Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 11
Gjörólík túlkun frambjóðenda Fréttir 11Miðvikudagur 6. júní 2012 Þ að er risavaxið mál hvernig frambjóðendur til forseta- kosninganna túlka stjórn- skipun í landinu með gjör- ólíkum hætti. Í kappræðum og fjölmiðlaumfjöllun að undan- förnu hefur birst ótrúlegur munur á sýn frambjóðenda á embættinu. Þetta er mat Eiríks Bergmanns Einarssonar, dósents í stjórn- málafræði á Bifröst. „Það mætti halda að þetta væru frambjóðendur í sitthvoru ríkinu. Sýn þeirra á hlutverk embættis- ins er slík að það er erfitt að sjá fyr- ir sér að þetta geti allt verið í einu og sama landinu. Það er stóra mál- ið í þessum kosningum,“ segir Eirík- ur við DV. Hann nefnir sem dæmi túlkun Ólafs Ragnars Grímssonar á því að þingrofsréttur sé hjá forseta en ekki hjá forsætisráðherra. „Þetta eru nýmæli og breyta stjórnskipun- inni. Það má segja að Ólafur Ragnar líti á embættið núna sem valdaemb- ætti sem er líkt öðrum valdaþáttum í landinu eins og Alþingi og ríkis- stjórn, en ekki sem hinn sameinandi þjóðhöfðingi.“ Gjörólík sýn frambjóðenda „Lengst af lýðveldistímanum var litið svo á að forsetinn væri í raun ekki þátttakandi í skarkala dæg- urstjórnmálanna. Menn litu svo á að þau ákvæði stjórnarskrárinnar sem veita forsetanum mikil form- leg völd séu leifar einvalds dansks konungs og þau völd hafi verið flutt til ráðherra í þeim ákvæðum að for- seti láti ráðherra framkvæmda vald sitt. Í allra seinustu tíð virðist sem einhverjir séu farnir að lesa stjórn- arskrána á nýjan hátt, á þann veg að þau völd sem áður voru talin hjá ráðherra séu að einhverju leyti komin til forseta,“ segir Eiríkur Berg- mann. Hann segir að Þóra Arnórsdótt- ir og Ari Trausti Guðmundsson séu miklu nær hefðbundnum skilningi á stjórnskipuninni, eins og hún hefur verið iðkuð lengst af lýðveldistíman- um. „Herdís Þorgeirsdóttir lítur líka svo á að hér sé hálfgert forsetaræði. Það er ekki samkvæmt hefðbundn- um skilningi á íslenskri stjórnskip- an, sem er þingræðislýðveldi. Ólafur Ragnar virðist vera að flytja sig í átt að forsetaþingræði og það er grund- vallarbreyting á stjórnskipuninni.“ Samhengislaus túlkun Eiríkur bendir á að Andrea Ólafs- dóttir vilji láta virkja ákvæði um að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi. „Hún gengur lengst allra. Hún virðist lesa þessi ákvæði bók- staflega og úr samhengi við ákvæði um að forseti láti ráðherra fram- kvæma vald sitt,“ segir hann og bendir á að með slíkri túlkun á stjórnarskránni sé verið að túlka formleg völd forseta, sem séu leif- ar af völdum dansks konungs, sem raunveruleg völd. Hann segir óeðlilegt að for- seti geti hverju sinni ákveðið hvaða stjórnskipan er í landinu. „Það ógn- ar stjórnfestu í landinu og eykur óvissu og ringulreið. Þessi munur á sýn frambjóðendanna er miklu meiri en fólk hefur gert sér grein fyr- ir í umræðunni.“ n Ótrúlegur munur á því hvernig forsetaframbjóðendur túlka stjórnarskrána„Sýn þeirra á hlut- verk embættisins er slík að það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta geti allt verið í einu og sama landinu. Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Andrea Ólafsdóttir Ari Trausti Guðmundsson Hannes Bjarnason Herdís Þorgeirsdóttir Ólafur Ragnar Grímsson Þóra Arnórsdóttir Afstaða til ESB-aðildar* Fylgjendur á Facebook Sýn á stjórnskipan Hámarkslengd á setu forseta Afstaða til málskotsréttar Fortíð í stjórn- málaflokkum og hreyfingum Siðareglur forseta Á móti aðild. Gengur lengst allra frambjóð- enda í þá átt að auka völd forseta. Telur að forsetinn eigi að tempra völd þingsins og sjá til þess að það starfi í þágu meirihlutavilja þjóðarinnar. Þing- ið hefur ekki alræðisvald heldur deilir því með forseta þegar á reynir í stórum málum. Vill jafnvægi milli fulltrúalýðræðis og beins lýðræðis. Vill að forseti geti lagt fram frumvörp á Alþingi. Hefðbundinn þingræðissinni. „Vald forseta verður að fram- kvæma í samvinnu við ráðherra en til eru greinar eins og sú um málskotsrétt þar sem forseti hefur sérstakt vald.