Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Page 12
„Ég vil fá sjálfs-
virðinguna aftur“
12 Fréttir 14. maí 2012 Mánudagur
É
g vil segja sögu mína öðrum
til varnaðar, ég vil ekki að fleiri
þurfi að þjást eins og ég gerði. Ég
fæ ekki líf mitt til baka, en ég vil
fá sjálfsvirðinguna aftur,“ segir
Lára Kristín Brynjólfsdóttir, glæsileg,
ung kona sem kemur til fundar við
blaðamann á ritstjórnarskrifstofu DV.
Lára er menntuð í sjúkraflutning-
um og starfar við heimahjúkrun hjá
Reykjavíkurborg. Hún er með réttindi
til þess að starfa á sjúkrabíl. Áður starf-
aði hún sem sjúkraliði á slysadeild
Landspítalans. Hún fær ekki að starfa
þar aftur þótt hún óski þess heitt.
Ástæðan er sú að í fyrra var hún tekin
þaðan með valdi þar sem hún var við
vinnu á slysavarðstofunni og flutt með
aðstoð lögreglu á geðdeild þar sem
hún var vistuð í marga mánuði.
Lára var talin með geðklofa og
hættuleg sjálfri sér, sprautuð niður
með svo sterkum geðlyfjum að auka-
verkanirnar voru meðal annars þær
að brjóst hennar fylltust af mjólk, hún
missti alfarið stjórn á hreyfingum
og skynjun og réð til dæmis ekki við
munnvatnskirtla svo munnvatn rann
hindrunarlaust úr munni hennar.
Sárt að vera til
Í dag vinnur hún hægt og rólega að
því að byggja upp líf sitt aftur eftir
erfiða reynslu. Hún er ekki talin með
geðklofa lengur. Þeirri greiningu er af-
létt. Það hefur komið í ljós að hún er
með einhverfu og leitar sér nú stuðn-
ings hjá fagaðilum þess vegna. „Ég hef
fengið að vita að ég er á einhverfurófi
en bíð nú eftir staðfestri greiningu.
Því fyrr sem ég fæ hana, því fyrr get
ég hafist handa við að fyrirgefa sjálfri
mér og öðrum. Það hefur nefnilega
verið svo afskaplega sárt að vera til.“
Á yfirborðinu virðist Lára vera
sjálfsörugg, ákveðin kona. Þegar hún
mætir til viðtals við blaðamann koma
þó hamlanir hennar fljótt í ljós.
Henni finnst erfitt að horfa beint á
blaðamann. Ástæðan er sú að skyrtan
sem blaðamaður er í þann daginn er
skærrauð og það truflar hana mikið.
„Þú ert í rauðri skyrtu og svo ertu með
græn augu, það truflar mig,“ segir hún
og reynir að ná augnsambandi við
blaðamann. Eitthvað við þá tilraun er
vélrænt.
Ástæða þeirra truflana sem hún
verður fyrir er sú að Lára Kristín er
einhverf. Meðan hún segir blaða-
manni sögu sína heyrir hún jafnmik-
ið í blaðamanni og umferðinni úti
við, masinu í blaðamönnum frammi,
símhringingum og vindhviðum. Öll
hljóð heyrir hún á sama styrk. Þannig
skyntruflanir eru algengar meðal ein-
hverfra.
„Ætíð verið skrítin stelpa“
Frá barnæsku hefur Lára verið höml-
uð. Móðir hennar fór með hana til
læknis þegar hún var aðeins sex mán-
aða en var sagt að hafa ekki frekari
áhyggjur. Hún reyndi ítrekað að fá að-
stoð en var sagt að hún væri einfald-
lega erfið og það ætti eftir að þroskast
af henni.
