Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 8
8 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað
Leigubílstjóri með óra dæmdur
n Framdi skyndilegt kynferðisbrot á Austurvelli eftir að hafa lent í tjóni með bílinn sinn
H
æstiréttur dæmdi á miðviku
dag leigubílstjórann Ólaf
Guðmundsson í átján mán
aða óskilorðsbundið fang
elsi fyrir nauðgun konu á Austur
velli þann 3. maí í fyrra. Ólafur, sem
fæddur er árið 1981, þarf einnig að
greiða konunni 700 þúsund krónur
í skaðabætur. Staðfesti Hæstiréttur
þar með dóm Héraðsdóms Reykja
víkur frá því í september í fyrra. Mál
ið vakti gríðarlega athygli þegar það
kom upp enda þykir það sérstakt.
Þannig var mál með vexti að kon
an var stödd ásamt vinafólki á Aust
urvelli þegar hún ákvað að kasta af
sér vatni. Ólafur sem var að vinna við
leigubílaakstur þessa nóttina kom
skyndilega aftan að konunni meðan
hún var að pissa og stakk fyrirvara
laust tveimur fingrum sínum inn
í endaþarm hennar. Konan hrökk
skiljanlega við og spurði hvað Ólafi
gengi til sem hún sagði hafa hlaup
ið hlæjandi á brott, látið sig hverfa
upp í leigubílinn sinn og ekið af vett
vangi.
Ólafur neitaði ávallt að um hefði
verið að ræða nauðgun, en játaði að
hafa veist að konunni. Kvaðst hann
hafa verið að fá útrás fyrir reiði og
kynferðislega óra þegar hann réðst
á konuna. Fram kom í dómi hér
aðsdóms á sínum tíma í skýrslu sál
fræðings að Ólafur hafi þegar brot
hans átti sér stað átt við fjárhags
vanda að stríða og að hann hefði
snöggreiðst við að tjóna bílinn sinn.
Í skýrslu sálfræðingsins kom einn
ig fram að Ólafur hafi um nokkurt
skeið haft óeðlilega kynferðislega
„fantasíu sem hafi tengst hugsunum
um konur sem hefðu þvaglát og hafi
sú ímynd örvað hann kynferðislega.“
Sálfræðingurinn tók einnig fram að
Ólafur ætlaði að gangast undir meðferð
vegna þessara tilfinninga og hegðunar.
Bæði héraðsdómur og Hæstirétt
ur töldu að háttsemi mannsins teld
ist vera kynferðismök í skilningi al
mennra hegningarlaga og sakfelldu
hann fyrir nauðgun.
Kaupir laugina
og íþróttahúsið
E
nn leikur vafi á rekstrarhæfi
sveitarfélagsins Álftaness
þrátt fyrir að fjárhagstaða
þess hafi skánað nokkuð á
milli ára. Í fyrsta skipti frá ís
lenska bankahruninu árið 2008
dugðu tekjur sveitarfélagsins fyrir
útgjöldum. Skuldir Álftaness nema
nú rösklega 5,7 milljörðum króna
en þær má meðal annars rekja til
byggingar glæsilegrar sundlaugar og
íþróttahúss fyrir hrunið. Þetta kemur
fram í ársreikningi sveitarfélagsins
sem undirritaður var í bæjarstjórn
þann 14. maí síðastliðinn.
Bæjarstjóri Álftaness, Pálmi Þór
Másson, er bjartsýnn á framtíð bæj
arins í ljósi þess að nýverið var lokið
við fjárhagslega endurskipulagningu
hans með samningum við Eignar
haldsfélagið Fasteign. Endurskipu
lagningin felur meðal annars í sér
að bærinn kaupir sundlaugina og
íþróttahúsið í bænum af fasteigna
félaginu. Staða Álftaness í ársreikn
ingnum er hins vegar dökk.
