Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Side 13
„Ég vil fá sjálfs-
virðinguna aftur“
Fréttir 13Mánudagur 14. maí 2012
Lára vildi að sjálfsögðu ekki láta
vista sig á geðdeild og gekk út úr við-
talinu. Hún fór þaðan í vinnu sína á
slysavarðstofuna. „Móttökurnar sem
ég fékk þar settu sár á sálina sem eiga
aldrei eftir að gróa,“ segir Lára frá.
„Tveir einkennisklæddir lögreglu-
menn biðu eftir mér þegar ég gekk inn
í matstofu okkar sem var full af starfs-
fólki á vaktaskiptum, ég var tekin með
valdi fyrir framan alla og leidd út í lög-
reglubíl í spítalasamfestingnum mín-
um. Ég var lögð inn á geðdeild og var
greind með ofsóknargeðklofa.“
Eins og margir sem eru fluttir með
nauðung á geðdeild varð hún reið.
„Ég varð reið yfir því að hafa verið
tekin svona úr vinnunni fyrir framan
alla í stað þess að hafa með einhverj-
um hætti fengið varnaðarorð í viðtali
við geðlækni minn. Ástæða þess að ég
var greind með ofsóknargeðklofa var
sú að ég var í mínum eigin heimi, fjar-
ræn og í furðulegum stellingum. Það
er ekkert nýtt í mínu fari. Þannig hef
ég verið síðan ég fæddist en misslæm.“
Brjóstin fylltust af mjólk
Lýsingar Láru á þeirri meðferð sem
hún var látin gangast undir með
nauðung eru skelfilegar. Sérstaklega
í ljósi þess að greiningu á geðklofa
hefur verið aflétt. Stóran hluta þess
tíma sem Lára var nauðungavistuð
voru henni gefin sterk lyf við geðklofa.
Lyfjameðferðin skilaði ekki þeim ár-
angri sem vonast var til. Hún var um
tíma á lyfinu risperdal en upplifði
heiftarlegar aukaverkanir, meðal ann-
ars fylltust brjóst hennar af mjólk svo
þurfti að mjólka þau á hverjum degi.
Rannsóknir gefa til kynna að það
sé vandasamt að gefa einhverfum
geðlyf, aukaverkanir vegna þeirra
geta orðið töluverðar eins og varð í til-
felli Láru.
En erfiðast fannst henni að reyna
að miðla til annarra sinni eigin upplif-
un. Henni fannst enginn hlusta. Með-
an hún reyndi að segja frá því að hún
heyrði öll hljóð á jöfnum styrk eins
og algengt er með einhverfa, var hún
sögð í afneitun. Að hún heyrði radd-
ir. Lára talaði fyrir daufum eyrum að
eigin sögn.
Hrædd inni á geðdeild
„Ég var læst inni á stofnun og mér var
talin trú um að ég væri alvarlega veik,
ég var sprautuð með geðklofalyfjum
vegna þess að starfsfólkið sagði mig
vera í afneitun á mínum sjúkdómi.
Ef það hefði hlustað eða sett frásagn-
ir mínar í samhengi þá er skelfilega
einfalt að sjá hver vandinn er. Ég var
neydd til þess að verja sex mánuðum
lífs míns á geðdeild. Ég var neydd inn
á lokaða deild með hve veikustu sjúk-
lingunum á Kleppi. Ég veit að ég var
ekki í jafnvægi, ég var ofsalega hrædd
og ég veit að ég er furðuleg. En ég
var með fullu viti, ég var enginn geð-
klofasjúklingur frekar en þegar ég var
þriggja ára.
Loks hættu læknarnir að sprauta
mig með þessum geðklofalyfjum til
að gefa mér tækifæri á að vera eðlileg.
Ég var orðin svo veik af áfallastreitu
að ég skalf og nötraði. Það er erfitt að
lýsa því hversu hrædd ég var, ég kem
því ekki í orð. En ég upplifði að ég ætti
enga undankomuleið. Að líf mitt væri
í hættu. Þess vegna fékk ég líkast til þá
greiningu að ég væri með ofsóknar-
geðklofa. Þeir sem eru haldnir þeim
sjúkdómi hræðast um eigið líf eða
annarra.
Ég var pínd innan veggja stofnana
árið 2011, loks í ágúst áttuðu læknarn-
ir sig á þeim mistökum að hafa greint
mig með ofsóknargeðklofa og leyfðu
mér að fara heim.“
Bannað að ræða
um meðferðina
Láru hefur verið bannað að ræða um
vist sína á geðdeild og má ekki ræða
á opinskáan máta um meðferð sína.
Lára sýndi blaðamanni meðferðar-
samning sem henni er ætlað að und-
irrita.
Meðferðarsamningurinn er í 11
liðum og þar eru tilteknar ýmsar regl-
ur er varða meðferðina. Til að mynda
skipulag viðtala og reglur um samráð.
Í sjötta lið samningsins stendur eftir-
farandi:
„Lára Kristín skuldbindur sig til að
ræða beint við meðferðaraðila sína
ef óánægja kemur upp hjá henni við
meðferðina. Treysti hún sér ekki til
að ræða þetta beint er henni velkom-
ið að koma skriflegri kvörtun áleiðis í
bréfi. Hún mun hins vegar ekki senda
tölvupóst á framkvæmdastjóra geð-
sviðs eða aðra aðila innan spítalans.
