Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.2012, Side 26
26 Fólk 14. maí 2012 Mánudagur
n Spennandi verkefni og gífurlegt tækifæri
Semja fyrir A.J. úr
Backstreet Boys
B
ackstreet Boys var ein vin-
sælasta hljómsveit veraldar
á sínum tíma. Þetta er því
frábært tækifæri. Við erum
mjög spenntir,“ segir tónlistar-
og útvarpsmaðurinn Brynjar Már en
hann og Vignir Snær Vigfússon eru
nýkomnir heim frá Hamborg þar sem
þeir unnu að tónlist með bandaríska
tónlistarmanninum A.J. McLean, ein-
um meðlima hljómsveitarinnar The
Backstreet Boys.
Brynjar Már og Vignir hafa lengi
unnið saman að tónlist og eru nú
farnir að semja fyrir aðra listamenn.
„Þetta er bara byrjunin á stóru verk-
efni sem við erum að hella okkur út
í. Ég er með frábæran umboðsmann
í London sem hefur verið að vinna
með mörgum af þekktustu stjörnun-
um. Það verður spennandi að sjá hvað
gerist í framhaldinu.“
„A.J. kom mér á óvart. Við tókum
í spaðann á honum og svo var bara
eins og við hefðum þekkst í mörg ár.
Hann var bara ótrúlega eðlilegur og
skemmtilegur. Þetta samstarf hefði
auðveldlega getað orðið yfirborðs-
kennt en það var ekki til. Við rædd-
um um allt milli himins og jarðar og
meðal annars að hann var að koma
úr meðferð. Svo erum við báðir með
tattú. Þetta var mjög vinalegt. Það er
svo gott að vinna með fólki þar sem
enginn er yfir annan hafinn. Við vor-
um bara eins og félagar og sömdum
frábært lag allir saman. Að öllum
líkindum munum við Vignir eiga tvö
lög á plötunni hans,“ segir Brynjar
en sólóplata A.J. kemur út í kringum
næstu jól.
„A.J. er að túra með Backstreet
Boys og New Kids on the Block en
þegar því lýkur hittumst við í Los
Angeles og höldum áfram,“ segir
Brynjar Már og bætir aðspurður við
að vissulega hafi hann orðið glaður
þegar hann fékk fréttirnar um sam-
starfið við stjörnuna. „Ég varð alveg
rosalega hissa og bara alveg í skýj-
unum. Þessi plata verður mjög flott
en hún verður í svona „Evrópustíl“ og
þess vegna vildi hann fá okkur. Evrópa
er mjög heit í Bandaríkjunum í dag,“
segir Brynjar Már sem viðurkennir að
hafa aldrei verið sérstakur aðdáandi
Backstreet Boys. „En auðvitað hef ég
fylgst með þessu bandi í gegnum út-
varpið. Þetta var svo rosalega vinsæl
hljómsveit um tíma. Ég þekki fullt
af lögum með þeim en myndi lík-
lega aldrei kveikja á plötu með þeim
heima í stofu. Samt eiga þeir mikið af
fínum lögum enda hafa frábærir höf-
undar verið að semja fyrir þá eins og
hinn sænski Max Martin sem er einn
sá stærsti í heimi. Það að við séum
að blandast inn í þetta er svakalegt
ævintýri sem á vonandi eftir að opna
frekari dyr.“
Brynjar Már er einnig að vinna að
eigin efni. „Ég vil ekkert frekar semja
fyrir aðra en sjálfan mig en þegar
maður er með þessa bakteríu er erfitt
að vera ekki á bólakafi. Mörg stærstu
nöfnin í bransanum í dag byrjuðu
svona – með því að semja fyrir aðra
og komust þannig inn í geirann. Það
er svo erfitt að brjótast í gegn því það
eru svo margir um hituna. Fyrst þarf
að sanna sig í hinu og þessu og maður
veit aldrei. Ég get ekki ímyndað mér
betra starf en að ferðast um heiminn
og semja tónlist. Mér finnst svo æðis-
legt að hitta nýtt fólk – sama hvort það
er frægt eða ekki – og mér líst mjög
vel á A.J. sem tónlistarmann. Það kom
mér á óvart. Ég var alls ekki viss um
að hann gæti sungið en hann er hörku
„talent“ og með mjög flotta upptök-
urödd.“ indiana@dv.is
n Brynjar Már segir stórstjörnuna vinalega n „Við erum mjög spenntir“
Gaman saman
Brynjar Már, A.J. og
Vignir Snær náðu
vel saman.