Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 13
Fréttir 13Helgarblað 18.–20. maí 2012 Þ etta er skóli fyrir þroskaheft börn en þrátt fyrir það þá fá þau ekki inngöngu,“ segir Ásta Kristrún Ólafsdóttir sem á 13 ára son sem gengur í Kletta- skóla. Ásta tilheyrir hópi sem hef- ur verið í forsvari fyrir þá foreldra sem hafa barist fyrir því að inn- tökuskilyrðunum verði breytt og til- heyrir starfshópi um sérskóla. Þau hafa bent á að með því að útiloka hóp þroskaheftra frá eina sérskóla landsins, sé verið að brjóta grunn- skólalög, ákvæði í stjórnarskrá og mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Sonur hennar hefur ver- ið í skólanum alla sína skólagöngu. „Ef hann myndi sækja um í dag þá myndi hann ekki fá inngöngu,“ seg- ir hún og tekur fram að það eigi að vera val foreldranna hvort börnin gangi í almennan skóla eða fari í sérskóla. Það sem henti einu barni henti kannski alls ekki öðru, og fyrst og fremst vilja þau að börnin hafi tækifæri til þess að eiga samfé- lag við jafningja. „Minn strákur var greindur með væga þroskaröskun og er búinn að vera í Klettaskóla síð- an hann var 6 ára og blómstrar þar. Hann er skotinn í stelpu og stelpan er skotin í honum á móti. Það væri ekki þannig ef hann væri í Vestur- bæjarskóla,“ segir hún og segir það vera lýsandi dæmi sem segi meira en mörg orð. Starfshópur um sérskóla hefur síðan inntökuskilyrðunum var breytt reynt að vekja athygli á mál- efninu sem hún segir hafa ríkt þögg- un um. Ásta segir þau almennt finna fyrir miklum stuðningi þó að það séu einhverjir sem séu hræddir við að verða dæmdir sem aðskilnaðar- sinnar sýni þeir málefninu stuðn- ing. Á næstu dögum ætlar hópurinn að senda frá sér stuðningsyfirlýs- ingu og vill Ásta koma því á fram- færi að stjórn foreldrafélags Kletta- skóla styðji Inga og fjölskyldu hans heilshugar svo og ýmis samtök og einstaklingar eins og Umsjónarfélag einhverfra, Félag áhugafólks um Downs-heilkennið, Dagmar Mar- grét Ericsdóttir, framkvæmdarstjóri The Golden Hat Foundation, og Margrét Pála Ólafsdóttir, fræðslu- stjóri Hjallamiðstöðvarinnar. Samfélag við jafningja„Hann er skotinn í stelpu og stelpan er skotin í honum á móti. Það væri ekki þannig ef hann væri í Vesturbæjarskóla. Vilja hafa val Ásta Kristrún Ólafsdóttir tilheyrir starfshópi um sérskóla. „Hann er bara einn“ n Kæra synjun um inngöngu í Klettaskóla n Er út undan í almenna skólakerfinu n Ekki nógu þroskahamlaður til að fara í skóla fyrir þroskahamlaða og okkar fái ekki að upplifa sig á jafn- ingjagrundvelli,“ segir hann. Líður illa í þessu umhverfi Þeir sem hafa talað fyrir því að þroskahömluð börn séu í almenna skólakerfinu hafa bent á að algjör jöfnuður eigi að ríkja og að fötluð börn eigi ekki að vera sér. Þetta segja foreldrar Inga ekki vera réttláta hugs- un. „Þetta er voða falleg hugsun og allt það. Þetta er bara svo ofboðslega einstaklingsmiðað, okkar barni líður rosalega illa í þessu umhverfi í dag. Af því að einhver úti í bæ segir að þetta sé svo fallegt konsept og að allir eigi að vera vinir í skóginum og svona. Þetta lítur vel út á blaði en stað- reyndin er sú að þó að allir séu góð- ir við þau í skólanum upplifa þau sig ein. Þau eru ekki jöfn hinum krökk- unum og það er bara svo margt sem þessir krakkar geta ekki gert og geta ekki fylgt eftir,“ segir Ágúst og María tekur fram að auðvitað eigi þetta þó fyrst og fremst að vera val. „Þetta gengur fyrir suma og ef öllum líður vel með það þá er það í lagi. Og það er gott fyrir krakka að þau viti og geri sér grein fyrir því að það séu fatlaðir einstaklingar til,“ segir hún. „Krakkar eru bara svo miskunnarlausir á viss- um aldri, hvort sem þau ætla sér eða ekki,“ segir hann. Faðir Inga segist stundum upplifa að það sé eins og hann sé að gera eitt- hvað á hlut barnsins með því að reyna að koma honum að í sérskóla, út frá því hvernig talað er um að allir eigi að vera jafnir. „Ég upplifi mig núna í þessu ferli eins og ég sé vondur við barnið mitt, að ég vilji taka barnið mitt og loka það inni á einhverri stofnun. Maður reynir alltaf að gera sitt besta gagnvart börnunum sínum og mér myndi ekki detta til hugar að sækja um í Klettaskóla eða sérskóla væri það ekki barninu mínu fyrir bestu.