Þá mun hún ekki ræða meðferðina í
fjölmiðlum eða á samskiptasíðum á
netinu.“
„Ég á von“
Lára ætlar ekki að sætta sig við að
mega ekki tjá sig og finnst afar mikil-
vægt að fá að ræða um þá valdbeit-
ingu sem hún hefur orðið fyrir. „Ég fæ
ekki líf mitt aftur. Kannski hefði líf mitt
orðið öðruvísi hefði ég fengið hjálp
eins og aðrir einhverfir einstaklingar.
En ég á von. Mér finnst að einhverju
leyti ekki of seint fyrir mig að finna
mig í veröldinni með réttri aðstoð. Ég
veit í dag að í mínu tilfelli voru það
fylgikvillar og afleiðingar sem voru
meðhöndlaðar en ekki það sem raun-
verulega var að. Ég harma auðvitað
hversu skrítin ég er en ég hef ákveð-
ið að gera mitt besta. Bæði fyrir mig
og aðra. Þess vegna verð ég að segja
sögu mína. Ég vil ekki að aðrir þurfi
að ganga í gegnum sömu reynslu. Ég
menntaði mig sem sjúkraflutninga-
maður nýverið. Það er draumastarfið
mitt. En ég fæ líklega aldrei tækifæri
til að sinna því starfi. Því ég er ónýt
eftir meðferð mína innan veggja spít-
alans og virkilega reið og buguð yfir
hvernig starfsfólk má haga sér, vald-
beitingin er ógeðsleg og enginn virð-
ist fylgjast með að farið sé eftir lögum.
Ég bað ítrekað um nýjan lækni
en var neitað. Það var ekki fyrr en ég
talaði við Pál Matthíasson, yfirmann
geðsviðs, að ég fékk beiðnum mínum
svarað. Ég fékk nýjan lækni sem fékk
grun um ástæðu þess að ég var svona
skrítin, í raun hafði kviknað á þess-
ari ástæðu stuttu áður en ekki svona
sterkt. Ég hef farið í taugasálfræðileg
möt og einhverfupróf á Landspítala
sem leiddu í ljós einhverfu og voru
send með forgangi á Greiningarmið-
stöð. Ég vona að ég þurfi ekki að bíða
lengi, því ég vil fá sjálfsvirðinguna
aftur.“
Vill líka hrósa
Lára Kristín vill að það komi fram að
reynsla hennar af geðheilbrigðiskerf-
inu er ekki alslæm. Hún hrósar til að
mynda Helgu Jörgensdóttur, deildar-
stjóra deildar 33C, fyrir að gera deild-
ina fallega og hlýja fyrir skjólstæðinga,
einnig fyrir mikinn metnað sem hún
sýnir við störf og hversu góð hún er
við sjúklinga deildarinnar.
Hún hrósar hjúkrunarfræðingn-
um Jón Ólafi og Jóhönnu Trausta-
dóttur, sjúkraliða á sömu deild, fyrir
kærleika og fagleg vinnubrögð, Auði
félagsliða fyrir vináttu og stuðning,
Angelu deildarlækni sem gaf sér tíma
og yfirlækninum Halldóru Ólafs-
dóttur sem henni fannst sýna fagleg
vinnubrögð. Síðast en ekki síst hrós-
ar hún Páli Matthíassyni fyrir að vilja
breyta og bæta það sem miður fór.
Hrópaði á hjálp en
var sprautuð niður
Lára Kristín telur skýrt að um mann-
réttindabrot sé að ræða og hún seg-
ist aldrei munu jafna sig á þeirri vald-
níðslu sem hún varð fyrir. „Þetta var
algjör skelfing og ótrúlegt að svona
skuli geta gerst árið 2012. Ég var svo
hrædd og hrópaði oft á hjálp. Einu
sinni var mér haldið niðri af sex
manns og ég sprautuð niður meðan
ég kallaði á hjálp. Ég var nauðungar-
vistuð í andstöðu við fjölskylduna,
það var félagsþjónustan sem úrskurð-
aði um vistunina og mamma grátbað
um að það yrði hlustað á okkur. Hún
af öllum vissi vel að svona hef ég verið
alla ævi. Sannleikurinn er sá að ég var
pyntuð innan veggja geðdeildar og
kerfið ver sjálft sig. Þeir munu líkleg-
ast aldrei viðurkenna nein mistök. Ég
hef liðið kvalir og afleiðingarnar eru
óbætanlegar.
Áður en þetta gerðist bjó ég til
dæmis með syni mínum. Hann er
greindur með einhverfu í dag og ég
fæ lítið að sjá hann í dag en hann ólst
upp með mér fyrstu fjögur æviár sín.
Ég fékk ekki einu sinni að leggja nokk-
uð til þegar hann var greindur og það
þótt ég sé móðir hans og hafi annast
hann mest. Ég vil réttlæti. Ég vil að
þetta sé gert upp og ég vil fá sjálfsvirð-
inguna aftur. Ég hefði getað dáið. Það
er á hreinu, pyntingarnar og vanlíð-
anin vegna þeirra var slík.“ n
n Lára Kristín Brynjólfsdóttir var nauðungarvistuð í marga mánuði n Einhverf en talin með geðklofa
Einhverf en talin með geðklofa
Lára skoraði mjög hátt á einhverfuprófi
og hefur verið send áfram í einhverfumat.
„Ég vona að ég þurfi ekki að bíða lengi,
því ég vil fá sjálfsvirðinguna aftur.“
Mynd sigtryggur ari
saga Láru er ekki einsdæmi
Mamiko Dís Ragnarsdóttir sagði
sögu sína 22.apríl sl.