Fjárhaldsstjórn stýrir sjóðnum
Í skýrslu endurskoðanda bæjarins,
Grant Thornton, er lýsing á stöðu
sveitarfélagsins þar sem gerður er
fyrirvari við álit endurskoðandans á
reikningnum. Orðrétt segir þar: „Eins
og fram kemur í skýrslu stjórnar og
skýringu 38 í ársreikningi sveitar
félagsins á sveitarfélagið í miklum
greiðsluerfiðleikum. Bæjastjórn Álfta
ness sendi Eftirlitsnefnd með fjár
málum sveitarfélaga (EFS) tilkynn
ingu, í nóvember 2009, þess efnis að
sveitarfélagið væri komið í fjárþröng
og að bæjarstjórn teldi sér eigi unnt
að standa í skilum. Að tillögu EFS
skipaði ráðherra sveitarfélaginu fjár
haldsstjórn þann 8. febrúar 2010 með
skipunartíma til 1. ágúst 2010. Fjár
haldsstjórn er nú skipuð til 2. júlí 2012.
Fjárhaldsstjórn tók við stjórn fjármála
sveitarfélagsins og er bæjarstjórn
óheimilt að inna greiðslur af hendi úr
bæjarsjóði án samþykkis hennar. Því
ríkir veruleg óvissa um áframhaldandi
rekstrarhæfi sveitarfélagsins.“
Samkvæmt vinnureglum fjárhalds
stjórnarinnar sem eftirlitsnefnd með
fjármálum sveitarfélaga skipaði, má
bæjarstjórn Álftaness ekki nota fjár
muni bæjarins nema með samþykki
hennar. Álftanesbær þarf að sýna fram
á hallalausan rekstur eigi síðar en á
næsta ári samkvæmt tilmælum eftir
litsnefndarinnar.
Endurskipulagningu lauk ekki
Álftanes tapaði rúmlega 400 milljón
um króna í fyrra en samkvæmt fjár
hagsáætlun sem gerð var fyrir árið
í fyrra var gert ráð fyrir rekstraraf
gangi upp á 1.380 milljónir króna af
rekstri sveitarfélagsins. Eigið fé sveit
arfélagsins var neikvætt um ríflega
1.650 milljónir í lok árs í fyrra. Rekstr
arniðurstaða bæjarins var hins vegar
jákvæð fyrir fjármagnsgjöld upp á
nærri 217 milljónir króna.
Rekstraráætlun bæjarins gerði
ráð fyrir því að fjárhagslegri endur
skipulagningu bæjarins lyki í fyrra
en í ársreikningnum kemur fram að
þetta hafi ekki tekist. Viðsnúningur
inn í rekstraráætlun bæjarins byggði
á því að þessi áætlun væri raunhæf.
„Í fjárhagsáætlun fjárhaldsstjórnar
fyrir árið 2011 var gert ráð fyrir að
fjárhagslegri endurskipulagningu
lyki fyrir árslok 2011. Nú liggur fyrir
að það tókst ekki.“ Miðað við fjár
hagsáætlunina áttu skuldir Álftaness
að lækka úr 5,7 milljörðum króna
niður í 3,3 milljarða og eigið fé bæj
arins átti að fara frá því að vera nei
kvætt um 1.600 milljónir og niður í
að vera jákvætt um ríflega 215 millj
ónir króna.
Metur stöðuna góða
Pálmi Þór segir að það sem hafi
gerst frá reikningsskiladegi, í lok
síðasta árs, sé að bærinn hafi náð
samkomulagi við Eignarhaldsfélag
ið Fasteign, eiganda sundlaugar
innar og íþróttahússins sem byggð
voru í bænum. „Það voru nokkr
ir samningar sem við náðum ekki
að klára, sérstaklega samningur
inn við Eignarhaldsfélagið Fast
eign. Við vorum hins vegar að ljúka
samningi við Eignarhaldsfélagið
Fasteign, líkt og kemur fram í bók
un frá nýliðnum bæjarstjórnar
fundi. Samningurinn við Fasteign
markar endalokin á fjárhagslegri
endurskipulagningu bæjarins.“
Pálmi segist meta stöðu Álfta
ness sem góða. „Reksturinn er í góðu
standi hjá okkur og við vorum að
klára þessa fjárhagslegu endurskipu
lagningu. Við erum bara að einbeita
okkur að því að halda áfram viðræð
um við Garðabæ um sameiningu
sveitarfélaganna. Vonandi geta íbú
arnir kosið um sameininguna síðar
á þessu ári.“
Bæjarstjórinn segir að í samn
ingnum við Fasteign felist að Álfta
nes kaupi sundlaugina í bænum og
íþróttahúsið, sem og lóðirnar undir
eignunum, af fasteignafélaginu fyrir
rúmlega 1.300 milljónir króna. Pálmi
Þór segir að bærinn hafi tryggt sér
fjármögnun fyrir kaupunum. „Við
förum út úr Fasteign og kaupum
þessar eignir. Fjármagnið er tryggt í
allan pakkann hjá okkur. Bæði með
nýju fjármagni og með endurskipu
lagningu á eldri skuldum. Við kom
um til með að fá lánsfé frá Lána
sjóði sveitarfélaga til að fjármagna
verkefnið. Tillögur fjárhaldsstjórnar
sveitarfélagsins eru því allar að
ganga eftir þó þetta hafi tekið tíma
hjá okkur.“
n Endurskipulagningu Álftaness lokið n Óvissa um rekstrarhæfi
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Þungar framkvæmdir Álftanesbær byggði glæsilega sundlaug og íþróttahús í bænum fyrir hrunið 2008. Samkomulag við Eignarhalds-
félagið Fasteign gerir ráð fyrir að bærinn kaupi eignir af því á rösklega 1.300 milljónir króna.
