Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 3
Fiskurinn á sig sjálFan „Samtímasamfélagsgagnrýni“ n Ólafur Arnarson stofnar nýjan vefmiðil Ó lafur Arnarson sem hefur verið fastur pistlahöfundur á Pressunni undanfarin ár, er í þann mund að setja á laggirnar nýjan vefmiðil sem hefur hlotið nafnið tímarím.is. Á veðmiðlinum ætlar Ólafur að fjalla um mál líðandi stundar á gagnrýn- inn hátt og stefnir á að síðan fari í loftið í lok vikunnar. Nafnið segir Ólafur vísa til gamals íslensks kveð- skapar „Þetta verður svona sam- tímasamfélagsgagnrýni má segja og nafnið vísar til gamals íslensks kveðskapar sem voru tímarímur. Annars vegar var það kveðskapur um viðburði eins og páska, jól og þess háttar en það sem mitt vísar til er að tímarímur voru einnig sam- tímaádeila og gagnrýni á spillt yfir- völd. Nafnið gefur vísbendingu um eðli vefmiðilsins og tilgang.“ Ólafur segist ánægður með nafnið á vefsíð- unni en það var eiginkona hans sem stakk upp á nafninu: „Hún er í bók- menntafræði, sko,“ segir hann til út- skýringar. Ólafur mun sjá um síðuna einn en mun fá valda einstaklinga í lið með sér til að fjalla um sértæk mál og málefni. „Það verður ekkert kraðak af pistlahöfundum þarna en það verður þarna svæði fyrir gestapenna og það eru þá sérfræðingar eða góðir penn- ar sem fá þarna vettvang til að skrifa um sín hugðarefni. Ólafur mun þó sjálfur leggja til mestan hluta efnis síðunnar en hann hefur verið áber- andi í bloggheimum en einnig skrif- aði hann bókina Sofandi að feigðar- ósi sem fjallar um aðdraganda hrunsins og eftirköst. Fréttir 3Miðvikudagur 6. júní 2012 T veggja milljarða skuldir eru í dótturfélagi Bændasam- taka Íslands sem annast rekstur og umsjá tveggja hótela sem eru í eigu sam- takanna. Þetta kemur fram í árs- reikningum félagsins. Eins og sagt var frá í helgarblaði DV fara hund- ruð milljóna á ári til Bændasamtak- anna vegna ýmissa verkefna sem skilgreind eru í samningum á milli ríkisins og samtakanna. Ekki er ljóst hvort eitthvað af fjármunum frá ríkinu fari í hótelreksturinn sem hefur gengið illa frá efnahagshrun- inu haustið 2008. Gengistap upp á milljarða Óhætt er að segja að skuldir sam- stæðunnar Hótel Sögu ehf., sem heldur utan um hótelrekstur Bændasamtakanna, hafi stökk- breyst vegna efnahagshrunsins. Árið 2008 nam gengistap félagsins 1,3 milljörðum króna en árið áður hafði gengishagnaður numið 54 milljónum króna. Góðærisárið 2007 var ekki gott fyrir rekstur hótelsamstæðunn- ar þrátt fyrir að rekstrarhagnað- ur hafi numið 88 milljónum króna því þegar fjármagnsgjöld og skattar voru tekin inn í reikninginn tapaði samstæðan tæplega 78 milljónum króna. Tapið varð síðan umtals- vert meira árið eftir en þar munaði mestu um snaraukin fjármagns- gjöld upp á 1,77 milljarða króna. Tapið nam það árið 1,78 milljörð- um króna. Efasemdir um rekstrarhæfi Í ársreikningi samstæðunnar fyrir rekstrarárið 2010 eru alvarlegar athugasemdir gerðar við rekstr- arhæfi þess. Í athugasemdinni er bent á að í árslok 2010 hafi eigið fé samkvæmt efnahagsreikningi ver- ið neikvætt um tæplega 2,3 millj- arða króna og að rekstur félagsins skili ekki nægu fjármagni til þess að félagið geti staðið við gerðar skuld- bindingar. „Félagið verður því að treysta á fjárhagslega aðstoð frá eigendum og lánardrottnum sínum til þess,“ segir í