Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Page 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Page 18
18 Umræða 14. maí 2012 Mánudagur Benedikt Traustason Hver er munurinn á þér og öllum hinum frambjóðendunum?  Hannes: Nú þekki ég ekki alla frambjóðendurna svo þessu er erfitt að svara. Stærsti munurinn er kannski sá að ég er með starfsreynslu frá mismunandi starfsgreinum bæði frá Ísland og Noregi. Hef unnið í iðnaði, smíðum, landbúnaði, hóteli, heildverslun, veitingastöðum, bakaríi – allt á Íslandi. Í Noregi hef ég unnið í stórum sveitarfélögum og ríkisfyritækjum. Aðalsteinn Kjartansson Heldurðu að þú eigir raunhæfa möguleika á því að hljóta kosningu?  Hannes: Ég vona að ég eigi hljómgrunn hjá hinum almenna Íslendingi, þeim sem stundar sína verkamannavinnu. En til þess verð ég að sjálfsögðu að koma mér betur á framfæri í fjölmiðlum :) Atli Fanndal Hvernig kemurðu sjálfum þér á framfæri? Hvernig er kosningabaráttunni háttað hjá þér?  Hannes: Hingað til hef ég mikið verið úti á landi að tala við fólk og safna undirskriftum. Einnig er ég byrjaður að skrifa greinar í fjöl- miðlum. Þannig að ég verð líklega meira í sviðsljósinu á næstunni. Fundarstjóri Hvað ertu búinn að safna mörgum undirskriftum?  Hannes: Er ekki búinn að telja þetta saman, en það líður að því. Það á að skila undirskriftum þann 15. maí í Vestur- og Norðurkjör- dæmi. Fundarstjóri Hvað áætlar þú að kosningabaráttan kosti þig mikið? Hvaðan kemur fjármagnið?  Hannes: Kostnaðurinn við mitt framboð er bara brot af þeirri tölu sem hefur verið í umræðunni í fjölmiðlum. Ég fjármagna þetta sjálfur. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Sæll, Hannes. Ertu femínisti? Skiptir máli hvort forseti Íslands er femínisti eða ekki?  Hannes: Ég er jafnréttismaður og ef femínisti er jafnréttismann- eskja þá er ég það. Ólst upp á klassísku sveitaheimili og ég var ekki gamall þegar ég fór að hjálpa mömmu við jólamatinn á meðan karlarnir hlustuðu á jólamessuna. Helgi Eyjólfsson Sæll, Hannes. Með hvaða liði heldurðu í enska boltanum?  Hannes: Man. Utd… Ásta Sigrún Magnúsdóttir Hvers vegna vill einstaklingur sem hefur búið í Noregi í lengri tíma skyndilega verða forseti?  Hannes: Ekki skyndilega. Það er nú einu sinni þannig að sá sem fer í forsetaframboð er ekki einn á ferð. Konan og börnin eru í þessu líka. Þessi ákvörðun hefur því mikil áhrif á alla og er ekki þannig eðlis að maður vakni upp fagran vormorgun og ákveði að fara í forsetaframboð. Ég tel mig mun meiri Íslending eftir dvöl í Noregi og lít á Ísland sem land tækifæra og kosta. Ég vil stuðla að fram- gangi og uppbyggingu landsins og þess vegna fer ég í framboð. Ragnar Egilsson Hver ert þú eiginlega? Við hvað vinnur þú?  Hannes: Of langt mál að segja mikið frá mér hér í dag… Bendi ykkur á vefsíðuna jaforseti.is. Þar er meira að finna um mig. En svona örstutt, þá held ég að ég sé dæmigerður Íslendingur sem alltaf hefur þurft að vinna fyrir sér. Ragnar Egilsson Með hverjum heldur þú í norska boltanum?  Hannes: Ætli það verði ekki að vera Molde. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Ég endurtek: Skiptir það máli hvort forseti Íslands er femínisti eða ekki?  Hannes: Ekki ef forsetinn er heiðarleg manneskja sem vill vinna að jöfnuði meðal allra. Femínisti er bara orð sem er merkingarlaust án gjörða. Ég vil jafnrétti fyrir alla óháð kyni. Og ef hallar á konur þá á að sjálfsögðu að breyta í þeim málum og eyða órétti. Aðalsteinn Kjartansson Þú ert augljóslega ekki ánægður með störf Ólafs Ragnars, hvað telurðu að hann hafi gert öðruvísi en þú hefðir gert í sömu sporum?  Hannes: Er ekki endilega ósáttur við Ólaf. Það sem mér hins vegar finnst miður er að maður ætli sér í forsetastólinn en biður um skilning ef hann hættir eftir tvö ár. Í mínum huga er sá maður ekki helgaður starfinu. Og það verður maður að vera í slíku embætti. Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Ok, takk fyrir svarið. En finnst þér halla á konur?  Hannes: Það má sjálfsagt færa rök fyrir því, já. Til að mynda er nýlega komin út könnun á launa- mismun hjá ríkinu þar sem konur koma tölvert verr út en menn. Vera Knúts Hvers vegna ákvaðst þú að bjóða þig fram til forseta?  Hannes: Hef alltaf haft mikinn áhuga á þjóðfélagsmálum og hef fylgst vel með gangi mála á Íslandi frá Noregi. Eins og ég sagði sé ég mikla kosti og möguleika á Íslandi en það sjónarmið virðist hverfandi í þjóðfélagsumræðunni í dag. Þetta finnst mér miður og vil bjóða mína þjónustu til að vinna að heill landsins. Fundarstjóri Hvert verður þitt fyrsta verk sem forseti Íslands?  Hannes: Það er margt sem mig langar til að vinna að. Þó er það tvennt sem ég hef séð á ferð minni um landið og sem veldur mér miklum áhyggjum og það er aukin fjarlægð á milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins annars vegar og svo siðferði hins vegar. Þetta eru verkefni sem mundu vera ofarlega í mínum huga. Erna Magnúsdóttir Þú segir „ef hallar á konur“, getur verið að þú efist um það af því að þú ert úr takti við íslenskt þjóðlíf?  Hannes: Þrátt fyrir útlegð mína í Noregi þá tel ég mig í þokkalegum tengslum við íslenskt þjóðlíf. Og eftir að hafa verið á ferð um landið og talað við fólk þá stend ég við það. Þú ert hins vegar inni á áhugaverðri braut og það er hvernig einstaklingar sjá hlutina frá sínu sjónarmiði. Og sjónarmiðin eru mörg. Þar vil ég benda á sjónarmið hjá fyrrverandi forseta þar sem henni finnst jafn- réttisbaráttan hafa gengið heldur langt. Sjálfur er ég ekki sammála því. En sjónarmiðin eru mörg og margvísleg og klókur maður kynnir sér sem flest sjónarmið og tekur afstöðu út frá því. Helgi Eyjólfsson Nú hefur verið sagt að Þóra sé svona Vigdísar-forseti, Ari Trausti sé Kristján Eldjárn og svo að sjálfsögðu Ólafur Ragnar hann sjálfur. Í hvaða forsetum, lifandi eða látnum, sérð þú þig sjálfan?  Hannes: Ég bar mikla virðingu bæði fyrir Kristjáni og Vigdísi. Hins vegar mun nýr forseti setja sín fingraför á embættið bæði gegnum eigin skoðanir og gjörðir. þess vegna vildi ég sjá fleiri af okkur frambjóðendum kynna sín eigin sjónarmið í margslungnum málum. Því miður virðast sumir fara svolítið eins og köttur í kringum heitan graut stundum þegar spurt er. Maður á að koma til dyranna eins og maður er klæddur, það snýst um gegnsæi í mínum huga. Fundarstjóri Ok, viltu nefna dæmi um hvaða frambjóð- andi hefur farið „eins og köttur í kringum heitan graut“ og af hvaða tilefni?  Hannes: Ætli Ástþór sé ekki sá eini sem hefur svarað öllum spurningum skilmerkilega án þess að hugsa um að nú fæli hann frá sér kjósendur. Hjörtur Hjartarson Hver er skoðun þín á frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?  Hannes: Mér líst ágætlega á frumvarpið. Margt gott þar. Þó vildi ég fá að sjá „náttúru- auðlindir“ betur skilgreint. Fundarstjóri Hér koma tvær spurningar sem eru svipaðar: Ólafur Sindri Skv. jaforseti.is hefurðu verið „þátttakandi í atvinnulífinu, á sumrin og eins samhliða skólagöngu“. Þýðir það að þú hafir aldrei verið í fullri vinnu? Ætti það ekki að hringja viðvörunar- bjöllum? Hildur Lilliendahl Viggósdóttir Skv. jaforseti.is er ekki að sjá að þú hafir beinlínis verið í fastri og fullri launaðri vinnu á lífsleiðinni. Getur þetta staðist? Verður forsetaembættið fyrsta alvörudjobbið þitt?  Hannes: Hef verið í fastri launaðri vinnu í mörg ár. Fannst bara ekki rétt að leggja út ferilskrána :þ) Seinasta fulla starfið sem ég var í á Íslandi var 100% staða sem vaktstjóri á næturvöktum BSÍ, samhliða fullu námi í HÍ. Sveinn Þórhallsson Hvernig finnst þér að sambandi ríkis og kirkju ætti að vera háttað?  