Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 20
Lífleg baðfatatíska í sumar n Hátt mitt og metallitir áberandi N ýjustu straumar og stefnur í baðfatatískunni eru líflegir í ár. Baðfatatískan einkennist af bikiníbuxum með háu mitti, metallitum og útskornu sniði á sund- fatnaði. Útskornu sundbolirnir hafa aldrei verið efnisminni og spurning hvort einhver þorir í sundbol er minnir á lítinn köngulóarvef í Vesturbæjar- laugina. Þær sem eru með örlítinn maga taka þó hátt skornum bikiní- buxum vel. Mynstraðir bolir koma líka sterkir inn og „retro“-sundbolir í anda sjötta áratugar eru enn eldheitir. 20 Lífsstíll 6. júní 2012 Miðvikudagur Heimavinnandi og úrvinda? n Sex ráð til að hlúa að þér – líkamlega og andlega Mundu eftir sólinni Að njóta yls sólarinnar í örfáar mínútur getur haft gríðarlega jákvæð áhrif það sem eftir lifir dagsins. Birtan kveikir á fram- leiðslu á vellíðunarhormónum í heila og D-vítamín hefur góð áhrif á heilsuna. Knúsaðu herra loðinn Eins og þú veist geta loðin gælu- dýr gert kraftaverk fyrir slasaða og veika. Þú veist kannski ekki að þau geta látið heilbrigðum einstak- lingum líða enn betur. Klappaðu kisu eða hundi – eða starðu á fiska í búri – og njóttu þess að finna stressið líða í burtu. Farðu í nudd Að tína upp dót og sinna börnum allan daginn reynir á bakið. Gerðu æfingar og farðu í nudd ef þreytan fer að segja alvarlega til sín. Talaðu um sjálfa/n þig Það getur verið erfitt að muna eftir sjálfum sér þegar fókusinn er alltaf á þarfir annarra. Hringdu í vin. Það mun koma þér á óvart hversu mikið þú þarft að tala. Nartaðu eins og fimm ára Stundum erum við svo önnum kafin að við gleymum að borða. Þú verður samt ennþá þreyttari og pirraðri daginn eftir ef þú treður í þig sætindum fram eftir öllu kvöldi. Búðu til hollt snakk úr ávöxtum, ferskum og þurrkuðum, ostum og hnetum og hafðu við höndina allan daginn. Mundu eftir húmornum Upphugsaðu þinn versta mögu- lega dag sem atriði í Saturday Night Live. Hvað myndi virkilega ýta þér fram af brúninni? Leitaðu að því fyndna í erfiðum ástæðum. Iðkaðu jóga til að bæta kynlíf n Þjálfaðu þig til að lifa í núinu svo þú njótir kynlífsins í botn G ott kynlíf þarfnast samspils líkama og hugar. Það sama á við um jóga. Þetta segir Ellen Barrett höfundur bókarinn- ar Sexy Yoga. „Jóga er ekki aðeins frábært tæki til að losa um stress og álag heldur bæta ákveðnar æfingar blóðflæðið og opna hjarta þitt en hvort tveggja er nauðsyn- legt fyrir sjóðheita ástarleiki,“ segir Barrett sem segir tæknina að lifa í núinu mikilvægustu æfinguna þegar kemur að kynlífi. Samkvæmt rann- sókn, sem birtist í tímaritinu Journal of Sexual Medicine, eiga konur oft erfitt með að halda einbeitingunni í ástarleikjum en einbeitingarleysi, samkvæmt Barrett, er ein aðalástæð- an fyrir því að kynlíf verður leiði- gjarnt og tilfinningasnautt. Lærðu að elskast án þess að missa hugann út um hvippinn og hvappinn með þess- um jógaæfingum sem Barrett segir bæta kynlífið: 1. Farðu á fjórar fætur með axlir beint yfir ökkla og mjaðmir beint yfir hné. 2. Dragðu inn andann og fettu þig. Ýttu brjóstkassanum upp og í burtu frá maganum. 3. Blástu frá og búðu til kryppu. Endurtaktu sex sinnum. Af hverju það virkar: „Þú styrkir sömu vöðva og dragast saman við fullnægingu,“ segir Barrett. Kisan og kusan 1. Liggðu á maganum, með ennið við gólfið. Settu lófana niður við rifbeinin. 2. Ýttu fótunum saman og teygðu á þeim. 3. Ýttu með höndunum niður og dragðu olnbog- ana að líkamanum. 4. Notaðu bakið til að lyfta brjóstinu frá gólfinu. Rúllaðu öxlunum aftur á bak. Haltu í tíu til tuttugu sekúndur. Af hverju það virkar: Sam- kvæmt Barrett opnar þessi æfing á hjartastöðvarnar. Kóbraslangan 1. Byrjaðu á fjórum fótum. Settu mjaðmabil á milli fóta og krepptu tærnar. 