Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2012, Blaðsíða 48
1 Joe „no-show“Þið kynnist í borg þar sem hvor-
ugt ykkar býr. Eftir tveggja mánaða
sjóðheitt símasamband grátbiður
hann þig um að koma í heimsókn. Á
leiðinni segirðu konunni sem situr
við hlið þér í flugvélinni að þú sért að
fara að hitta stóru ástina í lífi þínu.
Nokkur seinna, eftir að færibandið
með farangurinn hefur stöðvast, lítur
hún á þig með samúð í augunum og
spyr hvort þig vanti far. Það er merki
þess að þú eigir að kaupa þér miða
heim aftur.
2 Herra afbrýðisamurÍ fyrstu er hann stuttur í spuna
við þjón sem daðrar við þig. Næst
verður hann pirraður af því að þú
ræddir svo lengi við afgreiðslumann
á pósthúsi. Þegar hann er farinn
að skipta sér af því hversu lengi þú
faðmar bróður þinn eða ýja að því
að kvensjúkdómalæknirinn þinn sé
hrifinn af þér er kominn tími til að
sleppa honum. Því fyrr, því betra.
Afbrýðisemin getur verið krúttleg
fyrstu fimm mínúturnar en verður
svo ansi fljótt þreytandi.
3 HrottinnÞetta er gaurinn sem rífur í
þig til að fá þig til að setjast niður,
togar í hárið á þér til að kyssa þig og
potar harkalega í bringuna á þér til
að leggja áherslu á orð sín. Flestar
okkar forðast hann. Þú skalt líka
gera það. Þessi litlu atriði eru aðeins
forsmekkurinn af því sem koma skal.
4 FramhjáhaldarinnHann er lasinn og kemst ekki
á stefnumótið. Þú skellir saman í
rjúkandi súpu og skutlar henni til
hans á leiðinni í vinnuna. Daginn
eftir er hann ennþá lasinn en býður
þér í heimsókn. Þú býðst til þess að
hita súpuafganginn upp en þegar
þú hellir henni í skálina sérðu að
þetta er alls ekki kjúklingasúpan þín
heldur sveppasúpa. Þessi maður fær
súpu frá fleiri konum og mun halda
áfram að fá súpur hjá fleiri konum.
Láttu þig hverfa.
5 Hinn svikniGaurinn sem kærastan yfirgaf
fyrir aðra konu og er pirraður og
reiður út í allt og alla. Ef þú ferð í
samband með slíkum manni skaltu
vera tilbúin að gefa allar vinkonurn-
ar upp á bátinn. Annars áttu á hættu
að vera sökuð um að vera lesbísk.
6 Herra egóistiÁstarsamband við mann sem
lítur á hvolpinn þinn sem keppinaut
um ást þína er ekki skemmtilegt
til lengdar. Ef þú samþykkir annað
stefnumót með honum ertu að
bjóða meiri vandræði velkomin en
þú kærir þig um.
7 Herra gramurÞegar þú segir honum frá
launahækkuninni eyðir hann næstu
mínútum í að útskýra hversu lítil
hækkunin er eftir skatta og talar um
starfið þitt sem „litla verkefnið þitt“.
Þótt að sumir karlmenn eigi erfitt
með þá staðreynd að konur geta
þénað meira en þeir er það ekki þitt
hlutverk að fórna þínum frama til að
hjálpa honum að aðlagast.
8 SýndarástmaðurinnÞvílíkur léttir sem það er þegar
karlmaður reynir ekki að fá þig í
rúmið á fyrsta stefnumóti! Hversu
heilluð ertu þegar hann tilkynnir þér
að hann vilji bíða „þar til þið haldið
þetta ekki út lengur“? Hversu full
samúðar ertu á sjötta stefnumóti þeg-
ar hann segir þér frá fyrrverandi sem
kramdi hjarta hans? Hversu ringluð
verðurðu sex mánuðum síðar þegar
þú gerir þér grein fyrir að hann þarf
að skjótast í hvert skipti sem þú held-
ur að þið ætlið að elskast enda sendir
hann þér blómvönd vikulega og fal-
leg smáskilaboð á hverjum degi. Ekki
láta heillast of lengi. Á endanum mun
hann kenna andfýlu þinni eða stærð
læra þinna um.
