Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 43
L eigubílstjórinn Heidi Win- kel getur enn ekki mun- að hvað síðasti viðskipta- vinur hennar bað hana að gera. Hún man að hann kom inn í bíl hennar í Hagnau við Constance-vatn í suðvestur- hluta Þýskalands og hana rámar í að hann hafi viljað fara eitthvert að jaðri bæjarins. Kvöldið sem um ræðir var 8. júní 2010 en í dag er hún lömuð, notast við hjólastól og getur ekki einu sinni lyft hendi til að strjúka tár af hvarmi þegar hún hugsar til þessa örlagaríka kvölds. Þegar Heidi skilaði sér ekki heim þetta kvöld hafði fjölskyld- an samband við lögregluna. Leit- arhópar kembdu skóglendið og hæðirnar umhverfis vatnið og klukkan þrjú um nóttina fannst leigubifreiðin á skógarstíg skammt fyrir utan Hagnau. Sjónin sem mætti lögreglunni var óhugnanleg – Heidi var með lífsmarki, lá á baksætinu, fötin í henglum og lá nánast í blóðbaði því hún hafði verið skorin á háls. Við nánari skoðun á sjúkrahúsi kom í ljós að henni hafði verið nauðgað eftir að hún var skorin á háls. Hávaxinn, ljóshærður maður Daginn eftir hvarf annar leigubíl- stjóri; 32 ára, tveggja barna móðir, Zana. Vitað var að hún hafði tek- ið upp farþega klukkan níu um kvöldið á leigubílamiðstöð við Constance-vatn. Aðrir leigubíl- stjórar mundu að farþeginn hafði verið hávaxinn, ljóshærður karl- maður. Bíll Zönu fannst um miðnæt- urbil. Hún var látin í baksætinu, hafði verið skorin á háls og síðan nauðgað. Lögreglan beið ekki boðanna og girti af svæðið við vatnið og innan skamms fékk hún fyrstu vísbendinguna – fjórir hollensk- ir göngugarpar höfðu séð stór- an, ljóshærðan mann á reiðhjóli. Sá hafði talað með rússneskum hreim og göngufólkið hafði tekið eftir aur og blóði á fatnaði hans. Lögreglan sendi frá sér lýsingu á manninum auk tilkynningar um 10.000 evra greiðslu fyrir upp- lýsingar sem leiddu til handtöku „varmennisins við Constance- vatn“, eins og morðinginn varð síð- ar nefndur. Gripinn á flótta Bóndi í grenndinni greindi lög- reglu frá hávöxnum, ljóshærð- um, rússneskum innflytjanda, rétt tæplega þrítugum, Andrej Welz. Andrej bjó á svæðinu með móð- ur sinni og frænku, hafði komið til Þýskalands 2007 og verið önnum kafinn síðan við að skapa sér sjálf- stæðan atvinnurekstur í glæpum. Þegar þarna var komið sögu vissi Andrej að lögreglan var kom- in á slóð hans og gerði hann því til- raun til að komast yfir landamær- in til Póllands. En lögreglan hnaut um hann í Brandenburg þar sem öldruð amma hans átti sumarhús. Andrej gafst mótþróalaust upp eftir að lögreglan hafði umkringt sumarhúsið og var farið með hann til Hagnau. Við réttarhöldin, sem hófust 11. janúar 2011, krafðist Andrej, og fékk leyfi til, að íklæðast lambhús- hettu og þegar hann var beðinn að útskýra ástæður ódæða sinna sagði hann: „Mamma elskaði mig aldrei. Mig langaði að drepa hana til að hefna mín á henni.“ Andrej sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir því hvað hann var að gera þegar hann misþyrmdi Heidi. „Ég er ánægður með að hún lifði af,“ sagði hann. Upptökur af ódæðunum Réttarsálfræðingur sagði við rétt- arhöldin: „Sannleikurinn er sá að þessi maður þráir dauðar konur óstjórnlega.“ Reyndar var að finna sönnunargögn sem virtust styðja með óvefengjanlegum hætti þessa fullyrðingu. Í tölvu Andrejs var að finna upptökur sem sýndu þegar hann nauðgaði þessum tveimur fórnarlömbum sínum í blóðfossi. Þar sem þýska Andrejs var ekki fullkomin var honum útvegaður túlkur, Jelena að nafni. Þegar hún þýddi orð hans átti hann það til að halla sér að henni og heyrð- ist hann nokkrum sinnum segja: „Mér líkar við þig, Jelena.“ Jelenu var illa brugðið og skelfingarsvip brá fyrir á andliti hennar. Engu að síður ákvað hún að sinna starfi sínu. Áttunda febrúar 2011 var And- rej úrskurðaður til lífstíðardvalar á sjúkradeild Heidelberg-Wies- loch-fangelsisins. Þar hóf hann að skrifa og senda ástarbréf til Je- lenu. Jelena hafði þó ekki miklar áhyggjur af þeim bréfaskriftum – það er að segja fyrr en 6. maí þegar varmenninu frá Constance-vatni tókst að flýja af fangelsissjúkra- húsinu. Skammgóður vermir Andrej hafði fundið nagla sem hann notaði til að opna fótajárn- in og síðan notaði hann hurð til að komast yfir fyrsta vegginn. Vegna yfirstandandi viðgerða við sjúkra- álmuna tókst honum að sleppa út í gegnum stórt gat í ytri veggnum. Heidi varð skelfingu lostin þeg- ar hún