Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.06.2012, Blaðsíða 8
Fangelsi rísi 2015 n Arkís hannar Hólmsheiðarfangelsi A rkís arkitektar ehf. hlaut fyrstu verðlaun í hönnunar- samkeppni um byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Dómnefnd kynnti þær til- lögur sem bárust við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu á þriðjudag. Innanríkisráðuneytið bauð í ársbyrjun til opinnar hugmynda- samkeppni um byggingu nýs fang- elsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Dóm- nefnd bárust alls 18 tillögur, átta frá innlendum aðilum og tíu tillögur að utan. Í dómnefnd sátu Steinunn Val- dís Óskarsdóttir, formaður og sér- fræðingur í innanríkisráðuneytinu, Páll E. Winkel, fangelsismálastjóri skipaður af ráðherra, Pétur Örn Björnsson, arkitekt skipaður af ráð- herra, og tilnefnd af hálfu Arkitekta- félags Íslands voru Gylfi Guðjónsson og Hildur Gunnarsdóttir arkitektar. Í niðurstöðu dómnefndar um verðlaunatillöguna segir að tillagan sé mjög góð og svari einstaklega vel áherslum dómnefndar í samkeppn- islýsingu. Nýja fangelsið verður með 56 fangarýmum og á að leysa af hólmi Hegningarhúsið við Skólavörðu- stíg og fangelsi í Kópavogi en báð- um þessum fangelsum verður lokað þegar hið nýja verður tekið í gagnið. Þá er og gert ráð fyrir að gæsluvarð- haldsdeild á Litla-Hrauni verði lögð niður og aðstaða hennar tekin fyrir afplánun. Gert er ráð fyrir að hönnun byggingarinnar og útboðsgögn verði tilbúin vorið 2013 og í kjölfarið geti framkvæmdir hafist. Vorið 2015 er stefnt að því að ljúka framkvæmdum og taka bygginguna í notkun. 8 Fréttir 6. júní 2012 Miðvikudagur Hjónum bjargað á Helgafelli 26 fjallgöngubjörgunarmenn frá Slysavarnafélaginu Lands- björg komu íslenskum hjónum til bjargar á mánudag eftir að þau lentu í sjálfheldu í klettabelti í hlíðum Helgafells. Sveitin var köll- uð út um klukkan tíu á mánudags- kvöld eftir að neyðarkall barst frá hjónunum. Aðgerðum lauk um miðnætti og sluppu hjónin bless- unarlega ómeidd frá þessu brölti. Gekk nakinn um borgina Svo virðist sem hitinn á höfuð- borgarsvæðinu fái fólk til að fækka fötum unnvörpum þessa dagana. Allt er það gott og blessað á meðan slíkt er innan velsæmismarka. Fá- klætt fólk má nú sjá í almennings- görðum og á sundstöðum, svo bara tveir staðir séu nefndir, og þykir ekki fréttnæmt. Hvað þá að einhver hringi í lögregluna vegna þessa. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að aðfaranótt sunnudags hafi verið tilkynnt um óviðeigandi nekt. Lögreglan svaraði kallinu strax og hraðaði sér á vettvang. Þar blasti við henni kviknakinn karl á miðj- um aldri en sá var á gangi í mið- borginni. Maðurinn hlýddi strax fyrirmælum lögreglu og var mjög samstarfsfús. Sagðist hann hvorki vera á leið í sund né sólbað held- ur væri klæðaburðurinn, eða öllu heldur klæðaleysið, tilkomið vegna veðmáls. Átti maðurinn að fá nokkur þúsund krónur fyrir að ganga til- tekna leið allsber en sjálfur var hann fullur efasemda um að hon- um tækist verkið. Hefði hann því hætt við á miðri leið og snúið til baka. Örskömmu síðar mætti hann lögreglunni, sem krafði hann ekki frekari skýringa en skipaði honum í buxur ef hann ætlaði að vera áfram á almannafæri. Maðurinn hefur nokkrum sinnum áður komið við sögu hjá lögreglu en þá hefur hann jafnan verið fullklæddur. É g er búinn að missa vinnuna og það var alveg sjálfsagt, ég missti stjórn á mér,“ segir Andr- és Björgvinsson, maðurinn sem sést á upptöku ráðast á annan mann, meðal annars slá hann í höf- uðið og sparka í hann. Andrés hefur starfað sem öryggisvörður á Hlemmi í fjögur ár samfleytt eða þangað til í gær þegar honum var vikið tímabund- ið úr starfi, á meðan frekari rannsókn á atvikinu fer fram. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um internetið og vakið hörð viðbrögð. Kom „rjúkandi“ í gegnum húsið Þegar blaðamaður náði tali af Andrési í gærkvöldi sagðist hann vera í hálf- gerðu sjokki. „Ég bara er ekki búinn að meðtaka þetta.“ Það var blaðamaður Grapevine sem tók myndbandið fyrir nokkrum dögum og birti það svo á vefsíðu blaðsins á mánudag. Á mynd- bandinu sést þegar Andrés beitir ann- an mann ofbeldi til þess að reka hann út af Hlemmi. Andrés slær hann með- al annars í höfuðið, sparkar í hann og kastar honum síðan utan í glugga. Í samtali við DV segist Andrés sjá eftir öllu saman: „Auðvitað sér mað- ur eftir því þegar maður sleppir sér.“ Hann segist þó vilja koma því á fram- færi að öll málsatvik kæmu ekki fram á upptökunni. „Þetta er einungis endir- inn á atburðarásinni sem sést á mynd- bandinu. Þetta er ekki einhver maður sem ég er að angra, þetta er maður sem kemur rjúkandi í gegnum þvert húsið, beint að mér, og öskrar á mig þar sem ég er að skúra gólfið og orðbragðið var svo yfirgengilegt að ég missti mig.“ Ósanngjarnar fullyrðingar „Þetta er bara búið og gert, ég hljóp á mig,“ segir Andrés og bætir við: „Ég tapaði mér algjörlega, missti stjórn á mér.“ Ljóst er að árásin er litin alvar- legum augum af hálfu forsvarsmanna Strætó sem íhuga nú að taka öryggis- mál á Hlemmi til gagngerrar endur- skoðunar. Andrés segist þegar hafa haft samband við lögfræðing sem mæli með því að hann safni öllum gögnum sem til séu þurfi hann á því að halda síðar meir. Ólíklegt verður að teljast að hann haldi starfi sínu á Hlemmi. „Það er látið eins og ég sé einhver ofbeldismaður á Hlemmi en ég hef setið með þetta fólk í fanginu á síð- ustu dögum lífs þeirra,“ segir Andr- és. Hann segir að fólk megi halda það sem það vilji um hann en erfitt sé að fylgjast með umræðunni því að þar sé margt sem sagt er „afar ósanngjarnt og ýmislegt sem fólk er að fullyrða.“ Aðspurður hvort hann hafi beitt fólk slíku ofbeldi áður svarar hann með spurningum: „Þarna? Slagsmál? Að ég sé vondur við einhvern? Það er örugg- lega einhver sem getur kvartað. Alveg örugglega.“ „Get ekkert gert“ „Það er rétt að ég sló manninn í hnakkann með flötum lófa og ég sparkaði í rassinn á honum, en ég var í rauninni bara heppinn að ég gerði ekki eitthvað meira af mér, eitthvað alvarlegt.“ Andrés segist ekki hafa ætl- að sér að beita manninn ofbeldi: „Fólk lætur eins og ég hafi ákveðið að gera þetta.“ Aðspurður hvort til greina komi að biðja manninn afsökunar fyrir það sem hann gerði segir Andrés ekkert hafa íhugað það. „Ég veit það ekki, hann hefur ekkert farið fram á það.“ Andrés segir ákveðnar rangfærsl- ur hafa komið fram í fjölmiðlum. Það hafi til dæmis verið sagt að hann hafi vitað hver maðurinn væri en það sé ekki rétt. „Ég hef aldrei séð þennan mann áður.“ Hann segir öryggisvörsl- una hafa verið einu vinnuna sem hon- um bauðst fyrir fjórum árum. Nú sé framtíðin óljós. „Ég get ekkert varið það sem ég gerði. Hvað á ég að gera? Ég get ekkert gert.“ n Öryggisvörður viðurkennir að hafa misst stjórn á sér Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Ekki búinn að mEðtaka þEtta“ Harkalegt Andrés skammast í manninum og ýtir síðan harkalega við honum þar sem hann situr. Sleginn „Helvítis lygamörðurinn þinn,“ segir Andrés eftir að hann slær manninn fast í höfuðið. „Út með þig“ Andrés sparkar í manninn og segir honum að hundskast út. „Skammastu þín“ Þegar maðurinn verður ekki við kröfunni dregur Andrés hann út með valdi. „Skal ég bara hvað?“ Andrés bregst ókvæða við því þegar maðurinn segir honum að passa sig. Skellir honum upp að rúðu sem dettur úr. Snýst til varnar Maðurinn grýtir dagblaði í Andrés sem segir honum enn á ný að skammast sín, drulla sér í burtu og lokar loks dyrunum. 1 2 4 5 6 3

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.