Bjartsýnn Pálmi Þór Másson, bæjarstjóri
Álftaness, er bjartsýnn á stöðu bæjarins í
ljósi þess að fjárhagslegri endurkipulagn-
ingu hans er lokið.
„Því ríkir veruleg
óvissa um áfram-
haldandi rekstrarhæfi
sveitarfélagsins.
Átján mánaða dómur Dómur yfir Ólafi Guðmundssyni var staðfestur í Hæstarétti á
miðvikudag. Mynd: dV/SViðSEtt
Sigurður greiði
hálfan milljarð
Sigurði Einarssyni, fyrrverandi
stjórnarformanni Kaupþings, er
gert að greiða 550 milljónir af 5,5
milljarða láni frá Kaupþingi. Það
var Héraðsdómur Reykjavíkur
sem komst að þessari niðurstöðu
á miðvikudag eftir að þrotabú
Kaupþings hafði höfðað riftunar
mál á hendur Sigurði vegna láns
sem hann fékk í stjórnartíð sinni
hjá bankanum á árunum fyrir
hrun. Lánið, sem Sigurður notaði
til að kaupa hlutafé í bankanum,
nam 5,5 milljörðum króna en
hann bar ábyrgð á tíu prósentum
lánsins. Stuttu eftir hrun ákvað
stjórn bankans að fella niður
ábyrgðir á hlutabréfalánum til
starfsmanna og æðstu stjórnenda
bankans en þrotabúið ákvað að
ógilda þá ákvörðun. Hvorki Sig
urður né lögmaður hans voru við
staddir dómsuppkvaðninguna.
Í síðustu viku féll dómur í Hér
aðsdómi Reykjavíkur þar sem
komist var að þeirri niðurstöðu
að þrotabúi bankans væri heimilt
að snúa við ákvörðun um að fella
niður ábyrgðir á lánunum.
Nammigrísir
gripnir
Tveir nammigrísir voru hand
teknir í miðborg Reykjavíkur á
þriðjudag en þeir stálu sælgæti úr
ónefndri verslun. Eftir að þjófarnir
höfðu stungið sælgætinu inn á sig
mættu þeir lögreglunni nánast
við inngang verslunarinnar. Hinir
síðarnefndu voru óeinkennis
klæddir en þeir þekktu annan
mannanna vegna fyrri afskipta
og sáu jafnframt að viðkomandi
var með eitthvað innan klæða. Sá
hinn sami á það til að vera ansi
fingralangur, eins og stundum er
sagt og virðist eiga erfitt með að
láta af þessari iðju. Sælgætinu var
skilað óskemmdu aftur til kaup
mannsins.
Kjallara breytt
í kannabisrækt
Lögreglan á höfuðborgarsvæð
inu stöðvaði kannabisrækt í
húsi í Garðabæ um miðjan dag
á þriðjudag. Við húsleit var lagt
hald nokkra tugi kannabis
plantna auk lítilræðis af öðrum
fíkniefnum. Ræktunin var vel
falin í kjallara hússins í rými
sem var sérstaklega útbúið fyrir
þessa starfsemi.