Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 9
bjuggu frítt í 16 mánuði Fréttir 9Miðvikudagur 6. júní 2012 H elga Daníelsdóttir, eig- inkona Sævars Jóns- sonar sem oftast er kenndur er við skart- gripa- og úraverslunina Leonard í Kringlunni, var síðast- liðinn fimmtudag dæmd af Hér- aðsdómi Reykjaness til að greiða Arion banka og Kaupthing Mort- gage fimm og hálfa milljón auk dráttarvaxta vegna vangoldinn- ar húsaleigu. Helgu var auk þess gert að greiða stefnendum 700.000 krónur í málskostnað. Í þinghaldinu var deilt um leigu vegna búsetu Helgu og Sævars í ein- býlishúsi að Súlunesi 16 í Garðabæ, eftir að Arion banki leysti húsið til sín á nauðungaruppboði í nóvem- ber 2009. Helga og Sævar bjuggu í húsinu í 16 mánuði eftir kaup Arion banka og eignin var afhent bankan- um. Í þann tíma borguðu þau enga húsaleigu, en ágreiningur var um hvort þeim bæri skylda til þess þar sem enginn leigusamningur lá fyrir. Krafin um „himinhátt gjald“ Stefnendur byggðu kröfu sína á því að með dvöl Helgu og Sævars í fast- eigninni í rúmlega 16 mánuði frá 2. desember 2009 til 6. apríl 2011, hafi stefnda stofnað til skuldar við stefnendur, það er að segja, við hvorn stefnanda um sig á meðan eignarhald hvors þeirra á fasteign- inni stóð yfir. Arion banki og Kaup- thing Mortgage hafi aldrei heimil- að endurgjaldslaus afnot Helgu og Sævars af fasteigninni á því tímabili sem þau dvöldu í henni. Þeir hafi ekki getað leigt húsið út á meðan þau bjuggu í húsinu eða selt það og því orðið fyrir umtalsverðu tjóni. Málsvörn Helgu byggði með- al annars á því að rangt sé að afnot stefndu á eigninni hafi haft afleiðingar fyrir stefnendur eða valdið þeim tjóni. Það hafi ekkert verið því til fyrirstöðu fyrir stefn- endur að krefjast rýmingar eignar- innar strax 9. desember 2009 og fara í útburðarmál, hafi þeir viljað, og með því takmarka tjón sitt, hafi verið hætta á slíku. „Þess í stað hafi stefnendur verið fullkomlega að- gerðalausir gagnvart sér og krefji hana síðan um himinhátt gjald fyr- ir afnot eftir að hún hafi samið um rýmingu eignarinnar gegn gjaldi frá þeim tíma sem krafan kom fram til afhendingar eignarinnar,“ eins og það stendur í dómnum. Glæsihýsi þrátt fyrir gjaldþrot Sævar var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 en þá færði hann rekstur skartgripa- og úraverslunar sinnar yfir á nýja kennitölu og gerði kaupmála við eiginkonu sína þannig að verslun- in fluttist yfir á hana í hinu nýja fyrir- tæki. Ekkert fékkst upp í rúmlega 200 milljóna kröfu í þrotabú Sævars. Ári síðar reistu þau Helga og Sæv- ar sér glæsilegt einbýlishús að Mo- sprýði í Garðabæ en það hús er al- farið á nafni Helgu. Húsið er hið reisulegasta en það er 420 fermetrar á þremur hæðum og á jarðhæðinni er að finna 60 fermetra bílskúr. Áður í eigu 1899 ehf. Eigandi Súluness 16 fyrir nauðungar- söluna var 1899 ehf. Samkvæmt út- skrift úr Hlutafélagaskrá voru stofn- endur félagsins og eigendur Sævar Jónsson og Jón A. Þórarinsson og var Sævar stjórnarmaður og prókúruhafi en Jón varamaður í stjórn. Var félag- ið úrskurðað gjaldþrota þann 1. júlí 2010. Með afsali, dags. 23. júní 2010, eignaðist stefnandi Kaupthing Mort- gages Fund fasteignina. Rekstraraðili sjóðsins er Stefnir hf., dótturfélag Arion banka. Afsalaði Arion banki fasteigninni Súlunesi 16 til Kaup- thing Mortgage Fund með afsali dag- settu 23. júní 2010. Viðauka ekki þinglýst Með kaupsamningi 20. janúar 2008 seldu Sævar og Helga fasteignina Súlunes 16 í Garðabæ, til 1899 ehf. Er tekið fram í kaupsamningnum að á 1. veðrétti hvíli skuldabréf frá Kaup- þingi banka, uppreiknað 60.329.043 krónur, greiðandi