“ Glaðværðin minnkar Mikill munur er á Inga þegar hann er í kringum önnur fötluð börn að sögn foreldra hans. Hann sé glaðari og upplifi sig sem jafningja. „Þegar hann er innan um önnur fötluð börn þá blómstrar hann,“ segir móðir hans. „Hann er í félagsmiðstöð fyrir fatlaða einu sinni í viku og maður tekur eftir því að hann er svo ánægður að sjá vini sína og það sem skiptir mestu máli; þeir eru líka ánægðir að sjá hann. Það er gagnkvæmt,“ segir hún. „Hann er alltaf voða glaður að hitta alla og knús- ar fólk en þarna með þessum börnum fær hann á móti. Þá upplifir hann það svo sterkt að hann er ekki einn. Þarna er hann jafn hinum. Það er eins þegar hann fer í sumarbúðir fyrir fötluð börn í tvær vikur á sumrin og þegar hann kemur til baka þá er hann annað barn, hann er svo glaður.“ Inga lýsa þau sem glaðbeittum og fjörugum en þau finna fyrir að gleðin er að minnka hjá hon- um. „Hann er svo mikill gullmoli og bræðir alla. Síðan byrjar maður að sjá þennan aðalstyrkleika hans trappast niður og kannski hverfa og hvað þá?“ segir faðir hans. Vill vera eins og hinir Þau segjast finna fyrir því að Ingi sé farinn að upplifa sig sem eitt- hvað síðri en bekkjarsystkini hans. Það sé oft sem hann fái ekki að gera sömu hluti og þau sem hann þó vilji. „Hann er til dæmis farinn að heimta að fá að taka sömu próf og þau, eitthvað sem hann ræður ekki við en hann vill fá að gera það sama og þau,“ segir María og bætir við: „Er það ekki í eðli okkar að vilja vera eins og hinir? Það var til dæmis hjólaferð í skólanum um daginn og hann er ekki með nógu gott jafnvægi til þess að geta hjólað og ræður þess vegna ekki við það. Þá fann hann fyrir því að hann var eitthvað öðru- vísi og skildi þetta ekki alveg, það fóru kannski ekki öll börnin með en flest og honum fannst þetta leið- inlegt því þarna varð hann út und- an.“ Móðir hans tekur fram að svona dæmum fari sífellt fjölgandi eftir því sem hann eldist. Hann sé þó ekki beint lagður í einelti en þó kannski á einhver hátt útilokaður. „Það eru byrjuð að koma upp tilvik þar sem krakkar vilja ekki vera með honum í hópum. Það er kannski ekki beint einelti og ekki sagt við hann beint en svona krakkarnir kannski reyna sneiða hjá því,“ segir Ágúst. Eignast ekki alvöru vini Þau segja hann hvergi eiga heima samkvæmt kerfinu. „Hann er ekki nógu þroskahamlaður en heldur ekki nægilega líkamlega fatlaður,“ segir hún. Þau segjast þó vera mjög þakklát skólanum hans Inga og því góða fólki sem hefur aðstoðað hann þar. „Þau hafa gert allt fyrir okkur en það er ekkert hægt að laga svona þegar þau eru farin að dragast aftur úr. Þau bæta ekki félagslegu hliðina. Þau eru ekki sérfræðingar í fötluðum börnum og hann eignast enga alvöru vini í skólanum. Hann er bara einn,“ segir faðir hans og segir það hafa ver- ið gífurleg vonbrigði að hann hafi ekki komist inn í Klettaskóla. „Með einu pennastriki var þessi möguleiki tekinn út. Sá möguleiki sem við telj- um að sé besti og eini kosturinn fyrir hann.“ n Ingi ásamt foreldrum sínum Foreldrar Inga hafa kært synjun um inngöngu í Kletta- skóla. Þeir vilja að Ingi eigi rétt á að ganga í skóla þar sem hann er meðal jafningja. „Ég upplifi mig núna í þessu ferli eins og ég sé vondur við barnið mitt, að ég vilji taka barn- ið mitt og loka það inni á einhverri stofnun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.