Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 40
40 18.–20. maí 2012 Helgarblað Stórafmæli Stórafmæli Einar Kjartansson smiður, 70 ára 20. maí Emilía Tómasdóttir hárgreiðslumeistari, 30 ára 19. maí 18. maí 1565 – Tyrkjaveldi hóf umsátur um Möltu sem var hrundið þremur mánuðum síðar. 1897 – Stokkseyrarhreppi var skipt í Stokkseyrarhrepp og Eyrarbakkahrepp. 1908 – Rannsóknarskipinu Pour- quoi–Pas? (4.) var hleypt af stokkunum í Saint-Malo í Frakk- landi. 1920 – Sambandslögin frá 1918 voru staðfest með breytingum á stjórnarskrá. 1978 – Selfoss fékk kaupstaðar- réttindi. 1980 – Eldfjallið Sankti Helena gaus í Washingtonfylki. 57 létust og tjónið var metið á þrjá milljarða dollara. 1989 – Verkfalli Bandalags háskólamanna lauk og hafði það staðið í sex vikur og valdið mikilli röskun á skólastarfi og fleiru. 2006 – Silvía Nótt söng fyrir hönd Íslands í forkeppni Söngva- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva. 19. maí 1536 – Anne Boleyn, önnur eiginkona Hinriks 8. Englands- konungs, var tekin af lífi vegna hórdóms. 1604 – Í Kanada var borg- in Montreal stofnuð, þá Ville– Marie eða Borg Maríu en nafninu var síðar breytt. 1875 – Fyrsta sláttuvélin kom til Íslands frá Noregi. 1917 – Eimskipafélag Ís- lands fékk sitt þriðja skip og var það Lagarfoss. 1933 – Í Vestmannaeyjum réðst æstur múgur inn í fangelsið og leysti þar fanga úr haldi. Síðar voru tíu manns dæmdir til fang- elsisvistar fyrir tiltækið. 1950 – Þúsundir Reykvík- inga fögnuðu Gullfossi, nýju far- þegaskipi Eimskipafélagsins. 1983 – Geimskutlan Enter- prise hafði viðkomu á Keflavíkur- flugvelli, borin af Boeing 747 þotu. 1990 – Í Laugardal í Reykja- vík var opnaður nýr fjölskyldu– og húsdýragarður með tuttugu tegundir húsdýra, sjávardýra og villtra dýra. Meira en tíu þúsund gestir komu í garðinn fyrsta daginn. 20. maí 1471 – Játvarður 4. varð konungur Englands eftir morðið á Hinriki 6. 1498 – Vasco da Gama kom til Kalíkút á Indlandi. Hann var fyrstur Evrópubúa til að komast þangað með því að sigla suður fyrir Afríku. 1570 – Abraham Ortelius gaf út fyrstu nútímalandabréfabókina. 1631 – Þrjátíu ára stríðið: Magde- burg féll fyrir keisara- her Tillys og Pappenheims. 1818 – Siglufjörður varð löggiltur verslunarstaður. 1840 – Kristján 8. konungur gaf fyrirheit um endurreisn full- trúaþings á Íslandi og gekk það eftir 5 árum síðar. 1889 – Ítalía gerðist aðili að bandalagi Miðveldanna í Evrópu. 1902 – Yfirráðum Bandaríkj- anna yfir Kúbu lauk. 1922 – Vinna hófst við Flóaá- veituna og voru það mestu áveituframkvæmdir hérlendis. 1944 – Þjóðaratkvæða- greiðsla um lýðveldisstofn- un hófst og stóð í fjóra daga. 1966 – Gengið var í land á Jólni við Surtsey og var eyjan þá 35 m há, en hún hvarf í hafið næsta vetur. Merkis- atburðir 40 ára 19. maí Jenny Berggren er sænsk söngkona sveitarinnar Ace of Base en sveitin var gífurlega vinsæl á tíunda áratugnum. 