Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 47
TóksT loks að sigrasT á síþreyTu með hugleiðslu Lífsstíll 47Helgarblað 18.–20. maí 2012 Reynir Traustason Baráttan við holdið Þ að er afstætt hvernig menn sjá fegurð landsins. Sumir þurfa að fara upp á hálendið þar sem þeir gráta yfir virkjunum og umhverfisspjöllum. Fæstir hafa auga fyrir því sem þeim er næst. Á mel örfárra útvistarparadísa á höf- uðborgarsvæðinu er Úlfarsfell. Þetta fjall í miðju borgarlandsins er í senn fjölbreytt og fallegt. Það er aðeins rúmlega 300 metrar á hæð og því auðgengið fyrir flesta. H undruð manna leggja leið sína daglega upp á fjallið í borginni. Sjálfur hef ég farið oftar en 330 sinnum upp. Í hvert sinn er eitthvað nýtt að sjá sem opn- ar augun fyrir fjölbreytni íslenskrar náttúru. Eitt lítið blóm getur lýst upp tilveruna og rjúpa í vetrar- búningi sem situr á klettanefi og fylgist með þeim sem koma og fara. Hjartalaga steinn fær mann til að brosa út í annað. Og eins og skáldið sagði forðum þá glóir grámosinn. Það eru fjölmargar leiðir upp Úlf- arsfellið þannig að tilbreytingin er mikil. Vetur, sumar, vor og haust hef ég notið fegurðarinnar. Og fjallið hefur gefið mér aukin lífsgæði. F jallið í borginni heyrir undir tvö sveitarfé- lög. Reykjavík- urborg ræður hluta þess en Mosfellsbær öðrum hluta. Og það er himinn og haf á milli þess hvernig þessi sveitarfélög umgangast fjallið. Yfirvöld Mosfellsbæjar hafa lagt rækt við að merkja gönguleiðir og loka vegaslóðum fyrir bílaumferð. Þar þekkja menn gildi þess að eiga útivistarparadísir. Menn umgangast þær af virðingu og alúð. Reykjavík- urmegin í fjallinu er allt annað uppi á teningnum. Þar liggja vegaslóðar þvers og kruss, opnir fyrir umferð. Og á hátindi fjallsins er belta grafa sem böðlast yfir landið og ristir í sundur klettabelti. Jón Gnarr borg- arstjóri og félagar eru enda stór- huga. Þeir hafa gefið símarisanum Vodafone og einokunar risanum Ríkisútvarpinu heimild til að valda því jarðraski sem þarf til þess að hægt verði að reisa 40 metra hátt mastur. Fyrir utan allt jarðrask- ið sem fylgir hlýst af sjónmengun hinna himinháu mastra sem ætlað er að standa um ókomna tíð. Þ etta lið sem stjórnar Reykja- vík í dag lætur sig í engu varða hvernig gengið er um nátt- úru Úlfarsfells. Aðalatriðið er að þjóna umræddum fyrirtækjum. Hörmungin blasir nú við öllum sem um fjallið ganga. Másandi beltagrafa og trukkur böðlast dag- langt á efsta hnjúk. Sárin í fjallinu eru æpandi. Umhverfisníðingarnir úr Reykjavík fara sínu fram. Það er traðkað á því fegursta sem borgar- landið býður upp á. Þar sem ég stend á sundurgröfnu fellinu á milli gröfu og vörubíls dettur mér aðeins eitt í hug og ég lyfti göngustöfunum til himins og kalla upp í vindinn: „Látiði Úlfarsfellið vera, helvítin ykkar.“ En það er enginn að hlusta. Þ essi pistill átti að vera um heilsu en endaði svona. Þar ber að taka fram að ég skulda fjallinu sem hjálpaði mér að ná tökum á offitunni. Og þá er nauðsynlegt að lækka blóðþrýst- ing reiðinnar með því að skrifa sig frá málinu. Þetta er því heilsupistill eftir allt saman. Úlfarsfellið stórskemmt sem fólk átti sig ekki á að sé í raun tækni sem varðar þroska og nefn- ir kórsöng sem dæmi. „Kóramenning okkar er ekkert venjuleg, þetta er sjálfboðastarf- semi sem er mikil í öllum sveit- um landsins. Ákaflega falleg iðja sem er þroskandi og í raun and- leg. Þá er það gott hversu mikið fólk sækir í laugarnar til að njóta þess að vera til. Þetta er nokk- uð sem við eigum og eigum að rækta. Því fylgir andlegur þroski sem gefur okkur betra tækifæri til að takast á við krefjandi verkefni framtíðarinnar.