Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 24
S kipulag Hells Angels-sam- takanna á Íslandi er með sama fyrirkomulagi og annars staðar í heimun- um. Þetta kemur fram í 14 blaðsíðna skýrslu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og lögregl- an á Suðurnesjum gerðu um starf- semi Hells Angels á Íslandi. Skýrsl- an var unnin af rannsóknarteymi í skipulagðri brotastarfsemi sem var komið á fót fyrir um ári síðan, en niðurstaða skýrslunnar er sú að lögreglan telji engan vafa leika á því að sé skipulögð glæpastarf- semi með sterk tengsl við alþjóð- lega starfsemi. Sinna þrifum og viðhaldi Til að öðlast félagsaðild í Hells Ang- els þarf einstaklingur að ganga í gegnum nokkur skref sem byggjast upp á bakgrunnsskoðun, en með- limir mega ekki hafa sótt um starf hjá tollinum eða lögreglu, þurfa að vera áhangendur í tiltekinn tíma, þá meðlimir til reynslu og loks fullgild- ir meðlimir. Vitað er að áhangendur og með- limir til reynslu þurfa að vinna ýmis verk, fá ekki að sitja fundi og þurfa að hlýða fullgildum meðlim- um í einu og öllu. Meðal verka sem áhangendur og meðlimir til reynslu þurfa að sinna eru þrif og viðhald á félagsheimilinu og, að því er lög- reglan telur, þátttöku í afbrotum. Vopn og fíkniefni Í skýrslunni er einnig upptalning á handtökum á aðilum sem taldir eru tengjast klúbbnum og vopnum, þýfi og eiturlyfjum sem lagt var hald á við húsleitir í tengslum við hand- tökurnar. Í skýrslunni kemur fram að rannsóknarhópurinn hefur stað- ið fyrir afskiptum af 101 aðila í 58 ótengdum tilfellum. 50 hafa verið handteknir. Lagt hefur verið hald á tæp 500 grömm af maríjuana, 400 kannabisplöntur, 300 grömm af amfetamíni, 7 virk skotvopn, 65 hnífa, 3 rafbyssur, 3 piparúðabrúsa og fleira. Ekki tengist allt ofangreint Hells Angels, en þó stór hluti þess. Þannig telur lögreglan víst að svo til allt haldlagt maríjúana, kannabis- plöntur og amfetamín, 4 skotvopn, 1 rafbyssa, 1 piparúðabrúsi og eitt- hvað af hnífum tengist beint starf- semi Hells Angels. 24 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Valdastigi og skipulag innan Hells angels n Lögreglan kortleggur innra skipulag Hells Angels á Íslandi Lögregluskýrslan Af fundargerðarbók sem lög- regla lagði hald á má ráða eftir- farandi að mati lögreglunnar: 1 Í klúbbnum er mikil stýring og aug-ljós verkaskipting. 2 Í klúbbnum gilda reglur. Fjársektir og að taka vesti af brotlegum eru viðurlögin. 3 Erlend samskipti eru talsverð. Klúbburinn svarar til norskra og danskra Hells Angels-klúbba. 4 Klúbburinn rekur varnarsjóð, „defence fund“. 5 Áhangendur og meðlimir til reynslu hafa ríkar skyldur gagnvart klúbbnum og meðlimum hans. 6 Meðlimir eiga á hættu að vera kosnir út í „Bad standing“. Þannig var Einar „Boom“ Marteinsson kosinn út á fundi þann 14. mars síðastliðinn. Einnig var maður kosinn út í „Bad standing“ vegna dóms sem hann hlaut í kynferðisbrotamáli, þar sem hann í félagi við aðra áreittu 13 ára dreng um borð í skipi. 7 Hells Angels er með stuðnings-gengi. 8 Hells Angels rekur „PR“-stefnu til að bæta ímynd sína. Fyrrverandi forseti Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi, í vestinu sínu. Einar var rekinn úr samtök- unum og hefur væntanlega þurft að skila vestinu. „Vitað er að áhang- endur og meðlimir til reynslu þurfa að vinna ýmis verk, fá ekki að sitja fundi og þurfa að hlýða fullgildum meðlimum í einu og öllu. Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Hells Angels-meðlimir fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur Tveir félagar í Hells Angels í Noregi fóru í mál við íslenska ríkið fyrir að vera meinuð landvist og settir í varðhald í Keflavík. Rökkursálir Vesti sem tilheyrir meðlimi S.O.D. eða Souls of Darkness sem er stuðningsklúbbur Hells Angels Valdapýramídi Hells Angels Stuttar útskýringar á embættum og stöðum innan klúbbsins Stjórn Meðlimur: Kallar sjálfan sig „bróður“ og getur ekki öðlast fulla aðild án þess að sanna 100 prósent hollustu gagnvart klúbbnum. Meðlimur Prospects/ meðlimur í reynslu Prospeects/Meðlimur til reynslu: Getur átt við um einstakling, en einnig um klúbba í heild. Þetta átti til dæmis við þegar Fáfnir MC var lagður niður og nafninu breytt í MC Iceland. Á þeim tíma var klúbburinn í heild meðlimir til reynslu hjá Hells Angels. Lögregluyfirvöld á Íslandi og Noregi búa yfir gögnum þess efnis að norskir Hells Angels-klúbbar beri ábyrgð á þeim íslenska inni í samtökunum. n MC Fáfnir Stuðningsgengi við Hells Angels n MC Iceland „Prospect- klúbbur“, það er allir meðlimir til reynslu hjá Hells Angels n Hells Angels MC Iceland Fullgildur Hells Angels-klúbbur Hangaround/áhangandi: Eins og er með meðlimi til reynslu getur þetta átt við einstaklinga og klúbba í heild. Áhangendur heyra undir bæði meðlimi og meðlimi til reynslu og hafa ekki heimild til að sækja neina fundi. Eina merking þeirra á vestinu er nafn staðarins sem þeirra klúbbur er á. Hangaround/ áhangandi Vesti og merkingar: Vestin og merkingar eru Hells Angels mikilvæg og leggja samtökin mikið upp úr því að nafn þeirra og merki séu skráð vörumerki í hverju landi. Ástæðan er sú að samtökin hafa talsvert fé af sölu stuðningsfatnaðar með merkjum klúbbsins en ekki síst ímynd og ógnunarvald samtakanna er að stórum hluta byggt á vestunum og merkingum. Áhangandi fær engar merkingar á vestið sitt annað en staðarheiti á brjóstið. Með- limur til reynslu fær merkingu um það auk „Bottom rocker“ aftan á vestið. Fullgildur meðlimur fær allar merkingar, en menn í ábyrgðarstöðum fá merkingar um slíkt á brjóstið. „Side rocker“ merkir vinatengsl við viðkomandi klúbb. Meðlimir geta einnig fengið sérstakar merkingar vegna gjörða sinna. Þannig er „Filty few“ merking sem eingöngu þeir fá sem hafa framið morð eða tekið virkan þátt í morði í þágu klúbbsins. „Dequiallo“ er merking fyrir þá sem hafa streist á móti handtöku eða framið ofbeldisverk gegn aðila í valdastöðu. Ekki er vitað til þess að íslenskir Hells Angels-meðlimir hafi slíkar merkingar en þó ljóst að þeir geta unnið fyrir þeim. Þann 22. mars 2012 lagði lögreglan hald á fundargerðarbók Hells Angels auk annarra gagna við leit í félagsheimili þeirra í Gjáhellu 5. Klúbburinn heldur vikulega fundi í félagsheimili sínu og er skyldumæting, en fjársektir og missir vesta liggja við brotum á þessu. Þetta er kallað „Vest in a box“. Lögreglan telur að þetta þýði í raun að viðkomandi missir vestið sitt tímabundið. Forseti: Er kosinn af meðlimum og hefur vald yfir þeim sem og málefnum klúbbsins. Meðlimir geta ekki farið gegn ákvörðunum forseta, en forseti getur tekið yfir ákvarðanir stjórnar og meðlima og breytt þeim. Varaforseti: Næst- ráðandi og leysir forseta af í fjarveru hans. Ritari: Miðlar upplýsing- um til annarra landa. Sækir embættisfundi Evrópu- og heimssamtaka Hells Angels. Gjaldkeri: Ábyrgur fyrir fjármálum klúbbsins, þar á meðal meðlimagjöldum, sektum, greiðslum til Evrópu- og heims- samtaka Hells Angels, varnarsjóði og fleiru. Sgt. at arms/Öryggisstjóri: Er ábyrgur fyrir aga og reglu innan klúbbsins. Heldur reglu á viku- legum fundum, hefur vald til að ákveða refsingu meðlima sem brjóta reglurnar. Ber ábyrgð á öryggismálum klúbbsins. Rannsakar meðlimi til reynslu. Road captain/Ferða- stjóri: Ber ábyrgð á klúbbnum á vegum úti. Skipuleggur hópakstur á vegum klúbbsins og sér um samskipti við lögreglu ef til slíkra afskipta kemur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.