47 ára 20. maí Ted Allen er amerískur sjónvarpsþáttastjórn- andi og rithöfundur en líklega þekktastur fyrir þættina Queer Eye for the Straight Guy. 42 ára 18. maí Tina Fey er bandarísk sjónvarpsstjarna sem er þekktust fyrir grínþættina Saturday Night Live og þáttaseríuna 30 Rock. É g er fæddur og uppal- inn á Eyrarbakka, það var gott að vera barn á Bakkanum. Allir leik- irnir okkar voru tengd- ir sjónum og fjörunni. Við strákarnir smíðuðum okkur pramma og alls kyns fleytur til að komast frá landi. Svo var vinsælt að ræna árabátunum frá körlunum sem áttu báta fram á legunni. Við rerum á þeim út í brimgarðinn til að fá ágjöf. Fyrst byrjaði maður að fara með stærri strákum en svo 11 – 12 ára fórum við strák- arnir að fara sjálfir og þá gjarn- an einhverjir yngri með okkur. Það urðu aldrei nein slys af þessu enda lærðum við mjög ungir að fást við sjóinn. Karl- arnir sem áttu bátana voru kannski ekkert hrifnir af þessu þegar vont var í sjóinn en samt gengu þeir alltaf þann- ig frá bátunum að við gæt- um tekið þá. Þeir höfðu svo sem allir leikið þennan leik á undan okkur. Núna yrði allt vitlaust ef krökkum dytti í hug að prófa þetta. Ætli kæmi ekki löggan og landhelgisgæslan til að stöðva leikinn,“ segir Ein- ar kíminn þar sem hann rifjar upp fjör og kraft bernskunnar. Þegar hann var ungur drengur var flugið að ryðja sér til rúms og flugmenn hreinar ævintýrahetjur. „Ég ætlaði að verða flugmaður. Fór á sjóinn til að ná mér í peninga fyrir námi, ég þraukaði á sjónum í 5 – 6 ár þrátt fyrir að vera allt- af sjóveikur. Ég ældi lifur og lungum á hverjum degi þann- ig að þetta var ekkert gam- an grín. Svo fékk ég berkla og var á sjúkrastofnunum í tvö ár. Þar með var draumurinn um flugið úti því ekki þótti ráðlegt að menn sem hefðu veikst af berklum yrðu flugmenn.“ Það fékkst aldrei skýring á því hvers vegna komu upp berklar á Bakkanum, þeir voru þrír sem urðu alvarlega veikir en smit fannst í allnokkrum í þorpinu. Einar varð því að hasla sér völl á öðrum vettvangi og lærði trésmíði. „Þegar ég kom út af Reykjalundi tókum við okkur saman þrír félagar og stofnuðum trésmíðafyrirtækið Hagsmíði. Síðan hef ég starfað á eigin vegum. Það hefur verið nóg hjá mér að gera í smíðun- um síðan ég byrjaði og er ekk- ert lát á því ennþá. Maður fann aðeins fyrir lægð eftir hrunið en ekki þannig að væri ekki eitthvað að gera. Núna er ég hættur að sinna útivinnu yfir veturinn. Hætti því núna í vet- ur, vil ekki vera í vosbúðinni sem fylgir því. Það er kostur- inn við að vera sjálfs sín herra að maður ræður þessu alveg,“ segir Einar með skrúfvélina á lofti. Hann er ekki maður sem stöðvar vinnu þó verið sé að spjalla við hann. Sím- inn hringir og menn leita eft- ir honum til verka eða vantar faglegar ráðleggingar og hann afgreiðir ljúfmannlega öll er- indi án þess að missa stund frá verki. Hann segir tímamótin vera skemmtileg enda nóg að gera og engu að kvíða. „Ég ætla að minnka við mig vinnuna og sinna meira heimilinu og fjöl- skyldunni, svo er nóg að gera í sumarbústaðnum þannig að ég hef ekkert að óttast. Afmælisdagurinn verður rólegur, ætli ég láti mig ekki bara hverfa. Að minnsta kosti verður engin veisla, ætli ég eigi ekki bara góða stund með mínu kærasta. Það verður fá- mennt en umfram allt góð- mennt,“ segir þessi iðni iðnað- armaður sem fellur ekki verk úr hendi þrátt fyrir truflanir. É g er alveg Árbæingur, hef verið hér frá fæð- ingu. Hér ólst ég upp og átti ekki bara mín bestu ár heldur öll mín ár,“ segir Emilía Árbæjarmær. „Uppáhaldið mitt var íþróttir, ég var bæði í hand- bolta og fótbolta þegar ég var yngri og gerði eiginlega ekkert annað en að vera á æfingum enda er ég komin af mikilli fót- boltafjölskyldu. Ég keppti fyrir Fylki í báðum greinum en þeg- ar kom að því að ég þurfti að velja á milli valdi