Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 29
Erlent 29Helgarblað 18.–20. maí 2012 „Allir reyndu að bjarga börnunum“ n Sautján barna faðir missti sex börn í eldsvoða M ick Philpott, sautján barna faðir í Derby í Bretlandi, brast í grát á blaðamannafundi á miðvikudag og lái honum hver sem vill. Hann missti sex börn í hræðilegum eldsvoða fyrir viku. Talið er að bensíni hafi verið hellt inn um bréfalúgu á heimilinu og eldur borinn að. Mick og eiginkona hans Mairead voru aðframkomin af sorg þar sem þau reyndu að svara spurningum blaða­ manna en náðu að þakka slökkviliði borgarinnar fyrir að reyna sitt besta við að slökkva bálið. Mick Philpott var á heimili sínu í Al­ lenton í Derby þegar eldurinn kom upp snemma föstudagsmorguninn 11. maí. Hann vaknaði við að reykskynjarinn á neðri hæð hússins fór í gang og reyndi allt hvað hann gat til að bjarga börnum sínum út hið snarasta. Húsið stóð í ljós­ um logum og þar sem þau hjónin eiga 17 börn var nánast óvinnandi verk fyrir föðurinn að bjarga þeim öllum. Fimm létust af völdum reykeitrunar á vett­ vangi og þurftu hjónin að taka þá erf­ iðu ákvörðun að slökkva á öndunarvél þess sjötta á sjúkrahúsi. Samúðin er mikil með fjölskyldunni og málið hefur vakið gríðarlegan óhug í Bretlandi sem og víðar enda óhugnanlegt ef rétt reyn­ ist að kveikt hafi verið í húsinu. „Í fyrsta lagi vil ég þakka elstu þremur börnunum fyrir að hjálpa okk­ ur við að komast í gegnum þetta,“ sagði Mick augljóslega bugaður. Hann þakk­ aði þá öllum sem komu á vettvang og hjálpuðu. „Það reyndu allir að bjarga börnunum okkar. Við getum aldrei þakkað þeim nóg. Það erum ekki bara við sem höfum mátt þjást vegna þessa, þeir hafa gert það líka.“ S amkvæmt tíðindum í fjöl­ miðlum í Danmörku verður ekkert helgt talið í þríhliða viðræðum ríkisstjórnar, stéttarfélaga og samtaka at­ vinnulífsins þegar sest verður nið­ ur með það markmið að finna fjóra milljarða danskra króna fyrir tilstilli aukins „vinnuframboðs“ (d. arbejds­ udbud). Samkvæmt vefsíðu BT sýna út­ reikningar danska vinnuveitenda­ sambandsins, DA, og Viðskiptaráðs Danmerkur að framboð starfskrafta gæti aukist sem næmi 10.000 manns og tekjur þar af gætu numið tveimur milljörðum danskra króna ef kóngs­ bænadagur, einn og sér, yrði lagður niður. Hugtakið „arbejdsudbud“ og merking þess er nokkuð á reiki hjá Dönum en það var innleitt í tíð Claus Hjort Frederiksen í embætti atvinnu­ málaráðherra og hefur þann kost að það getur þýtt ýmislegt. Á vefsíðunni ledigesvilkaar.dk eru viðraðar vangaveltur um hvort Claus Hjort hafi verið að tala um fleiri störf/ vinnandi menn – eins og margir túlk­ uðu hugtakið, og gera enn – eða meiri vinnu á þá sem hafa vinnu fyrir. Á vefsíðu Berlingske eru leiddar að því líkur að einhverjir helgidag­ ar verði felldir niður og fái annan lit en rauðan á dagatalinu. Tilgangur­ inn væri að finna auka fjóra millj­ arða danskra króna. Því markmiði má sennilega ná hvort heldur sem er með aukinni vinnu og framleiðni af hálfu þeirra sem hafa vinnu eða með fjölgun vinnandi manna og auknum tekjum þar af. Í athugasemdakerfi á þeim dönsku síðum sem fjalla um málið má víða sjá ólíkan skilning sem lagð­ ur er í hugtakið. Helgidagar undir hnífinn Samkvæmt Berlingske nýtur sú skoð­ un mikils fylgis innan