Sú varð ekki raunin og hamlanir
Láru reyndust henni erfiður þrösk-
uldur í lífinu. „Ég var alltaf hrædd og
ég grét stanslaust – ég átti enga vini og
vildi bara vera með kennurunum í frí-
mínútum því ég var hrædd við krakk-
ana. Það varð alltaf að passa upp á
breytingar í umhverfi mínu því ég
varð svo hrædd. Mamma var ráða-
laus, ég var með svo mikla þráhyggju.
Enda fékk ég fljótt þá greiningu innan
geðkerfisins að ég væri með kvíða og
þráhyggju. Þekking á einhverfu var
minni en í dag, hvað þá einhverfu
stúlkna. Þegar ég ræði um barnæsku
mína við fagaðila sem þekkja ein-
kenni einhverfu er æska mín mörkuð
af henni.
Ég hef ætíð verið skrítin stelpa,
upplifði mikla vanlíðan en áttaði mig
þó ekki á því hvað var að. Mikil þrá-
hyggja heltók mig þegar ég var korna-
barn og birtist hún fyrst í því að ég
stóð við ljósarofann og ýtti á takkann
ítrekað þar til ég var stoppuð eða per-
an sprakk. Ég átti enga vini, ég grét all-
an daginn og skildi sjálfa mig illa.“
Eins og margir aðrir einstaklingar
með einhverfu hefur hún alltaf haft
skerta líkamsvitund. „Ég hafði ekki
þyngdarafl í líkamanum og upplifði
mig ekki part af veröld heldur ein-
stæða manneskju og skildi ekki aðra.
Ég var heltekin af kvíða og depurð og
skildi ekki hvað var að.“
Talin með anorexíu
Eitt af því sem kveikir á viðvörunar-
bjöllum fagaðila hvað varðar ein-
hverfu stúlkna í dag er þráhyggja
gagnvart mat. Lára var lögð inn á geð-
deild í fyrsta skipti sextán ára gömul.
Hún var hætt að borða og taldi allan
mat skaðlegan. Hún fékk þá greiningu
að hún væri með anorexíu. Lára út-
skýrir hins vegar að ástæðan fyrir því
að hún hafi ekki viljað borða hafi ekki
verið vegna útlitsins og ekki til þess að
fá athygli. Hún var einfaldlega hrædd
við að borða og fannst hún ekki geta
það. Meltingarferlið hræddi hana,
hún fann ekki fyrir því og skynjun
hennar á því var mjög trufluð.
„Ég hætti að borða vegna þrá-
hyggju minnar um að matur væri
skaðlegur. Ég var þá 47 kíló og 172
á hæð, ég borðaði ekki matarbita í
marga mánuði heldur drakk bara
kókómjólk, ég grét stanslaust og sagði
læknunum að ég gæti ekki borðað,
maturinn kæmist ekki niður í maga og
ég skynjaði ekki vélindað mitt, kyng-
ingu eða þá staðreynd að ég væri með
háls. Þarna kom fyrsti stimpill geð-
heilbrigðiskerfisins án þess að hlust-
að væri á mig og hræðilega upplifun
mína. Ég var talin vera með anorexíu
og heltekin af líkamsímynd minni.“
Lára á enn erfitt með fæðu og það
að velja sér mat að borða. „Ég borða
oft bara karamellujógúrt. Ég kann að
borða hana. Ég get ómögulega útskýrt
hvers vegna, en ég er ófær um að velja
mér að borða og borða á réttum tíma.