Hannes: Þjóðkirkjan stendur fyrir miklu menningarstarfi um allt land og ekki bara trúarbrögðum. Mér finnst að núverandi ákvæði um þjóðtrú í stjórnarskránni ætti að standa áfram. Sigurður Sigurðsson Hefur þú kynnt þér tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá? Telur þú að þær feli í sér breytingar á forsetaembættinu og hverjar þá helst? Myndir þú styðja þessar tillögur í þjóðaratkvæða- greiðslu?  Hannes: Eins og ég sagði áðan þá finnst mér tillögurnar eins og þær eru núna ekki myndu hafa í för með sér róttækar breytingar á embættinu. Og já, ég styð tillögur um þjóðaratkvæðagreiðslu. Huga ber samt vel að kröfum um fjölda undirskrifta til að knýja á um atkvæðagreiðslu. Sveinn Þórhallsson Þú talar um að siðferði yrði þér ofarlega í huga sem forseti. Hvað meinarðu með því og hvernig myndirðu bæta úr því sem þér finnst þurfa að laga þar?  Hannes: Tek dæmi: Maður sem rekur bensínstöð úti á landi tapar um 600.000 kr. á hverju sumri því fólk stingur af án þess að borga. Kona sem er að byggja er í vandræðum með að ráða fólk í vinnu á meðan það er nokkuð mikið atvinnuleysi. Einelti er úti um allt, ekki bara í skólum. Og ekki minnst allt það sem er að koma upp á yfirborðið um hvernig menn höguðu sér fyrir hrunið. Það þarf að efla siðferði á öllum stigum í þjóðfélaginu. Þar vil ég sýna góða fyrirmynd en það er ekki nóg. Þetta er hlutur sem einn forseti getur bætt einn og sér. En umræðan verður að vera sýnileg. Helgi Eyjólfsson Ef það yrði gerð Hollywood-mynd um þig og þitt lífshlaup, Hannes, hver myndi leika þig?  Hannes: Jason Bourne… Sigþrúður Þorfinnsdóttir Muntu nota málskotsréttinn?  Hannes: Ef sú aðstaða kæmi upp og ég teldi það vera í þágu þjóðarinnar þá mundi ég gera það. Vil samt taka undir gagnrýni sem margir hafa sett fram, um að forseti geti beitt málskotsrétt- inum að eigin geðþótta, því það er alveg rétt. Einmitt þess vegna er forsetaembættið svo snúið og krefst þess eiginleika að geta séð mál og málefni frá öllum hliðum. Fundarstjóri Svar frambjóðandans um Jason Bourne vekur mikil viðbrögð. Næstu tvær spurningar tengjast því. Helgi Eyjólfsson Jason Bourne er tilbúin persóna frá 9. áratugnum í bókum Roberts Ludlum sem síðar voru kvikmyndaðar. Sá sem lék hann heitir Matt Damon. Varstu að meina Matt Damon, eða? Ragnar Egilsson Hvað finnst þér um sögusagnir um að Jason Bourne hafi gerst sekur um föðurlandssvik?  Hannes: Matt Damon eða Bourne, ef hann væri leikari :) Logi Guðmundsson Er A-ha það besta sem komið hefur frá Noregi?  Hannes: Konan mín er ótvírætt það langbesta sem hefur komið frá Noregi :) Sif Traustadóttir Hvernig telur þú að menntun þín og starfsreynsla muni nýtast þér í starfi sem forseti Íslands?  Hannes: Tel það afar mikilvægt að hafa unnið í mismunandi starfs- greinum til þess að öðlast skilning á lífsbaráttu fólks í landinu. Til dæmis verður maður að upplifa það sjálfur að vinna í verksmiðju til þess að skilja hvernig það getur myndast eigið samfélag þar. Þá tel ég það nauðsynlegt að hafa unnið í pólitísku umhverfi og þekkja til hvernig þeir ferlar virka. Þá er það ekki ónýtt fyrir mig að hafa staðið í fararbroddi verkalýðshreyfingar í Noregi. Hvað menntun varðar þá er landafræði almennt nám sem nýtist vel og stjórnunarnám sem ég hef numið mun nýtast vel. Svala Jonsdottir Hefur þú starfað með einhverjum stjórnmálaflokki eða pólitískum samtökum, á Íslandi eða í Noregi, á þínum fullorðinsárum? Ef svo er, þá hverjum?  Hannes: Fæddur og uppalinn í mikilli Samvinnu- og framsóknar- fjölskyldu í Skagafirði. Á meðan Steingríms Hermannssonar naut við var ég framsóknarmaður, þó ekki flokksbundinn minnir mig. Leiðir skildu svo þegar auðgildið varð manngildinu ofar. Vera Knúts Hefur þú hug á að flytja til Íslands þó að þú náir ekki kjöri?  