ríkisstjórnar­ innar og stéttarfélaganna að fara róttæka og án efa umdeilda leið. Sú leið felur í sér að afhelga ekki ein­ asta kóngsbænadag (d. store bede­ dag), sem fellur á fjórða föstudag frá páskum, heldur einnig annan í hvíta­ sunnu eða skírdag. Ástæða þess að þessi leið er talin vænlegur kostur er, samkvæmt Berl­ ingske, í fyrsta lagi að helgidögum fækkar og allir – frá launþega á tíma­ launum til yfirmanns – bera hitann og skila meiri vinnu. Í annan stað þarf forysta stéttar­ félaganna ekki að hafa fyrir því að láta skjólstæðinga sína taka afstöðu til fækkunar, því ákvörðunin verður tekin á þingi. Síðast en ekki síst munu nást fram nánast öll fjáraukaáform sem áður­ nefndir þríhliða samningar munu miða að. Alls ekki tímabært Á vefsíðu Berlingske er haft eftir Gretu Christensen, formanni samtaka hjúkr­ unarfræðinga, að engan veginn sé tímabært að fara þessa leið nú þegar atvinnuleysi er mikið. „Ég vil ekki biðja mitt fólk um að vinna meira á sama tíma og verið er að reka kollega þess. Og það fyrsta sem við verðum að vera sammála um í þessum þríhliða við­ ræðum er hvenær er þörf fyrir fleiri á vinnumarkað. Umræðuna um tvo helgidaga eða eitthvert annað módel getum við tekið í kjölfarið,“ sagði Greta. Kim Simonsen, sem fer fyrir HK­ stéttarfélaginu, er opinn fyrir því að slátra einum helgidegi í viðræðunum, en tveir helgidagar eru að hans mati of mikið: „Ef einn helgidagur verður vandamál, þá verða tveir helgidag­ ar helmingi meira vandamál, ef við sjáum ekki hvað við fáum fyrir þá.“ Formaður FOA­stéttarfélags, eins hins stærsta í Danmörku, Dennis Kristensen, hugnast ekki að hróflað sé við helgidögunum yfirhöfuð. Með blessun klerkastéttarinnar Ef kóngsbænadegi verður kastað fyrir róða hvað helgi varðar er útlit fyrir að það verði gert með blessun klerkastéttarinnar. Karen­Bolette Berg, sóknarprest­ ur Lindehøj­kirkju í Herlev, norð­ vestur af Kaupmannahöfn, sér fátt því til fyrirstöðu að kóngsbænadagur verði tekinn til endurskoðunar. „Frá trúarlegu sjónarhorni er afar erf­ itt að færa rök fyrir því að haldið sé í kóngsbænadag, því um er að ræða helgidag sem tengist ekki viðburði í kristnidómi,“ er haft eftir séra Berg á vefsíðu BT. Samkvæmt umfjöllun á vefsíðu BT deila margir kollega séra Karenar­ Bolette Berg þessari skoðun og eru Viborg á Jótlandi og Kaupmanna­ höfn nefndar í því sambandi. Prestarnir benda á að þar sem til­ urð kóngsbænadags megi rekja til konunglegrar tilskipunar sem var lög­ fest árið 1686, og dagurinn þá hugs­ aður sem sérstakur bænadagur fyrir allt danska ríkið, sé það engum vand­ kvæðum bundið að leggja hann niður. Dagurinn – „sérstakur, almenni­ legur bænadagur“ – var reyndar hug­ mynd Hans Bagger, sem var biskup í Hróarskeldu frá 1675 til 1693. Böggull fylgir skammrifi Það má teljast nokkuð ljóst að kóngs­ bænadagur er vænlegur fyrsti kostur ef leggja á einhverja helgidaga niður, en böggull fylgir skammrifi. Þannig er nefnilega mál með vexti að fjöldi danskra fjölskyldna kýs þann dag fram yfir aðra til að láta ferma börn sín. Ástæðuna má að hluta til rekja til þess að í kjölfar kóngsbæna­ dags fylgir löng helgi og því tilvalið og hægara um vik að safna stórfjöl­ skyldunni á einn og sama stað. Ef um venjulegan sunnudag væri að ræða gæti það orðið