2. Notaðu lófana til að lyfta hnjánum frá gólfi. Lyftu rófubeininu upp í loftið svo líkaminn minni á V. 3. Hafðu hné beygð og hæla frá gólfi. Réttu rólega úr fótum en ekki læsa hnjánum. Af hverju það virkar: „Í þessari æfingu geturðu ekki horft á neitt annað en gólfið. Þú ættir því að horfa inn á við, líkt og þú værir með lokuð augu,“ segir Barrett. Hundurinn Tré 1. Stattu bein/n með mjaðmabil á milli fóta og hendur með hliðum. Skiptu þyngdinni á vinstri fót. 2. Beygðu hægra hné og notaðu hægri hönd til að staðsetja hægri fót á læri, rétt ofan við hné. 3. Settu hendur saman fyrir framan brjóstkassa líkt og þú sért að biðja. Starðu á ákveðinn punkt til að halda jafnvægi. Stattu kyrr eins lengi og þú getur. 4. Gerðu tré frá annarri hlið og svo frá hinni en færðu hendur núna yfir höfuð. Sjáðu hendurnar fyrir þér sem sterkar greinar á tré. Af hverju það virkar: Samkvæmt Barrett hjálpa allar jafnvægisæfingar okkur við einbeitinguna. Fiðrildið 1. Sestu á gólfið og láttu iljar saman fyrir framan þig og hendur á ökkla. 2. Láttu hnén nálægt gólfi og ýttu mjöðmum fram. Haltu í tíu til fimmtán sekúndur. Af hverju það virkar: „Þessi æfing hitar upp nárann og opnar mjaðmir fyrir frekari átök,“ segir Barrett. 1. Byrjaðu á fjórum fótum. Settu bil á milli fingra og ýttu öllum lófanum í gólfið. 2. Teygðu á maganum og krepptu tærnar svo lærin lyftast beint upp. 3. Hælar, ökklar, rass, axlir, háls og höfuð eiga að vera í beinni línu. Horfðu á þig í spegli. 4. Haltu í hálfa mínútu og hvíldu. Endurtaktu þrisvar sinnum. Af hverju það virkar: „Þessi góða magaæf- ing æfing eykur sjálfstraust og kemur þér í súpergott form sem hvort tveggja bætir kynlífið,“ segir Barrett. Plankinn 1. Liggðu á bakinu með hné beygð og mjaðmabil á milli þeirra. Haltu fótunum frá rassinum. 2. Ýttu mjöðmunum upp. 3. Leyfðu höndum að liggja meðfram hliðum. 4. Haltu í eina mínútu. Af hverju það virkar: Samkvæmt sérfræðingnum styrkir brúin beygivöðvann (flexor) og vinnur gegn spennu. Brúin 1. Liggðu á bakinu með mjaðmabil á milli fóta, hendur meðfram hliðum, lófa upp. 2. Beygðu hné að brjóstum, rúllaðu mjöðmunum þar til fætur eru beinir og tærnar snerta gólfið bak við höfuðið. Settu hendur við bak til stuðnings. 3. Lyftu fótunum til skiptis. 4. Settu hendur á gólfið með lófa upp. Rúllaðu fram og til baka þar til mjaðmir ná gólfi. Beygðu hné og settu fætur í gólf. Af hverju það virkar: Blóðflæði til mjaðma og heila eykst sem svo eykur orku. „Þú horfir líka á mjaðmir þínar sem minna þig á kynlíf,“ segir Barrett. Axlarstaðan Líkstaða 1. Liggðu á gólfinu. Settu hendur í 45 gráðu fjarlægð frá líkama, lófa upp. 2. Slakaðu á í fótunum og í öllum líkaman- um. Leystu um alla spennu. 3. Liggðu í fimm mínútur. Af hverju það virkar: Sumir segja að savasana-æfingin, sem þarfnast hvorki krafts né úthalds, sé í rauninni erfiðasta æfingin vegna þess að í henni þarftu að einbeita þér að núinu. Hátt mitti Sundfatnaður frá Möru Hoffman. Metallic Sundfatnaður frá Normu Kamali. Hátt mitti Sundfatnaður frá Normu Kamali. Metal Frá Lisu Blue. Töff frá Ástralíu Ástralir eru framarlega í sundfatatískunni. Te dregur úr sykursýki 2 Rannsóknarteymi við Heinrich Heine-háskólann í Düsseldorf í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu að mikil tedrykkja geti dregið úr hættunni á að fá sykur- sýki 2. Með mikilli tedrykkju er átt við að minnsta kosti fjóra bolla á dag. Í ljós kom að í þeim löndum þar sem tedrykkja er mikil, líkt og í Bretlandi, voru tuttugu prósent minni líkur á því að fólk þróaði með sér sjúkdóminn. Því meira te sem þátttakendur í rannsókn- inni drukku, því minni urðu líkur á sjúkdómnum. Líklegt þykir að ástæðan fyrir þessu sé að teið hafi áhrif á upp- töku glúkósa úr meltingarfærun- um og verji þannig þær frum- ur sem framleiða insúlín fyrir skemmdum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.