Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Page 14
70 ára ráðgáta er loksins leyst 14 Erlent 14. maí 2012 Mánudagur Sjötugur afreksmaður n Bill Burke ætlar á topp Everest frá tveimur hliðum Þ egar Bandaríkjamaðurinn Bill Burke var 67 ára ákvað að hann að klífa Everestfjall, hæsta fjall heims, í fyrsta skipti. Burke fór alla leið upp á topp og varð um leið elsti Banda- ríkjamaðurinn til að klífa fjallið. Nú er Burke, sem er búsettur í Costa Mesa í Kaliforníu, að undirbúa tvær býsna magnaðar ferðir á topp fjalls- ins. Hann ætlar að klífa fjallið frá báðum hliðum. Annars vegar ætl- ar hann að fara upp norðurhliðina sem liggur að Tíbet og hins vegar að frá Nepal, en það er einmitt sama leið og Sir Edmund Hillary og Tenz- ing Norgay fóru árið 1953 þegar þeir urðu fyrstir í sögunni til að komast alla leið á toppinn. „Þetta verður gríðarlega krefj- andi ferð,“ segir Burke í samtali við Reuters. Veðurskilyrði til að fara á topp Everest eru alla jafn best í maí- mánuði, en þó er afar sjaldgæft að göngugarpar ákveði að fara upp báð- ar hliðar með nokkurra daga milli- bili. Stór hópur göngugarpa er nú við rætur Everestfjalls, sem er 8.850 metra hátt, og býr sig undir að ganga á toppinn. Göngutímabilinu lýkur í lok mánaðarins en í júní tekur við rigningatímabilið. Samkvæmt frétt Reuters hefur tæplega 3.700 göngu- mönnum tekist að komast á topp Everest frá því að þeim Edmund Hillary og Tenzing Norgay tókst það fyrst. Á þessum tæplega 60 árum sem liðin eru hefur að minnsta kosti 231 týnt lífi við að reyna að komast á topp fjallsins. R áðgátan um hvarf lítillar Kittyhawk-flugvélar breska flughersins sem hvarf í júní árið 1942 virðist vera leyst. Nýlega fannst flak vélarinnar í eyðimörkinni í vesturhluta Egypta- lands, aðeins einn var um borð í vél- inni, breski herflugmaðurinn Denn- is Copping. Copping var liðþjálfi í breska flughernum og þjónaði landi sínu í síðari heimsstyrjöldinni þeg- ar hann hvarf fyrirvaralaust, að því er virtist. Þó svo að flugvélin sé nú fundin hafa líkamsleifar Coppings ekki fundist. Það rennir stoðum und- ir þá kenningu að hann hafi komist lífs af frá slysinu og reynt að ganga til byggða. Brakið heillegt „Vélin hefur setið þarna á sama stað undanfarin 70 ár. Hún hefur ekki horfið í sandinn heldur setið þarna allan þennan tíma,“ segir Andy Saund ers, breskur sagnfræðingur, í samtali við The Daily Mail. Saunders, sem hefur skoðað flak vélarinnar, segist þess fullviss að Copping hafi lifað slysið af. Flakið sé nokkuð heil- legt og að svo virðist sem Copping hafi nauðlent vélinni úti í miðjum óbyggðum. Það voru starfsmenn olíufyrirtæk- is í Egyptalandi sem rákust á flak vél- arinnar fyrir tilviljun fyrir skemmstu. Að minnsta kosti 320 kílómetrar eru til næstu byggðar og því átti Copping litla von um að komast lífs af. Hafi reynt að ganga til byggða Copping þjónaði í breska flughern- um í Egyptalandi í síðari heimsstyrj- öldinni, en samkvæmt frétt The Daily Mail um fundinn er talið að hann hafi verið á leið að sækja varahluti þeg- ar vélin missti afl. Flugvélin hvarf af ratsjá í kjölfarið og sást ekki aftur. „Ef hann hefði dáið þegar vélin brotlenti hefðu líkamsleifar hans fundist,“ segir Saunders og bætir við: „Hann hlýtur að hafa gert sér grein fyrir því að eng- inn myndi finna hann. Það bendir flest til þess að hann hafi reynt að ganga til byggða en látist á leiðinni,“ segir Saunders. Flutt á safn Flak vélarinnar verður að öllum lík- indum flutt á Konunglega breska flug- herminjasafnið í Lundúnum og er undirbúningur á flutningi vélarinnar þegar hafinn. Paul Collins, sendiráðs- ritari Breta í Egyptalandi, segir að reynt verði að finna líkamsleifar Saunders í eyðimörkinni. Hann viðurkennir þó að afar ólíklegt sé að sú leit beri árang- ur. „Þetta er þekkt smyglleið frá Súdan til Líbíu,“ segir Collins um svæðið sem vélin liggur á. „Við þurfum að fá aðstoð frá egypska hernum því þetta er mjög hættulegt svæði.