro sem eru
tæpir 6.000 metrar á hæð en
þangað fór ég fyrir níu árum.“
Þrátt fyrir að hafa klifið eitt
frægasta fjall veraldar segir
hann íslensku fjöllin vel þess
virði að klífa. „Að stunda fjall-
göngu hér heima er alls ekkert
grín og að fara upp á Hvanna-
dalshnúk er á við heilt mara-
þon. Þetta er ein lengsta
dagleið á fjöllum í Evrópu.
Hækkunin er gríðarleg. Ég hef
verið í fjallgöngum í Ölpunum
en hvergi er farið svona hátt
og niður aftur á sama deg-
inum og hérna. Yfirleitt gista
menn bara uppi,“ segir hann
og bætir við að hann hafi mörg
fjöll í sigtinu. Hrútfellstind-
ar séu hins vegar í uppáhaldi
hér heima. „Hrútfellstindar
er næsti bær við Hvannadals-
hnúk. Að mörgu leyti er það
fjölbreyttari leið auk þess að
umhverfið er mjög glæsilegt
og útsýnið einstaklega fagurt.
Þetta svæði er með því falleg-
asta sem gerist á Íslandi.“
indiana@dv.is
n Róbert Marshall stýrði fjöldasöng á leiðinni upp á Hvannadalshnúk