“ Hefur ekki gefið upp afgerandi afstöðu. Gekk langt í kappræðum Stöðv- ar 2 þegar hún sagði: „Það er hálfgert forsetaræði á Íslandi.“ Telur völd forsetans vera mikil. Telur að forsetaembættið sé lykilstofnun í íslensku lýðræði ásamt Alþingi, dómstólum og ríkisstjórn. Hefur rætt um að virkja fleiri ákvæði stjórnarskrár- innar sem fjalla um völd forseta. Ólafur Ragnar er fyrsti forsetinn til þess að beita málskotsrétti sínum. Forsetinn túlkar stjórn- skipunina á þann veg að hér sé forsetaþingræði, sem er millistig forsetaræðis og þingræðis. Hefur gjörólíka sýn á stjórn- skipan en Ólafur Ragnar. Þóra er hefðbundinn þingræðissinni. Vill aðeins grípa fram fyrir hend- ur á Alþingi í neyðartilfellum og er ósammála því að forseti eigi að geta virkjað ýmis ákvæði stjórnarskrárinnar sem nú er rætt um. Telur að farsæll forseti ætti að hámarki að sitja í 2–3 kjörtímabil. Telur synjunarvald forseta vera virkan og „raunverulegan öryggisventil sem aðeins ætti að nota í neyð.“ Bendir á að ekki sé umgjörð um hvenær forseti geti notað málskotsréttinn og því erfitt að segja hvenær hún myndi nota hann. Var virkur meðlimur í Alþýðu- flokknum á 10. áratugnum. Telur eðlilegt að setja forseta- embættinu siðareglur eins og öðrum opinberum embættum. Telur að 16 ár væri nægur tími á forsetastóli ef ekki væri fyrir óvenjulegar aðstæður í samfélaginu. Telur máskotsréttinn virkan og berst fyrir því að tryggja beinan rétt þjóðarinnar til að tryggja þjóðaratkvæðagreiðslur. Í miðstjórn Framsóknarflokks- ins 1967–1974. Þingmaður fyrir Alþýðubandalagið frá 1983 til 1996. Fjármálaráðherra 1988–1991. Vill ekki setja embættinu siða- reglur. Telur að stjórnarskráin, sem bannar forseta að þiggja aðrar greiðslur en laun sín, dugi sem siðareglur fyrir embættið. Vill að forseti geti ekki setið lengur en 8 ár. „Ég hefði beitt málskotsréttin- um í Icesave – eins og hann gerði í fyrra skiptið – jafnvel í síðara skiptið,“ sagði hún á Beinni línu DV.is Leggur þunga áherslu á að hún sé óháð öllum stjórnmála- flokkum. Telur að það þurfi miklu fremur að setja siðareglur um það hvern- ig maður verður forseti heldur hvernig forseti maður verður. Hefur ekki gert það upp við sig. Vill ekki beita málskots- réttinum nema í algjörum undantekningartilfellum. „Fæddur og uppalinn í mikilli samvinnu- og framsóknarfjöl- skyldu í Skagafirði. Á meðan Steingríms Hermannssonar naut við var ég framsóknarmað- ur, þó ekki flokksbundinn minnir mig. Leiðir skildu svo þegar auð- gildið varð manngildinu ofar.“ Telur mikilvægt að setja embættinu siðareglur til þess að hann fylgi föstum reglum og allir viti við hverju sé að búast hjá embættinu. Forseti geti setið í 2–3 kjör- tímabil. Vill binda hámarks valdasetu forseta í stjórnarskrá Myndi beita málskotsréttinum, en vill ekki ræða um hvort hann hefði gert það í þeim tilfellum sem núverandi forseti hefur gert það í. Var formaður miðstjórnar Einingarsamtaka kommúnista á árunum frá 1973 til 1980. Segir að setning siðareglna yrði eitt af hans fyrstu verkum á Bessastöðum. Hefur ekki gefið það upp. Málskotsréttinn á að nota í málum sem snerta fullveldi þjóðar, ríka almannahagsmuni og mikilvægar ákvarðanir sem þjóðin vill sjálf segja til um. Vill nota hann þegar djúp gjá mynd- ast á milli þings og þjóðar. Hefur tekið þátt í prófkjöri Vinstri grænna og tekið fram- boðssæti á lista flokksins. Hefur ekki gefið upp afgerandi afstöðu. Á móti aðild. 336 2.145 245 532 2.851 8.107 Vill sjá samninginn áður en hún tekur afstöðu. „Ég hef verið for vitinn um samning til að skoða.“ „Ég er á móti ESB.“ Efins um að nokkur fari inn í ESB eins og staðan er núna. *Allir frambjóðendur taka þó fram að þeirra skoðun á ESB-aðild sé ekki lykilatriði heldur sé það hlutverk þjóðarinnar að taka ákvörðun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.