þrautin þyngri. Í viðtali við BT sagði Andreas Christensen, sóknarprestur í Frí­ hafnar­kirkjunni á Austurbrú, að flestar fermingar sem heyrðu und­ ir hann færu fram á kóngsbæna­ degi og kollega hans á Jótlandi, Marianne Koch við Viborgar­dóm­ kirkjuna tók undir orð hans – að kóngsbænadagur væri vinsæll sem fermingardagur. Marianne benti einnig á að margar fjölskyldur kynnu að lenda í vandræðum ef kóngsbænadagur yrði lagður niður – ekki síst vegna þess að margar fjöl­ skyldur hefðu fyrir þó nokkru pant­ að veislusali sem væru ekki á hverju strái á þessum slóðum. n Helgidagar hugsanlega skiptimynt á dönskum atvinnumarkaði Hart sótt að helgidögum Møgeltønder-kirkjan í Danmörku Stjórnvöld og aðilar vinnumarkaðarins í Danmörku hyggjast fórna helgum dögum á altari aukinna tekna. Kolbeinn Þorsteinsson blaðamaður skrifar kolbeinn@dv.is Handtekin fyrir kynlíf Breski mannauðsráðgjafinn Re­ becca Blake sér fram á allt að þriggja ára fangelsi fyrir að hafa verið handtekin við að stunda kynlíf í leigubíl. Hin 29 ára gamla Blake hafði kynnst írskum manni á írskum hótelbar í Persaflóaríkinu Dúbaí, þar sem aðeins kostar tvö þúsund krónur að fá ótakmarkaða drykki. Eftir 12 tíma drykkju end­ aði hún í leigubíl með manninum, með fyrrgreindum afleiðingum. Leigubílstjóranum var misboðið og kallaði hann á lögreglu. Dúbaí er vinsæll áfangastaður hjá vest­ rænum ferðamönnum, en þar eru ölvun á almannafæri og kynlíf utan hjónabands alvarlegir glæpir. Hvítir verða í minnihluta Komið er að tímamótum í kyn­ þáttasögu Bandaríkjanna. Í fyrsta skiptið eru hvítir í minnihluta með tilliti til barnsfæðinga í landinu. Fæðingar þeldökkra, suðuramer­ ískra og asískra eru nú 50,4 prósent allra barnsfæðinga í landinu. Frá árinu 2008 hefur fæðingum hvítra fækkað um 11 prósent, en fæðingar „minnihlutahópa“ eru aðeins 3,2 prósentum minni. Nú flokkast 36,6 prósent íbúa landsins undir minnihlutahópa, en það stefnir í að minnihlutinn verði meirihluti. Spánn á ystu brún Lánsfjárkostnaður spænska ríkisins hefur tvöfaldast og titr­ ingur er á fjármálamörkuðum í allri Evrópu vegna þess. Óttast er að Spánn sé næsta Grikk­ land og endi á gjörgæslu vegna efnahagsástandsins. Nýjar tölur sýna að þjóðar­ framleiðsla Spánar minnkaði um 0,3 prósent á fyrsta árs­ fjórðungi. Atvinnuleysi er 24 prósent, þar af eru 51 prósent ungmenna frá 15 til 24 ára aldurs atvinnulaus. Leiðtogar helstu Evrópuríkja funduðu um þetta og ástandið á Grikk­ landi í myndsímtali í gær. Frakki án útlima syndir milli álfa Franskur maður, sem missti hendur og fætur þegar hann fékk raflost við að laga sjón­ varpsloftnet á þaki húss síns fyrir átján árum, hefur hafið þá þrekraun að synda á milli fimm heimsálfa. Philippe Croizon fór fyrsta legg leiðarinnar, milli Papúa Nýju­Gíneu og Indónes­ íu, eða Ástralíu og Asíu, á sjö og hálfum tíma. Leiðin er 20 kíló­ metrar. „Þetta var mjög, mjög erfitt,“ sagði Croizon eftir sund­ ið. Næst syndir hann milli Jórd­ aníu og Egyptalands í Aqaba­ flóa, svo Gíbraltar og Marokkó, og að lokum yfir Beringssund milli Alaska og Rússlands. Gríðarleg sorg Philbott-hjónin þökkuðu öllum sem reyndu að bjarga börnunum í elds- voðanum hræðilega í síðustu viku. MynD: SkjáSkot Af DAily MAil
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.