ég handbolt- ann og náði að verða Íslands- meistari árum saman með lið- inu, svo tókum við náttúrlega bikarinn og Reykjavíkurmótið reglulega. Við unnum öll mót sem hægt var að vinna. En eftir að ég hætti í liðinu hefur þetta ekki verið svipur hjá sjón. Ár- bæjarboltinn leið undir lok þegar ég hætti,“ segir hún og hlær einlægt og innilega. Þegar Emilía var lítil stúlka í Árbænum var hún alveg ákveðin í að verða dýralækn- ir þegar hún yrði stór. „Ég var alveg ákveðin í þessu en þeg- ar ég vissi að þá yrði ég að lóga kettlingum hætti ég snarlega við. Kettir hafa alltaf verið mitt uppáhald og ég hef átt ketti alla tíð. Núna á ég tvo. Undan- farin ár hef ég tekið eftir því að ég verð ólétt í hvert skipti sem ég eignast kettling þannig að ég ætla ekki að bæta við mig köttum alveg næstu árin,“ segir þessi glaðværa kona og skelli- hlær. Hárgreiðsla varð fyrir val- inu þegar dýralæknadraumur- inn var búinn og Emilía opnaði í framhaldi af því hárgreiðslu- stofuna Emóra með vinkonu sinni og auðvitað í Árbæn- um. „Einhver skemmtilegasta minning mín tengist einmitt hárgreiðslunni. Þegar Hera Björk fór til Noregs að syngja í Eurovision 2010 fór ég með til að greiða henni og öllu liðinu sem keppti fyrir Ísland. Það var ótrúlega gaman að taka þátt í þessu og sjá hvað þetta er allt stórt og mikið. Hera er einhver skemmtilegasta kona sem til er. Við erum búnar að þekkj- ast lengi. Hún er svona eins og týnda systirin,“ segir þessi káta kona og strýkur blíðlega ann- arri kisunni sinni. Emilía setur upp svip þeg- ar spurt er um tímamótin. „Ég verð ekkert þrítug, ég verð bara ennþá meira tuttugu og eitthvað. En það verður samt veisla hjá mér. Núna erum við að byggja yfir útipallinn til að koma öllum fyrir. Það koma ættingjar og vinir en þó fyrst og síðast skemmtilegt fólk í veisluna mína,“ segir brosmilt afmælisbarnið með geislandi gleði í björtu andlitinu. Hera Björk er eins og týnda systirin Fjölskylda Emilíu n Foreldrar: Ása Haraldsdóttir bókari og náttúruprjónari f. 1951 Tómas Kristinsson kjötiðnaðar- maður f. 1950 n Sambýlismaður: Elvar Skúli Sigurjónsson skrifstofumaður f. 1979 n Börn: Katla Sigrún Elvars- dóttir f. 2008 Kristján Darri Elvarsson f. 2011 n Systkin: Kristinn Tómasson prentsmiður f. 1972 Kristjana Tómasdóttir af- greiðslustúlka f. 1976 Kettir í uppáhaldi „Kettir hafa alltaf verið mitt uppáhald og ég hef átt ketti alla tíð. Núna á ég tvo.“ Fjölskylda Einars n Foreldrar:Kjartan Einarsson bílstjóri f. 1901 d. 1997 Fríða Böðvarsdóttir húsmóðir f. 1907 d. 1988 n Maki: Þórhildur Gísladóttir leiðbeinandi og hárgreiðslukona f. 1943 n Barn: Margrét Einarsdóttir húsmóðir f. 1961 n Hennar maður: Bjarni Jakobs- son járnsmiður f. 1963 n Þeirra börn: Adda Þóra Bjarnadóttir hárgreiðslukona og nuddari f. 1984 Karen Bjarnadóttir nemi f. 1997 n Barn: Fríða Björk Einarsdóttir fulltrúi f. 1966 n Hennar börn: Þórhildur Guð- mundsdóttir f. 1999 Einar Guðmundsson f. 2007 n Barn: Gísli Ragnar Einarsson smiður f. 1969 d. 1991 n Hans dóttir:Arna Viktoría Gísladóttir f. 1989 n Barn: Kjartan Júlíus Einarsson umsýslufulltrúi f. 1975 n Hans kona: Danielle Harme mannréttindalögmaður f. 1976 n Systkin: Jónína Kjartansdóttir leiðbeinandi f. 1939 Bryndís Kjartansdóttir af- greiðslukona f. 1945 Nú kæmi löggan og Landhelgisgæslan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.