heyrði tíðindin af flótta Andrejs, og eflaust hefur Jelenu ekki verið rótt heldur. Almenningi var ráðlagt að forðast skógi vaxin svæði og göngumenn sem hugs- anlega væru þar einir á ferð. Andrej tókst að losa sig við fangelsisfatnaðinn og braust inn í nokkur hús þar sem hann fann mat, en tveimur dögum síðar tókst lögreglu að króa hann af, í aðeins um tíu kílómetra fjarlægð frá fang- elsinu. Í mislukkaðri tilraun til að komast undan handleggsbrotnaði Andrej og þá var fokið í flest skjól. Honum var á endanum komið fyr- ir í klefa sínum að nýju. Andrej ku hafa verið boðið að undirgangast vönun, en afþakk- aði gott boð. Kvenkyns starfsfólki sjúkrahússins er ráðlagt að vera aldrei eitt hjá honum og þegar hann fær að hreyfa sig í fangelsis- garðinum er hann í bæði hand- og fótajárnum. VARMENNIÐ VIÐ CONSTANCE-VATN n Tvær konur urðu á vegi Andrejs Welz n Aðeins önnur lifði óhugnaðinn af„Sannleikurinn er sá að þessi mað- ur þráir dauðar konur óstjórnlega. Sakamál 43Helgarblað 18.–20. maí 2012 Sakamál volt voru send í gegnum líkama Williams Kemmler 6. ágúst 1890 í annarri tilraun til að taka hann af lífi í rafmagnsstól. Kemmler naut þess vafasama heiðurs að vera sá fyrsti sem tekinn var af lífi með þessari aðferð. Fyrri tilraunin, rafstraumur í 17 mínútur, olli bara meðvitundar-leysi. Við 2.000 voltin brustu slagæðarnar og blæddi inn undir húð hans og síðan kviknaði í líkama hans. „Þeir hefðu betur notað öxi,“ sagði fangelsisstjórinn síðar um aftökuna.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s F arandsölumaðurinn Erich Tetzner var á ferð í grænni Opel-bifreið sinni á þjóð- vegi 8 skammt frá Regensburg í Bæjara- landi í Þýskalandi 25. nóvember 1929. Þá varð hann var við puttaferðalang sem hann ákvað að sjá aumur á. Ferðalangur- inn, 21 árs karlmaður, kvartaði yfir kulda svo Tetzner sveipaði kápu sinni utan um hann og njörvaði um leið handleggi hans. Síðan kyrkti hann hinn grunlausa ferðalang með reipi. Fjórum dögum síðar gekk einhver fram á bílinn alelda skammt frá Etterhausen. Þegar búið var að slökkva eldana kom í ljós að lík var í bílnum og innan skamms hafði Emma Tetzner, eiginkona Erichs, staðfest að um væri að ræða lík af eiginmanni hennar. En starfsmenn tryggingafélags Tetzner- hjónanna voru ekki fyllilega sannfærðir því örfáum mánuðum fyrr hafði Erich Tetzner sannfært fársjúka tengdamóður sína um að undirgangast ekki aðgerð vegna krabba- meins. Síðan hafði hann líftryggt hana fyrir 10.000 mörk – og ráðlagt henni að undir- gangast aðgerðina hvað sem öllu öðru liði. Tengdamútta var liðið lík þremur dögum síðar. Lögreglan komst á snoðir um að frú Tetz- ner, sem ekki hafði síma á eigin heimili, var iðulega kölluð á heimili nágrannanna vegna símhringinga frá „herra Stranelli“ í Strass- borg. Eftir að hafa kannað málið frekar handtók lögreglan „herra Stranelli“ – sem var enginn annar en Erich Tetzner. Farið var með Tetzner til Þýskalands og játaði hann sig sekan um morð, en eftir fimm mánaða fangelsisvist venti hann sínu kvæði í kross og sagðist hafa, fyrir slysni, ekið niður flæking. Skaðinn hefði verið skeður og því hefði hann tekið þá ákvörðun að blekkja tryggingafélagið. Réttarhöld yfir Tetzner hófust í Regens- burg í mars 1931. Eitt vitnanna við réttar- höldin hét Alois Ortner, bifvélavirki sem Tetzner hafði vingast við í Ingolstadt. Ortner bar að Tetzner hefði eitt sinn komið á verk- stæði hans og sagst vera í vandræðum með bíl sinn – hvort Ortner vildi vera svo vænn að skríða undir hann og athuga hvort þar væri eitthvað athugavert að sjá. Ortner varð við bón Tetzners en þegar hann skreið aftur undan bílnum vissi hann ekki fyrr en Tetz- ner réðst á hann með hamri. Ortner hafði sloppið með skrekkinn og leitað skjóls í skógi skammt frá þar sem hann hneig niður. Síðar þegar Ortner fór til lögreglunnar og sagði farir sínar ekki sléttar lagði lögreglan ekki trúnað á frásögn hans. Öðru nær því lögreglan bar á Ortner að hann hefði slasast við að reyna sjálfur að ræna grunlausan veg- faranda. Við réttarhöldin yfir Tetzner fékk Ortner uppreist æru. Tetzner var dæmdur til dauða og á meðan hann beið aftökunnar játaði hann allt á sig. Hann var tekinn af lífi í Regensburg 2. maí 1931. MAklEg MálAgjöld Fláráður farandsali 2.000 Með lambhús- hettu í réttarsal Andrej Welz tók ódæði sín upp á myndband.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.