sé Sævar og greiði hann áfram greiðslur af skuldabréf- inu og þurfi ekki að aflýsa því. Þá sé áhvílandi á 2. veðrétti tryggingarbréf frá Landsbanka Íslands hf. að fjár- hæð 80.000.000 króna og sé greið- andi 1899 ehf. Afhending eignar- innar var 31. desember 2009 og er ákvæði um að seljandi hafi heim- ild til að búa í húsinu frá undirritun til afhendingardags. Þann 1. mars 2009 var gerður viðauki við kaup- samninginn þar sem tekið er fram að samkomulag sé um að afhendingar- dagur frestist til 1. júní 2011 og hafi seljendur heimild til að búa endur- gjaldslaust í húsinu frá undirritun til afhendingardags í tengslum við söluna. Undirrituðu bæði Helga og Sævar viðaukann. Viðaukanum var ekki þinglýst á eignina. Í samtali við DV vildi Helga ekkert tjá sig um mál- ið. n Byggðu glæsihús á meðan n Viðskiptaflétta Sævars og Helgu í Leonard Hanna Ólafsdóttir blaðamaður skrifar hanna@dv.is Sævar og Helga Sævar Jónsson og Helga Daníelsdótt- ir, oftast kennd við skartgripaverslun- ina Leonard. MIÐVIKUDAGUR OG FIMMTUDAGUR 10. – 11. mars 2010 DAGBLAÐIÐ VÍSIR 29. TBL.100. ÁRG. – VERÐ KR. 395 n Á HVERJU ÁRI n KRABBAMEIN ER ÞÓ EKKI DAUÐADÓMUR KNATTSPYRNUHETJAN SÆVAR JÓNSSON: LÖGREGLUSTJÓRAR:BÖNNUM VÍTISENGLA VIÐSKIPTAMAÐURÁRSINS STÓR-SKULDUGUR ÖGMUNDURNÁLGASTSTJÓRNINA n FLUTTI SKARTGRIPAVERSLUNINA LEONARD YFIR Á KONUNA FYRIR GJALDÞROTIÐn SEGIST VERA AÐ FLÝJA BAUGn „ÉG ER BÚINN AÐ MISSA HÚSIГn „ÁTTI ENGAN ANNAN KOST“ FLUTTI BÚÐINA Á KONUNA KARLARDEYJA FREKAR EN KONUR ÚTTE KT MEÐ 640MILLJÓNAKÚLULÁNn RÁÐINN TIL LANDSVIRKJUNAR FRÉTTIR FRÉTTIR FRÉTTIR 22 LEIÐIRTIL AÐ SPARA MILLJÓN 4 FRÉTTIR 12. júlí 2010 MÁNUDAGUR Helga Daníelsdóttir, eigandi og stjórn- andi skartgripa- og úraverslananna Leonard, hefur sótt um að reisa risa- stórt sumarhús við Hafrafell í Reyk- hólahreppi. Hún er eiginkona knatt- spyrnuhetjunnar Sævars Jónssonar, sem áður var að fullu skráður fyrir verslununum, en hann hefur sjálfur verið úrskurðaður gjaldþrota. Á sama tíma eru hjónin að leggja lokahönd á tæplega 500 fermetra höll í Garðabæ. Í síðustu viku lagði Guðni Tyrf- ingsson, einn eigenda dönsku arki- tektastofunnar Gassa arkitektar, inn umsókn fyrir hönd Helgu þar sem óskað er eftir leyfi til að reisa sumar- hús við Hafrafell í Reykhólahreppi, nánar tiltekið í Berufirði. Eftir því sem DV kemst næst er um að ræða risa- vaxið sumarhús, sannkallaða sumar- höll, því samanlagður fermetrafjöldi þess er yfir 200 fermetrum og verð- mæti þess í kringum 100 milljónir króna. Afgreitt fljótlega Óskar Steingrímsson, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, staðfestir að um- sóknin hafi borist og bíður hann nú eftir teikningum af húsinu. Reynist þær í lagi á hann von á að leyfið verði samþykkt síðar í mánuðinum. „Já, þetta er rétt. Umsóknin hefur borist en ég hef ekki séð teikningarnar enn þá. Þær eru væntanlega á leiðinni í pósti en byggingarnefnd fundar síðar í mánuðinum. Standist teikningarnar kröfur verður þetta áreiðanlega sam- þykkt og það er af hinu góða að fjölga góðu fólki í sveitinni,“ segir Óskar. Umsóknin um sumarhúsið er ein- göngu stíluð á nafn Helgu þar sem nafn Sævars kemur hvergi fram. Fyr- ir vikið má gera ráð fyrir því að það verði alfarið í hennar eigu, líkt og nýtt heimili þeirra hjóna við Mosprýði í Garðabæ sem og Leonard-fyrirtækið. Fært á Helgu Sævar færði rekstur skartgripa- og úraverslunar sinnar yfir á nýja kenni- tölu á haustmánuðum 2009. Nafni gamla félagsins var breytt skömmu áður, Sævar segir það gert til að slíta tengslin við Baug. Í hinu nýja félagi af- salar hann sér öllum völdum til eigin- konu sinnar, Helgu. Fram í nóvember 2009 