Ég þyrfti eiginlega að hafa einhvern
að elta, hvað það varðar. Ég myndi þá
borða það sem væri í boði og á þeim
tíma sem til er ætlast.“
Sjálfsmeiðingar og vanlíðan
Vanlíðan Láru jókst eftir því sem árin
liðu og skynjunartruflanir urðu viða-
meiri og tóku meira á hana. Einhverf-
ar stúlkur eru samkvæmt rannsóknum
í mikilli áhættu hvað varðar sjálfs-
meiðingar og sjálfsvígstilraunir. Lára
er enn með ör eftir að hafa skorið sig
í hendurnar, hún hefur látið húðflúra
yfir örin, falleg blóm og hvatningar-
orð. „Ég hætti að skynja umhverfi mitt,
tímaskyn mitt var brenglað og ég fann
mig ekki í líkama mínum, ég skildi ekki
hendur mínar eða fætur né heilastarf-
semi mína sem átti að stjórna þessu
fyrirbæri sem hékk á mér og ég tók upp
á því að skera mig í hendurnar, helst
fast, bæði svo ég yrði vör við blóð sem
þýddi að ég var manneskja og síðan
sár sem þýddi að ég var raunveruleg
en ekki skjávörpuð mynd á jörðinni.“
Fékk jaðarpersónu leika
greiningu
Lára fékk eftir sjálfsmeiðingarnar þá
greiningu að hún væri með jaðar-
persónuleikaröskun. Eftir að hafa
skorið sig djúpum skurði var hún flutt
á slysavarðstofu og segir lögreglu hafa
handjárnað sig við rúmið.
„Skurðurinn var heldur djúpur og
það varð að sauma, lögreglan hand-
járnaði mig við rúmið mitt þannig
að ég lá með höfuðið ofan í kodda.
Ég varð ofboðslega hrædd, eigin-
lega sturluð af hræðslu. Það þurfti
að sprauta mig niður með lyfjum og
svæfa mig. Stuttu seinna var ég svo
lögð inn á geðdeild.“
Greiningin varð þess valdandi að
hún fékk ekki framar aðstoð bráða-
móttöku geðdeildar ef eitthvað bját-
aði á. Henni var snúið við í mót-
tökunni.
„Vegna þess að einstaklingar með
„borderline“ eiga ekki heima innan
veggja bráðageðdeildar, þessi sjúk-
lingahópur er ekki talinn hafa góð not
fyrir slíkar innlagnir.“
Ruslakistugreining
Þessa greiningu hafði Lára í fjölmörg
ár og reyndi að lifa með henni eft-
ir bestu getu. Hún einangraði sig frá
heiminum og fylltist skömm á sjálfri
sér. „Ég dvaldi dögum saman inni
í herbergi mínu og talaði ekki við
nokkurn mann. Ég gerði það ekki
vegna þess að ég skildi ekki fólk, ég
var blind á huga annarra og óttaðist
oftast að ég væri ekki til, með blóð
eða líffæri. Ég skildi ekki vináttu eða
þörf fólks fyrir vináttu. Ættingjum
mínum og fjölskyldu fannst ég stór-
furðuleg og forðuðust mig meira
en að hjálpa. Ég var þessi erfiða, þú
veist, þessi með jaðarpersónuleik-
aröskunina sem vantar athygli. Það
er svona ruslakistugreining í raun, og
hefur verið rætt um það í fjölmiðlum
að margir hverjir sem eru í þessari
ruslakistu eigi kannski við hræðilega
sjúkdóma eða heilkenni að stríða
en er beint út úr kerfinu og látið líða
illa með sjálfu sér vegna fordóma og
rangra greininga.
Ég var alveg búin, ég hafði náð að
mennta mig í sjúkraliðanum, en ég
lærði efnið sjálf heima og mætti sjald-
an í skóla. Ég gat það ekki, en ég fékk
samt fínar einkunnir.“
Fann fyrir fordómum
vinnufélaganna
Áhugi Láru á bráðaþjónustu var ákaf-
lega mikill. Hún ætlaði sér að verða
sjúkraflutningamaður og var á góðri
leið. Hún fékk vinnu sem sjúkraliði
á slysavarðstofu Landspítalans og
fannst hún vera að láta drauma sína
rætast. Meðan vel gekk fann hún hjá
sér þörf fyrir að ræða um veikindin og
fór í viðtal í Vikunni og Íslandi í dag.
Þar ræddi hún um veikindin og for-
dómana sem henni fannst hún finna
fyrir í geðheilbrigðiskerfinu.
