Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 18.–20. maí 2012 Helgarblað Söfnuðu yfir 10 tonnum af fatnaði n Fatasöfnun Rauða krossins gekk vel M ér sýnist þetta bara hafa gengið vel og við safnað svipað og í fyrra eða 10–12 tonnum,“ segir Örn Ragn- arsson, verkefnastjóri hjá Rauða krossinum. Á uppstigningardag stóð Rauði krossinn fyrir fatasöfnun þar sem fólk var hvatt til þess að koma með gömul föt af sér. Örn segir þau taka fagnandi öllum fötum, í hvers konar ástandi sem þau kunna að vera í. „Við erum að sækj- ast eftir hvers konar fatnaði sem er. Líka slitnum og skemmdum, glugga- tjöldum, rúmfötum, handklæðum og þess háttar. Allt sem heitir tau og svo sláum við hendinni ekki heldur á móti því að fá skó. Það mega vera mjög lélegir skór sem ekki nýtast ein- hvers staðar,“ segir hann. Söfnunargámar fatasöfnunar- innar voru ellefu talsins á höfuð- borgarsvæðinu og allir staðsettir við sundlaugar ÍTR í Reykjavík og við sundstaði í nágrannasveitarfélögun- um. Á landsbyggðinni verður tekið á móti fatnaði á móttökustöðvum Eimskips Flytjanda en þær voru lok- aðar í gær, uppstigningardag. Eim- skip er einn helsti stuðningsaðili verkefnisins. Fatnaðurinn sem safnast frá gjaf- mildum landanum er svo flokkaður og sumt selt í Rauða kross-búðun- um hér á landi sem eru fimm tals- ins. Annað er svo flutt úr landi. „Það sem við getum ekki nýtt hér innan- lands sendum við og seljum úr landi og fjármögnum hjálparstarf innan- lands og utan með hagnaðinum,“ segir Örn. Þeim sem vilja gefa föt er bent á að tekið er á móti fatnaði á gáma- stöðvum Sorpu og í Fatasöfnunar- stöð Rauða krossins í Skútuvogi 1 alla virka daga. viktoria@dv.is Þ rír áhugasamir kaupend- ur standa eftir í söluferl- inu um flugfélagið Bláfugl samkvæmt heimildum DV. Bláfugl er í eigu Íslands- banka að 2/3 hlutum en Glitnir á þriðjung í félaginu. Meira en 20 að- ilar skoðuðu Bláfugl eftir að Mið- engi, dótturfélag Íslandsbanka, auglýsti félagið til sölu fyrr á árinu. Þrír skiluðu svo inn skuldbind- andi tilboðum sem eru til skoð- unar. Endurskoðendaskrifstofan PwC annast söluferlið fyrir hönd Miðengis. Hvaða tilboð verður val- ið mun ráðast í næstu viku, sam- kvæmt heimildum DV. Heimildirnar herma að nokkrir erlendir aðilar hafi skoðað fjárfest- ingu í Bláfugli. Jafnframt að enginn af þeim þremur áhugasömu aðilum sem nefndir eru séu þekktir íslensk- ir aðilar sem vinna á flugmarkaðn- um á Íslandi, hvorki Pálmi Haralds- son né Skúli Mogensen, eigendur Iceland Express og WOW air. Orð- rómur hefur verið um það að meðal annars þessir aðilar kynnu að hafa áhuga á Bláfugli sem hefur með- al annars yfir flugrekstrarleyfi á Ís- landi að ráða – Pálmi hefur til að mynda ekki yfir slíku flugrekstrar- leyfi að ráða. Bláfugl er einnig með flugrekstrarleyfi í Perú og Aserbaíd- sjan og kynnu einhverjir erlendir aðilar að hafa áhuga á þeim leyfum. Flogið til Kölnar á hverjum degi Bláfugl á eina þotu, Boeing 737, sem flýgur í fraktflugi með ýmiss konar varning og vörur, meðal annars ís- lenskan fisk, til Kölnar í Þýskalandi á hverri nóttu. Þar að auki leigir Bláfugl fjórar þotur sem notaðar eru í Evrópu til að fljúga með sendingar fyrir flutn- ingafyrirtækin Fedex og DHL. Þessar fjórar vélar fljúga því ekki frá Íslandi. Rekstur fyrirtækisins hefur gengið afar vel og er það ekki síst að þakka góðum samningum