Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Síða 10
10 Fréttir 14. maí 2012 Mánudagur
„Þarf ekki að sanna
ásetning til fjártjóns“
Á
kærðu brutu vissulega gegn
verklagsreglum sparisjóðs-
ins, en það eitt leiðir ekki
til þess að ályktað verði að
ásetningur þeirra hafi stað-
ið til þess að misnota aðstöðu sína
og stefna fé sparisjóðsins í stórfellda
hættu eins og þeir eru ákærðir fyrir.“
Þetta eru orðin í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur í Exeter Holdings-mál-
inu sem Hæstiréttur Íslands þarf að
taka afstöðu til hvort séu rétt. Í þess-
um orðum endurspeglast skilningur
héraðsdómarans Arngríms Ísberg,
og meðdómara hans, Einars Ingi-
mundarsonar, á þeirri grein hegn-
ingarlaganna þar sem fjallað er um
umboðssvik. Tveir sakborninganna
í málinu, Jón Þorsteinn Jónsson og
Ragnar Z. Guðjónsson, sæta ákæru
fyrir umboðssvik.
Munnlegur málflutningur var í
Hæstarétti á föstudaginn þar sem
saksóknarinn Björn Þorvaldsson
hélt því fram að ofangreindur skiln-
ingur Héraðsdóms á 249. grein al-
mennra hegningarlaga væri rangur.
„Þessi villa meirihlutans leiðir síð-
an til þeirrar niðurstöðu sem raun
ber vitni.“ Björn krafðist fjögurra og
hálfs árs fangelsis yfir Jóni Þorsteini
og Ragnari Z. í lok málflutningsræðu
sinnar í Hæstarétti. Saksóknarinn
krafðist auk þess að Styrmir Braga-
son, fyrrverandi forstjóri MP Banka,
yrði dæmdur fyrir hlutdeild í um-
boðssvikabroti þeirra en einnig fyrir
peningaþvætti.
Exeter-snúningurinn
Ragnar Z. Guðjónsson, Jón Þor-
steinn Jónsson og Styrmir Bragason
voru í fyrrasumar sýknaðir af ákæru
um umboðssvik í Exeter-málinu í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Einn dóm-
ari af þremur skilaði séráliti og vildi
sakfella Ragnar Z. og Jón Þorstein en
tók undir sýknudóm meirihlutans
yfir Styrmi. Málið snýst um tvær lán-
veitingar sem Byr veitti félaginu Ex-
eter Holdings í október og desember
2008, upp á samtals 1.000 milljónir
króna, til að kaupa stofnfjárbréf í Byr
af helstu stjórnendum sparisjóðsins,
meðal annars ákærðu, Jóni Þorsteini
og Ragnari Z.
MP Banki hafði upphaflega fjár-
magnað stofnfjárkaup þeirra og
krafði þá Jón Þorstein og Ragnar Z.,
og nokkra samstarfsmenn þeirra,
um endurgreiðslu á láninu vegna
lækkandi verðs á bréfunum í Byr.
Einhverjir af þeim aðilum sem áttu
stofnfjárbréfin sem keypt voru, með-
al annars Jón Þorsteinn, voru í pers-
ónulegum ábyrgðum fyrir lánunum
frá MP Banka. Lendingin varð sú að
þeir Jón Þorsteinn og Ragnar Z. létu
Byr fjármagna endurgreiðsluna á
lánunum eftir að hafa ráðfært sig um
málið við Styrmi Bragason.
Hagsmunir sakborninganna
Björn Þorvaldsson hamraði á því í
Hæstarétti á föstudaginn að allir sak-
borningarnir hefðu haft hagsmuni af
þessari lausn í málinu. „Þessi lausn
hentaði öllum ákærðu vel þó aðra
sögu hafi verið að segja um Byr.“
Útskýring hans á hagsmunum MP
Banka og Styrmis var á þá leið að
komið hefði verið í veg fyrir fjárhags-
legt „tjón“ bankans og hann hefði
fengið lausafé á „erfiðum tímum“
eftir bankahrunið 2008. Saksókn-
ari benti á að Byr hefði borið skarð-
an hlut frá borði í viðskiptunum þar
sem sparisjóðurinn hefði verið not-
aður til að fjármagna uppgreiðslu
lánanna við MP Banka.
Niðurstaða Björns er sú að sak-
borningarnir hafi framið brotin sjálf-
um sér til hagsbóta og að þeir eigi sér
engar málsbætur.
Þarf ekki ásetning til fjártjóns
Dágóður hluti af málflutningsræðu
Björns fór í að gagnrýna niðurstöðu
Héraðsdóms en inntakið í þeirri
gagnrýni er að ekki þurfi að sanna
ásetning til fjártjóns til að menn séu
dæmdir fyrir umboðssvik, líkt og
haldið var fram í dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur. „Það þarf ekki að sanna
ásetning til fjártjóns, einungis vitn-
eskju um að fjártjónsáhætta hafi ver-
ið fyrir hendi,“ sagði Björn.