Hannes: Hef verið á leiðinni síðustu 13 ár… Þannig er því farið að ég kynntist norskri konu og eignuðumst við saman 2 börn. Síðar slitnaði upp úr því sambandi. Það er það sem hefur haldið mér í Noregi. Helgi Eyjólfsson Nú getur forseti lýðveldisins náðað fólk skv. stjórnarskránni. Er það heimild sem þú gætir hugsað að þér að nota, og stimpla þig þannig rækilega inn sem forseti alþýðunnar? Í því samhengi vil ég sérstaklega nefna 95. gr. hegningarlaga sem snúa að smánun erlends ríkis eða þjóðar.  Hannes: Ef það liggja nægjanleg rök fyrir náðun þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu. Reikna með því að forsetinn fái nú samt mikla hjálp og tillögur um hverja ætti að náða. Vinsæl ummæli við fréttir DV.is í vikunni „Það er ekki gott þegar fólk sér fjand- ann í hverju horni. Veit ekki hvort eitthvað er til við svona ofsóknaræði eins og herjar á aumingjans karlinn. Hins vegar er frekar lágsiglt að fara í Svavar en ekki fram- bjóðandann, það er jú hún sem er að fella Ólaf í þessari kjánalegu uppákomu hans að láta þjóðina klappa sig upp. Það hafa margar kann- anir verið gerðar og útilokað að Svavar hafi stjórnað þeim öllum. Ólafur verður að sætta sig við að fólk vil breytingar og hann getur örugglega fengið starf hjá LÍÚ þar sem hann getur haldið áfram að vara við breytingum á kvótakerfinu.“ Guðmundur Sigurðsson í athugasemd við frétt DV.is um gagnrýni Ólafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Íslands, á Svavar Hall- dórsson, eiginmann Þóru Arnórsdóttur forsetaframbjóðanda, og Ríkisútvarpið. „Jæja, er þá forsetinn byrjaður að henda skít í allar áttir. Smekklegt Óli, smekklegt.“ Hallveig Rúnarsdóttir um gagn- rýni Ólafs Ragnars á Svavar og RÚV. „Þetta er frábært dæmi um „borg- aralega óhlýðni“. Þetta fólk er raunverulegar hetjur, tilbúið að fara gegn ósanngjörnum lögum og taka afleiðingunum.“ Jón Ragnarsson í athugasemd við frétt um lesbíska konu sem var handtekin í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum um helgina. Konan reyndi án afláts að fá sig skráða í hjónaband með konu. Á miðvikudag samþykktu kjósendur í ríkinu að koma á banni gegn hjónaböndum samkynhneigðra í stjórnarskrá Norður-Karólínu. „Gangi þér vel Greta Salóme. Þú ert frábær tónlistarmaður og verður sómi okkar í Baku.“ Þórkatla Sæmundsdóttir í athugasemd við viðtal við Gretu sem birtist í helgarblaði DV um helgina. Brot úr viðtalinu var einnig birt á DV.is. Greta býr sig nú undir Eurovision- söngvakeppnina sem fer fram í Aserbaíd- sjan síðar í mánuðinum. „Það hefði kannski verið sniðugra að stinga harða diskinn ...Idiot.“ Hjalti P. Finnsson í athugasemd við frétt um mann sem var hand- tekinn vegna gruns um vörslu barnakláms í Bandaríkjunum. Þegar lögregla réðist til inngöngu á heimili hans stakk hann móðurborð tölvu sinnar með samúræja-sverði. Þrátt fyrir það lagði lögregla hald á talsvert magn af grófu efni – enda geymir harði diskurinn allar skrár tölvunnar, ekki móðurborðið. „Maður fær velgju fyrir hönd þessarar þjóðar. Útgerðar- maðurinn notaði öll trixin í bókinni til að villa um, talaði um göngin, börnin sín, og ógnina af atvinnumissi.“ Hermann Bjarnason í at- hugasemd við leiðara Jóns Trausta Reynissonar, ritstjóra DV, sem birtur var á DV.is um helgina. Yfirskrift leiðarans var Við, útgerðarmenn. 33 31 18 11 8 11 Hannes Bjarnason er í framboði til forseta Íslands. Hann sat fyrir svörum á Beinni línu á föstudag. Miklir möguleikar fyrir Ísland Nafn: Hannes Bjarnason Aldur: 41 árs Starf: Nemi við Handels- høgskolen BI í Osló. Menntun: Landfræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.