Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Síða 4
4 Fréttir 14. maí 2012 Mánudagur
Snælduvitlaust veður
n Björgunarsveitir voru á ferð og flugi á sunnudag
B
jörgunarsveitir Slysavarna-
félagsins Landsbjargar höfðu
í nægu að snúast á sunnudag
enda var veður víða með ein-
dæmum slæmt á landinu. Dagurinn
hófst á Hvammstanga en þar var ósk-
að eftir aðstoð björgunarsveitarinnar
klukkan hálf tíu þar sem trampólín
og aðrir lausamunir voru farnir að
fjúka.
Kallaðar voru út björgunarsveit-
ir á höfuðborgarsvæðinu til að-
stoðar í Esjunni en þar hafði maður
veikst á göngu og var hann borinn
niður. Þyrla gæslunnar var einnig
kölluð út en hún gat ekki athafnað
sig vegna veðurs á svæðinu. Á Vest-
fjörðum voru sveitir kallaðar út þar
sem franskir ferðamenn óskuðu eftir
aðstoð við að komast niður af Klett-
hálsi. Þar var veður farið að versna,
snjór yfir öllu og þeir ekki vanir að
keyra við þessar aðstæður. Björgun-
arsveitin á Hólmavík var kölluð út
þar sem veður var orðið snælduvit-
laust á Steingrímsfjarðarheiði. Þar
höfðu bílar lent í talsverðum vand-
ræðum en ekkert ferðaveður var á
heiðinni langt fram eftir degi. Köll-
uð var út björgunarsveitin á Vopna-
firði þar sem hestamaður hafði ekki
skilað sér heim en talið var að hann
væri á Brekknaheiði. Fljótlega eft-
ir að sveitin var farin til leitar skil-
aði hann sér til byggða heill á húfi.
Björgunarsveitin á Blönduósi var
einnig kölluð út til að aðstoða bíl sem
lenti í vandræðum á Þverárfjallsvegi.
Björgunarsveitir á Austurlandi höfðu
einnig í nógu að snúast og voru þær
meðal annars kallaðar á Fjarðarheiði
þar sem færð spilltist þegar líða tók
á sunnudaginn. Veður þar var mjög
slæmt. Samkvæmt spá Veðurstofu
Íslands verður áfram nokkuð kalt í
veðri, þó sérstaklega á Norðurlandi
og Vestfjörðum, og ekki loku fyrir
það skotið að þar muni snjóa. Lands-
björg hvetur því alla sem verða á far-
aldsfæti til að skoða veðurspár vel og
fara ekki af stað nema á vel útbúnum
bílum.
L
aun Kára Arnórs Kárason-
ar, framkvæmdastjóra lífeyr-
issjóðsins Stapa, hækkuðu
um 15,6 prósent árið 2011 frá
árinu 2010. Árslaun Kára árið
2010 voru rétt rúmar fjórtán milljón-
ir króna, eða 1.170 þúsund krónur á
mánuði. Árslaun hans fyrir árið 2011
voru hins vegar mun hærri, eða 16,6
milljónir króna. Sú upphæð samsvar-
ar 1.388 þúsund krónum á mánuði.
Þetta kemur fram í ársskýrslum Stapa
fyrir árin 2010 og 2011 sem eru að-
gengilegar á heimasíðu sjóðsins. Stapi
lífeyrissjóður sér um rekstur Lífeyris-
sjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar.
Tapaði 30 milljörðum
Launahækkun Kára er athyglisverð ef
skoðað er tap sjóðsins á árunum frá
2008 til 2010. Í skýrslu úttektarnefndar
lífeyrissjóða sem gefin var út í febrúar
síðastliðnum kemur fram að tapið hafi
í heildina numið tæpum 28 milljörð-
um króna. Stapi tapaði 11,6 milljörð-
um króna hrunárið 2008, 15,4 millj-
örðum árið 2009 en 709 milljónum
króna árið 2010. Þrátt fyrir þetta rúm-
lega 700 milljóna króna tap árið 2010
hækkuðu laun Kára á síðasta ári.
Heildarfjárhæð launa hjá Stapa
hækkaði einnig frá árinu 2010 til árs-
loka 2011. Árið 2010 nam heildar-
fjárhæð launa hjá sjóðnum 70,9
milljónum og launatengd gjöld 16,8
milljónum króna. Árið 2011 nam
heildarfjárhæð launa hins vegar 74,9
milljónum króna og launatengd gjöld
18 milljónum króna.