var rekstur Leonard undir félagi sem hét Leon- ard ehf. þar sem Sævar var skráður í stjórn, sem framkvæmdastjóri og með prókúruumboð fyrirtækisins. Þá var skyndilega gerð nafnabreyting á fyrirtækinu og því breytt í Ince ehf. en samkvæmt ársreikningi 2008 hvíldu þar talsverðar skuldir. Í þessum sama mánuði, nóvember 2009, var síðan stofnað nýtt fyrirtæki, Leonard ehf., sem heldur utan um rekstur búðanna en sú breyting er á nýja fyrirtækinu að þar er Helga komin með öll völd, bæði í stjórn og með prókúruumboð. Stórhýsi „Við erum ekki með neitt leikrit og erum ekki að skilja skuldir eftir í gamla félaginu. Ég er búinn að missa húsið og ég hef engan áhuga á því að missa fleira. Ég átti raunverulega eng- an annan kost,“ sagði Sævar í samtali við DV þegar fjallað var um kenni- tölubreytingu fyrirtækisins. Þá stað- festi hann að reksturinn væri kom- inn undir nýja kennitölu en útilokaði að það væri gert til að losna undan skuldum. Samkvæmt heimildum DV er fyr- irhugað sumarhús Helgu við Hafrafell risavaxið og hið sama má segja um nýtt heimili hennar, og þeirra hjóna, í Garðabænum. Áður höfðu þau misst heimili sitt við Súlunes í Garðabæn- um á nauðungaruppboði. Nýja heim- ilið er tæpir 500 fermetrar að stærð í nýju hverfi úti í hrauni þegar ekið er í átt að Bessastöðum. Óhætt er að segja að staðsetning eignarinnar sé glæsi- leg og útsýnið ekki af verri endanum. Sjálft húsið er 420 fermetrar á þremur hæðum og á jarðhæðinni er að finna 60 fermetra bílskúr. Af efstu hæð er ómetanlegt útsýni yfir hraunið, Álfta- nesið, höfuðborgina og Esjuna. LEONARD-HJÓN REISA SUMARHÖLL Eigendur Leonard-verslananna, Helga Daníelsdóttir og Sævar Jónsson, hafa sótt um leyfi til að byggja risastórt sumarhús við Hafrafell í Reykhólahreppi. Á sama tíma leggja þau lokahönd á nýtt heimili sitt í Garðabæ en Sævar hefur verið úrskurðaður gjaldþrota og verslanirnar færðar í nýtt félag á nafni Helgu. Sveitarstjórinn í Reyk- hólahreppi á von á því að umsóknin verði samþykkt og fagnar fjölgun í hreppnum. Nóg að gera Eiginkona Sævars hefur sótt um leyfi fyrir risasumarhúsi í Reykhólahreppi og leggur einnig lokahönd á nýtt heimili hjónanna í Garða- bæ. Knattspyrnukappinn færði fyrirtæki þeirra á nafn konunnar. TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Það er af hinu góða að fjölga góðu fólki í sveitinni. Ungir notendur Facebook dreifa nú á milli sín ábendingu á síðum sínum og vara við hóp á netinu sem sagð- ur er stofnaður af barnaníðingum í þeim tilgangi að safna þar myndum af börnum. Börn eru beðin um að passa sig og dreifa ábendingunni sín á milli. Hópurinn sem um ræðir er und- ir heitinu: „Þeim sem finnst pabbi og mamma það besta sem hefur komið fyrir mann“ og þar geta Facebook- notendur skráð sig sem meðlim- ir. Börn á Facebook eru aftur á móti farin að setja á vegg sinn viðvörun og vara aðra notendur samskipta- vefjarins við að ganga í þennan hóp. Ástæðan sé sú að hópurinn hafi verið stofnaður af barnaníðingum í þeirri von að safna þar saman börnum og myndum af þeim. Ef að er gáð er ekki hægt að greina stofnanda eða stofnendur hópsins inni á Facebook. Þar kemur sérstak- lega fram að stofnendur hafi dregið sig út þannig að ekki er lengur hægt að sjá hverjir þeir eru. Þar inni er hins vegar að finna umræður frá vormán- uðum þar sem varað er við stofnend- um hópsins og í hvaða tilgangi hann er stofnaður. Útaf fyrir sig segir Guðberg Jóns- son, verkefnastjóri SAFT á Íslandi, vakningarátaks um örugga tækni- notkun barna og unglinga hérlendis, það vekja grunsemdir að stofnendur hópsins hafi dregið sig útaf svæðinu. Þá segir hann nafn hópsins eitt