9 Gaurinn með fullkomnu æskuna
Mamma hans var fullkomin, pabbi
hans drakk aldrei né reykti. Hann
þolir ekki hvernig vinir hans kenna
foreldrum sínum um allt sem miður
frer. Hann og sjö systkini hans voru
umvafin ást og kærleik frá morgni til
kvölds. Slík lýsing er ótrúlega frísk-
andi en reyndu að greina litlu rödd-
ina sem þarna leynist og rembist
við að sannfæra sjálfan sig. Þegar
heimur hans hrynur mun samband
ykkar að öllum líkindum kremjast
undir honum.
48 Lífsstíll 18.–20. maí 2012 Helgarblað
Lífleg baðfatatíska í sumar
N
ýjustu straumar og
stefnur í baðfata-
tískunni eru lífleg-
ir í ár. Baðfatatískan
einkennist af bikiníbuxum
með háu mitti, metallitum
og útskornu sniði á sund-
fatnaði.
Útskornu sundbolirnir
hafa aldrei verið efnis-
minni og spurning hvort
einhver þorir í sundbol er
minnir á lítinn köngulóar-
vef í Vesturbæjarlaugina.
Þær sem eru með örlítinn
maga taka þó hátt skornum
bikiníbuxum vel.
Mynstraðir bolir koma
líka sterkir inn og „retro“-
sundbolir í anda sjötta áratugar
eru enn eldheitir.
Bros besta
andlits-
lyftingin
Leikkonan Olivia Newton-John
er orðin 63 ára og hefur barist við
krabbamein og þunglyndi. Hún
lítur samt ótrúlega vel út en segist
aldrei hafa lagst undir hnífinn.
„Þrátt fyrir gífurlega pressu um að
líta vel út í fjölmiðlum hef ég ekki
látið freistast. Ennþá. Mitt leynar-
mál er að borða hollan mat, vera
jákvæð og hamingjusöm. Þannig
held ég mér ungri. Og það að
brosa er besta andlitslyftingin,“
sagði leikkonan í nýlegu viðtali.
Ávaxtasykur
gerir okkur
heimsk
Námsmenn sem eru að læra fyrir
próf ættu að halda sig fjarri gos-
drykkjum samkvæmt vísinda-
mönnum við UCLA-háskólann.
Í rannsókn þeirra kemur fram að
mikil neysla á gosi og matvælum
sem innihaldi mikið af frúktósa
hægi á heilanum og hefti minnis-
og námsgetu. „Niðurstöður okkar
sýna fram á að það sem þú borð-
ar hefur áhrif á það hvernig þú
hugsar,“ sagði prófessor Fernando
Gomez-Pinilla. „Ef þú borðar
mikinn ávaxtasykur í langan tíma
breytist geta heilans til að læra og
muna. Góðu fréttirnar eru þær
að neysla á hnetum og fiski og
fæðutegundum sem innihalda
ómega-3 vegur á móti skemmd-
unum.“
Merki um að þú
eigir að forða þér
n Persónueinkenni sem ber að forðast í leit að maka
9 atriði til umhugsunar„Mamma hans
var fullkomin,
pabbi hans drakk
aldrei né reykti
Líttu undan
Samkvæmt rannsókn finnurðu
minni sársauka ef þú horfir í hina
áttina þegar læknirinn sprautar
þig en þegar þú fylgist með nálinni
stingast inn í þig. Vísindamenn
við læknaháskólana í Berlín og
Hamborg rannsökuðu áhrif þess
að líta undan þegar stungan við
spautuna kemur. Í ljós kom að
flestir fundu mest til þegar þeir
horfðu á nálina stingast inn í húð-
ina. Niður stöðurnar voru birtar í
læknaritinu Pain.
Hátt mitti Sundfatn-
aður frá Möru Hoffman.
n Hátt mitt og metallitir áberandi
Metallic Sundfatnaður frá
Normu Kamali.
Hátt mitti Sundfatn-
aður frá Normu Kamali.
Metal Frá Lisu Blue.
Töff frá Ástralíu Ástralir
eru framarlega í sundfata-
tískunni.