Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 64
Hver skyldi
vorkenna
Jónínu?
Jón í stúkunni
n Á miðvikudaginn fór fram knatt-
spyrnuleikur milli Víkings Reykja-
vík og knattspyrnufélagsins Fáks. Í
marki fyrir lið Fáks var Davíð Smári
Helenarson eða Dabbi Grensás eins
og hann er gjarnan kallaður. Dabbi
þótti fara á kostum í markinu en
mesta athygli vakti þó stuðningslið
Fáks en þar var fremstur í flokki
Jón H. Hallgrímsson
eða Jón stóri. Hann
hvatti sína menn
í Fáki ákaft áfram
en hvatningar-
ópin dugðu þeim
þó ekki til sigurs
og lið Víkings vann
leikinn.
Ásdís Rán
í karlafans
n Nýfráskilda athafnakonan Ásdís
Rán heldur sínu striki í Búlgaríu
þrátt fyrir erfiða tíma í einkalífinu.
Ásdís sinnir nú sínum fjölmörgu
verkefnum af alúð en leyfir sér líka
að sletta úr klaufunum. Á þriðju-
dagskvöld var Ísdrottningin nefni-
lega viðstödd keppnina Herra Búlg-
aría á Rainbow Plaza-hótelinu og
ef marka má Facebook-síðu hennar
var þar nóg af sykursætum búl-
görskum glæsi-
mennum.
Myndir birtust
af Ásdísi þar
sem hún stillir
sér upp með,
að því er virðist,
sigurvegara
keppninnar
sér við
hlið.
Vorkennir
karlmönnum
n „Stundum skammast ég mín fyrir
að vera kona en oftast gleymi ég því
og lít á mig sem manneskju með
fullt jafnrétti,“ sagði Jónína Bene-
diktsdóttir á Facebook-síðu sinni
um frétt DV af bleikum og bláum
hjálmum sem Eimskipafélagið og
Kiwanis gefa 6 ára börnum á land-
inu. Mikil umræða spratt upp um
fréttina en þar segir Hildur Lillien-
dahl litavalið vera
tímaskekkju. Jónína
sagði af sama tilefni
að hún „vorkenndi
karlmönnum í því
andrúmi sem hér
ríkir á Íslandi“ og
að hún væri
„orðin þreytt á
þessum kon-
um sem gera
jafnrétti að
aðhláturs efni
og virðast
ekki hafa
neitt við
tímann
sinn að
gera.“
Þ
orbjörg Marinósdóttir, betur
þekkt sem Tobba Marinós, er
ósátt við tímaritið sem hún
vann áður á. „Örlagarík helgi
hjá Tobbu Marinós: Pabbi fékk hjarta-
stopp. Sagan öll,“ segir á forsíðu tíma-
ritsins Séð og heyrt í þessari viku. Bæði
Tobba og fjölskylda hennar eru ósátt
við að ekki hafi verið haft samráð við
hana vegna birtingarinnar.
Tobba greindi frá því á Facebook að
hún hefði „… aldrei skammast sín fyr-
ir að vera fyrrum starfsmaður á Séð og
heyrt fyrr en í dag [miðvikudag].“ Kær-
asti hennar, Karl Sigurðsson, Bagga-
lútur og borgarfulltrúi, vandaði Séð
og heyrt ekki heldur kveðjurnar. Syst-
ir Tobbu, Rebekka Rut Marinósdóttir,
kvartar einnig á vefsíðu Séð og heyrt:
„Gaman að sé skrifað svona
bak við mann frétt um
fjölskylduvandamál
manns og ekki látið
mann eða annan vita
sem viðkemur málinu …“
Lilja Katrín Gunnars-
dóttir, ritstjóri Séð og
heyrt, og Tobba eru
vinkonur og hafa
verið um árabil. Þær
störfuðu saman á Séð og heyrt en Lilja
Katrín lék einnig aðalhlutverkið í þátt-
unum Makalaus sem gerðir voru eftir
bókum Tobbu. Þá störfuðu þær einn-
ig saman í sjónvarpsþætti Tobbu sem
sýndur var síðastliðinn vet-
ur, þar sem Lilja Katrín sá
um innslög og fékk marga
þjóðþekkta einstaklinga til að sprella
með sér. Lilja Katrín vill ekki tjá sig um
málið að svo stöddu. Raunar kemur
blaðið ekki til áskrifenda fyrr en í dag,
föstudag, vegna bilunar í prentsmiðju,
segir á Facebook-síðu Séð og heyrt.
Aðspurð sagði Lilja Katrín það ekki
tengjast umræddri forsíðu. Ekki náð-
ist í Tobbu Marinós við vinnslu fréttar-
innar.
Tobba hefur verið áberandi í fjöl-
miðlum undanfarin ár. Hún hóf feril
sinn í fjölmiðlum á Séð og heyrt, þar
sem hún skrifaði um súrt og sætt í lífi
fólks.
Tobba brjáluð út í Séð og heyrt
n Ósátt við umfjöllun um veikindi föður síns
Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 18.–20. maí 2012 57. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr.
Ósátt við vinkonuna
Lilja Katrín, ritstjóri Séð og
heyrt, og Tobba hafa
verið vinkonur um ára
bil og starfað mikið
saman.