Eftir viðtalið fann hún fyrir mikl-
um fordómum vinnufélaga sinna og
á sama tíma fann hún hvernig álagið
var að buga hana. Skyntruflanir henn-
ar urðu óviðráðanlegar og að viðbætt-
um kvíða og ofsahræðslu missti hún
tökin á tilverunni.
„Skynjunarerfiðleikar mínir hafa
alltaf verið einhverjir, venjulega trufla
þeir mig ekki. Ég næ að laga þá að líf-
inu. En á þessum tíma voru öll ljós
of björt og stundum sá ég allt svart-
hvítt, ég varð að klípa mig til þess að
finna sjálfa mig í rúminu og gekk með
hendur uppi eins og standandi mús
til þess að sjá þær.
Ég var orðin hræðilega veik, ég
starfaði á draumastarfssviði mínu á
slysavarðstofunni, ég mætti á hverja
vakt og var aldrei veik, og ef ég varð
veik þá var ég sú síðasta sem skildi
það. Ég kann ekki að vera veik vegna
þess að ég upplifi mig ekki rétt, hve-
nær er ég til dæmis nógu veik til að
vinna ekki?
Ég var dugleg á við her í vinnunni,
kurteis og klár, en mjög lokuð. Lifði
í annarri veröld en þó ekki hættuleg
neinum og ábyrg í vinnu enda toppn-
emandi. Ég hafði komið fram í Íslandi í
dag og Vikunni og ég fékk að finna fyrir
því frá starfsfólki að það væri ekki við-
eigandi. Enginn talaði við mig, ég var
þessi ósýnilega sem er ótrúlega skrít-
in en samt dugleg og vinaleg. Sögurn-
ar komust auðvitað á kreik, að þarna
hefði ég einu sinni komið með sár á
púlsi og verið sprautuð niður, það var
litið niður á mig og ég upplifði mig
verða fyrir meira einelti en í skóla, ég
minni á að þetta var í hópi fagfólks sem
lét verr en óþroskaðir skólakrakkar.
Ég grét alltaf eftir vinnu vegna þess
að ég kunni ekki að vera eins og hinir,
og skildi ekki hvernig ég var frábrugð-
in. Ég bað lækni minn að taka mynd
af heilanum til að sýna honum að það
væri eitthvað að en ekkert sást. Ég
skildi ekki veröldina en mætti þó alltaf
í vinnu. Ég veit vel að ég var furðuleg á
þeim tíma. Ég var til dæmis í tíma og
ótíma að skoða á mér hendurnar. Ég
var svo hrædd, en enginn gat hjálpað
mér. Ég fann stelpur sem voru með
borderline og engin upplifði neitt af
þessu, ég var svo frábrugðin og ég var
svo vansæl.“
Tekin með valdi
af vinnustaðnum
Svo fór að ástand Láru var metið það
slæmt að læknir vildi láta leggja hana
inn á geðdeild. „Þeir voru bara að upp-
lifa einhverfuna og misskildu hana
sem geðklofa. Þessi læknir þekkti mig
ekki. Ef hann hefði þekkt mig úr barn-
æsku, hefði þetta aldrei gerst.“
n Lára Kristín Brynjólfsdóttir var nauðungarvistuð í marga mánuði n Einhverf en talin með geðklofa
„Enginn
talaði við
mig, ég var þessi
ósýnilega sem er
ótrúlega skrítin
en samt dugleg
og vinaleg
Sárt að vera til „Ég hef fengið að vita að
ég er á einhverfurófi en bíð nú eftir stað-
festri greiningu. Því fyrr sem ég fæ hana,
því fyrr get ég hafist handa við að fyrirgefa
sjálfri mér og öðrum. Það hefur nefnilega
verið svo afskaplega sárt að vera til.“
Kristjana Guðbrandsdóttir
blaðamaður skrifar kristjana@dv.is