og sér vekja upp grunsemdir. „Í þessu tilviki er mögulegt að stofnendurnir hafi séð að sér og dregið sig út. Við höfum fengið Facebook til að loka mörgum svona síðum þar sem stofn- andinn hefur horfið. Það kæmi mér ekki á óvart að þetta sé stofnað í ann- arlegum tilgangi. Nafnið er skrítið og grunsamlegt,“ segir Guðberg. trausti@dv.is Börn láta viðvaranir ganga á samskiptavefnum Facebook: Varað við níðingum Varað við níðingum Viðvaranir ganga barna á milli á Facebook þar sem varað er við hópi þar sem grunsemdir eru um annarlegan tilgang stofnenda. Veitti ekki ráðgjöf Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segist ekki hafa átt þátt í að leið- beina Magma Energy um stofnun dótturfyrirtækis þess í Svíþjóð, svo það gæti keypt HS Orku hér á landi. Katrín segir ráðuneytið ekki leið- beina neinum um hvernig eigi að fara á svig við lög. Hún segist hafa farið yfir gögn í ráðuneytinu og ekki séð nein merki þess að ráðuneytið hafi tekið þátt í ákvörðunum Mag- ma. Katrín segir það alltaf hafa legið fyrir að Magma í Svíþjóð væri skúff- ufyrirtæki. Vændiskonur eru brotaþolar Hæstaréttarlögmaðurinn og formað- ur Lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson, furðar sig á málflutningi Höllu Gunnarsdóttur, talskonu Fem- ínistafélags Íslands, þegar kemur að lokuðum réttarhöldum gegn meint- um vændiskaupendum. Hún hefur barist hart fyrir opnum réttarhöld- um yfir sakborningunum ellefu þar sem engin rök séu fyrir lokuðu þing- haldi. Því hafnar Brynjar sem segir vændiskonurnar vera brotaþola í málinu. „Vændiskaup er kynferðis- brot gegn þeim sem selur vænd- ið. Því eru þinghöld í vændiskaupa málum lokuð eins og í öllum öðrum kynferðisbrotamálum,“ segir Brynjar. Fleiri taka strætó Farþegum í strætó hefur fjölgað og bílaumferð minnkað frá bankahrun- inu. Þetta kemur fram í mælingum Vegagerðarinnar sem greinir sam- drátt í umferð bíla um allt land eftir hrun en fyrir hrunið mátti greina samfellda aukningu bílaumferðar á Íslandi. Á sama tíma og umferð einkabíla hefur minnkað hefur far- þegum Strætó bs. hins vegar fjölgað um nokkur prósent. www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Verkir í hásin? Vandaðar stuðningshlífar til meðferðar á hásinabólgu Fjölbreytt úrval 4 | Fréttir 17. október 2011 Mánudagur G jaldþrota eignarhaldsfélag í eigu Sævars Jónssonar, fyrr- verandi landsliðsmanns í knattspyrnu sem kenndur er við skartgripa- og úra- verslunina Leonard, skilur eftir sig skuldir upp á nærri 312 millj- ónir króna. Skiptum er lokið á búi félagsins, samkvæmt auglýsingu sem birtist í Lögbirtingablaðinu á fimmtudaginn. Ekkert fékkst upp í skuldir félagsins. Starfsemi eignar- haldsfélagsins, sem heitir 1899 ehf. en hét áður Leonard ehf., fólst í „sölu á úrum og skartgripum“. Þriðja kennitalan Sævar hefur lent í talsverðu basli eftir íslenska efnahagshrunið 2008. Hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 og skráði þá Leonard á eig- inkonu sína, Helgu Daníelsdóttur. Nafni rekstrarfélags Leonard, Leon- ard ehf., var þá breytt í Ince ehf. og stofnuð var ný kennitala með nafn- inu Leonard ehf. Verslanirnar eru reknar inni í því eignarhaldsfélagi um þessar mundir. Þetta var þriðja kennitalan sem til var með nafninu Leonard ehf. en félagið sem í dag heitir 1899 ehf. var fyrsta rekstrar- félagið sem bar þetta nafn. Vildi slíta tengslin við Baug Í viðtali við DV í mars í fyrra sagð- ist Sævar vera nauðbeygður að færa Leonard yfir á konu sína. „Ég er búinn að missa húsið og ég hef engan áhuga á því að missa fleira. Ég átti raunverulega engan annan kost. Ég get ekki sett þetta á kenni- töluna mína ef bankinn