“ n Flak flugvélar sem hvarf 1942 er fundið n Reyndi að ganga til byggða„Ef hann hefði dáið þegar vélin brotlenti hefðu líkams- leifar hans fundist. Einar Þór Sigurðsson blaðamaður skrifar einar@dv.is Verður flutt á safn Undirbúningur fyrir flutning vélarinnar á safn í Bretlandi er þegar hafinn. Mynd SkjáSkot aF VEF daily Mail Mjög heilleg Eins og sést á meðfylgjandi mynd er flak vélarinnar mjög heillegt. Mount Everest Burke ætlar að freista þess að komast á topp fjallsins frá báðum hliðum. Burke er sjötugur. Skoðanakönnun Bloomberg: Fjárfestar vilja Obama Barack Obama, forseti Banda- ríkjanna, er betur til þess fallinn að leiða efnahag Bandaríkjanna á rétta braut en Mitt Romney, líklegt forsetaefni Repúblikanaflokksins. Þetta leiðir skoðanakönnun, sem viðskiptavefur Bloomberg fram- kvæmdi meðal fjárfesta, greinenda og verðbréfamiðlara um allan heim. Alls tóku 1.253 einstaklingar þátt í könnuninni og sögðu 49 prósent að Obama væri líklegri til að rétta efna- hag Bandaríkjanna af en 38 prósent nefndu Romney. Sama könnun var gerð í janúar og þá voru Obama og Romney nánast hnífjafnir. „Obama hefur tekist að leysa vel úr mörgum vandamálum sem rekja má til fyrri ríkisstjórnar,“ segir Mario Di Marcantario, yfirmaður Eurizon Capital í Mílanó á Ítalíu, í samtali við fréttavef Bloom berg. Þátttak- endur í könnuninni virðast einnig telja að Obama hafi betri yfirsýn yfir efnahagsmálin og vandamálin þeim tengd en Romney. Nokkur munur virðist á afstöðu þátttakenda eftir því hvar í heimin- um þeir búa. Fjárfestar, greinendur og verðbréfamiðlarar í Bandaríkj- unum virðast hafa meiri trú á Mitt Romney en utan Bandaríkjanna er þessu þveröfugt farið: Þar hefur Obama vinninginn. Þá virðast flestir telja að Obama nái endurkjöri í forsetakosningun- um sem fara fram síðar á árinu. 74 prósent segja að hann muni „alveg örugglega“ eða „líklega“ ná endur- kjöri, en það er svipuð tala og birtist í niðurstöðum könnunarinnar í janúar. Samstarfs- maður Konys handtekinn Úgandski herinn handtók um helgina Caesar Achellam, sem er háttsettur innan skæruliðasamtak- anna Andspyrnuhers drottins. Ac- hellam hefur undanfarin ár verið hægri hönd Josephs Kony, leiðtoga samtakanna. Achellam var handtekinn í Mið- Afríkulýðveldinu á laugardag og er vonast til þess að handtaka hans verði til þess að Kony verði hand- tekinn innan skamms. Mikið var fjallað um Joseph Kony, sem er eftirlýstur af Alþjóða- stríðsglæpastólnum, í mars eftir að samtökin Save the Children birtu myndband þar sem voðaverkum hans og fylgismanna hans var lýst. Hann og meðlimir samtaka hans eru taldir ábyrgir fyrir nauðgunum, morðum og limlestingum auk þess sem talið er að samtök hans hafi rænt hátt í 70 þúsund börnum á undanförnum 25 árum; dreng- irnir voru þvingaðir til að gerast hermenn og taka þátt í skæruhern- aði en stúlkurnar þvingaðar til að verða kynlífsþrælar. Markmið Ko- nys var upphaflega að ná völdum í Úganda og gera landið að eins konar klerkaríki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.