Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 18
Ísland miðdepill siglingaleiðanna E gill Þór Níelsson hefur síðustu mánuði verið gistifræði maður við Heim- skautastofnun Kína í Sjanghæ. Hann vinnur nú að verkefni sem skiptist í pólitísk- an og efnahagslegan hluta og auk þess almennt alþjóðlegt samstarf um norðurslóðir. Áhersla er lögð á hvernig Kína geti átt samskipti við og unnið með norðurslóðaríkjun- um átta út frá forsendum þeirra því Kína er auðvitað ekki norðurslóða- ríki. „Verkefnið snýr að öllu svæðinu í heild og er Ísland bara einn liður af því,“ segir Egill. Rannsóknareðlis Egill segir markmið Kínverja hvað varðar heimskautasvæðið vera fyrst og fremst rannsóknarlegs eðlis. „Þeir vilja skilja þetta svæði en miklar umhverfisbreytingar hafa áhrif á alla jörðina sem eru með- al annars mjög sjáanlegar á heim- skautasvæðinu. Svo eru það líka pólitískir þættir en það skiptir auð- vitað máli hvað er að gerast á þessu svæði ekki síst vegna efnahagslegra tækifæra sem gætu aukist með ár- unum. Þá skiptir auðvitað máli að Kínverjar geti verið í samstarfi við þjóðirnar sem ráða yfir þessu svæði og að þeir geti átt eðlileg viðskipti við þær til að byggja upp orku- og fæðuöryggi fyrir framtíðina.“ Mögulegar siglingaleiðir Egill Þór segir Kína geta þess vegna átt samstarf varðandi mögulegar siglingaleiðir í framtíðinni sem sé meira langtímaverkefni. Möguleikar á nýtingu norðaustur- siglingaleiðarinnar svokölluðu fyrir norðan strendur Síberíu aukast með minnkandi hafís í norðurhöfum en miðað við núverandi leið í gegnum Malakkasund og Súezskurðinn myndi norðaustur leiðin stytta siglingaleið skipa frá Sjanghæ til Hamborgar um 40 prósent. „Aukið aðgengi norðaustur- leiðarinnar eitt og sér breytir litlu um stöðu Íslands sem mögulegrar umskipunarhafnar en verði þró- unin hins vegar áfram á þann veg sem horfir að heimskautasvæðið verði „íslaust“ gæti það aukið hag- kvæmni fyrir siglingar um norð- vesturleiðina, beint yfir norðurpól- inn og þvert um norðurslóðir. Ef svo verður mun Ísland verða miðdepill siglingaleiðanna og þessu hafa kín- verskir aðilar áttað sig á. Kínverjar gætu reynst sterkir bandamenn í þeirri uppbyggingu ef Íslendingar myndu verða eftirlitsaðili fyrir siglingar um heimskautasvæðið í framtíðinni.“ Varðandi áherslu Kínverja hvað varðar Norðurskautsráðið segir Eg- ill Þór: „Það sem Kínverjar eru að gera með Norðurskautsráðinu er mjög opinskátt og þeir sækja um áheyrnaraðild og fara eftir reglum sem settar eru hjá norðurskauts- ríkjunum. Það skiptir máli að allt fari fram á þeim forsendum og það virðist ekki vera ástæða til að ala á neinu öðru.“ 18 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Svava Jónsdóttir blaðamaður skrifar ritstjorn@dv.is „Aukið aðgengi norðausturleiðar­ innar eitt og sér breytir litlu um stöðu Íslands n Kínverjar gætu orðið bandamenn Íslendinga um siglingar um norðurheimskautið Samstarf um norðurslóðir Egill Þór hefur verið gistifræðimaður við Heim- skautastofnun Kína undanfarið. Siglingaleiðir um norðurheimskautið Norðurpóllinn n Norðvesturleiðin n Norðausturleiðin  Meðalstærð ísbreiðunnar Rússland Kanada Alaska Grænland Ísland N o R ð u R h e i m s K a u t s b a u G u R k o R t: R eu te R S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.