setur mig í þrot,“ sagði Sævar. Hús sem Sævar átti, við Súlunes 16, var yfirtekið af Kaupþingi í fyrra og var sett inn í eignarhaldsfélagið Kaupthing Mortgages Fund. Í lok september á þessu ári var það svo selt til eignar- haldsfélagsins Akp ehf. Í viðtalinu sagði Sævar að ein af ástæðunum fyrir kennitöluskipt- unum á rekstri Leonard væri að rjúfa tengslin við fyrirtækið Baug hf. Baugur átti hlut í Leonard þar til skömmu fyrir bankahrunið og sat Tryggvi Jónsson, fyrrverandi for- stjóri Baugs, meðal annars í stjórn Leonard áður en félagið skipti um kennitölu. „Við erum ekki með neitt leikrit og erum ekki að skilja skuldir eftir í gamla félaginu. Við erum bara skíthrædd við þetta Baugsdæmi allt saman og ef ein- hver skítur kemur upp þar. Það er aðallega þess vegna sem við gerum þessa breytingu,“ sagði Sævar. Tapaði gríðarlega á falli krónunnar 1899 ehf. skilaði tapi upp á nærri 350 milljónir króna á hrunárinu 2008. Stærsti hluti tapsins, nærri 193 millj- ónir króna, var tilkominn út af geng- ismun. Verðfall íslensku krónunnar kom sér því afskaplega illa fyrir 1899 ehf. Í ársreikningi félagsins árið 2008 kom fram að af rúmlega 374 milljóna króna skuldum félagsins hafi nærri 180 milljónir verið í erlendum mynt- um. Félagið átti að greiða 230 millj- ónir króna af þessum skuldum árið 2009. Á móti þessum skuldum átti fé- lagið eignir upp á rúmlega 157 millj- ónir króna. Þar af voru fasteignir félagsins metnar á nærri 143 milljón- ir króna. Kaupin á þessum fasteign- um voru gerð á árinu 2008 og voru 178 milljónir króna greiddar fyrir eignirnar. Þessar fasteignir eru ekki lengur í eigu eignarhaldsfélagsins 1899 ehf. samkvæmt upplýsingum úr fasteignaskrá og ljóst er að ekk- ert fékkst upp í skuldir eignarhalds- félagsins. n Úra- og skartgripaverslunin Leonard á sinni þriðju kennitölu n Fyrsta kennitalan komin í þrot upp á 312 milljónir króna n Tapaði gríðarlega á falli krónunnar „Við erum bara skíthrædd við þetta Baugsdæmi allt saman og ef einhver skítur kemur upp þar. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Milljóna gjaldþrot Sævars í Leonard Þorvaldur bloggar á DV Þorvaldur Gylfason, prófessor í hag- fræði við Háskóla Íslands og fyrr- verandi stjórnlagaráðsmaður, hefur ákveðið að byrja að blogga á frétta- vefnum DV.is. Þorvaldur hefur um árabil vakið mikla athygli fyrir vand- aðar greinar sínar, sem birst hafa í Fréttablaðinu á undanförnum árum. Auk þess að blogga á DV.is, mun Þorvaldur eftirleiðis skrifa kjallara- greinar í prentútgáfu DV. Söluferli Iceland komið af stað Malcolm Walker, forstjóri og stofn- andi Iceland Foods-verslunar- keðjunnar í Bretlandi, ætlar ekki að bjóða í hlutafé félagsins strax. Slita stjórn gamla Landsbankans og Glitnis hefur fyrstu umferð söluferl- isins á næstunni. Þetta kemur fram hjá breska dagblaðinu The Tele- graph. Walker á 23 prósenta hlut í Ice- land Foods en margir töldu að hann myndi kaupa hin 77 prósentin sem bú gömlu bankanna reyna nú að selja. Þó er talið að Walker muni bíða með kauprétt sinn þar til á síð- ari stigum ferlisins en í samningi Walker við hluthafa félagsins er kveðið á um að hann þurfi bara að jafna hæsta tilboðið í félagið til að bera sigur úr býtum. Tuttugu fjárfestar hafa fengið upplýsingar um söluna en ekki er víst að einhver bjóði í allan hluta bankanna í fyrstu umferð söluferlis- ins. Fjöldi Iceland Foods-verslana er 780. Samkvæmt Telegraph eru líkleg- ustu kaupendur verslunarkeðjurnar Morrisons og Asda. Mikið um hálkuóhöpp Sjö minniháttar umferðaróhöpp urðu aðfaranótt sunnudags auk þess sem tvær bílveltur urðu á Suðurlandsvegi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu má að mestu rekja öll óhöppin til mik- illar hálku sem var víða á land- inu þegar kvölda tók. Karlmaður missti stjórn á bílnum sínum ná- lægt Hvassahrauni og ung kona velti bíl sínum í Njarðvík þar sem hún var að aka hringtorg. Þá veltu tveir erlendir ferðamenn bílnum sínum utan við Selfoss. Þeir sluppu ómeiddir en bíllinn er óökufær. Talsverð snjókoma var á heiðum á Vestfjörðum um helgina. Þannig lokaðist Hrafns- eyrarheiði á laugardag vegna snjóflóða. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að færð í vikunni því Veðurstofan gerir ráð fyrir köldu veðri um nánast allt land næstu daga. M ín skoðun er sú að þetta sé algjörlega ólíðandi. Það er ekki bara mín skoðun heldur bæjar stjórnar og allra bæjar- búa sem ég hef talað við,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hvera- gerði. Íbúar bæjarins hafa ekki far- ið varhluta af hrinu jarðskjálfta að undan förnu. Skjálftana má rekja til niðurdælingar um 900 sekúndulítra af affallsvatni niður í borholur. Frá 8. september, þegar dælingin hófst, hafa mælst rúmlega 1.700 skjálftar á svæð- inu. Á laugardag urðu tveir nokkuð snarpir skjálftar, um fjórir á Richter að stærð, og fundu íbúar Hveragerðis vel fyrir þeim. „Það er auðvitað ekki í lagi að það sé verið að framkalla hér jarðskjálfta sem ná fjórum á Richter á jafnvirku háhitasvæði og um ræðir. Mér finnst þetta afskaplega óeðlilegt,“ segir Aldís en í síðustu viku var ályktað á fundi bæjarstjórnar að krefjast skýringa frá Orkuveitunni. Meðal annars hvort hægt væri að sjá umfjöllun um mann- gerðu skjálftana í umhverfismati fyrir Hellisheiðarvirkjun sem starfsleyfi hennar byggir á. „Ég stórefa að það sé hægt því ég á ekki von á því að allir þeir sérfræðingar sem á sínum tíma fjöll- uðu um virkjunina hafi búist við þess- um áhrifum,“ segir Aldís. Orkuveitan hefur boðað til íbúafundar í Hvera- gerði í kvöld þar sem farið verður yfir stöðu mála. Í fréttum RÚV á laugardag sagði Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri að íbúar þurfi ekki að hafa áhyggjur af skjálftunum. Reynslan sýni að þeir valdi ekki skemmdum. „Þó það sé ekki hægt að útiloka það í einstökum tilvik- um er ekki sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af því í þessum skjálftum,“ sagði Guðni og bætti við að ekki væri ástæða til að hætta niðurdælingu. Al- dís furðar sig á þessum ummælum. „Ég er mjög undrandi á því að virtur vísindamaður skuli vera með þá af- stöðu.“ Aldís segir að nú sé beðið svara við því hvort íbúar þurfi áfram að búa við tíða jarðskjálfta eða hvort aðrar leiðir séu færar til að íbúar geti verið í rónni. einar@dv.is „Algjörlega ólíðandi“ n Bæjarstjóri Hveragerðis er þreyttur á tíðum manngerðum jarðskjálftum Óþolandi Aldís egir að það sé ekki eðlilegt að bæjarbúar þurfi að búa við manngerða jarðskjálfta. Orkuveitan hefur boðað til íbúafundar í kvöld, mánudag, þar sem staða mála verður rædd. Mynd SigTryggur Ari 10. mars 2010 17. október 2011 26. október 2011 12. júlí 2010 10. mars 2010 „Arion banki og Kaupthing Mort- gage hafi aldrei heimil- að endurgjaldslaus afnot Helgu og Sævars af fast- eigninni á því tímabili sem þau dvöldu í henni. 