athugasemdinni. Þá taldi stjórn félagsins að óvissa væri um hvort félagið gæti staðið við skuldbindingar sínar á árinu 2011. Ársreikningur vegna þess rekstrar- árs liggur ekki fyrir. Í frétt sem birtist á vef Bænda- blaðsins kom fram að rekstur hótel- samstæðu félagsins hafi gengið illa en að fjárhagsleg endurskipulagn- ing væri í fullum gangi. Ekki kom fram hvort að henni væri lokið en fréttin birtist á vefnum 4. maí síðast- liðinn. Milljarðar frá ríkinu Stór hluti af tekjum Bændasamtaka Íslands kemur beint úr ríkissjóði. Eins og fjallað var um í helgarblaði DV 1. júní síðastliðinn hefur ríkið veitt þremur milljörðum króna til samtakanna frá árinu 2007. Sam- tökin, sem eru hagsmunasam- tök bænda, sinna ýmsum verkefn- um fyrir ríkið í staðinn fyrir árleg framlög en þessi verkefni hafa ver- ið gagnrýnd af Ríkisendurskoðun. Óvíst er hvort eitthvað af því fé hafi ratað inn í dótturfélagið sem heldur utan um hótelreksturinn. Ekki náðist í framkvæmdastjóra Bændasamtakanna vegna málsins. Milljarðaskuld vegna hótelreksturs bænda n Hótelsamstæða Bændasamtaka Íslands rekin með tapi síðustu ár Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is „Félagið verð- ur því að treysta á fjárhagslega aðstoð frá eigendum og lánar- drottnum sínum. Þurfa fjármagn frá Bændasamtökunum Í ársreikningi hótelsamstæðu Bændasamtaka Íslands kemur fram í athugasemd um rekstrarhæfi félagsins að þörf sé á fjárframlagi. Mynd RÓBERt REynisson tímarím.is Ólafur Arnarson stofnandi vefmiðilsins tímarím.is vonast til að hann fari í loftið í lok vikunnar. Mynd EyÞÓR áRnAson n Forstjóri Brims segir framkvæmdavaldið með þjóðina og þingið í gíslingu er ekki réttmætt að stilla þessu þannig upp að þeir þurfi að seil- ast í vasa sjómanna,“ sagði Stein- grímur á fundinum. „Hver ein- asta króna sem greidd er í laun er frádráttarbær frá stofni gjalds- ins.“ Hann telur að útgerðarmenn séu að nýta frumvörpin við samn- ingatækni. Landssamband ís- lenskra útvegsmanna og Samtök atvinnulífsins vísuðu kjaraviðræð- um útvegsmanna og sjómanna til ríkissáttasemjara þann 22. maí síð- astliðinn. Samningar hafa verið lausir frá því í janúar 2011. Baráttan um staðreyndir Guðmundur vildi ekki meina að útgerðarmenn væru með ákvörðun sinni um að halda ekki til veiða að setja yfirvöldum afar- kosti. „Opnar samræður og rétt- ar upplýsingar og staðreyndir eru ákveðinn grunnur í okkar samfé- lagi. Þess vegna sannfærðist ég um að við ættum að vera í landi í dag og gefa okkur tíma til að ræða sjáv- arútvegsmálin hispurslaust og án fordóma. Við erum ekki að brjóta nein lög. Við erum ekki að kúga einn né neinn.“ Útgerðarfélagið boðaði stjórnvöld og blaðamenn á starfsmannafund félagsins í há- degi á þriðjudag. Kvótafrumvörp ríkisstjórnarinnar voru til umræðu á fundinum en Landssamband út- vegsmanna og svæðisfélög ákváðu um síðustu helgi að binda flotann við bryggju í viku og krefja yfirvöld um að koma á móts við kröfur út- gerðarfélaga. Starfsmenn Brims komu víða af landinu á fundinn en Brim stóð fyrir rútuferðum fyrir starfsfólk utan af landi. n „Sumir sem græða mikið eiga það ekki skilið. Guðmundur Kristjánsson deildar meiningar Guðmundur Kristjáns- son, forstjóri Brims, ásamt Steingrími J. Sigfússyni sjávarút- vegsráðherra á starfs- mannafundi Brims.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.