“ kristjana@dv.is Flott föt á alla fjölskylduna n Gersemar á fatamarkaði Fjölskylduhjálpar Íslands Í húsakynnum Fjölskylduhjálpar Íslands, við Eskihlíð 2–4 er að finna fatamarkað sem fáir vita af. Markaðurinn er öllum opinn og þar leynast ýmsar gersemar. Fataverslunin Rokk og rósir, sem selur fallegan notaðan kvenfatnað gaf til að mynda Fjölskylduhjálpinni nýlega, mjög stóran lager af einstökum kjólum. Fjölskylduhjálp Íslands fær allan fatnað sem seldur er á markaðnum gefins frá hinum ýmsu verslunum og um er að ræða bæði ný og notuð föt á alla fjölskylduna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er hægt að dressa sig upp á markaðnum fyrir mjög lítinn pening. En allur fatnaðurinn er seldur á mjög lágu verði. Sem dæmi má nefna þá er verð á kjólum frá 1.500 og upp í 3.000 krónur, en allur söluágóði rennur í matar- og lyfjasjóð Fjölskylduhjálpar Íslands. Vert er að taka fram að þeir sem eru bágt staddir og þurfa á aðstoð að halda, fá fatnað án endurgjalds. Fatamarkaðurinn er opinn alla virka daga frá 10 til 18. Flottar fyrirsætur Hjá Fjölskylduhjálpinni er hægt að kaupa bæði ný og notuð barnaföt á gjafverði. Töffarastrákar Allur ágóði af fatasölunni rennur í matar- og lyfjasjóð Fjölskylduhjálpar Íslands. Í stíl Það leynast ýmsar gersemar á markaðnum, líkt og þessi fallegi græni kjóll. Ungar skvísur Þessar dömur taka sig vel út í notuðum fatnaði frá Rokki og rósum. Föt á alla aldurshópa Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á markaðnum. Glæsimenni Þessir herramenn eru ansi reffilegir í fatnaði frá Fjölskylduhjálpinni. Föt á herramennina Karlpeningurinn getur dressað sig upp, bæði í hversdags- klæðnað og jakkaföt. Hvernig á að hugleiða? Sérhver einstaklingur fer eigin leiðir við iðkun hugleiðslu, en eftirfarandi aðalatriði eru sameiginleg öllum hinum hefðbundnu hugleiðsluaðferðum: n Hugleiðið reglulega á sama tíma hvern dag, ein í ró og næði. n Sitjið í þægilegri stöðu með beinan hrygg. n Slakið á öllum vöðvum – djúp öndun hjálpar til. n Dragið meðvitað athyglina frá öllu ytra áreiti. n Æfið einhverja af neðangreindum athygliæfingum. n Geislið meðvitað til alls heimsins þeim friði og kærleika, sem þið upp- lifið í hugleiðingunni. n Komið eftir u.þ.b. 15 mínútur rólega til baka til hinnar venjulegu dagvitundar. Til að hjálpa við að koma á hugarkyrrð eru margar mismunandi æfingar til reiðu fyrir hugleiðandann og eru nokkrar þær helstu tilgreindar hér að neðan: A Fasthygli á andar­dráttinn Haldið athyglinni stöðugri við streymi loftsins um nasirnar. Reynið ekki að telja andartökin, látið andardráttinn flæða eðlilega en verið meðvituð um flæðið inn og út. Þetta heldur athyglinni við hið líðandi andartak – sem er hið eina hlið til æðri vitundar. B Notkun mantra Möntrur eru orð, sem tengja okkur við hin andlegu svið vitundarinnar vegna sérstakra hljómeiginleika. Að kyrja möntru á borð við hið forna indverska „ÓM“ (hin vestræna samsvörun er amen) er öflugt tæki í hugleiðingunni. C Að sjá fyrir sér hlut eða hugmynd Tákn eða spakmæli á borð við „ég er eitt með alverunni“, má nota sem viðfangsefni fasthygli til að vekja hugarkyrrð. D Að tæma hugann Margir hugleiðendur reyna einfaldlega að tæma hugann eða kyrra athafnir hans, meðvitaðir um að ef það tekst mun útvíkkun vitundarinnar fylgja. Heimild: GUðspekiFélaGið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.