við Fedex og DHL. Þoturnar fjórar fljúga einung- is með sendingar fyrir fyrrnefnd tvö fyrirtæki. Situr á eignum upp á 1.700 milljónir Bláfugl á eignir upp á 26 milljón- ir dollara, rúmlega þrjá milljarða króna, en skuldar einungis rúmlega 9 milljónir dollara, rúman millj- arð króna. Tekjur félagsins námu rúmlega fjórum milljörðum króna árið 2010 en tap var á rekstrinum það ár upp á rúmar 60 milljónir. Félagið borgaði hins vegar skuldir upp á rúmlega 18 milljónir dollara á árinu auk þess sem bankainnistæð- ur félagsins í reiðufé jukust úr tæpri milljón dollara og upp í nærri 13,5 milljónir króna á árinu 2010. Banka- innistæður félagsins nema því tæp- lega 1.700 milljónum króna um þessar mundir. Heimildir DV herma að ein- hverjir af þeim sem voru áhuga- samir um Bláfugl hafi verið forvitnir um þessa góðu peningastöðu. „Það sem menn voru auðvitað að skoða í einhverjum tilfellum var þessi góða peningalega staða hjá félaginu,“ seg- ir heimildarmaður DV. Skýrast mun á næstunni hvaða aðili það er sem mun kaupa Bláfugl. Þrír berjast um bláfugl n Bláfugl situr á nærri tveimur milljörðum í reiðufé„Það sem menn voru auðvitað að skoða í einhverjum tilfellum var þessi góða peningalega staða hjá félaginu. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Áhugi frá erlendum aðilum Útlendingar hafa áhuga á íslenska flugfélaginu Bláfugli en söluferli félagsins er langt komið. Félagið á meðal annars eina Boeing 737 þotu sem flýgur fraktflug til Kölnar á hverjum degi. Stærsti eigandinn Íslandsbanki er stærsti eigandi Bláfugls. Birna Einarsdóttir er banka­ stjóri bankans. Leiguverð hækkar Leiguverð á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað um 10 pró- sent síðastliðna tólf mánuði. Vísir sagði frá. Hækkunin síð- ustu mánuði var 0,6 prósent en hækkunin síðustu þrjá mánuði er 1,8 prósent. Vísitala leigu- verðs var 113 stig í síðasta mán- uði. Vísitalan er birt á á vef Þjóð- skrár og er ætlað að varpa ljósi á þróun leiguverðs samkvæmt þeim gögnum sem liggja fyrir á hverjum tíma fyrir sig. Forsetar funduðu í Prag Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, og forseti Tékklands, Václav Klaus, funduðu á fimmtu- dagsmorgun í Pragkastala. For- setarnir ræddu meðal annars um þróun mála í Evrópu, afleiðingar fjármálakreppunnar fyrir efna- hagslíf álfunnar og hvort stöðug- leiki kunni að skapast á evr- usvæðinu. Á fundinum var einnig fjallað um endurreisn íslensks efnahagslífs og þá lærdóma sem Íslendingar hafa dregið af glím- unni við afleiðingar bankahruns- ins. Forsetahjónin eru stödd í opinberri heimsókn í Prag ásamt Össuri Skarphéðinssyni utan- ríkisráðherra, embættismönnum frá utanríkisráðuneytinu, skrif- stofu forseta og fulltrúum fræða og menningar. Fögnuðu 17. maí Norðmenn á Íslandi fögnuðu þjóðhátíðardegi Norðmanna á uppstigningardag, 17. maí. Þeir fylktu liði frá Norræna húsinu og til Dómkirkjunnar. Þar var haldin norsk messa. Töluverður fjöldi var í skrúðgöngunni enda mikið blíðviðri í höfuðborginni þennan daginn. Norðmenn hafa fagnað þjóðhátíðardeginum 17. maí frá árinu 1814 en þá hlutu þeir sjálfstæði með undirritun stjórnarskrár Noregs á Eiðs- völlum. Gekk vel Mikið af fatnaði safnaðist í fatasöfnun Rauða krossins á upp­ stigningardag. Hægt er að koma með gömul föt í gámastöðvar Sorpu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.