Tjáði sig ekki
DV hafði samband við Kára Arnór á
sunnudag til að fá útskýringar á launa-
hækkuninni. Kári vildi ekki ræða við
blaðamann og gaf honum ekki færi á
að bera erindið upp á þeim forsend-
um að það væri sunnudagur. „Heyrðu,
ég var að segja þér að, hérna, viltu ekki
leyfa mér að vera í friði í dag? Bara
virða það,“ sagði Kári. DV vildi einn-
ig ræða við Kára um þá stöðu sem
komin er upp eftir að Hæstiréttur vís-
aði í síðustu viku frá kröfu sjóðsins á
hendur Straumi. Málið á rætur sínar
að rekja til þess að lögmannsstofa líf-
eyrissjóðsins á Akureyri lýsti of seint
kröfu sjóðsins, um fimm milljörðum
króna, í bú Straums. Með dómi sínum
snéri Hæstiréttur við dómi héraðs-
dóms og sýknaði Straum. Kári lét þó
hafa eftir sér í fréttum RÚV í síðustu
viku að verið væri að skoða hvort fara
ætti í skaðabótamál gegn lögmanns-
stofunni.
Launaskrið hjá toppunum
„Ég hef tekið saman rekstrarkostnað
lífeyrissjóðanna einu sinni á ári og
borið saman árin á undan. Mér sýnist
forstjórarnir almennt vera á töluverðu
launaskriði,“ segir Ragnar Þór Ingólfs-
son, stjórnarmaður í VR. Ragnar hef-
ur verið duglegur við að benda á það
sem betur má fara í starfsemi lífeyris-
sjóðanna og hann segir að launamálin
séu eitt af því. Í samantekt sem hann
gerði árið 2010 um rekstur sex stærstu
lífeyrissjóðanna árið 2009 kemur fram
að rekstrarkostnaðurinn nam rúm-
lega 2,1 milljarði króna, þar af nam
launakostnaður rúmlega 1,1 milljarði
króna.
„Það er allt að fara í sama farið. Það
er það sem við erum að horfa á,“ seg-
ir Ragnar. „Það er bara verið að gefa,
bæði almenningi og sjóðsfélögum,
puttann. Það er ekkert flóknara en
það. Menn hafa séð það hingað til að
þeir hafa komist upp með nánast hvað
sem er. Svo eru forstjórarnir að kom-
ast á sama launaskrið sem er ekkert
í líkingu við það sem fólkið í landinu
upplifir. Það er beinlínis verið að gefa
almenningi puttann. Það er ekkert til-
efni til að hækka laun þessara manna.
Bara frammistaðan gefur tilefni til að
þeir eigi hreinlega að víkja og allra síst
hækka í launum. Þetta er algjörlega
ólíðandi.“
Launahækkun þrátt
fyrir milljarðatap
n Launin hækkuðu um 200 þúsund á mánuði n Töpuðu 28 milljörðum
Einar Þór Sigurðsson
blaðamaður skrifar einar@dv.is
Þórður Ingi Jónsson
blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is
„Það er allt
að fara í
sama farið. Það
er það sem við
erum að horfa á
Launahækkun Árslaun Kára árið 2010
voru rúmar 14 milljónir króna. Árið 2011 voru
árslaunin hins vegar 16,6 milljónir króna.
Ólíðandi Ragnar Þór segir
að svo virðist sem æðstu
stjórnendur lífeyrissjóða séu
á launaskriði. Hann segir
að í raun sé verið að gefa
almenningi puttann.
Slæm færð Veður var víða slæmt á sunnudag
og höfðu björgunarsveitir í nógu að snúast.
Grafa risti í sundur klettabelti
Náttúruspjöll
á Úlfarsfelli
Undanfarna daga hefur bel-
tagrafa unnið mikil umhverfis-
spjöll á Úlfarsfelli, einni helstu
útivistararparadís höfuðborg-
arinnar. Sár eru komin í efsta
tind fjallsins. Grýttur vegarslóði
sem liggur upp á hátind fjallsins
hefur verið breikkaður. Þá hefur
verið grafinn djúpur skurður í
áður óspjallað land og meðal
annars rist í sundur klettabelti.
Sjá má för eftir beltagröfuna um
fjallið þar sem áður var óspjall-
að land.
Vikulega fara hundruð
manna á Úlfarsfell sem er undir
forræði Reykjavíkur og Mos-
fellsbæjar. Fjallið þykir einkar
hentugt til útvivistar en þessi
náttúruperla er miðsvæðis á
höfuðborgarsvæðinu. Um-
gengnin og spjöllin á fjallinu
hafa valdið undrun og reiði
þeirra sem leið eiga um.
Á hátindi Úlfarsfells er
endurvarpsstöð og virðist sem
framkvæmdirnar nú tengist
stöðinni.