6 | Fréttir 26. október 2011 Miðvikudagur E ignarhaldsfélagið Skipti hf. tapaði rúmlega 8,1 milljarði króna á síðasta ári samkvæmt ársreikningi félagsins. Það ger-ir tap upp 22 milljónir króna hvern einasta dag ársins. Skipti hf. eiga og reka meðal annars Símann, Skjá einn og Mílu. Félagið Tæknivörur var síð-an selt úr samstæðunni fyrr á þessu ári. Skipti eru í eigu kröfuhafa Exista og hollenska fyrirtækisins Exista B.V., en var áður í eigu Bakkabræðranna Ágústs og Lýðs Guðmundssona þeg-ar þeir áttu Exista. Skuldir félagsins eru gríðarlegar. Samtals nema þær 77,7 milljörðum króna, en lækkuðu þó á milli ára því í lok árs 2009 voru þær 85,7 milljarðar króna. Eigið fé Skipta er aftur á móti 27,8 milljarðar króna en félagið þarf að borga um 1.853 milljónir króna í af-borganir af skuldum á næsta ári. Í ársreikningi félagsins er ekki til-greint nákvæmlega hvaða fyrirtæki í eigu Skipta eru á bak við þenn-an gríðarlega taprekstur. Skjár einn hefur enn ekki skilað ársreikningi, en tap á rekstri sjónvarpsstöðvar-innar hefur verið verulegt síðustu ár. Skjár einn hefur tapað milljón á dag að meðaltali síðustu fjögur ár, en Steinn Logi Björnsson, forstjóri Skipta, sagði í viðtali við DV að hann gerði ráð fyrir því að áfram yrði tap á rekstri Skjás eins. Langstærsta fyrirtækið innan Skiptasamsteypunnar, Síminn hf., hefur hins vegar skilað inn ársreikn-ingi. Ljóst er að stór hluti af tapi Skipta skýrist af taprekstri Símans, en tapið þar á síðasta ári nam alls 7.052 milljónum króna. Þar af var rekstrar-tap um 4,7 milljarðar en afgangurinn er að mestu vaxtagjöld. Eignir Sím-ans eru metnar á 48 milljarða króna. Þar af er langstærsta eignin við-skiptavild sem er metin á 38,4 millj-arða króna. valgeir@dv.is Bullandi tap hjá Símanum í fyrran Ársreikningar Símans og Skipta sýna mikið tap á rekstri Síminn Langstærsta eign Símans er viðskiptavild upp á rúma 38 milljarða króna. V ið Mosprýði 10 í Garðabæ stendur tæplega 500 fer-metra nýbyggt glæsihús þar sem Sævar Jónsson, fyrr-verandi knattspyrnumaður og stofnandi skartgripa- og úraversl-unarinnar Leonard, býr ásamt fjöl-skyldu sinni. Húsið er skráð á Helgu Daníelsdóttur, eiginkonu Sævars, en sjálfur var hann úrskurðaður gjald-þrota árið 2009. Það ár missti hann einnig hús fjölskyldunnar við Súlu-nes 16 á nauðungaruppboði hjá Ari-on banka. Við gjaldþrotið skráði Sævar Leonard á Helgu og á sama tíma var nafni rekstrarfélags Leonard, Leonard ehf., breytt í Ince ehf. og ný kennitala stofnuð með nafninu Leonard ehf. Frá árinu 2009 hefur verslunin Leonard í tvígang skipt um kennitölu. Skuldir upp á 312 milljónirDV greindi frá því fyrr í október að skiptum á þrotabúi eignarhalds- félagsins Leonard ehf. væri lok-ið. Var það auglýst í Lögbirtinga-blaðinu. Félagið skilur eftir sig skuldir upp á tæpar 312 milljónir króna, en ekkert fékkst upp í skuldir félagsins. Í viðtali við DV í mars í fyrra sagðist Sævar vera nauðbeygður að færa Leonard yfir á konu sína. „Ég er búinn að missa húsið og ég hef engan áhuga á því að missa fleira. Ég átti raunverulega engan annan kost. Ég get ekki sett þetta á kenni-töluna mína ef bankinn setur mig í þrot,“ sagði Sævar. Hann tók fram að þau væru ekki með neitt leik-rit og sagði að engar skuldir hefðu verið skildar eftir í gamla félaginu. Sævar sagði jafnframt að ein af ástæðum þess að félagið hefði skipt um kennitölu væri til að rjúfa tengslin við Baug, en fyrirtækið átti hlut í Leonard þangað til rétt fyrir hrun. Glæsilegt útsýni Þrátt fyrir raunir í fjármálum síð-astliðin tvö ár ætti ekki að væsa um Sævar í nýja einbýlishúsinu við Mos-prýði. Sjálft húsið er um 420 fermetr-ar á þremur hæðum og á jarðhæðinni er 60 fermetra innbyggður bílskúr. Mosprýði er í nýju hverfi í Garða-bænum sem staðsett er í hraunjaðr-inum. Af efstu hæð hússins er því væntanlega glæsilegt útsýni til allra átta; yfir hraunið, Álftanesið, Reykja-vík og Esjuna. Einbýlishúsið við Mosprýði er þó ekki eina glæsieignin í eigu Leonard- hjónanna, en í fyrrasumar lagði Helga inn umsókn hjá sveitarstjórn Reyk-hólahrepps fyrir leyfi til að reisa yfir 200 fermetra sumarhús við Hafrafell í Reykhólahreppi í Berufirði. Sam-kvæmt heimildum DV er húsið nú þegar risið og fjölskyldan ætti því einnig að eiga gott afdrep í sveitinni. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is „Ég er búinn að missa húsið og ég hef engan áhuga á því að missa fleira. Glæsivilla Sævar og fjölskylda fluttu nýlega inn í tæplega 500 fermetra einbýlishús við Mosprýði í Garðabæ. Húsið er skráð á konu Sævars, en hann var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009. Súlunes 16 Sævar var úrskurðaður gjaldþrota árið 2009 og missti sama ár húseignina að Súlunesi 16 á nauðungaruppboði hjá Arion banka. Ný hagspá ASÍ: Spá doða fram undan Í nýrri hagspá ASÍ er gert ráð fyrir að verstu afleiðingar hrunsins séu að baki og fram undan sé hægur bati í efnahagslífinu. Hagspáin birtist á vef ASÍ. Þar segir að áhyggjuefni sé hvað efnahagsbatinn fram undan sé veik-ur; við blasi doði í hagkerfinu þar sem hvorki takist að endurheimta fyrri lífskjör né vinna bug á atvinnu-leysinu á komandi árum. Spáin nær til ársins 2014. Því er spáð að landsframleiðsla aukist hægt á næstu árum og að hagvöxtur verði 2,4 prósent á þessu ári, um 1 prósent á næsta ári, 2,7 prósent árið 2013 og 1,5 prósent árið 2014. Hagur heimilanna vænk-ist á næstu misserum þó víða verði þröngt í búi og atvinnuleysi verði áfram mikið. Því er spáð að í lok árs 2014 verði atvinnuleysið um 5 pró-sent. „Útlit er fyrir litlar fjárfestingar í hagkerfinu á spátímanum. Mikil óvissa ríkir um framkvæmdir við álver í Helguvík og innanríkisráð-herra hefur slegið út af borðinu allar áætlanir um að gera átak í vegamál-um á Suðvesturlandi með sérstakri fjármögnun. Það er því ekki gert ráð fyrir þessum framkvæmdum í spánni. Þá valda erfiðleikar á er-lendum fjármálamörkuðum aukinni óvissu varðandi fjárfestingar,“ segir enn fremur. Loks kemur fram að eina leiðin til að bæta lífskjör og draga úr atvinnu-leysi sé að auka verðmætasköpun þjóðarbúsins. Uppbygging í Helgu-vík og á Norðurlandi, með orku- og iðjuverum, gæti aukið hagvöxt um 3 prósent sem myndi hafa veruleg áhrif á atvinnustigið, til hins betra. Fara í mál vegna Glitnis „Þetta eru rúmlega sjötíu einstak-lingar en í þessu tilfelli erum við bara að stefna fyrir einn einstakling og eitt fyrirtæki,“ segir Unnsteinn Elvarsson, lögmaður hóps fólks sem undanfarin misseri hefur undirbúið málsókn vegna hlutabréfaviðskipta í Glitni fyrir hrun. Um er að ræða rúmlega sjötíu einstaklinga en upphaflega stóð til að fara í hópmálsókn. Ákveðið var að fara ekki hópaleiðina vegna þess að lögin bjóða ekki upp á það. Málið snýst um hlutabréfakaup í Glitni á tilteknu tímabili árið 2008. Stefnan, sem verður þingfest þann 1. nóvember, er í þrennu lagi; gegn íslenska ríkinu, Fjármálaeftir-litinu og Kauphöllinni. „Við sækj-um þetta á ríkið vegna yfirlýsingar þess efnis að það ætlaði að styðja bankana og gefa 600 milljónir evra í hlutabréfaaukningu,“ segir Unn-steinn. Um leið og þessi yfirlýsing var gefin út opnaði Fjármálaeftir-litið fyrir viðskipti með bréf í Glitni þrátt fyrir að þeir hefðu lokað fyrir viðskiptin daginn áður. Fjöldi fólks taldi að þarna væri komið gott fjár-festingartækifæri og keypti bréf fyrir talsverða fjárhæð. Nokkrum dögum síðar féll Glitnir. n Sævar Jónsson býr ásamt fjölskyldunni í nýju 500 fermetra einbýlishúsin Byggðu einnig sumarhús í Berufirði n 312 milljarða skuldir sitja eftir í félaginu Gjaldþrota í Glæsihúsi Súlunes 16 Einbýlishúsið að Súlunesi 16 sem áður var í eigu Helgu Daníelsdóttur og Sævars Jónssonar í Leonard.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.