Vísaði hann þar til þess að
stjórnendum Byrs hefði mátt vera
fullljóst að fjármunirnir sem lánað-
ir voru út úr Byr, með veði í stjórn-
fjárbréfunum sem keypt voru,
hefðu verið tapaðir þegar lánveit-
ingarnar áttu sér stað í ljósi banka-
hrunsins og þess 15 til 20 milljarða
króna taps sem sparisjóðurinn stóð
frammi fyrir á þeim tíma sem lán-
in voru veitt. Lögmenn sakborning-
anna héldu því hins vegar fram fyrir
dómi að sanna þyrfti að fjártjóns-
hættan hefði verið til staðar þeg-
ar lánin voru veitt til að hægt yrði
að sanna umboðssvikin sem tveir
hinna ákærðu eru vændir um til að
hægt yrði að sakfella þá.
Til þessa ágreiningsefnis þarf
Hæstiréttur Íslands nú að taka af-
stöðu.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Í Hæstarétti Reynir Karlsson sést hér fyrir framan umbjóðanda sinn, Jón Þorstein Jónsson, í Hæstarétti Íslands eftir málflutninginn á
föstudaginn. Bak við þá sést Ragnar Hall ásamt umbjóðanda sínum, Styrmi Bragasyni.
n Hæstiréttur tekur afstöðu til Exeter-málsins n Ákært fyrir umboðssvik
„Þessi lausn hent-
aði öllum ákærðu
vel þó aðra sögu hafi ver-
ið að segja um Byr.
Lilja Mósesdóttir:
Niðurgreiðum
lífeyrissjóðina
„Íbúðalánasjóður lánar til al-
mennings á kjörum sem tryggja
að lífeyrissjóðirnir fá viðunandi
raunávöxtun að þeirra mati.“ Þetta
segir Lilja Mósesdóttir þingmað-
ur á bloggsíðu sinni. Lilja gerir
Íbúða lánasjóð og lífeyrissjóða-
kerfið að umtalsefni í pistli sínum
og minnir á að hlutverk Íbúða-
lánasjóðs sé meðal annars að
tryggja lánsframboð til tekjulágra
einstaklinga og þeirra sem búa
á jaðarsvæðum. Ávöxtunarkrafa
sjóðsins taki lítið tillit til mark-
aðsaðstæðna í niðursveiflu og
almenns forsendubrests eins og
ríkir í samfélaginu í dag.
Þegar bankar bjóða hagstæð-
ari kjör en lífeyrissjóðirnir eru
tilbúnir að sætta sig við á skulda-
bréfum Íbúðalánasjóðs flýr fólk
sjóðinn. Ríkið eykur eigið fjár-
framlag sitt þegar uppgreiðslur
eru meiri en útlán hjá sjóðnum
og þegar lántakendur geta ekki
lengur staðið undir greiðslu- og
skuldabyrðinni vegna forsendu-
brests. Þannig ver ríkissjóður líf-
eyrissjóðina gegn skyndilegri
uppgreiðslu og útlánatapi Íbúða-
lánasjóðs,“ segir Lilja og bætir við
að Íbúðalánasjóður sé því enn
eitt tækið sem ríkissjóður notar til
að tryggja viðunandi afkomu líf-
eyrissjóðanna á kostnað almanna-
tryggingakerfisins.
„Hin stuðningstækin eru verð-
trygging og skattur á útgreiðslur
en ekki inngreiðslur í sjóðina.
Verðtryggingin tryggir sjóðnum
örugga ávöxtun í sveiflukenndu
hagkerfi sem gerir allar spár um
verðbólguþróun háða mikilli
óvissu. Óskattaðar inngreiðslur
í sjóðina auka umsvif þeirra um
40%. Sjóðirnir fá peninga skatt-
greiðenda til ávöxtunar án þess að
krafa sé gerð um að þeir endur-
greiði höfustólinn þegar hann tap-
ast eða rýrnar.“
Lilja tekur fram að á fyrstu
fjórum mánuðum þessa árs hafi
meira verið greitt upp af lánum
Íbúðalánasjóðs en sjóðnum hafi
tekist að lána út. Mismunurinn sé
um 1,3 milljarðar króna. Hópur
fólks hafi flúið sjóðinn til að nýta
sér lægri vexti á óverðtryggðum
lánum viðskiptabankanna. „Upp-
greiðsla lána hjá Íbúðalánasjóði
ógnar enn á ný rekstrargrundvelli
sjóðsins. Ástæðan er sú að Íbúða-
lánasjóður getur ekki greitt upp
skuldabréf sjóðsins sem lífeyris-
sjóðirnir hafa keypt með ákvæð-
um sem banna uppgreiðslu.“